Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2006, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2006, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. maí 2006 G ríðarleg fjölbreytni í efnisvali og aðferðum setur mark sitt á sýn- ingu Steingríms Eyfjörð í Lista- safni Íslands; teikningar, mál- verk, ljósmyndir, skúlptúrar úr málmi, vaxi og leir, myndbands- verk og ótalmargt fleira – eina reglan virðist vera sú að forðast reglur. Elina Filipovic list- sagnfræðingur segir í grein um verk Stein- gríms í sýningarskrá að þrátt fyrir að vera svo ósamstæð hvað varðar form og miðil virðist „ein- stök verk sameinast í eigin aðgerðargildi – það sem tengir þau er hvernig þau framkvæma án afláts þann annarleika, þá tilfinningasemi og undrun sem þau fjalla um“. Hann forðist meðvitað og markvisst boðorð módernismans um „rétt form“ og geri þess í stað listaverk sem feli sig „bak við ófágað yfirborð í þeim tilgangi að koma á framfæri róttækri gagnrýni af heim- spekilegum og félagsfræðilegum toga“. Leiðarþráðurinn í gegnum hinar mörgu mis- munandi aðferðir má þó segja að sé teikningin, textabrot og notkun á aðfengnu efni, þar á með- al úrklippum úr blöðum og tímaritum. Stein- grímur segir yfirlitssýningu sína samanstanda af samstæðum einingum, sem hver eigi sér sjálfstæða tilveru, kannski ekki óháða öðrum en þó þannig að ekki sé hægt að spyrða þær sam- an í eina heild. Við getum dregið upp mynd af mörgum mengjum sem eru rótlaus og snertast ekki en innihalda þó ekki óskyld stök. Þannig sé ekki heildarverkið dregið fram úr glatkistunni heldur einungis valin sýnishorn af ævistarfi hans til nútímans. Einingar sem flökta á tímalínunni „Þetta er eins og ef maður horfir úr lofti yfir öll tímabilin, eins og það væri líkan af fjórðu víddinni, þá sér maður að einingarnar eru ekki tengdar í línulegum tíma. Það er eins og þær séu flöktandi á tímalínunni,“ segir hann. „Ég ákvað snemma á sýningarferlinu að bjóða upp á margar litlar einingar en það sem verkin eiga einkum sameiginlegt er að þau eru í meðhöndl- un á utanaðkomandi hráefni, einhverju sem hef- ur kveikt í mér. Mér finnst eftirtektarvert að fólk sem hefur séð sýninguna á upphengistiginu hefur haft orð á að það skynji einhvers konar tímaleysi, heldur jafnvel að elstu verkin séu ný og öfugt. Það fannst mér skemmtilegt að heyra. En það er hins vegar ekki um að ræða hreina þróun, órofna tímalínu, einsog má sjá hjá mörg- um listamönnum.“ Hann kveðst ennþá vera að melta með sér hvernig hann eigi að skilja og skynja lífsverkið þegar búið er að draga það upp úr kössunum og stilla upp. „Ég viðurkenni að mér finnst sumt orðið framandi,“ segir Steingrímur. „Að það til- heyri einhverjum öðrum en manni sjálfum. Eitthvað hefur auðvitað týnst eða er hálfklárað, sumt mun kannski aldrei finnast og verður aldrei klárað, annað kemur einhvern tímann upp úr kafinu og verður lokið við á breyttum forsendum frá því sem upphaflega var gert ráð fyrir. En það er gott að fá svona fjarlægð á verkin. Ég þarf eingöngu að greina það betur fyrir sjálfan mig áður en ég kemst að nið- urstöðu, það tekur tíma að fá yfirsýn.“ Hann segir að sýningin beri það með sér að ekki er um að ræða eina heildstæða ævi lista- mannsins, heldur mörg líf. „Ég held að fólk skynji ævi sína gjarnan með þeim hætti, þ.e. að innan viðkomandi tímaskeiðs séu mörg líf en ekki einhver óslitin samfella. Verk frá hverju því tímabili sem hér er sýnt endurspeglar þó ef- laust eitthvert ástand í lífi mínu á sama tíma, hvað var að gerast, vangaveltur eða áhrif, en verkin er þó hvorki hægt að skilja persónu- legum skilningi né út frá einkalífi. Það er ekki hægt að sálgreina mig í gegnum verkin.