Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2006, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. maí 2006 | 9
einhver „pathos“ hjá okkur báðum, einhver
pínulítil tilfinningasemi. Við viðurkennum báðir
að við séum „lókal“, stúderum áðurnefndan ger-
manskan eða norrænan arf. En ég held að það
sé ekki endilega um að ræða einhverja sérstaka
þjóðmenningu, frekar eitthvað lífrænt, siður og
venjur í þjóðarsálinni. Eitthvað sem erfitt er að
festa hendur á.“
Í athyglisverðu samtali Steingríms og kollega
hans, Haraldar Jónssonar, sem birtist í sýning-
arskrá, ræðir sá fyrrnefndi lítillega um upp-
hafsár sín í myndlistinni, um miðjan áttunda
áratuginn, og segir m.a. að hann hafi á þessum
tíma metið íslenska myndlistarhefð sem „aðra
eða þriðju „generasjón“ af fyrirfram gefnum
forsendum sem þegar höfðu verið útfærðar
annars staðar í heiminum“. Hann hafi um líkt
leyti áttað sig á „þrátt fyrir að listamaður telji
sig vera í samræðu við stærri heim en þann
sem hann lifir og hrærist í verður hann að
þekkja sínar nánustu aðstæður“. Hann kemst
að þeirri niðurstöðu í framhaldinu að „hug-
myndin um alþjóðlega list er í rauninni tál-
mynd. Hún vísar ekki í vinnu myndlistarmanns-
ins sjálfs heldur í hámarksdreifingu og
markaðssetningu innan mjög afmarkaðs svæðis
sem er hinn vestræni heimur“.
Mörg verka Steingríms búa yfir lúmskum og
undirfurðulegum húmor, það eru engin hlát-
uröskur sem hljóma heldur er augljóst að lista-
maðurinn hefur kímnigáfu fyrir sjálfum sér og
viðfangsefni sínu, hún er oft hófstillt en gætir
þó iðulega. „Ég held að rótin að þessu sé sú að
fólk vilji eiga möguleika á að taka sig ekki alltof
hátíðlega. Það varð ákveðin upplausn í listinni
upp úr 1977–78 og listamenn fóru að setja fram
ákveðna „parodíu“ á sjálfa sig og listina. Ég
sýni til dæmis verk sem eru útúrsnúningur eða
skopstæling á ákveðnum liststefnum. En ég tek
það fram að verkin eru grafalvarleg án þess þó
að vera hátíðleg.“
Þá vaknar spurning um áhrifavalda og ósjálf-
rátt leitar hugurinn til þeirra listamanna sem
héldu til náms í Hollandi í lok 7. áratugarins og
byrjun áttunda, og komu til baka með hug-
myndalistina í farteskinu og húmoríska nálgun,
konseptið, flúxus og fleira af skyldum toga.
Galleríið Suðurgata 7 var um margt skurð-
punktur fyrir það sem helst var að gerast í
samtímalist þess tíma. Steinrímur kveðst telja
að áhrifin frá Hollandi séu ekki jafn sterk á
verk hans og sumir telja. „Þegar ég var að upp-
lifa þessar slóðir var önnur og þriðja kynslóð
konseptlistamanna komin fram í dagsljósið og
margt búið að breytast í fræðunum. En auðvit-
að voru myndlistarmennirnir sem kenndir voru
við SÚM, bræðurnir Sigurður og Kristján Guð-
mundssynir, Hreinn Friðfinnsson, Magnús
Karlsson og þeir karlar allir mikil ídól. En það
voru svo margir aðrir áhrifavaldar, ekki endi-
lega listamennirnir sjálfir heldur það sem mað-
ur les um þá, verk sem maður sér o.s.frv., og í
mínum huga fer þetta allt saman upp á eitt-
hvert plan, þar sem úrvinnslan fer fram. Bók-
og menningarfræði hafa haft mikil áhrif á
myndlist, hafa verið henni næring. Ég held að
margir myndlistarmenn hafi leitað þangað að
hugmyndum, ekki síst seinustu áratugi, þar á
meðal ég sjálfur.“
Dilkadrátturinn að líða undir lok
Fyrst minnst er á tilraunir gagnrýnenda og
ýmissa fræðimanna til að tengja viðfangsefni
sín við ákveðna skóla í listum eða stefnum, er
óhjákvæmilegt að spyrja Steingrím hvernig
honum þyki sú tilhneiging að draga listamann-
inn í fræðilega dilka, svo hægt sé að hemja
hann þar? „Það gengur aldrei til lengdar, er
einfaldlega ekki hægt. Ég held raunar að slíkur
dilkadráttur sé að líða undir lok, að skilgreina
hvern listamann og verk hans sem einhverja
ákveðna tegund eins og gert er í dýrafræði.
