Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2006, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2006, Page 4
M ér finnst ekkert líf án hins and- lega lífs,“ segir Oprah Winfrey, „og ég held að þeim fari sífjölg- andi sem gera sér grein fyrir hinni kraftmiklu, andlegu hlið lífsins. Hvað mig varðar, þá snýst þetta um „hvers vegna við erum raunveru- lega hér? Hvaða tilgangi þjónum við? Allt það sem er á seyði í kring- um mann, hvaða merkingu hefur það?“ Ég held að við höfum týnst í trú á efnisheiminn – á alla þá muni sem okkur áskotnast – að þeir séu það sem máli skiptir.“ Þetta er búinn að vera langur dagur í Kansas City. Við höfum fengið jógakennslu og mat frá einkakokki Ophru, Naomi Wolf, einn þungavigtarhöfunda banda- rískra bókmennta hefur hvatt okk- ur öll til að hugleiða fegurðarmýt- una og við höfum hlotið þjálfun í undirstöðuatriðum aldurslauss lífs. Skyndilega, í miðju gospellagi, stekkur Oprah fram á sviðið við yf- irgnæfandi fagnaðarlæti áhorfenda sem rísa allir sem einn úr sætum sínum til að taka á móti henni. „Hæ, þið eruð æðisleg,“ kallar hún. Tryggir aðdáendurnir standa áfram, vagga sér í takt við tónlist- ina, veifa höndum og kalla á O-ið stóra. Og næsta klukkutímann spíg- sporar hún um og snurfusar sig, les úr verkum Wayne Dyer og Deepak Chopra og segir okkur öllum að rísa upp og taka ábyrgð á eigin lífi. Winfrey, líkt og allir vita, er fyrst bandarískra blökkukvenna til að verða milljarðamæringur; þetta er kona sem stjórnar spjallþætti sem sýndur er í 121 landi, sem kom á legg tímariti sem sýnir árlega 140 milljón dollara hagnað, á veit- ingastað og stórar fasteignaspildur í nokkrum löndum og flýgur á milli þeirra í einkaþotu. En lífið hefur ekki alltaf reynst svo ljúft konunni sem Bandaríkja- menn elska. Hún fæddist í sárri fá- tækt og sætti hræðilegri misnotkun, sem hún viðurkennir að hafi skaðað sig. En hún tekur líka skýrt fram að hún hafi neitað að láta það auð- kenna sig eða buga. Oprah fæddist árið 1954 í Kos- ciusko, litlu landbúnaðarsamfélagi í Mississippi, en fluttist oft milli staða fyrstu æviárin. Móðir hennar Vernita vildi flýja fátæktina og for- dómana í Mississippi og hoppaði því um borð í rútu á leið til Milwaukee, en skildi dótturina eftir hjá móður sinni Hattie Mae og Earless Lee, eiginmanni hennar, er átti eftir að verða fyrsti af mörgum slæmum skuggum á æsku Opruh. „Ég óttaðist hann,“ segir hún. „Ég man að hann var alltaf að henda dóti í mig eða að stugga við mér með stafnum sínum. Ég lifði í fullkomnum ótta við hann. Okkar næsti nágranni var blindur maður sem bjó ofar við veginn. Engin önn- ur börn voru þarna. Engir leik- félagar og enginn leikföng; fyrir ut- an dúkku sem var búin til úr maísstöngli. Ég lék mér við dýrin og eyddi mestum mínum tíma í að segja kúnum sögur úr Biblíunni. Ég minnist þess að hafa horft út á nafnlausan veg, úthýsið, hænsna- stíuna og jafnvel trjástumpinn í garðinum framan við húsið. Ég man eftir að hafa verið hrædd og klifrað upp í kjöltu ömmu minnar í þrumu- veðri. Ég óttaðist þrumurnar og eldingarnar og man að hún sagði við mig „sittu kyrr, Guð er að vinna verk sitt“.“ Henni reyndist mikil huggun í lestri bóka og eftir að hún varð fræg stofnaði hún bókaklúbb sem sýndi sig áhrifamikið afl í útgáfu- heiminum og skóp milljónir dala í sölu. „Bækur voru mín frelsun,“ segir hún, „ég lærði að lesa þegar ég var þriggja ára gömul og fann fljótt að þar var heilan heim að finna sem náði langt út fyrir bóndabæinn okk- ar í Mississippi. Bækur sýndu mér að lífið bjó yfir möguleikum, að þar var fólk eins og mig að finna, fólk sem enn fremur byggði heim sem ég gat ekki aðeins látið mig dreyma um heldur raunverulega stefnt að. Það var eins og að opna nýjar dyr.