Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2006, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. maí 2006 | 11
Ný skáldsaga eftir bandaríska rithöf-undinn Philip Roth, Everyman, erkomin út og hefur hlotið frábæradóma. Nóbelshöfundurinn Nadine
Gordimer segir í ritdómi í New York Times Book
Review að Roth takist með stórkostlegum hætti
að afsanna þau orð Georgs Lukácsar að það sé
rithöfundi ómögulegt að um-
faðma allt lífið í verkum sín-
um. Og Benjamin Marko-
vits, gagnrýnandi Times
Literary Supplement, segir að eini galli Every-
mans sé kannski sá að þegar upp sé staðið í lok
sögu sé kannski enginn boðskapur í henni eða
með öðrum orðum, Roth sé kominn að endimörk-
um gamanmála sinna, það sé ekki hægt að vera
fyndinn um hvað sem er og þar á meðal ekki
dauðann sem er aðalumfjöllunarefni nýju bók-
arinnar.
Everyman er reyndar enn ein skáldsagan sem
komið hefur út á síðustu árum og fjallar um ásta-
líf eldri karla. Gabriel García Márquez skrifaði
um sama efni í Minningum um döpru hórurnar
mínar, sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu
Kolbrúnar Sveinsdóttur, og Carlos Fuentes
gerði efninu skil í Inez og Suður-Afríkumaðurinn
J.M. Coetzee í Vansæmd, sem Rúnar Helgi Vign-
isson hefur þýtt, og í nýjustu bók sinni Slow
Man. Efnið hefur reyndar verið Roth hugleikið
síðustu ár, bæði Human Stain (2000) og Hin feiga
skepna (2001; á íslensku 2003) fjölluðu um eldri
menn á valdi kynferðislegs losta. Auðvitað er það
ekki alveg nýtt að rithöfundar skrifi um þetta til-
tekna efni en það er samt sem áður rannsókn-
arefni hvers vegna svo margar bækur eftir
nokkra af fremstu skáldsagnahöfundum samtím-
ans fjalla um það einmitt nú.
Eins og hinir höfundarnir þrír fjallar Roth um
samspil hinna kynferðislegu langana og dauðans
eða hugsunarinnar um dauðann. Everyman hefst
raunar við jarðarför aðalpersónunnar, manns
sem notið hefur velgengni í auglýsingabrans-
anum en gefið ferilinn upp á bátinn til þess að
svala metnaði sínum á sviði málaralistar og list-
kennslu. Við jarðarförina kynnumst við helstu
persónum sögunnar – eiginkonunum, börnunum,
bróðurnum, hjákonunum og hjúkrunarkonunum
– en í framhaldinu segir Roth sögu mannsins eða
reyndar sjúkrasögu hans, allt frá því hann er
skorinn við kviðsliti sem drengur til þess að vera
skorinn við hjartakvilla sem að endingu dregur
hann til dauða. En undir niðri hvílir spurningin
sem hefur ásótt Roth allan hans rithöfundarferil:
Hvernig getum við lifað réttlátlega þegar kyn-
hvötin tekur öll völd af okkur? Og hvernig getum
við lifað án hennar?
Roth hefur engin svör við þessum spurningum
í Everyman, frekar en fyrri bókum sínum, segir
Benjamin Markovits í dómi sínum, en hann virð-
ist þó hallast að því að skírlífi sé besti kosturinn
ef menn hafi sjálfsagann sem til þurfi.
Kynlíf og dauði
’Everyman er reyndar enn ein skáldsagan sem komið hefurút á síðustu árum og fjallar um ástalíf eldri karla.‘
Erindi
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
F
rá endurskoðun til upplausnar:
Tvær prófritgerðir, einn formáli,
þrjú viðtöl, sjö fræðigreinar, fimm
ljósmyndir, einn eftirmáli og
nokkrar minningargreinar af vett-
vangi hugvísinda. Bók með svona
langt nafn hlýtur að eiga mikið erindi. Og það
stendur heima ef marka má formála hennar sem
ritaður er af einum ritstjóra verksins, Sigurði
Gylfa Magnússyni. Þar eru
notuð orð eins og þessi: „Bók-
in öll er hugsuð sem andóf í
fræðilegum skilningi.“ Og: „Bókin sem hér fer á
eftir lýsir yfir stríði á hendur þeim sem mótað hafa
þessa hugmyndafræði,“ en þar er átt við hug-
myndafræði meintra afturhaldsafla í íslenskum
hugvísindum, einkum sagnfræði. Og það sem for-
málinn boðar í staðinn fyrir þetta afturhald er „ný
[…] sýn á viðfangsefni fræðanna“ og það eru ekki
síst hinir tveir ritstjórar bókarinnar sem standa
fyrir þessari nýju sýn, Hilma Gunnarsdóttir og
Jón Þór Pétursson, en þau eiga tvær af lengstu
greinum bókarinnar sem eru BA-ritgerðir þeirra,
skrifaðar undir handleiðslu Sigurðar Gylfa við Há-
skóla Íslands um aðferðir og hugmyndalíf ís-
lenskra sagnfræðinga síðustu áratugi.
