Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2006, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2006, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók L as Vegas er komið til Reykjavíkur. Þið eigið aldrei eftir að gleyma þessu kvöldi. Við ætlum að sýna ykkur hvað okkur finnst mikið til ykkar koma,“ segir vöðvastæltur Chippendeli sem stendur á miðju sviðinu á Broadway með hljóðnema sér í hönd. Hann er ber að ofan, í leðurbuxum og þykk- botna skóm sem gefa til kynna að hann langi til að vera hærri. Á milli þess sem hann þylur upp dásemd- irnar sem bíða okkar spyr hann hvort við séum í stuði, hvort einhver okkar sé að fara að gifta sig, sé ein- hleyp eða nýfráskilin. Alltaf æpa einhverjar stelpnanna í áhorf- endahópnum hástöfum: Yes! en þeg- ar maðurinn spyr hvort einhver eigi afmæli heyrist Yes! frá öllum saln- um. Í kvöld eigum við allar afmæli og þetta er engin smágjöf sem okk- ur hefur borist; heill flokkur krafta- legra karlmanna sem hafa örugg- lega komið öryggisvörðunum á Kennedy-flugvelli á óvart með hvað handtökin voru þaulvön þegar þeir voru beðnir að taka af sér beltin í vopnaleitinni. „Þið eigið eftir finna lykt sem þið hafið aldrei fundið áður og jafnvel bragða ýmislegt sem þið hafið aldrei bragðað áður,“ æpir maðurinn í hljóðnemann. Konurnar í salnum hvía við tilhugsunina. Þær eru á öll- um aldri þótt flestar séu á þrítugs- aldri. Aðeins einn karlmann sé ég á meðal áhorfenda, ungan þéttholda mann sem virðist hafa komið með kærustunni og vinkonum hennar. Þau sitja skammt frá mér á efri hæð Broadway. Það var þegar uppselt á neðri hæðinni þegar ritstjóri Les- bókarinnar fór þess á leit við mig að ég mætti á sýninguna til að skrifa grein um herlegheitin. Alls kyns dót til sölu Það er óneitanlega meiri stemning í Neðra, enda er maður nær sviðinu þar. Þaðan berast mikil undrunar- og gleðivein þegar Chippendales- flokkurinn gengur á meðal áhorf- enda og býður til sölu hvíta boli merkta Chippendelunum. Herrarnir beita nýstárlegum aðferðum við af- greiðsluna. Þeir láta viðskiptavinina rétta upp handleggina, færa döm- urnar síðan úr bolunum, smeygja hvítu bolunum yfir höfuð þeirra, snúa þeim við og láta þær beygja sig fram með bolina fyrir andlitinu. Síð- an gera þeir getnaðarlegar mjaðm- ahreyfingar upp við rassinn á þeim svo salurinn ætlar að ærast. „Svona selja þeir bolina til að þeir fái líka eitthvað út úr þessu,“ segir mað- urinn með hljóðnemann. Mikið sem fólk er lítilþægt hér í kvöld. Full- heilbrigðum konum og körlum dug- ar að vita af klofi hins kynsins í fá- einna sentimetra fjarlægð frá sínu til að allt ætli um koll að keyra. Félagarnir í Chippendales minna á sígauna sem komnir eru í bæinn til að selja föndur og sýna kúnstir. Auk bolanna bjóða þeir nefnilega dagatöl með myndum af sér og fleiri vinum sínum sem urðu eftir heima. Kynn- irinn gefur góð sparnaðarráð: „Passið ykkur á því að eyða ekki öll- um peningunum ykkar í einu. Þið gætuð þurft á klinki að halda þegar þið hringið heim í manninn ykkar til að segja honum að þið séuð ekkert á leiðinni heim. Þið séuð orðnar ást- fangar af einhverjum í Chippendale- flokknum. Allir strákarnir hérna eru einhleypir og þeir vilja endilega kynnast íslenskum stúlkum. Sjálfur ætla ég mér að verða mér úti um ís- lenska eiginkonu í kvöld.