“ Þegar hún var sex ára sendi móð- ir hennar eftir henni. Hún bjó þá við fjárhagslegt öryggi, var í föstu starfi sem þjónustustúlka og átti kærasta sem lofaði að giftast henni, og er svo var komið fannst Vernitu hún geta annast dóttur sína. Næsta áratuginn bjó Oprah hjá móður sinni. Lífið var hins vegar ekki átaka- laust. Móðir Opruh barði hana reglulega fyrir að vera „bóka- ormur“ og það var ekki eina ofbeld- ið sem hún sætti. Níu ára gamalli var henni nauðgað af frænda sínum og þegar hún var komin á tánings- aldur af móðurbróður sínum. Hún varð ólétt – ekki er ljóst hver fað- irinn var – og barnið lifði ekki „nema viku eða tvær“ að sögn Win- frey. Jafnvel áratugum síðar er ljóst að þessi reynsla setti mark sitt á hana. „Þetta er sú alversta og tilfinn- ingaþrungnasta lífsreynsla sem ég hef upplifað,“ segir hún. „Fjöl- skyldan ýtti þessu hins vegar undir teppið. Ég vann þátt með Truddi Chase, sem var svo sködduð af kynferð- islegri misnotkun og ofbeldi að hún hafði skipt sér upp í nokkur sjálf, og í miðri frásögn hennar fór ég að gráta óstjórnlega. Ég gat bara ekki hætt. Þarna sagði fortíðin til sín. Þegar ég hafði safnað nægum kjarki til að segja móðurætt minni frá því sem gerst hafði, gagnrýndu þau mig fyrir að greina frá slíku op- inberlega. Núna láta þau eins og fortíðin hafi ekki gerst. Móðir mín sagðist ekki vilja hlusta á þetta, svo ég minntist aldrei á það framar. En ég jafnaði mig aldrei. Ég var – og er enn – alvarlega skemmd af þessari lífsreynslu. Í fjölmörg ár reyndi ég að sannfæra sjálfa mig um að ég væri komin yfir þetta en var það alls ekki. Ég burðaðist enn með skömmina og kenndi sjálfri mér ómeðvitað um gjörðir þessara manna. Langt innra með mér þá er ennþá hluti sem telur að fyrst að þeir misnotuðu mig hljóti ég að hafa verið slæm, lítil stelpa.“ Enn á ný leitaði hún á náðir lest- ursins sem að þessu sinni opnaði henni sýn á þjáningar bandarískra blökkumanna, sérstaklega ævi þeirra Sojourner Truth og Harriet Tubman. „Sojourner Truth var fædd í þrældóm,“ segir hún. „Hún var skýrð Isabella Baumfree, en eftir að hún strauk frá húsbónda sínum og gerðist predikari, andvígsmaður þrælahalds og femínisti þá tók hún upp nafnið Sojourner Truth, sem tákn um líf sitt og köllun, sem var að leysa þræla – sérstaklega konur – úr þeirri ánauð sem þeir sættu. Harriet Tubman er kynslóðinni yngri, en flúði einnig á vit frelsisins með því að fela sig yfir daginn og fylgja Norðurstjörnunni á nóttunni. Hún sneri aftur til Suðurríkjanna til að aðstoða við hið leynilega kerfi sem notað var til að leysa þræla úr ánauð – röð skjólshúsa sem náði alla leið frá Suðurríkjunum til Kan- Sagan af O Oprah Winfrey er íslenskum sjónvarpsáhorfendum vel kunn. En kannski þekkja ekki margir þá stórbrotnu sögu sem þessi kona á og slétt ásýnd hennar á skjánum hylur. Í þessu viðtali talar hún um sársaukafulla fortíð sína, sjónvarpsferilinn, bókhneigðina og trúna á sjálfstrúna. Þáttarstjórnandinn Oprah „Ástæða þess að þátturinn minn hefur gengið svona vel er að hver dagur er mér tækifæri til að opna hjarta mitt. Það gefur mér tækifæri til að læra í gegnum reynslu mína og Eftir Clive Simmons 4 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.