Verkin mín eru ekki í dýrafræðinni. Slíkir
merkimiðar virka ekki í listinni. Ég er hins veg-
ar sjaldan eða aldrei sammála því sem er skrif-
að um verk mín, yfirleitt eru þetta stikkorð eða
einfaldanir sem slegið er fram án sérstaks rök-
stuðnings og hvorki er hægt að segja já eða nei
við slíkum fullyrðingum. En mér finnst hins
vegar yfirleitt áhugavert að skoða slíkar pæl-
ingar, þær eiga fyllilega rétt á sér og verða
ósjálfrátt nokkurs konar hluti af ferli lista-
verksins.“
Hann segist kunna því mjög illa ef menn
þykjast geta fundið verkum hans tiltekinn bás
og þannig spáð fyrir um framhaldið. „Ég vil að
verkin séu ófyrirsjáanleg og hluti af því er að
hefjast alltaf handa á nokkurs konar núllpunkti,
byrja með hreint borð. Það hentar mér ekki að
vera alltaf að búa til það sama. Það á að vera
ómögulegt að sjá fyrir hvað gerist næst.“
dinni
Morgunblaðið/Jim Smart
Steingrímur Eyfjörð „Það á að vera ómögulegt að sjá fyrir hvað gerist næst.“
sem ekki er í húsum hæft. Sumt af þessu fólki
var þó miklir gleðigjafar á borð við Símon
Dalaskáld, aðrir voru erfiðari viðureignar.
Birgir kveðst sjá samfellu í ævistarfinu
þegar hann lítur yfir það, en er ekki að sama
skapi viss um að aðrir sjái það. Íslenskur und-
irtónn sé þar ríkjandi og frásagnarþörf.
Spurður um þennan þjóðernislega undirtón
og hvort hann sé með markvissum hætti að
kanna ýmsa hina afkáralegu anga íslenskrar
þjóðmenningar og stinga í þá gaffli, segir
Birgir það vera af og frá, hann sé afar stoltur
af íslenskri þjóðmenningu.
„Ég safna. Ég er safnari sem mynd-
listamaður. Hvað varðar frásagnarelementið
get ég lítið tjáð mig, en viðurkenni að ég hef
mjög gaman af því að segja litlar sögur og
hef gaman af góðum sögumönnum. Ég veit
samt að ég er að segja sögu af Íslandi og Ís-
lendingum, sögu af uppruna mínum og upp-
runa okkar. Ísland er lítið og veikt og menn
eru hræddir og vilja vera „international“. Ég
vil hins vegar vera „national“, því að hvernig
í ósköpunum á ég að geta sagt einhverja al-
þjóðlega brandara um evruna eða álíka kjaft-
æði. En ég er ekki „national“ í hinum klass-
íska skilningi þjóðernishyggju og brosi að
svoleiðis löguðu. En ef maður skoðar erlenda
myndlist vaknar eðlilega sú spurning hvort
við eigum ekki eitthvað sambærilegt, eitthvað
sem hefur sama vægi. Við gætum nefnt af
handahófi útfærsla bandaríska popp-
listamannsins Jaspers Johns á bandaríska
fánanum. Ég svara því játandi, við eigum eitt-
hvað sambærilegt og þurfum ekki að vera
feimin gagnvart því sem gert er erlendis. Það
er undirtónninn í mínum verkum. En það er
vert að taka fram að verk mín hafa ekkert
með popplist að gera, þau birta aðeins skoðun
mína á veröldinni. Ég hef lopaaugu.“
Birgir tekur dæmi af verki þar sem hann
tók sig til og hóf að rækta ávaxtaplöntur í
ORA-niðursuðudós – og hvað er íslenskara en
ORA-niðursuðudós – og kallar það Nýbúa.
„Ávextirnir sem við njótum svo mjög koma að
utan og við þurfum að elska, annast um og
gæta fólksins sem flyst hingað, leyfa nýgræð-
ingnum að vaxa í íslenskri mold og íslenskri
ORA-dós. Þetta finnst mér fallegt. Ég sýndi
þetta verk í sýningarsal Péturs Arasonar
uppi á Laugavegi og þótti vænt um að þangað
kom fólk og skrifaði í gestabókina setningar
á borð við: Ég er hamingjusamur að vera
nýbúi. Ég vona að þetta fólk vaxi vel og
dafni.“
Óþýðanlegt þjóðlegt klám
Birgir minnist á fleiri verk sem tengjast ís-
lenskri menningu með einhverjum hætti og
þá oftar en ekki samskiptum hennar við er-
lenda menningu, en hann fékk snemma áhuga
á því „hvernig íslensk þjóðareinkenni verða
til sem svar við viðhorfum útlendinga“, svo
vitnað sé í grein Evu. Þar á meðal er verk
sem hann sýndi á Feneyja-tvíæringnum árið
1995, lopafánar sem voru prjónaðir fyrir
hann í íslensku sauðarlitunum, til að „end-
urspegla hvernig við lítum á þjóðarsálina“,
segir hann. „Þarna hanga þeir hlið við hlið,
íslenski fáninn, hinn bandaríski og hinn
breski, kannski líka til að benda á að utanrík-
isstefna okkar er sami lopinn og annað.“
Hann bendir líka á teikningar af uppgrefti
á íslenskum torfbæjum. Þetta eru minjar okk-
ar, arfur okkar, og honum fannst skemmti-
legt að minna á að ef fólk heimsótti Mark-
úsar-torgið í Feneyjum gat það horft á hús
frá svipuðum tíma og íslensku torfbæirnir,
hús sem eru enn þann dag í dag talin til
þeirra merkustu sinnar tegundar í arkitektúr.
