Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2006, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2006, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. maí 2006 Hollywood stólar nú á að Sup-erman bjargi fjárhagnum og sumarvertíðinni. Í fyrrasumar þén- aði Hollywood 254 milljarða króna og var það versta sum- arvertíðin síðast- liðinn áratug. Í ár reiknar Félag kvik- myndahúsaeig- enda í Bandaríkj- unum með því að Superman Re- turns laði áhorfendaskarana í kvik- myndahúsin á nýjan leik. Superman snýr aftur verður frumsýnd í Bandaríkjunum í næsta mánuði og er lítið þekktur leikari, Brandon Routh, í aðalhlutverki og hin ástralska þokkagyðja Kate Bos- worth sem fer með hlutverk Lois Lane. Aðrir sum- arsmellir eru ný mynd í mynda- röðinni X-Men og stórslysamyndin Poseidon Adventure og Mission: Impossible III sem hefur nú þegar valdið bandarískum kvikmynda- húsaeigendum vonbrigðum með slæmum aðsóknartölum fyrstu vik- una eftir frumsýningu.    Í umræðunni um sumarmyndir máþó ekki gleyma stórmyndinni Da Vinci lyklinum, sem tekin verður til almennra sýninga um allan heim 19. maí. Í aðalhlutverki myndarinnar er Tom Hanks en hann hefur gagn- rýnt trúar- leiðtoga sem hafa beðið fólk um að sniðganga mynd- ina. Segir hann að þeir taki hana of alvarlega. Seg- ir Hanks í viðtali við Lundúnablaðið Evening Standard að hann hafi allt- af vitað að það væru einhverjir sem ekki vildu að myndin yrði sýnd. Hanks leikur hlutverk Roberts Langdon í myndinni sem byggir á bók Dan Brown. Da Vinci lykillinn var mest selda bók í heimi árið 2003. Myndin verður frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes í Frakk- landi í næstu viku og flykkjast Hollywood-stjörnur á hátíðina.    Myndin hefur áhrif víða enstjórnendur tveggja kvik- myndahúsa í Færeyjum hafa ákveð- ið að taka Da Vinci lykilinn ekki til sýninga. Ástæðan er sögð sú, að söguþráður myndarinnar feli í sér guðlast og ætla Færeyingarnir því ekki að fara eftir óskum Hanks. Færeyska blaðið Sosialurin hefur eftir Jákup Eli Jacobsen, forstjóra Havnar Bio, að þar á bæ hafi menn valið að sýna ekki myndina vegna þess að hún sé guðlast. „Þegar við spurðum Nordisk Film, sem dreifir myndinni, hvort innihald hennar væri það sama og bókarinnar, og fengum jákvætt svar, ákváðum við að við ætluðum ekki að sýna neitt guðlast í Færeyjum,“ hefur blaðið eftir Jakobsen. Hann viðurkennir jafnframt að hann hafi ekki lesið bókina. „En mér er sagt að í myndinni segi að Jesús hafi átt börn með konu. Það er næg ástæða til að sýna ekki myndina,“ segir Jakobsen og bætir við að hann óttist að missa rekstrarleyfið ef hann sýni guðlast í kvikmyndahús- inu. Í öðrum helstu hlutverkum í myndinni eru Audrey Tautou, Ian McKellen, Paul Bettany, Alfred Molina og Jean Reno. Erlendar kvikmyndir Tom Hanks Audrey Tautou Brandon Routh Kvikmyndahátíðin í Cannes hefst meðpomp og prakt næstkomandi fimmtu-dag. Á ellefu dögum verður sýndurmikill fjöldi mynda hvaðanæva úr heiminum: Hollywood-myndir, listamyndir, heim- ildamyndir, stuttmyndir og sígild verk úr kvik- myndasögunni. Það er ólíku saman að jafna kvik- myndum hátíðarinnar og flatneskjunni sem einokar kvikmyndatjöld landsins, en á þeim er ekki að finna eina einustu – eina einustu – kvikmynd sem er framleidd utan Hollywood. Það er því ekki að ástæðulausu að íslenskir kvik- myndaunnendur horfa nú öfundaraugum til Cannes líkt og oft áður í maímánuði. Yfirbragð hátíðarinnar