Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2006, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2006, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. maí 2006 S igurður Bjarnason fæddist á sumardaginn fyrsta; 22. apríl 1841, í Tungu á Vatnsnesi, sonur hjónanna Bjarna Sigurðssonar og Náttfríðar Markúsdóttur. Hún var dóttir Markúsar Arn- grímssonar, lögsagnara á Reykjum og Torfa- stöðum í Miðfirði, en hann sonur Sigurðar Ólafssonar og Þorbjargar Höskuldsdóttur í Katadal á Vatnsnesi. Bæði Bjarni og Sig- urður faðir hans voru skáldmæltir vel og hef- ur Sigurður Bjarnason þannig verið rakið skáld að upplagi. Nokkuð hef- ur varðveitzt af skáld- skap föður hans og afa. Snæbjörn Jónsson útgefandi Hjálmarskviðu Sigurðar Bjarnasonar og Ljóðasafns hans getur þess í aðfararorðum, að í hans eyru hafi Sigurði Ólafssyni verið eignuð vísan: Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali - alt hvað er, aldrei skal jeg gleyma þér, sem oftast er eignuð Vatnsenda-Rósu. Vísa þessi á að hafa verið í ljóðabréfi, sem Sigurður sendi konu sinni í fangelsi í Dan- mörku. Til þess að hún var þangað flutt er þess að geta, að næstelzta barn þeirra Sig- urðar var Friðrik, sem varð banamaður Nat- ans Ketilssonar og missti lífið þar fyrir. Sig- urður hlaut hýðingardóm fyrir vöntun á aga gagnvart Friðriki, en Þorbjörg var dæmd til betrunarhússvinnu í Danmörku. Hefur m.a. varðveitzt ljóðabréf, sem Sigurður sendi konu sinni í fangelsið og hefst ein vísan þar í svo: Af engri þurrðu ann ég þér. Vorið eftir að Þorbjörg kom heim aftur, fluttu þau hjón frá Katadal að Tungu og Bjarni sonur þeirra með þeim. Hann hóf svo búskap þar með Náttfríði konu sinni 1839 en átta árum síðar fluttust þau að Katadal og Bjarni 1864 að Náttfríði látinni að Hlíð á Vatnsnesi. Tíu árum síðar fluttist hann vest- ur um haf með þremur börnum sínum og Kristínu Jóhannesdóttur, sem hafði verið ráðskona hans í Hlíð. Auk kveðskaparins var hestamennskan tal- in Bjarna til tekna og segir Theodór Arn- björnsson frá Ósi í Sagnaþáttum úr Húna- þingi, að haft hafi verið á orði á Vatnsnesi ef sást til ríðandi manns að vetrarlagi, „að þar væri annað hvort presturinn eða fjandinn hann Bjarni í Tungu.“ Sigurður Bjarnason ólst upp við kröpp kjör, en lét erfiðleikana og fátæktina ekki smækka sig, heldur bar andlegt og líkamlegt atgervi hann áfram. Theodór Arnbjörnsson segir að hann hafi verið glaðvær og hvers manns hugljúfi og svo skáldmæltur að mál hans féll í stuðla, þegar hann vildi. Mikið og fimlegt vald yfir málinu Snæbjörn Jónsson segir Sigurð hafa verið vel bráðþroska og hafi hann ort ljóð þegar á barnsaldri. Vísar Snæbjörn til þess að í syrp- um Sigurðar í Landsbókasafni sé „hreint ekki lítið geymt af því sem hann orti innan sextán ára aldurs. Enginn mundi að vísu kalla þau kvæði mikinn skáldskap, en sízt standa þau þó að baki alþýðukveðskap eins og hann gerist upp og ofan. Þó vekur það einkum athygli, hve óþvingað hann kveður og eðlilega og hve rétt hann fer með kenningar og heiti, sem þó ber mikið á. Það má segja, að þetta mikla og fimlega vald yfir málinu einkenni kveðskap Sigurðar Bjarnasonar frá því fyrsta til hins síðasta.