“ Svæði þar sem gera má mistök Verk Steingríms geta við fyrstu sýn virst „kaot- ísk“, það er mikið að gerast á myndfletinum, litlar fígúrur eru á hreyfingu, textabrot skjóta upp kollinum óforvarandis og virðast ekki alltaf í innbyrðis tengslum, óvænt form bregða á leik – og fyrir vikið fela þau í sér marga túlk- unarmöguleika. Steingrímur samsinnir þeirri ábendingu. „Þegar ég var að byrja hugsaði ég með mér að verkin yrðu ekki endanleg nið- urstaða, heldur tillaga eða tilgáta, og ég ímynd- aði mér að áhorfendur stigju skrefið til fulls, hver með sínum hætti. Það skref er hluti af verkinu. Fólk sem nálgast verkið fer ósjálfrátt að búa sér til ákveðinn strúktúr í huganum og með því að búa til strúktúr býr áhorfandinn til verkið. Eitthvað af þessu eru vitaskuld til- raunir. Ég hef alltaf litið á myndlistina sem svæði þar sem gera má mistök, það þarf ekki endilega að segja satt og það veitir manni ákveðið frelsi. Myndlistin er frjálst svæði. Þetta óútskýrða veitir manni ánægju og veitir öðrum ánægju líka að ég held.“ Elena Filipovic segir í áðurnefndri grein sinni að þegar fólk telji sig vera búið að kort- leggja hugmyndafræðileg áhrifatengsl Stein- gríms komi skyndilega í ljós að „undarlegur heimur hans er jafnvel enn meira grundaður á bókmenntalegum áhrifum en fagurfræðilegum. Tungumálið – allt frá hinu bókmenntalega til hins hversdagslega; þar á meðal hleruð samtöl, fréttnæmar sögur, Íslendingasögurnar, fransk- ar póststrúktúralískar kenningar, sálgreining og greinar úr glanstímaritum og tískublöðum – hefur allt frá upphafi magnað höfundarverk Steingríms“. En þótt textabrot og áhrif frá hinu ritaða orði séu víða að finna í verkunum hafnar hann því að verkin séu bókmennta- eða heimspekileg í ein- faldasta skilningi, hvorki frásögn, ljóð né fræði. „Þetta er texti á gráu svæði, ekki póesía, heldur texti sem á heima í myndlistinni. Myndasögur hafa oft verið hugmyndavaki en líka myndverk frá miðöldum þar sem mynd og texta var bland- að saman til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri, oft vegna þess að fólkið var ólæst eða illa læst. Þessi verk voru ýmist trúarleg, frum- vísindaleg eða dulspekileg. Ég er hins vegar ekki að myndskreyta einhverjar tilteknar kenn- ingar, held bara að textinn þurfi að hafa ákveð- ið útlit, ákveðnir „fídusar“ eru fagurfræðilegir.“ Inni í hinum „lókal“ heimi Steingrímur kveðst sannfærður um að verkin tilheyri ákveðnu samhengi sem ekki sé endilega séríslenskt, en þó norrænt eða germanskt. „Við komumst aldrei út úr því sem er „lókal“ og því sem er persónulegt, annað er bara „illúsjón“.“ Hann bendir á Birgi Andrésson í því samhengi og þann skyldleika sem margir þykja greina þeirra á milli og er kannski meginástæðan fyrir því að ákveðið var að bjóða þeim að halda yf- irlitssýningu á sama tíma. „Ég held að það megi greina áhrif hjá okkur Bigga frá svipuðum hug- myndum,“ segir Steingrímur. „Við fáumst gjarnan báðir við seríur, einingar, og það er Líkan af fjórðu vídd Í gærkvöldi voru opnaðar yfirlitssýningar listamannanna Birgis Andréssonar og Stein- gríms Eyfjörð í Listasafni Íslands. Þarna mæt- ast ólíkir listamenn hverra skyldleiki er þó meiri en ætla mætti við fyrstu sýn; báðir takast á við hið illhöndlanlega og lífræna í íslensku þjóðarsálinni. Og spjall við þá félaga leiddi líka í ljós að báðum er hugleikið gráa svæðið í myndlistinni, þar sem engar formúlur þrífast og frelsið er algjört. Eftir Sindra Freysson sindrifreysson @hotmail.com ’Ég vil að verkin séuófyrirsjáanleg og hluti af því er að hefjast alltaf handa á nokkurs konar núllpunkti, byrja með hreint borð. Það hentar mér ekki að vera alltaf að búa til það sama.