Í fyrsta hluta verksins er fjallað um íslensku
söguendurskoðunina svokölluðu sem átti upphaf
sitt um 1980 í nýjum fræðilegum viðhorfum sem
tengdust einkum félagssögunni en leið undir lok
um það bil tíu árum síðar. Í öðrum hluta verksins
er síðan fjallað um upplausn viðtekinna gilda í
fræðum og vísindum sem höfundar segja að hafi
fylgt í kjölfarið og tengjast meðal annars póst-
strúktúralískum og póstmódernískum viðhorfum.
Í lokahluta verksins, eins konar eftirmála, er sjón-
um síðan beint að óvenjulegum tilraunum
Tryggva V. Líndals, mannfræðings og skálds, til
þess að viðra skoðanir sínar og skáldskap á op-
inberum vettvangi en hann notaði til þess minn-
ingargreinar Morgunblaðsins.
Auk þremenninganna skrifa í bókina Guðrún
Lára Pétursdóttir, Jósef Gunnar Sigþórsson, Sig-
rún Sigurðardóttir, Davíð Ólafsson og Valdimar
Tr. Hafstein. Að auki birtast viðtöl við þá Gísla
Gunnarsson, Gunnar Karlsson og Loft Guttorms-
son og nokkrar minningargreinar eftir áðurnefnd-
an Tryggva V. Líndal.
Frá endurskoðun til upplausnar
Ritgerð Hilmu er tilraun til þess að skilgreina ís-
lensku söguendurskoðunina. Hún kemst að þeirri
niðurstöðu að á níunda áratugnum hafi „íslensk
sagnfræði eignast hóp fræðimanna sem stóð fyrir
öflugri aðferðafræðilegri endurskoðun innan fags-
ins“. Hún segir að öruggt megi telja að „sá hópur
sagnfræðinga sem steig fram á níunda áratugnum
hafi stuðlað að efnislegri endurskoðun og uppgjöri
á hinni þjóðernislegu orðræðu“ en hún einkenndi
skrif íslenskra sagnfræðinga langt fram eftir síð-
ustu öld. Meginspurning ritgerðarinnar er þó
„hvort hreyfingin hafi einnig breytt, og jafnvel
bylt, aðferðafræðilegri nálgun íslenskrar sagn-
fræði“. Með þetta í huga skoðar hún verk fjögurra
íslenskra sagnfræðinga í erlendu ljósi, Gísla Gunn-
arssonar, Guðmundar Hálfdanarsonar, Gunnars
Karlssonar og Lofts Guttormssonar. Hún kemst
að þeirri niðurstöðu að hræringarnar á níunda
áratugnum hafi breytt íslenskri sagnfræði til
frambúðar og fjórmenningarnir hafi allir lagt sitt
til þeirrar þróunar. Breytingarnar fólust einkum í
auknum félagssögulegum áherslum, nýir hópar
samfélagsins voru skrifaðir inn í sögubækurnar,
svo sem börn og vinnuhjú, og sömuleiðis voru nýir
efnisþættir teknir til umfjöllunar eins og kynlíf,
læsi, tilfinningalíf og kynjasögusjónarmið. Og
Hilma segir: „Með sínum vísindalegu aðferðum
sýndu sagnfræðingar endurskoðunarinnar fram á
að þjóðin stóð ekki ein og heil á öldum áður“ eins
og eldri sagnfræðingar höfðu haldið fram í anda
sjálfstæðisbaráttunnar.
Ritgerð Jóns Þórs fjallar um sjónvarpsþætti
Baldurs Hermannssonar frá 1993, Þjóð í hlekkjum
hugarfarsins, sem vöktu gríðarlegar umræður en í
þeim greinir Jón Þór hugmyndir manna um sögu
og sagnfræði á þessum tíma. Baldur nýtti sér verk
fræðimanna sem tilheyrðu íslensku söguend-
urskoðuninni til þess að ráðast að söguskoðun
sjálfstæðisbaráttunnar með því að fjalla um undir-
málsfólk í gamla íslenska bændasamfélaginu. Í
stuttu máli kemst Jón Þór að þeirri niðurstöðu að
viðbrögðin við þáttunum sýni að hugmyndafræði
endurskoðunarinnar hafi lognast út af í byrjun tí-
unda áratugarins enda hafi fræðimenn talið að
endurskoðuninni væri lokið, söguskoðun sjálf-
stæðisbaráttunnar hefði verið ýtt til hliðar og nýr
sannleikur um sögu þjóðarinnar tekið við, ef svo
má segja, og þar með væri íslenska söguend-
urskoðunin ekki lengur virkt hugmynda- og að-
ferðafræðilegt afl innan íslenskrar sagnfræði. Er-
lendis voru sjónarmiðin sem endurskoðunin
byggðist á enn í fullu gildi en hér hefðu menn kall-
að á ný viðhorf.
