Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2006 15
Sýning Tuma Magnússonar og
pólsku listakonunnar Aleksöndru
Signer í Listasafni ASÍ sam-
anstendur af myndböndum, skjá-
verkum og innsetningum.
Fyrir utan verk úr safneign sem
sýnd eru í Arinstofu má sjá tvö verk
eftir Signer á neðri hæð safnsins.
Annað þeirra, Record, sýnir aftan á
unga stúlku sem tekur upp af jörð-
inni gamlar vínylhljómplötur og
kastar þeim eins og frisbídiskum í
kuldalegu húsasundi. Meðan plöt-
urnar fljúga í loftinu heyrist hljóð
eins og þegar hljóðupptaka er spiluð
á yfirhraða. Verkið virðist bæði
áleitið og agressíft uppgjör við bæði
skráningu og form fortíðarinnar. Í
Gryfju er innsetning þar sem mörg
vasaljós hanga úr lofti og áhorfand-
inn getur varpað áteiknaðri mynd á
veggina eða látið myndirnar dansa á
gólfinu. Leikurinn er einfaldur en
hugmyndafræðilega rýr þótt sjón-
arspilið ásamt líkamsupplifuninni
inni í verkinu geti verið skemmtileg.
Uppi í Ásmundarsal eru þrjú verk
eftir Signer og óhætt að segja þau
áhugaverðustu á sýningunni. Mynd-
bandsupptaka af deyjandi leik-
fangahundi er svo ótrúlega áhrifarík
að ekki er annað hægt en að spyrja
sjálfan sig spurninga um hvernig til-
finningaupplifun og samsömun okk-
ar við hreinan tilbúning á sér stað.
Hvernig er hægt að horfa á og finna
til (gegn vilja sínum) með batter-
íshundi mistakast afturábakstökk
sem liggur titrandi, geltandi, með
spastíska taugakippi þar til batteríið
skýst úr brjósti hans og allt er búið?
Annað verk sýnir náttborð með
tveimur stafrænum myndarömmum
sem spila óvæntar en hliðstæðar
myndaseríur. Þriðja verk hennar í
þessum sal samanstendur af tveimur
litlum sjónvarpsskjám, sem er stillt
upp eins og myndavélum á þrífótum,
þétt á móti hvor öðrum. Tvær sjón-
varpsstöðvar frá sitthvoru landinu
tala viðstöðulaust og þarf einbeit-
ingu til að heyra eða sjá það sem
hvor um sig er að segja. Verkið er
einfalt og beinskeytt þar sem fag-
urfræðileg framsetning þess heldur
merkingunni uppi. Hvers konar
vægi hafa tilreiddar skoðanir þess-
ara fréttamiðla sem hvort heldur
blaðra sínum sértæka sannleika upp
í hvor annan eða éta hlutina upp
hvor eftir öðrum án afláts?
Tumi Magnússon á tvö verk á sýn-
ingunni sem bæði eru í mörgum
hlutum og dreifast milli verka Sig-
ner. Stærra verkið er myndbands-
verk sem ber titilinn Sjónarrand-
arráp. Fjórum myndböndum sem
sýna íslenskt landslag tekið upp á
óreglulegri hreyfingu er varpað á
fjóra veggi í Ásmundarsal í horn-
réttri afstöðu hvert til annars. Eng-
ar upplýsingar eru gefnar um verkið
á sýningunni en í viðtali við Morg-
unblaðið kemur fram að þetta eru
myndbandsupptökur sem eru tekn-
ar upp samtímis úr fjórum áttum í
gegn um bílglugga. Í bíl sér maður
landslagið fyrir framan og þegar
maður lítur til hliðar nær maður að
tengja þá sjónupplifun við hina fyrri
þrátt fyrir að þar virðist jafnvel um
allt annað landslag að ræða. Hug-
myndin er áhugaverð en upplifunin
ekki að sama skapi því of langt er á
milli verka til að hægt sé að skynja
það sem fjórar útgáfur af samstæðri
upplifun. Á meðan hægt er að ein-
beita sér, skoða og upplifa verk Sig-
ner án neikvæðrar truflunar frá
verkum Tuma þá líður sjónar-
randaverk Tuma fyrir að dreifast á
milli verka Signer og virkar fyrir