‘ „ÞAÐ er hábölvað að þurfa að líta svona yfir ferilinn,“ segir Birgir Andrésson myndlist- armaður þegar yfirlitssýninguna á verkum hans í Listasafni Íslands ber á góma – og glottir við tönn. „Það er samt svolítið merki- legt að þegar maður rýnir hérna út um suð- vesturgluggana á Listasafni Íslands glittir í gamla Hljómskálann, þar sem ég sat endur fyrir löngu með bátahúfu á höfðinu og spilaði á básúnu undir stjórn góðvinar míns heitins, Páls Pamplichers Pálssonar, og ásamt ýmsum góðum mönnum, þar á meðal Haraldi Johann- essen, núverandi ríkislögreglustjóra. Þarna hófst kannski minn listræni ferill, var alla- vega einn þeirra þátta sem lagði að honum grunninn. Landfræðilega séð er hringurinn því kannski að lokast. En vandinn er sá að mér finnst ferillinn minn varla vera að byrja, hvað þá að tímabært sé orðið að líta um öxl á ævistarfið. Ég er ungur ennþá. En það þýðir ekki að ég hafi verið aðgerðalaus. Og það hefur verið djöfuls martröð að finna allt það dót sem liggur að baki, en Eva Heisler, sýn- ingarstjórinn minn, hefur verið ótrúlega nösk að grafa upp hvar í ósköpunum verkin leyn- ast. Þessi verk eru bæði á opinberum söfnum og í einkasöfnum og dreifast víða, raunar miklu víðar en ég var búinn að átta mig fylli- lega á.“ Eitt þeirra verka sem er trúlegast glatað að eilífu er auðvitað hið fyrsta og bandaríski listfræðingurinn Eva Heisler, sem annast sýn- ingarstjórn á sýningu Birgis, segir frá að- draganda þess í grein í sýningarskrá: „Þó að Birgir Andrésson hefði fulla sjón ólst hann upp á blindraheimili. Þegar hann var fimm ára hirti hann málmplötu með blindraletri úr ruslafötu og fór með hana í skólann til að sýna kennaranum. Birgir litli þóttist geta les- ið blindraletur og spann upp sögu sem hreif kennarann svo mjög að hún bað hann að lesa hana aftur svo að hún gæti skrifað hana upp. Birgir „las aftur“ söguna og kennarinn hengdi upp til sýningar í skólastofunni upp- skrift sína og málmplötuna með blindraletr- inu. Birgir segir í gamni að þetta bernsku- brek sé fyrsta textaverk hans. Þessi saga er endursögð hér vegna þess að hún leiðir okkur að lestri en það viðfangsefni hefur gagntekið Birgi allan listamannsferil hans.“ Og Eva seg- ir Birgi rangla um útúrdúra tungumálsins, sagnfræðina og minningarnar, og verk hans „þjarma að hugmyndum áhorfandans um hvað það merkir að lesa – lesa í landslagið, lesa í persónuleika, lesa í lit, lesa í fortíðina, lesa í nútíðina“. Í því sambandi varð Birgir meðal annars fyrir miklum áhrifum frá hollenska kons- eptlistamanninum Douwe Jan Bakker, sem fékkst í verkum sínum við áhrif tungumálsins á skynjunina. Eva segir að vinskapurinn við Bakker hafi opnað augu Birgis fyrir því að „hans eigin menning gat verið efniviður í list- sköpun – að hann þurfti ekki að ferðast lang- ar leiðir til að skapa hugmyndafræðilega flókið listaverk. Meðan flestir íslenskir lista- menn, sem hafa náð alþjóðlegri viðurkenn- ingu, sækjast eftir fjarlægð frá viðjum lítils samfélags ákvað Birgir snemma á ferli sínum að hann „ætlaði að reyna að skilja þennan litla hóp án þess að yfirgefa hann“. Ég er safnari Birgir segir þó að þegar verkin fóru að tínast inn í hús og blöstu við sem heild hafi fátt komið honum beinlínis á óvart. „Þetta var eins og að hitta gamla kunningja. Maður hef- ur þekkt þessi verk í langan tíma og þekkir þau vel, þótt þau hafi ekki alltaf verið manni samferða.“ Hann nefnir seríuna Annars vegar fólk, sem hann hófst handa við árið 1991 og hefur ekki enn botnað, en um er að ræða safn mynda af kynlegum kvistum frá því á 19. öld og snemma á þeirri 20. „Ég fjalla þarna um flakkara, fólk sem þvældist um víðan völl og var sett í þriðja eða fjórða klassa af samborg- urum sínum, kannski eins og listamenn allra tíma þurfa að þola, að þykja vera vont fólk Morgunblaðið/Jim Smart Birgir Andrésson „Ég safna. Ég er safnari sem myndlistarmaður.“ Draumur sveitapilts

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.