Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2006, Qupperneq 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 27. maí 2006 | 13
Michael Jackson íhugar nú aðkoma opinberlega fram á há-
tíð í Tókýó í Japan þar sem MTV-
sjónvarpsstöðin þar í landi mun
heiðra hann sér-
staklega fyrir
framlag sitt til
tónlistarinnar.
Yrði það í fyrsta
skipti sem Jack-
son kemur fram
síðan rétt-
arhöldum yfir
honum lauk í
júní á síðasta
ári.
Talið er að Jackson muni í kjöl-
farið halda í tónleikaferðalag um
Asíu þar sem hann mun þá koma
fram á tónleikum í Singapore,
Shanghaí og Hong Kong. Jackson
er nú staddur í Japan
þar sem hann mun
heimsækja mun-
aðarleysingjahæli og
funda með aðilum viðskiptalífsins
þar í landi.
Jackson hefur búið í Bahrain
síðan hann var sýknaður af ásök-
unum um að hafa misnotað börn.
„Michael Jackson er goðsögn.
Hann elskar Japan og við elskum
hann,“ sagði Broderick D. Morris,
framkvæmdastjóri Positive Prod-
uctions Yokohama, sem skipulegg-
ur tónleikana.
„Ég hlakka til að fara til Japan
vegna þess að ég á mjög góðar
minningar þaðan. Mig langar til
þess að þakka MTV fyrir þennan
mikla heiður sem mér er sýndur,“
sagði Jackon áður en hann fór til
Japan. „Ég hlakka til að hitta
gamla vini mína og heilsa upp á
alla aðdáendur mína í Japan sem
hafa sýnt stuðning sinn og ást í
verki á undanförnum árum, líkt og
reyndar aðdáendur mínir um allan
heim hafa gert,“ bætti Jackson við.
Jackson vinnur nú að lagi sem
tileinkað er fórnarlömbum fellibylj-
arins Katrínar, en hann vonast til
þess að geta gefið út nýja plötu á
næsta ári.
Chris Martin, söngvari hljóm-sveitarinnar Coldplay, mun
syngja eitt lag í stofunni heima hjá
ungum nemanda í Canonbury-
grunnskólanum í Lundúnum.
Ástæðan er sú að Martin tók þátt í
uppboði til styrktar skólanum, en
hæsta boð í söng Martins kom frá
föður drengsins, og hljóðaði upp á
10.000 dollara, um 730.000 íslensk-
ar krónur. Martin tók þátt í upp-
boðinu þar sem sonur umboðs-
manns Coldplay er nemandi í
skólanum.
Rapparinn The Game, sem heit-ir réttu nafni Jayceon Taylor,
var handtekinn í Burbank í Kali-
forníu á laugardaginn var, en
ástæðan var sú
að hann var með
ólöglegt vopn í
fórum sínum.
Taylor var
stöðvaður af lög-
reglumönnum
vegna umferð-
arlagabrots og
við leit í bifreið-
inni fannst vopn-
ið. Honum var
sleppt lausum gegn 20.000 dollara
tryggingu en þarf að mæta fyrir
rétt í júní. Handtökuskipun var
gefin út á hann í apríl þegar hann
lét ekki sjá sig í dómsal, en þar
átti að fjalla um mál sem kom upp
í verslunarmiðstöð Norður-
Karólínu þar sem rapparinn þótti
hafa hegðað sér ósæmilega, auk
þess sem hann veitti mótspyrnu
við handtöku.
Erlend
tónlist
The Game
Michael Jackson
Chris Martin
Sverðfiskabásúnur eru annaðhvort hljóðfærisem mikla fýlu leggur af eða fiskur semgefur frá sér mikil hljóð.“ Fáir áttuðu sig á því sem Tom Waits
var að gera á plötu sinni Swordfishtrombones og
enn færri vissu hvað nafnið átti að standa fyrir.
Sjálfur útskýrði hann það með orðunum hér að
framan. Raunar má segja að það hafi verið erfitt að
fylgja Waits eftir allar götur síðan hann gaf út
þessa plötu. Honum hefur
verið trúandi til alls. Hún er
upphafið að þriggja platna
tímabili en þá verða aftur
einhvers konar skil á ferli
hans. Eftir Swordfishtrombones kom út Rain Dogs
1985, plata sem er eiginlega beint framhald af
Swordfishtrombones, glæsileg í alla staði en jafn-
framt tilraunakennd. Clap Hands er sennilega
þekktasta lag hennar. Hún fékk gríðarlega góðar
viðtökur.