hefur breyst í áranna rás og margt með öðrum hætti nú en þegar hún var fyrst haldin árið 1946 (eða nánar tiltekið 1939 er hátíðin svo að segja þjófstartaði við upphaf seinni heimsstyrjaldar). Nú úir þar og grúir af fólki á öllum sviðum kvikmyndabransans. Smá- stirni fækka fötum á ströndinni, Hollywood- stjörnur spóka sig í sólinni og harðsvíraðir kaupahéðnar bjóða í næsta stórsmellinn. Kjarni hátíðarinnar, sjálf keppnin um Gullpálmann, hef- ur þó haldist í meginatriðum óbreytt þessa ára- tugi. Sérvalin nefnd velur bestu myndina úr hópi nýjustu mynda margra af virtustu leikstjórum samtímans. Árið 1946 voru í aðalkeppninni myndir eins og Brief Encounter (David Lean), Gilda (Charles Vidor), Fríða og dýrið (Jean Cocteau), Maria Candelaria (Emilio Fernandes), Notorious (Al- fred Hitchcock) og Róm, opin borg (Roberto Rossellini). Ekki hafði dómnefndin hjarta í sér til að útnefna einn sigurvegara þetta fyrsta ár keppninnar og deildu ellefu myndir með sér verðlaununum. Þótt það sé nú eindæmi í sögu Cannes hafa dómnefndir haldið í þetta fordæmi og stundum veitt tveimur myndum Pálmann þótt oftast nær hafi einungis ein mynd staðið uppi sem sigurvegari. Á meðal handhafa Gullpálmans er að finna margar af áhrifaríkustu myndum kvikmyndasögunnar: The Third Man (1949, Car- ol Reed), Trönurnar fljúga (1957, Mikhail Kalatozov), La Dolce vita (1960, Federico Fell- ini), Hlébarðinn (1963, Luchino Visconti), Blowup (1966, Michelangelo Antonioni), MASH (1970, Robert Altman), Taxi Driver (1976, Martin Scorsese), Paris, Texas (1984, Wim Wenders), Wild at Heart (1990, David Lynch) og Dancer in the Dark (2000, Lars von Trier). Það er því ekki lítill heiður sem fylgir því að hljóta Gullpálmann – hálfgerður lykill að kvik- myndasögunni – en í ár hafa myndir tuttugu leik- stjóra verið valdar til þátttöku. Þeirra á meðal eru Pedro Almodóvar, Sophie Coppola, Alej- andro Gonzáles Inárritu, Aki Kaurismaki, Rich- ard Linklater og Ken Loach. Formaður dóm- nefndar er sjálfur Wong Kar-Wai en þrjár mynda hans, þær Happy Together, In the Mood for Love og 2046, hafa keppt um Gullpálmann og hlaut hann verðlaun fyrir bestu leikstjórn árið 1997 fyrir fyrrnefnda Happy Together. Það þarf kannski ekki að vekja neina sérstaka furðu þekki lesendur lítt til þessa virta og vinsæla leikstjóra þar sem myndir hans hafa ekki verið sýndar í kvikmyndahúsum hérlendis – ekki mátt koma þeim við á milli Scary Movie 3 og Scary Movie 4. Óhugnanlegt! Á Cannes er þó ekki aðeins að finna margt af því besta í kvikmyndagerð samtímans heldur gerir hátíðin einnig vel við kvikmyndasöguna. Sí- gild verk sem búið er að gera við, hreinsa og pússa á alla kanta, og setja á nýjar filmur fylla sérstakan sýningarflokk á hátíðinni. Í ár má finna á sýningarskránni stórvirki eins og Jörð skelfur (Luchino Visconti), Róm, opin borg (Ro- berto Rossellini), ofurvestrann The Searchers (John Ford), auk fjögurra mynda Carol Reed. Líkurnar á því að íslenskir kvikmyndaunnendur fái að berja þessar sígildu myndir augum? Horfið áfram öfundaraugum til Cannes. Horft öfundaraugum til Cannes ’Það þarf kannski ekki að vekja neina sérstaka furðu þekkilesendur lítt til þessa virta og vinsæla leikstjóra þar sem myndir hans hafa ekki verið sýndar í kvikmyndahúsum hér- lendis – ekki mátt koma þeim við á milli Scary Movie 3 og Scary Movie 4. Óhugnanlegt!