bragðið nánast sem myndfylling-
arefni í sýningunni. Annað verkið
sem Tumi sýnir eru ljósmyndir í
raunstærð af rafmagnsrofum, inn-
stungum eða lofttúðum sem líka er
dreift um sýningarrýmið. Öfugt við
myndbandsverkið þá er auðvelt að
sjást yfir þetta þar sem það virkar
bókstaflega sem hluti rýmisins ef at-
hyglisgáfan er ekki virk. Við nánari
skoðun er ekki frá því að hér sé um
að ræða útlenda takka, t.d. banda-
rísk innstunga eða austur-evrópskur
rofi. Menningarmismunur birtist oft
í smávægilegustu hlutum og áhorf-
andann gæti grunað að markmið og
merking verksins væri sértækt,
flókið eða skilyrt heildarsamhenginu
á sýningunni. Augljóst er að verk
Signer eru pólitísk í víðum skilningi
þess orðs þar sem spurningar um
menningar- og tilfinningalega stýr-
ingu, vald miðla og framsetningu á
„sannleika“ eru í forgrunni. Í því
samhengi liggur beinast við að skoða
náttúrumyndir Tuma með augum
ferðamannsins sem sér landslagið á
hreyfingu og rafmagnsvísanir út-
lendu takkanna sem pólitíska ádeilu
á virkjunargleði Íslendinga. Ef svo
er, sem þarf ekki að vera, þá hittir
verkið ekki í mark. Verk Tuma voru
miklu áhugaverðari í hugmynda-
fræðilegri útlistun á þeim sem fram
kom í áðurnefndu viðtali í Morg-
unblaðinu en í reynd á sýningunni
sjálfri. Sýningin í heild er þó áhuga-
verð og fersk á íslenskum myndlist-
arvettvangi þar sem uppfylling-
aratriði hennar hafa ákveðið vægi til
að styðja og þétta upplifunina svo
ekki sé talað um, við að leggja til
hina nauðsynlegu óskiljanlegu þætti
sem teljast aðall samtímalistarinnar.
Stafrænt og rafvænt
Þóra Þórisdóttir
MYNDLIST
Listasafn ASÍ
Freyjugötu 41
Verk úr safneign
Sýningarnar standa til 10. september
Opið alla daga nema mánudaga frá kl.
13–17
Aleksandra Signer og Tumi Magnússon
Aleksandra Signer „Verkið er einfalt og beinskeytt þar sem fagurfræðileg framsetning þess heldur merkingunni uppi.“
Eftir Bergþóru Jónsdóttur | begga@mbl.is
GRÚSKARINN
Að uglasata, var gott og gilt sagnorð hjá krökkunum í borginni á sjöundaáratug síðustu aldar, og haft um þann verknað að velja hver ætti að ver-
’ann. En hvað skyldi hann hafa verið kallaður gjörningurinn sem fylgdi þess-
ari þulu, sem höfð var um sama verknað í Súðavík á árunum kringum fyrri
heimsstyrjöld?
Lesist hratt og ákveðið, en um leið skýrt og skilmerkilega:
Akka, bakka,
búkka, rakka,
sonn, fonn,
fíli, fonn,
ísa, bísa,
TOPP!
LESARINN
Tímaritið Economistliggur alltaf á nátt-
borðinu. Það veitir góðar
upplýsingar um það sem er
að gerast á líðandi stund.
Reyfarinn sem ég er að lesa
núna er Krosstré eftir Jón
Hall Stefánsson. Ljómandi
skrifuð og skemmtileg. Þá
gríp ég af og til í Sögu bisk-
upsstólanna, sem er mikill
hvalreki fyrir áhugamenn
um Íslandssögu. Áhuga-
verðasta lesningin að und-
anförnu hefur þó verið
handrit að ævisögu Ólafíu
Jóhannsdóttur, sem ég er
svo heppinn að fá að lesa á
undan öðrum, því að höf-
undurinn er Sigríður Dúna,
eiginkona mín, en sú bók
kemur út í haust og á án efa
eftir að vekja athygli. Sig-
ríður Dúna er reyndar
lestrarhesturinn á heim-
ilinu og það er hægt að
fletta upp í henni þegar
kemur að bókmenntum.
Friðrik Sophusson
Morgunblaðið/Ásdís
Friðrik Sophusson
„Sigríður Dúna er
reyndar lestrarhest-
urinn á heimilinu.“