“ Kona skammt frá mér hefur fjár- fest í dagatali fyrir 1.500 kr. Ég fæ að skoða myndirnar. „Júnímað- urinn,“ segi ég og bendi á ansi hupp- legan mann í flugmannssamfestingi. „Þetta er minn. Ég á afmæli í júlí,“ segir stelpa við hliðina á mér og bendir á þeldökkan náunga. Sjálf þorði hún ekki að kaupa sér sitt eig- ið dagatal og lái henni það hver sem vill. „Vinkona mín sagði mér að þeir myndu flengja mig með dagatalinu,“ segir hún. Slíkur afgreiðslumáti hvetur fólk auðvitað bara til að- haldssemi. Allir aðrir hefðu skilað þessum bolum Loks myrkvast salurinn, ljós kvikna á sviðinu og kveikt er á reykvélinni. Chippendelarnir birtast íklæddir hempum í anda kaþólskra presta. Hempulöfin sveiflast út og suður í æsifjörugu djassballettatriði. Vafa- laust hefði það samt verið skemmti- legra hefðu dansararnir ekki átt jafnerfitt með að vera í takti. Þeir hafa greinilega ekki verið jafn- duglegir á dansæfingum og í rækt- inni. Þeir þurfa að gjóa augunum fulloft á fætur hver annars til að vera vissir um hvorn eigi nú að setja fram en líklega snýst þessi sýning ekkert um danslist þegar allt kemur til alls. Næsta atriði er sólódans dökk- hærðs manns sem kynntur er sem „Jordan frá Texas þar sem allt er stórt“. Jordan bregður sér í hlut- verk jakkafataklædds skrifstofu- manns en einn köflóttu borðstofu- stólanna úr matsal Broadway leikur skrifborðsstólinn sem gerir þetta at- riði svolítið heimilislegt. Skrifstofu- manninum er heitt og honum leiðist en hann er ekki lengi að finna sér eitthvað til dundurs. Hann brestur í dans og gengur meira að segja svo langt að sippa með bindinu sínu. Það hrekur leiðindin samt ekki á braut því áður en við er litið tekur hann til við að tæta af sér spjarirnar þar til mest lítið er eftir. Og eins og það sé ekki nóg, þá leitar hönd Jordans sí- fellt inn undir buxnastrenginn þar sem rykkt er og kippt við ærandi fögnuð áhorfenda. Enginn fær af sér að slá á putta unga mannsins sem eflaust á eftir að verða staurblindur fyrir fertugt sjái hann ekki fljótlega að sér. Tvær vinkonur á næsta borði skella glaðar saman lófum eins og þær séu að fagna frækilegum sigri, hafi unnið í hrútaþukli eins og keppt var í á Ströndum í vikunni. Þær verða heldur ekki fyrir vonbrigðum þegar Jerry frá Cincinnati birtist á sviðinu en hann á það sammerkt með félaga sínum að vera með allt niður um sig. Eitthvað er lélegt í nærbolnum hans Jerry því honum tekst að rífa hann utan af sér eins og um pappír sé að ræða. Þótt þeir Jerry og Jordan búi yfir nokkuð öflugri sýniþörf sleppa þeir því að sýna það allra heilagasta. Lík- legast er það geymt fyrir steikina heima. Enginn þarf að segja mér að svona hæfileikaríkir menn séu allir einhleypir þótt þeim sem svamla um í pylsupottinum í Broadway sé talin trú um annað. Fagrar kvennaraddir óma Stundum er beðið um sjálfboðaliða úr sal og ekki vantar þá frekar en í björgunarsveitirnar. Einni konu er boðið upp á svið í einu og þykjast Chippendalarnir slást um ástir hennar. Í einu atriðinu míma þeir við lög úr Grease og allur salurinn tekur undir lagið Sandy. Hér sann- ast það enn og aftur að fátt er jafn- skemmtilegt og góður samsöngur. „Sandy, can’t you see …“ syngja undurfagrar kvenraddir svo ómar um loft og rjáfur Broadway. Þá er gaman og aftur tökum við saman lagið þegar flokkurinn birtist í slökkviliðsbúningum undir laginu Hero með Mariah Carey. Okkur er ætlað að minnast hetjudáða slökkvi- liðsmanna eftir hryðjuverkin 11. september. Dansararnir ætla að vera hetjurnar og fylla varnarlausa huga okkar rómantískum órum. „Then a hero comes along/with the strenght to carry o …“ kyrjum við. Svo bregða karlarnir sér í hlutverk kúreka og dansa línudans. Jafnvel þau einföldu spor valda þeim vand- ræðum. Aftur kemur lag með nafn- inu, Hero, þegar hvítklæddir sjólið- ar ganga fram á sviðið en að þessu sinni er það með Enrique Iglesias. Hvert dansatriði endar auðvitað á því að mennirnir standa á pungbind- unum einum fata en þau sem prýða sjóliðana eru með bandaríska fán- anum. „Hyllið fánann!