Og kenning bókarinnar er sú að þar með
hafi íslensk sagnfræði lent í eins konar öng-
stræti. Í öðrum hluta bókarinnar er fjallað
um upplausnina sem höfundar telja að hafi
einkennt hugmyndalíf íslenskra sagnfræð-
inga síðastliðinn áratug eða svo. Sigurður
Gylfi skrifar yfirlitsgrein um þróun ís-
lenskrar sagnfræði 1980–2005 og segir þar
meðal annars að fræðimenn hafi einbeitt
sér að ritun yfirlitsrita um íslenska sögu
meira en góðu hófu gegnir en í þeim sé
áherslan iðulega á stofnanir og stórmenni
fremur en þá hópa sem söguendurskoðunin
lagði áherslu á að færa inn í söguritin. Það
má því skilja á Sigurði Gylfa að íslensk
sagnfræði hafi tekið skref aftur á bak. Von-
in virðist að mati Sigurðar Gylfa falin í svo-
kallaðri fjórðu bylgju íslenskra sagnfræð-
inga, sem þau Hilma og Jón Þór eru meðal
annarra hluti af, en þeir sagnfræðingar
muni taka aðra afstöðu til „íslensku sögu-
stofnunarinnar“ en eldri sagnfræðingar.
Þessa ungu kynslóð sagnfræðinga telur
Sigurður Gylfi að muni leiða til „upplausn-
ar hinna hefðbundnu viðmiða sem markað
hafa fræðigreinum braut á tuttugustu öld“.
Upplausn og ekki upplausn
Kenningin um upplausnina, sem oft er
kennd við póstmódernisma og póststrúkt-
úralisma, er áhugaverð þótt orðið upplausn
sé kannski farið að þynnast út. Það er
hugsanlega einnig vafasamt að tala um að
það sé nú kreppa í hugvísindum eða sagn-
fræði, sem Hilma nefnir sérstaklega. Við lifum
þvert á móti á mestu blómatímum hugvísinda frá
upphafi þeirra á 18. og 19. öld og þó að póst-
strúktúralisminn hafi rifið niður fyrri kenn-
ingakerfi hefur hann gert það á mjög skipulegan
hátt og þannig skapað grundvöll fyrir nýja hugsun
sem nú er farin að skila sér inn í meginstraumsrit
á öllum sviðum hugvísinda og jafnvel almenna um-
ræðu, samanber til dæmis Draumaland Andra
Snæs þar sem nokkrir helstu forvígismanna póst-
strúktúralismans á borð við Jacques Derrida, Mic-
hel Foucault og Jean Baudrillard svífa yfir vötnum
án þess að vera nefndir. Það er hins vegar hægt að
tala um menningarlega upplausn sem er hið póst-
móderníska ástand en þessu tvennu er iðulega
ruglað saman. Póststrúktúralisminn skapaði
kannski ákveðna upplausn í fræðaheiminum á sjö-
unda áratugnum en síðan hefur hann orðið afl sem
sett hefur hlutina í nýtt samhengi og á aðeins 40
árum hefur hann haft gríðarlega mikil áhrif á vest-
rænt hugmyndalíf og er að mörgu leyti orðinn við-
tekinn. Það er að mestu liðinn tími að póststrúkt-
úralisminn sé í stórkostlegri vörn, þótt hægt sé að
finna einstaka fræðimenn sem ekki hafa kynnt sér
fræðin nægilega vel. En hvort sem talað er um
upplausn og kreppu eða ekki er það ljóst að tæki-
færi eru falin í póststrúktúralískum aðferðum fyr-
ir íslenska sagnfræði og þær aðferðir spruttu
vissulega upp úr andófi og nánast stríðsyfirlýs-
ingum á sínum tíma eins og þær virðast ætla að
gera hérlendis nú.
Bókin sem Miðstöð einsögurannsókna gefur út í
samvinnu við Reykjavíkurakademíuna er meðal
annars hugsuð sem innlegg í þriðja söguþingið
sem haldið verður um næstu helgi. Á þinginu verð-
ur sérstök málstofa sem tileinkuð er efni þessarar
bókar. Það fer fram föstudaginn 19. maí kl. 13 í
Háskóla Íslands.