“ Sveitavinnan lá Sigurði næst og snemma fór hann til sjós, reri á vetrarvertíðum við Faxaflóa, en vor og haust fyrir norðan. Hann eignaðist bátinn Þorra og hélt honum úti frá Bergsstöðum á Vatnsnesi. Theodór Arnbjörnsson vitnar til tveggja lýsinga á Sigurði Bjarnasyni og segir önnur svo: „Sigurði er þannig lýst eftir beztu heim- ildum: Hann var hár og fremur grannur, réttvaxinn, limaður vel og sómdi sér hið bezta; ennið hátt og hvelft, augun grá, en þó með brúnum depli; nefið fínt með litlum lið og hafið nokkuð upp að framan, jarpur á hár, en skeggið ljósara; glaður og prúður í fram- göngu, svo að frá bar þeirrar aldar hætti, og hverjum manni ástsælli. Þá er hann þrosk- aðist, varð hann gildur maður, hvar sem hann gekk að, góður sjómaður, skjótur til úr- ræða og öruggur í mannraunum.“ Húsráðendur á Bergsstöðum voru Eiríkur Arason og Guðríður Guðmundsdóttir. Elzt sjö barna þeirra var Helga, greind stúlka og skáldmælt. Þau Sigurður voru 14 og 12 ára við fyrstu kynni og fljótt fóru vísur þeim í milli. Helga kvað: Siggi kveður löngum ljóð lyndi meður kátu; hölda gleður, hrindir móð, hirðir téður plátu. Og Sigurður: Syngja ljóðin liðugt kann lyngorms tróðan bungu, þvinga móðinn iðug ann, yngisfljóð í Tungu. Theodór Arnbjörnsson segir, að Helga hafi verið há og grönn, dökk á hár og dökkeyg, augun hvöss og þó hlý. Hörundsbjört var hún og fríð, rómurinn heldur dimmur, en þó sér- staklega þýður; framúrskarandi barngóð. Ætíð lagði hún gott til mála, því að jafnan fann hún málsbót.“ Skáldgáfan gaf þeim Helgu og Sigurði góð- ar stundir og svo fór, að þau felldu hugi sam- an og bundust hjúskaparheitum. Snæbjörn Jónsson segir Helgu hafa verið samboðna Sigurði í einu og öllu. Ljóð hans beri ást hans til hennar órækt vitni og ekki mun ástin hafa verið minni á hennar hlið. Svipvindur fleygði skipinu á hliðina Að kvöldi 27. júní 1865 lögðu menn frá Bergsstöðum, Stöpum og Illugastöðum upp í kaupstaðarferð til Borðeyrar. Snæbjörn Jónsson rekur þessa sjóferð og einnig birtist frásögn í Norðanfara og er stuðzt við þær hér. Farkosturinn var sexmannafar, áttróið, háfermt af ull. Um borð voru 13 manns og Sigurður Bjarnason formaður. Róið var inn með nesinu og sjóveikri stúlku skotið í land við Hamarinn, en síðan haldið áfram og siglt hægan landsynning vestur með Hegg- staðanestánni, mjög nærri landi. Þegar komið var vestur fyrir og undir nes- ið hugðust menn fella seglið, en í sömu svip- an laust svipvindi ofan úr Hvítabjarnargjá í seglið og fleygði skipinu á hliðina svo það fylltist af sjó. Sumt af fólkinu flaut fyrir borð með ull- arpokunum og var Sigurður þar á meðal. Theodór lýsir lokum hans svo: „Flaut hann þegar frá skipinu á ullarpoka og var skamma stund ofansjávar. Hann kallaði til þeirra, sem enn voru í skipinu, er maraði í kafi: „Reynið að losa skautið og skera á höfuðbendurnar,“ sem og var gert. Bað hann fólkið að vera ró- legt og fela sig drotni. Að svo mæltu sökk Rímnaskáldið góða Kornungur kvað hann sig inn í hjörtu þjóð- arinnar og kornungur kvaddi hann þennan heim. En Sigurður Bjarnason lifir áfram í kveðskap sínum, þótt tíminn hafi verið hon- um mótdrægur og farið mýkri höndum um annars konar kveðskap. Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Ljósmynd/Handritadeild Landsbókasafns Hjálmarskviða Upphaf Hjálmarskviðu í eiginhandarhandriti Sigurðar Bjarnasonar. Æskuljóð Eiginhandarhandrit Sigurðar Bjarnasonar af fyrsta flokki af æskukveðskap hans.                                       !  "#$$    #$$ %         

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.