Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2006, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2006, Page 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. júlí 2006 H andan víðáttumikils leiksviðs Barbican-leikhússins sitja blaðamaður, leikari og leik- stjóri. Ingvar kveinkar sér; hann er með verk fyrir eyr- anu og nær ekki að hrista úr því vökvann sem safnast hefur fyrir eftir linnu- lausar kaffæringar og sundspretti síðustu vikna – uppsetning Vesturports á Woyzeck fer að hálfu leyti fram í vatni líkt og fyrir löngu hefur spurst út. – Eigum við að redda eyrnatöppum, svona eins og þeir nota í sundinu? spyr Gísli í yfirveg- uðum umhyggjutón en af svipnum að dæma er hann ekki beinlínis yfirkominn af áhyggjum af sterklegum aðalleikara sýningarinnar. – Nei, nei. Ég verð í fínu lagi, svarar Ingvar og kemur sér betur fyrir í sætinu. Ætli vatn í eyra leikara sem ferðast um sviðsrýmið í teygjum og köðlum sé ekki hálfgerður tittlingaskítur á við aðrar líkamlegar og andlegar þjáningar sem hann getur orðið fyrir? Segulbandsspólan í upptökutækinu snýst og Gísli tekur fram snjáðan gítar – leikmun sem notaður er við undirspil rammfalskrar ást- arballöðu sem Woyzeck syngur elskunni sinni í upphafi leikritsins. Gísli leikur rólega og fallega tóna eins og til að lina þjáningar Ingvars. Hann er greinilega umhyggjusamur leikstjóri. Allt í kringum okkur skjótast sviðsmenn og smiðir sem keppast við að undirbúa leikrit kvöldsins því eftir nokkrar klukkustundir flytur Vesturport lokasýningu sína í Barbican- leikhúsinu að sinni. Og þegar maður situr ráð- villtur í frumskógi búninga og leikmuna, undir risavaxinni sviðsmynd Woyzecks, virðist skyn- samlegt að forvitnast um frumástæðu þess að hópur Íslendinga skuli hertaka slíkan stað. – Það var eins konar leikræn gerjun sem átti sér stað innan hóps nokkurra ungra leikara sem voru sammála um það hvernig þeir vildu fram- kvæma ýmsa hluti í leikhúsi, útskýrir Gísli og leggur frá sér gítarinn. Á lokaári mínu í leiklist- arskólanum rölti ég einn daginn á æfingu ásamt skólabróður mínum, Birni Hlyni Haraldssyni. Við gengum framhjá gömlu rafmagnsverkstæði á Vesturgötunni sem var autt og boðið til leigu. Við leigðum það þarna á staðnum en afborg- anirnar voru á bilinu 200 til 250 þúsund krónur á mánuði. Það var auðvitað námsmönnum á borð við okkur ofviða svo við hringdum í alla sem við vissum að höfðu svipaðar leikrænar hugmyndir og við. Að endingu samanstóð hóp- urinn af þrettán félögum sem hver borgaði 20 þúsund krónur á mánuði. Þannig gátum við haldið uppi leikhúsi. Þessu fylgdu engar skyld- ur; menn gátu gert það sem þeir vildu, þegar þeir vildu, og báru ábyrgð á sjálfum sér. Hóp- urinn hjálpaðist að og við höfðum ákveðið gæða- eftirlit hvert með öðru – með því að hittast og ræða þau verkefni sem við sinntum og það sem betur mátti fara. Að ramba á barminum Þegar Gísli var að ljúka leiklistarskóla var Ingv- ar fyrir löngu orðinn einn virtasti leikari þjóð- arinnar. – Hver voru tildrög þess að þú gekkst til liðs við Vesturport, Ingvar? – Ég hafði verið tíu ár á föstum samningi hjá Þjóðleikhúsinu. Þeim samningi hafði ég nýlega sagt upp þegar Gísli kom til mín og spurði hvort ég vildi vera með í hópnum. Við höfðum áður unnið saman þegar ég hjálpaði honum með ein- staklingsverkefnin sín í skólanum og mér leist vel á að taka þátt í samstarfinu – enda laus og liðugur. Blaðamaður minnist þess að Hilmir Snær, sem oft er nefndur stallbróðir Ingvars, hafi ný- lega sagt þjóðleikhússamningi sínum lausum og spyr hvort komin sé þreyta í íslenskt leikhúslíf? Ingvar verður hugsi og hlustar á Gísla sem svarar: – Ég býst við því að það sé einstaklings- bundið. Líklega á það sama við um alla vinnu- staði: Þegar maður er búinn að vera lengi á sama staðnum, og finnur fyrir því að maður sé farinn að endurtaka sig og staðna, fer mann að langa að breyta til – án þess að ég vilji svara fyr- ir aðra en sjálfan mig. Ingvar tekur til máls: – Það er alls engin þreyta í íslensku leik- húslífi, en það er alltaf þróun sem á sér stað og mér finnst eðlilegt að í leikhúsi verði manna- breytingar, hvort sem það er ákvörðun leik- arans eða leikhússtjórans. Mér leið alls ekkert illa í Þjóðleikhúsinu. Þar fékk ég ómetanlega og fjölbreytta reynslu sem nýtist mér ávallt í vinnu. Það var farið rosalega vel með mig auk þess sem því fylgja viss forréttindi að starfa í leikhúsi þar sem maður þarf aðeins að einbeita sér að sjálfum leiknum án þess að hugsa um framleiðsluferlið á