„Við þurfum hins vegar að grafa ofan í jörð-
ina til að finna moldarkofana okkar frá sama
skeiði. En þó ég bendi á þessi verk vil ég hafa
túlkunarmöguleika þeirra opna; ég er ekki
dómari. Ég lít þannig ekki á að það sé póli-
tískur undirtónn í verkunum. Ég get tekið
sem dæmi veggmálverk á sýningunni í ís-
lenskum litum, þó að íslenskir litir séu vita-
skuld ekki til, sem heitir „þjóðlegt klám“. Það
er ómögulegt að þýða þjóðlega klámið okkar
yfir á erlendar tungur því að það felst í því
sem er á milli línanna, það sem lesið er undir
rós. Menn fara með einhverjar vísur og þá
kinka karlarnir gömlu kolli með íbyggnum
svip og segja: Já, hann átti við þetta … Ég vil
frekar fara þennan milliveg, þ.e. gefa fremur
eitthvað í skyn heldur en að troða því upp á
fólk með látum. Spurningin hvort ég er með
eða á móti þessu eða hinu skiptir ekki máli í
því samhengi. Kannski er ég óskaplega
hlynntur lopasýninni á veröldina. Kannski
ekki.“
Hann kveðst einnig meðvitaður um að vera
ekki of alvarlegur í verkum sínum, vill vera
með lúmskt glott á vör þegar hann fer hönd-
um um hinar heilögu kýr. „Stór karakter í
mínum verkum, sem verður efniviður lítillar
bókar sem finna má á sýningunni, er til dæm-
is vinur minn Helgi Gunnarsson frá Grund á
Jökuldal. Hann rak annað augað í ryðgaðan
nagla í beitarhúsi en hélt áfram búskap á
Grund um tíma, þar til hann flutti á
blindraheimili, þar sem ég var raunar alinn
upp, og orti þar með þjóðlegum og kímnum
hætti. Ég er alinn upp við þetta viðhorf og er
ekki jafnmikill heimspekingur og sumir
samferðamenn mínir í listinni, fílósófar á
borð við Steingrím Eyfjörð. Ég er miklu
meira sveitapiltsins draumur. Þar sé ég
möguleika og sögur. Og það býr svo mikið í
sögunum. Ég hef fundið það að þegar maður
segir t.d. útlendingi góða sögu næst strax
tenging, þeir verða hrifnir, og síðan geta þeir
sest niður með vinum sínum ytra og sagt sína
útgáfu af sögunni, því að sögurnar breytast
alltaf á milli manna.“
Íslendingar hafa misskilið flestallt
Og hugmyndirnar kvikna víða. „Ég er
kannski að fletta bók eða blaði og sé þá eitt-
hvað sem kallar á mig, eitthvað sem smell-
passar við viðfangsefni mín og gengur inn í
mína hugsun,“ segir Birgir. „Það þarf ekki að
vera stórkostlegt, til dæmis bara hvernig
íþróttafréttaritarar tala allt annað tungumál
en allir aðrir, svo nærtækt dæmi sé tekið. Við
hirðum dolluna á næsta ári, er dæmi um
frasa úr þeim herbúðum. Ég held að mynd-
listarmenn vinni alltaf á nokkurs konar gráu
svæði, svæði sem ekki er hægt að „analísera“.
Þar er engin formúla. Maður sér bara
eitthvað og veit strax að það passar í albúm-
ið, og maður segir við sjálfan sig: Þessi hug-
mynd er vinur minn, því að ég get unnið með
hana.“
Hann segir ákaflega gefandi að finna fyrir
því hversu mikið materíal felist í hinni svo-
kölluðu íslensku þjóðarsál. En þar er ýmsu
snúið á haus frá hefðbundnum hugmyndum
um innihald þeirrar umtöluðu sálar. „Íslend-
ingar hafa misskilið flestalla hluti sem hafa
komið frá Bandaríkjunum og Evrópu en nýta
sér það og vinna úr því, þrátt fyrir að stóru
elementin séu misskilningur. Við erum mis-
skildasta þjóð í heimi því að við misskiljum
okkur svo mikið sjálf. Þetta er gríðarlega
spennandi. Ég uppgötvaði fyrir margt löngu
að misskilningurinn er það stórkostlegasta
sem til er. Hugaraflið býr í því að misskilja
gjörsamlega sem flesta hluti.“
’Ég uppgötvaði fyrirmargt löngu að misskiln-
ingurinn er það stórkost-
legasta sem til er. Hugar-
aflið býr í því að
misskilja gjörsamlega
sem flesta hluti.‘
sins með lopaaugun