‘SjónarhornEftir Björn Norðfjörð bn@hi.is S tórleikarinn Reilly vottar Íslend- ingum virðingu sína með því að vera viðstaddur forsýningu á nýjustu mynd sinni á morgun, 14. maí. Um er að ræða A Prairie Home Comp- anion, eftir meistara Robert Altman en hún fjallar, eins og nafnið bendir til, um einn þekktasta útvarpsþátt sögunnar og hinn merka stjórnanda hans, Garrison Keillor. Opinber frum- sýning myndarinnar verður ekki fyrr en í næsta mánuði, en hún verður síðar í sumar ein aðal- skrautfjöðrin á IFF (Iceland Film Festival) kvikmyndahátíðinni. Forsýningin er í tengslum við Listahátíð í Reykjavík og á sér talsverðan aðdraganda því lengi hefur staðið til að bjóða hinum sögufræga útvarpsmanni til landsins. Þegar hann sá sér fært að þiggja boðið, tókust samningar á milli Listahá- tíðar og IFF, um þessa einu sýningu mynd- arinnar. Kellor verður síðan, í samvinnu við Listahátíð, með upptöku á A Prairie Home Comp- anion, á þriðjudagskvöldið nk. Þátturinn verður tekinn upp í Þjóðleikhúsinu að viðstöddum forseta Íslands og frú, Reilly og fleira góðu fólki og eru aðgöngumiðar að öllum líkindum uppseldir þegar þessar línur birtast. Það er kunnara en frá þurfi að segja að margir hafa skotist upp á stjörnuhimin kvikmyndanna á útlitinu einu saman og sumir hverjir spjarað sig furðu vel. Þá hafa ótrúlega margir fengið allan pakkann í vöggugjöf, fríðleika og fallega líkams- byggingu, samfara góðum gáfum og ótvíræðum leikhæfileikum. Síðan koma leikararnir af guðs náð, sem hafa ekki staðlað stjörnuútlit til að lafa á heldur eru ómissandi í heimi sem jafnan skortir trausta og fjölhæfa leikara. Innan um sætabrauðsdrengina er Reilly nokk- uð stórkarlalegur, þrekinn, hrokkinhærður lurk- ur, tæpir 190 cm á hæð. Andlitið mundi seint telj- ast smáfrítt en það geislar af honum snerpan, sjarminn og eitthvað notalegt í viðmótinu sem fær áhorfandann til að muna manninn – þó að hann fari ekki alltaf með aðalhlutverkið. Að ættum og uppruna er hann ekki síður óvenjulegur; móðirin frá Litháen, faðirinn írskur. John Christopher Reilly er „fótógenískur“, myndavélin gælir við hann og öfugt, annar stór kostur við leikarann er hversu létt honum reynist að bregða sér í allra kvikinda líki, er að auki fram- bærilegur söngvari og dansari. Þá er sérhannað útlit ekki að flækjast fyrir honum, frekar en mörgum af bestu skapgerðarleikurum samtím- ans, hæfileikamenn á borð við William H. Macy, Philip Seymour Hoffman,Tom Hanks og Dustin Hoffman. Þeir ganga allir lausir, fullkomlega sátt- ir við að hírast ekki í ákveðnum bás. Þessir lista- menn hafa jafnan nóg fyrir stafni og eiga langt ævistarf – ef þeir á annað borð fá tækifæri. Með tímanum hefur Reilly alla burði til að eiga í vænd- um feril hliðstæðan karaktersmiðanna Michaels Caine og Genes Hackman. Gesturinn okkar er liðlega fertugur, fæddur í Chicago 1965, sá fimmti í röðinni af sex systk- inum. Borgin er fræg fyrir skapandi og líflegt leikhúslíf og Reilly var aðeins átta ára þegar hann tróð upp á leiksviði í fyrsta skipti. Hann stundaði nám við DePaul háskólann, þar sem hann lauk BA-gráðu í listfræði, síðan lá leiðin í leiklist- arskólann Goodman School of Drama, þaðan sem Reilly útskrifaðist 1987. Hann komst á samning við Organic-leikhúsið í Chicago og síðar við hinn heimsfræga Steppenwolf-leikhóp, undir stjórn Garys Sinise. 