Þetta eru fyrstu plöturnar sem Waits stjórnar
upptökum á sjálfur en þetta eru líka fyrstu plöt-
urnar hans þar sem ekki er leikið á saxófón. Sjálf-
um þótti honum það mikilvæg breyting. Og senni-
lega er In the Neighbourhood á
Swordfishtrombones fyrsta lag Waits sem mynd-
band var gert við. Þetta er að minnsta kosti mynd-
band sem maður man eftir – sennilega voru þetta
fyrstu kynni undirritaðs af Waits – og lagið er auð-
vitað snilldarverk. Í ævisögu Waits eftir Patrick
Humphries, Small Change: A Life of Tom Waits
(1989), kemur fram að In the Neighbourhood er
eitt af þeim lögum sem Waits heldur hvað mest upp
á sjálfur. Annað lag á Swordfishtrombones, Dave
the Butcher, er einnig í þeim hópi og svo Tom
Traubert’s Blues af Small Change og Burma Shave
af Foreign Affairs.
Það væri hægt að tala endalaust um þessar plöt-
ur en sú þriðja, Franks Wild Years sem kom út
1987, er í sérstöku uppáhaldi. Hún endurspeglar
uppreisnarhug Waits á níunda áratugnum sem var
þó aldrei laus við nostalgíu, aldrei róttækur í þeim
skilningi að skilið væri við fortíðina. Þvert á móti
vinnur Waits áfram með það sem hann var að gera
fyrstu árin og þá hefð sem hann er sprottinn úr. Í
því samhengi má benda sérstaklega á
frábærar skopstælingar á Sinatra, sem
Waits dáir mikið, í lögunum Straight to
the Top og I’ll Take New York en seinna
lagið er eins og spilað í glymskratta sem
er að syngja sitt síðasta.
Annars er fyrsta lagið, Hang On St.
Christopher, dæmigert fyrir níunda ára-
tuginn hjá Waits en þar á hinn djúp-
stæði örlagatónn sem einkennt hefur
tónlist hans til þessa dags rætur sínar,
útsetningarnar eru einhvern veginn
brotakenndar, laglínur óljósar en oft
kunnuglegar og í textunum kemur fyrir
ótrúlegur fjöldi undarlegra karaktera
sem röddin margumtalaða fyllir lífi með
mjög sannfærandi hætti. Einhvern tím-
ann var Waits spurður um rödd sína: „Í
besta falli hljóma ég eins og geltandi
hundur, en ég held að rödd mín hæfi
tónlist minni vel.“ Aðspurður hvort hann
hefði reynt að vernda röddina svaraði
Waits: „Vernda hana? Fyrir hverju?
Skemmdarvörgum?“
Eftir frábært upphafslag Franks
Wild Years, sem varð að söngleik eins og minnst
var á í síðasta pistli, kemur hvert snilldarlagið á
fætur öðru en meistaraverkin eru ótvírætt
Temptation, þar sem er sungið – eða eiginlega
veinað – um tælingarmátt holdsins, Innocent When
You Dream, sem er tragíkómískur ástarsöngur,
gospelrokkarinn Way Down In the Hole, sem und-
irritaður vill láta syngja yfir sér, og svo Train Song
sem vísar aftur á áttunda áratuginn. Þessi plata er í
skylduhlustun.
Örlagatónninn
Poppklassík
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
Þ
etta var óhjákvæmilegt. Á vissan
hátt hefur þrjóskan í okkur borgað
sig, en einnig hefur sú staðfesta
okkar að neita að fara eftir því sem
er venjulega iðkað í tónlistarbrans-
anum orðið okkur fjötur um fót.
Sannleikurinn er sá að sveitin hefur ekki reynst
sú peningamaskína sem sumir okkar voru að von-
ast eftir að hún yrði.“
Svo mælti Jason Lytle, leiðtogi hinnar stór-
skrítnu og stórgóðu sveitar Grandaddy, þann 27.
janúar er hann tilkynnti um að ákveðið hefði verið
að leggja batteríið niður.
Boðberi fréttarinnar var
breska vikuritið New
Musical Express og Lytle
sagði jafnframt frá því að meðlimir hefðu hist á
fundi í mánuðinum á undan í heimabæ sínum,
Modesto í Kaliforníu, og hefði sá fundur verið
„erfiður, spennuþrunginn og nokkuð sorglegur.
Það var í lausu lofti fyrir fundinn hvort við ættum
að reyna að halda áfram eða ekki.“ Þetta and-
rúmsloft var tilkomið vegna samskiptaörðugleika
á milli meðlima, sagði hann enn fremur. „En um
leið reyndum við að vera eins lengi á fundinum og
við gátum af því að við vissum allir að þetta yrði í
síðasta skipti sem við yrðum saman sem hljóm-
sveit. Það var sorglegt.“
„Hallærislegt“
Grandaddy var að sönnu sérkennileg sveit og
maður saknar hennar á líkan hátt og maður sakn-
ar Beta Band. Manni finnst eins og tækifærum
hafi verið kastað á glæ, að það sé eitthvað meist-
araverk eftir þessar sveitir sem hangi á himnum
og komi aldrei út. Það er eitthvað pirrandi við það
– og sorglegt – þegar hljómsveitir gefa t.d. út sín
bestu verk og hætta svo í kjölfarið. Slíkur gjörn-
ingur á reyndar alls ekki við í tilfelli Grandaddy
og Beta Band en Just Like the Fambly Cat er þó
skref upp á við eftir hina mjög svo vondu Sumday
(2003).