nokkurn annan hátt. Ég fann það bara á mér að nú væri rétt að leita á önnur mið. Ég fékk þó oft frí frá Þjóðleikhúsinu til að sinna öðrum verkefnum en hafði að endingu ekki samvisku til að halda því áfram og vildi vera alveg frjáls. Ég fórnaði því starfsörygginu fyrir nokkra óvissu. Mér finnst leikhúsið yf- irleitt mest spennandi þegar það þenur sig út í jaðarinn – þegar maður rambar á barminum í talsverðri lífshættu. Sirkusstimplar Fyrir rúmum tveimur vikum flutti Vesturport fyrstu sýningu, annarrar sýningaraðar, Woy- zecks í Lundúnum. Leikhúsið var fullt út úr dyrum og hver sætaröð stafaði óþreyjufullri eft- irvæntingu. Ljósin í salnum voru slökkt og þögn sló á mannhafið með hraða sem gaf til kynna að áhorfendur voru bæði spenntir og forvitnir. Og þeir voru hvergi sviknir. Flutningurinn var hnökralaus og hrífandi frá upphafi til enda og óhefðbundin nálgun Vesturports, undir kraft- miklum tónum Nick’s Cave, var samþykkt og lofuð með blístri og langvinnu lófataki. Sýning- argestir höfðu séð og upplifað nýtt fyrirbæri: Loftfimleikablendna-leiksýningu. Blaðamaður spyr Gísla hvort hann sé nokkuð hræddur um að Vesturport verði stimplað undir formerkjum loftfimleika og sé þá hætt við að þykja brátt síð- ur áhugavert ef eingöngu er áhersla á þann eig- inleika. Gísli hallar sér aftur í sætinu: – Þær sýningar sem hafa hlotið mesta athygli eru Rómeó og Júlía og Woyzeck og það vill þannig til að þær eru loftfimleika-blendnar. En við höfum sett á svið fimm aðrar sýningar þar sem ekkert er um loftfimleika eða handahlaup. Í framleiðslu eru tvær bíómyndir sem koma út í haust og fjalla á hádramatískan hátt um ís- lenskan raunveruleika. Heima held ég að það sé ekki endilega þannig að við séum stimpluð á einn eða annan hátt. En hér í London örlar á því vegna þess að hér höfum við bara sett á svið tvær sýningar til þessa. En maður veit svo sem ekkert hvað verður. Innblásturinn er hverju sinni sóttur í verkið og við reynum að setja á svið þá túlkun sem hvert verk kallar frá okkur. Í Woyzeck er ekki beinlínis hreinn og klár sirk- us. Framsetningin miðar heldur að því að nýta allt rýmið sem maður er í og þá er mjög eðlilegt að nota kaðla, teygjur og rólur. En ég pæli lítið í sirkus-stimplum. Það eru margar uppsetningar framundan og það hentar ekki að hafa sirkus í þeim öllum. Við erum sjálf ekkert föst í því fari þó einhverjir ónefndir spekúlantar og gagnrýn- endur telji svo vera. Gísli brosir og Ingvar með. Þar með er málið útrætt. Þreytan sem varð ævarandi Eftir fyrstu sýningu, hinnar bresku sýning- arferðar, var blásið til veislu. Lengst ofan í kjallara hins risavaxna Barbican-leikhúss komu flestir saman, sem að sýningunni unnu, og fögn- uðu vel heppnaðri byrjun á tveggja vikna sýn- ingarferð. Leikarar, kórfélagar, sviðsmenn, tæknisérfræðingar og sminkur stungu saman nefjum og ekki var annað að sjá en allir skemmtu sér hið besta. Sumum þætti ef til vill nóg um að vinna með sama fólkinu allan liðlang- an daginn, hvað þá að ferðast og búa með því. Blaðamaður spyr hvort aldrei slettist upp á vin- skapinn? – Andinn er mjög góður, en auðvitað getur það gerst að menn þreytist hver á öðrum, segir Ingvar og glottir út í annað. En það er nú yf- irleitt ekkert alvarlegt og þessum ákveðna Woyzeck-hópi hefur gengið mjög vel að vinna saman. – Þetta er auðvitað svo nýskeð og ef til vill er- um við enn að jafna okkur á sjokkinu, segir Gísli. Það er svo margt óvænt sem hefur komið fyrir okkur. Það gerast hlutir sem mann hafði ekki órað fyrir, á borð við að setja sýningarnar upp á svona mörgum stöðum. Starfsemin hér í Barbican er svo risavaxin að hún slær mann nánast út af laginu. Maður mætir einn daginn og það eru fimmtíu manns baksviðs sem kepp- ast við að reisa upp sýningu. Þetta gefur mér orku og drifkraft En auðvitað eru ferðalögin og hótellífernið massa-þreytandi og maður skilur alveg rokkhljómsveitir sem gefast upp á end- anum. Þreytan getur dregið úr manni allan Handan tjaldsins Eftir Magnús Björn Ólafsson mbo@hi.is ’Íslenskan er æði, en viðerum vanhirt og snuðuð um leikið íslenskt sjón- varpsefni. Ef við sjáum og heyrum ekki fjölbreytt leikið efni á íslensku þá kemur hún okkur spánskt fyrir sjónir. Við erum alin á svo miklu rusli á ensku, sem við sættum okkur við þó það sé hrikalega illa gert, og ef við sjáum eitthvað á eigin tungu þá skömm- umst við okkar. Málið er að ef við fáum ekki að spreyta okkur á þeim vettvangi þá lærum við aldrei neitt. ‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.