1989 komst Reilly í návígi við hvíta tjaldið, í stríðsmyndinni Casualties of War, undir stjórn Brian De Palma. Þann áfanga getur leikarinn þakkað framtaksseminni, en hann sendi De Palma myndbandsupptöku af sjálfum sér og leik- stjórinn var það ánægður með innihaldið að Reilly fékk stærra hlutverk en ætlað var í fyrstu. Í kjölfarið fylgdu ófá smáhlutverk í myndum eins og We’re No Angels, (’89); hann lék lög- regluþjón í mynd Woodys Allen, Shadow and Fog (’91) og kom við sögu Days of Thunder (’90). Fyrst minnist maður þessa svipsterka leikara í What’s Eating Gilbert Grape, og eins af þorpurunum í River Wild (’94). Nú var Reilly búinn að stimpla sig inn sem virt- ur skapgerðarleikari. Georgia (’95), fór að vísu fram hjá flestum, en þar fór okkar maður á kost- um sem eiturlyfjafíkill. Mótleikari hans var Jenni- fer Jason Leigh, síðar sama ár léku þau saman á ný í Dolores Claiborne, kvikmyndagerð sögu eftir Stephens Kings. Reilly stóð sig jafnan vel en hlutverkin voru oft- ar en ekki lítil að vöxtum. Þá kom til sögunnar óreyndur leikstjóri og handritshöfundur, Paul Thomas Anderson að nafni. Hann átti eftir að breyta ferli smástirnisins til frambúðar. Reilly stóð sig það vel í Hard Eight (’96), fyrstu mynd leikstjórans, að Anderson setti hann umsvifalaust í veigamikið hlutverk klámstjörnunnar Reeds Rothchilds, í næstu mynd, sem var tímamótaverk- ið Boogie Nights (’97). Líkt og flestir kvikmyndaáhugamenn muna, sló myndin óvænt í gegn og Reilly var fremstur með- al jafningja, þar sem m.a. komu við sögu Mark Wahlberg, William H. Macy, Philip Seymour Hoffman, Heather Graham, auk gamalgróinna leikara eins og Julianne Moore og Burt Reynolds. Þau Reilly, Hoffman og Moore komu einnig við sögu Magnolia (’99), næstu myndar Andersons. (Munið þið eftir froskaregninu?) því næst tók Reilly að sér litlaust hlutverk í Perfect Storm, vondri hamfaramynd en feikivinsælli. Næsti áfangi Reillys var mun glæsilegri, hann lék Lee í True West eftir Sam Shepard, og mót- leikari hans í Broadwayuppfærslunni var enginn annar en Hoffman, og fengu báðir Tony- verðlaunatilnefningu fyrir frammistöðuna árið 2000. Sjálfsagt hafa þeir ekki staðið sig síður en þeir Valdimar Örn Flygering og Magnús Ragn- arsson, sem gerðu Sannan vestra að minnisstæðri sýningu í Tjarnarbíói á sínum tíma. Áfram hélt Reilly að krækja í bitastæð auka- hlutverk, m.a. á móti í Kevin Costner í hafnabolta- myndinni For Love of the Game (’99) og hann átti kryddaða innkomu sem hasshausinn og húsamál- arinn, eiginmaður Jennifer Anniston í þeirri fínu mynd, The Good Girl (’02). Þá er röðin komin að The Hours (’02) þar sem Reilly slær ekki feilpúst á móti Julianne Moore, og enn síður sem hinn ólánsami eiginmaður Ren- ée Zellweger í kvikmyndagerð söngleiksins Chic- ago, sem færði honum fyrstu Óskarsverðlauna- tilnefninguna. Síðan hefur vegur Reilly vaxið ár frá ári, með hjálp mynda á borð við The Gangs of New York og The Aviator, báðar undir handleiðslu Martins Scorseses. Og eins og fyrr sagði gefst á morgun tækifæri til að sjá frammistöðu þessa snjalla leik- ara í höndum meistara Altmans. Það fréttist síðast af Reilly, að hann mun taka að sér aðalhlutverkið í gamanmyndinni Quebec, þar sem meðleikarar hans eru m.a. Seann William Scott og Lili Taylor (Á köldum klaka). Raunverulegur Reilly Það er engin dægurstjörnuglans yfir John C. Reilly, hann er ekta. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@ heimsnet.is John C. Reilly „Innan um sætabrauðsdrengina er Reilly nokkuð stórkarlalegur, þrekinn, krullhærður lurkur, tæpir 190 cm á hæð.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.