Andóf í fræðilegum skilningi
Frá endurskoðun til upplausnar nefnist nýtt rit
um íslenska sagnfræði í aldarfjórðung. Þar er
því haldið fram að íslensk sagnfræði standi nú
frammi fyrir aðferða- og hugmyndafræðilegri
upplausn sem ný tækifæri séu falin í.
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
Ulrike Meinhof var greindurblaðamaður sem varð einn
hættulegasti hryðjuverkamaður
Þýskalands en
hún var einn
stofnenda Baad-
er-Meinhof sem
síðar varð að
Rauðu herdeild-
unum. Nú í vik-
unni voru 30 ár
liðin frá því Mein-
hof svipti sig lífi í
fangaklefa eftir
að flugráns-
tilraun sem ætlað var að frelsa hana
og tvo félaga hennar úr fangelsi fór
út um þúfu. Nú á vordögum kom
líka út ævisaga Meinhof rituð af
Bettina Röhl, annarri tvíburadætra
Meinhof, þar sem hún leitast við að
útskýra umbreytingu þessa virta
blaðamanns yfir í hryðjuverkamann.
Bókin nefnist So macht Komm-
unismus Spass! Ulrike Meinhof,
Klaus Reiner Röhl und die Akte
Konkret og ýjar
Röhl þar að því að
ástæða umbreyting-
arinnar hafi verið sú
að Meinhof hafi verið að flýja sjálfan
sig á tímabili þar sem hún var milli
þess að vera þunglynd og full sjálfs-
leiða. Gagnrýnandi Berlingske Tid-
ende varpar fram þeirri spurningu
hvort útskýringar dótturinnar séu ef
til vill lítið annað en vasasálfræði, en
segir samt sem áður ekki margar
aðrar skýringar að finna á ótrúlegri
ævi Meinhof.
Skáldsögur Andreï Makine eruuppfullar af ungum, rótlausum
söguhetjum, ósáttum Sovétmönnum
sem eiga í baráttu við að sættast við
fortíð og framtíð. Saga þeirra er þó
langt í frá jafn einstök og Makine
sjálfs, sem svaf í grafhvelfingu Par-
ísarkirkjugarðs á nóttunni og skrif-
aði fyrstu skáldsögu sína á bekkjum
garðsins á daginn. Nýjasta bók hans
The Woman Who Waited er ást-
arsagan sem aldrei varð og þar sem
ást og sársauki eru illa aðskilin.
Vera er búin að bíða eftir elskhuga
sínum í 30 ár. Hún var 16 ára þegar
hann yfirgaf þorpið þeirra á leið til
vígstöðvanna í apríl 1945 og í huga
sögumannsins, 26 ára stórborg-
arstráks í ástarsorg sem með tím-
anum kynnist Veru náið, er erfitt að
ímynda sér slík örlög. Makine forð-
ast hins vegar að falla í gryfju of
mikillar tilfinningasemi í þessari
áhrifamiklu bók um það sem aldrei
var.
Bækurnar í hinni stórskemmti-legu og skörpu bók Stuart
Kelly, The Book of Lost Books, eru
bókmenntaverk sem af einhverjum
ástæðum hafa ekki lifað með kyn-
slóðunum sem á eftir hafa komið.
Verk sem hafa tapast, sætt rit-
skoðun, ekki verið kláruð eða aldrei
jafnvel byrjað á eru viðfangsefni
Kelly ásamt sögu þeirra og höfund-
anna. Hann kastar þar einnig fram,
að sögn gagnrýnanda New York
Times, stórskemmtilegum en mis-
jafnlega umdeilanlegum kenningum
um verkin og höfundana, þannig
segir hann t.d. tap Ernests Hem-
ingways á ferðatösku fullri af náms-
verkum hans hafi gert höfundinn að
þeim rithöfundi sem hann varð og
átt sinn þátt í að þróa hans sérstæða
stíl.
Systir Pelagía er gjörólík heims-borgaranum Erast Fandorin,
en er engu að síð-
ur spæjari og að-
alsöguhetja nýj-
ustu bókar
rússneska rithöf-
undarins Borís
Akúníns sem
kemur út á
ensku. Bókin
nefnist Pelagia
and the White
Bulldog og er
sögusviðið sveitabær í strálbýlum
hluta Rússlands á 19. öld. Og þó
glæpamálið sé öllu umfangsminna
en stórmálin sem Fandorin fæst við
hefur Akúnín engu að síður skilað
frá sér bók sem er stórskemmtileg,
vel rituð og frumleg að því er segir í
ritdómi breska blaðsins Guardian.
Borís Akúnín
Ulrike Meinhof
Erlendar
bækur