Það er erfitt að lýsa tónlist Grandaddy. Ein-
hvers konar nýbylgjusull sem gat verið pönk-
skotið, kántrílegið, rokkvætt og sýrublandið.
Mjög svo „hallærislegir“ hljómborðskaflar áttu
það til að brjóta upp fremur hefðbundið nýrokkt-
rukk, sem svo datt niður í angurværan, mel-
ódískan kafla, sem svo hins vegar þróaðist út í
fimm mínútna sveim. Yfir þessu öllu var svo eng-
iltær falsetta Jason Lytle sem gaf tónlistinni auð-
þekkjanlegan „ekki af þessum heimi“-stimpil.
Menn rak svo fyrst allhressilega í rogastans
þegar þeir sáu meðlimi sveitarinnar. Litu þeir út
eins og afdalabændur, með derhúfur og í skota-
munstursskyrtum, fúlskeggjaðir og sumir þeirra í
smekkbuxum. Það var bara ekkert vit í þessu.
Þetta var eins og þegar Lemmy í Motorhead
sagði: „Það héldu allir að við værum pönk-
hljómsveit þangað til að það birtist mynd af okk-
ur.“
Opinberar breiðskífur Grandaddy urðu alls
fjórar en auk þess liggur eftir sveitina aragrúi af
smá-, stutt- og deiliplötum og einnig kassettur
(fyrstu upptökur sveitarinnar komu út á snældu
árið 1992, á stofnári hennar). Fyrsta eiginlega
platan, Under the Western Freeway, kom út árið
1997 og þar má heyra að hinn einstaki Gran-
daddy-hljómur er í mótun. Hann var svo geir-
negldur þremur árum síðar, á meistaraverki
sveitarinnar, The Sophtware Slump. Titillinn er
gott dæmi um skringileg laga- og plötuheiti sveit-
arinnar en hefur auk þess dýpri tilvísun. Sop-
htware er útúrsnúningur á orðinu „software“ og á
umslagi má sjá hnappa úr tölvulyklaborði. Titill-
inn allur vísar hins vegar í hugtakið „Sophomore
Slump“, sem tónlistargagnrýnendur nota í um-
ræðum um aðra plötu listamanna, hina svokölluðu
„erfiðu plötu númer 2“. Að þessu gefnu hlýtur að
hafa verið fyndið fyrir meðlimi að lesa alla þá
dýrðardóma sem svo rigndu yfir þá vegna plöt-
unnar. Þetta er Grandaddy-platan sem fólk á að
kaupa sér. Opnunarlagið eitt, „He’s Simple, He’s
Dumb, He’s the Pilot“, myndi vera nóg til að
halda nafni sveitarinnar á lofti um aldur og ævi.
Hreint ótrúlegt snilldarlag.
Grandaddy ákváðu hins vegar að gera hina
„erfiðu plötu númer 3“ í staðinn. Sumday olli
miklum vonbrigðum, sumpart þar sem ekki var
hægt að toppa þá á undan en að mestu leyti vegna
þess að platan er einfaldlega ekki góð. Örlög Just
like The Fambly Cat eru hins vegar óráðin enn.
Píslarvottar
Það verður að segjast að höfundi þessarar greinar
hefur ætíð þótt það nokkuð sérstakt er sveitir
hætta með yfirlýsingum, líka þeirri sem lesa má í
upphafi þessarar greinar. Það er óþægilegur
vælu- og píslarvottatónn í þessu. Menn velja sér
að starfa í tónlist og ef þeir höndla það ekki eiga
þeir að hætta, og það með reisn. Það er ekki eins
og þetta sé eina leiðin til að brauðfæða sig. Svo er
hægt að kynna sér sögu hljómsveitarinnar Fu-
gazi, vilji menn þumalputtareglur um það hvernig
á að sigla í gegnum þennan „harða“ bransa með
bros á vör. Grandaddy var t.d. á mála hjá V2 sem
ekki telst vera lítið útgáfufyrirtæki.
Alltént er nú einu gæðabandinu færra og orðin
„hvað ef …“ koma ósjálfrátt upp í hugann.
Lytle mun þó halda áfram að sinna tónlist-
arsköpun en hyggst flytja sig um set, ætlar að
fara til Montana. Ekkert er þó ljóst hvernig og
hvenær hann ætlar á stjá, hvort heldur búferla-
lega séð eða tónlistarlega. Engin kveðju-
tónleikaferð verður þá í kjölfar plötunnar nýju.
Snökt, snökt.
Bæ bæ afi
Merkissveitin Grandaddy ákvað að leggja upp
laupana í byrjun þessa árs og verður hin nýút-
komna skífa Just Like the Fambly Cat því svana-
söngur hennar.
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
Grandaddy Jason Lytle, leiðtogi Grandaddy, á tónleikum í Köln árið 2003.