“ æpir mað- urinn með míkrófóninn. Slökkviliðsmenn, sjóliðar, kúrek- ar … allt eru þetta amerískar hetjur. Líklega hefði verið nærtæk- ara að fara í 66° norður-galla og segjast ætla í Smuguna. Til að áhorfendur geti sýnt flokknum þakklæti sitt í verki er þeim gefið tækifæri á að gauka frjálsum fjárframlögum að döns- urunum. Bara eins og í sunnudaga- skólanum í den, hugsa ég með mér en líkingin nær ekki lengra því kynnirinn segir að okkur sé velkom- ið að bjóða mönnunum peningana með því að hafa þá á milli varanna, brjóstanna eða hnjánna. Dans- ararnir skvettast á brókinni um sal- inn og sumir áhorfendur stelast til að teygja út handleggina til að klukka þá. Í kvöld eru þeir ’ann. „Strákarnir komu ekki hingað að skemmta peninganna vegna heldur vegna þess að þeir elska og dýrka konur,“ segir maðurinn í míkrófón- inn. Jú, jú, við trúum því alveg. Rétt eins og við trúum því að allt féð sem þeir fá renni beint til kristniboðsins í Kenýa. Öll gleði enda tekur Lokaatriði kvöldsins er myndataka. Áhorfendum býðst að láta taka pol- aroidmynd af sér í hópi dansaranna fyrir 1.500 kr. Fyrir þá sem ekki muna lengur eftir því hvernig pol- aroidmynd lítur út skal það rifjað upp að þær eru svo litlar að hausinn á manni verður á stærð við baun í hópi sjö annarra. Það kemur þó ekki í veg fyrir að löng röð myndist óðara við sviðið þar sem myndatakan fer fram. Sá sem tekur við fénu er kynntur sem eigandi Chippendale- flokksins og við erum beðnar um að gefa honum gott klapp. Þessi maður er nákvæmlega eins og eigandi Chippendale-flokksins ætti að líta út, stór, mikill og svartklæddur með svart kleinuhringjaskegg og svart hár sleikt í tagl. Fyrstu stúlkunni í röðinni ofbýður greinilega verðið því hún tilkynnir þessum mikilúðlega manni að dansararnir ættu frekar að greiða henni fyrir að fá mynd af sér með henni heldur en að hún borgi þeim. Þetta líkar mér en ekki honum því stelpunni er vísað á brott. Þeir sem ekki vilja myndir af sér fara að tínast heim í rólegheitum. Fólk er misánægt. „Ég vil sjá typpi,“ heyrist í þessum eina karl- manni sem ég hafði komið auga á í öllum kvennahópnum, eina áhorf- andanum þar sem heimatökin ættu að vera hvað hægust. Ég er að fara að hafa mig af stað þegar ég tek eftir ljóshærðri konu sem kemur glaðbeitt fram á gólfið fyrir framan sviðið til að tala við einn dansaranna sem þar stendur. Hún virðist nálægt fertugu og er jafnhá manninum ef ekki hærri. Nokkur orð fara á milli þeirra áður en hún stekkur brosandi upp í fang- ið á honum. Hún er vöðvamikil og stælt en þar sem hann er líka sterk- ur fer hann létt með að halda á henni. Hún læsir fótleggjunum um mittið á manninum og hallar sér aft- ur með útrétta handleggi. Þessu hefur maðurinn varla átt von á og þó, hann grípur undir rassinn á henni og snýr henni hring eftir hring. Svo kveðjast þau með kossi og fara sitt í hvora áttina. Það er ekki draumurinn um að fá líka svona snúning sem fær mig til að taka á rás niður á fyrstu hæð. Nei, það sem verður til þess er kona sem kemur allt í einu vaðandi að sviðinu og þeytir þangað tveimur bréfmiðum. Einn dansaranna grípur annan miðann glottandi á svip og stingur honum að vini sínum. Enn liggur hinn miðinn á sviðinu og hann langar mig til að sjá til að fullvissa mig um að þetta sé virkilega síma- númer, eins og mig grunar. Þegar ég loksins kem að sviðinu er miðinn á bak og burt en hvað um það, ég rekst á nokkuð svo miklu skemmti- legra, þrjár stelpur úr Árbænum. „Af hverju komstu hingað?“ spyr ég eina þeirra. „Kærastinn minn bauð mér,“ svarar hún. „Af hverju?“ „Hann fékk að fara á Goldfinger um daginn.“ „Fannst honum gaman?“ „Nei, honum fannst dömurnar svo gamlar.“ „En hvernig fannst þér hérna í kvöld?“ „Æðislegt,“ segir stúlkan og ljóm- ar. Ég óska þeim góðrar skemmt- unar, kveð þær og held út. Mér verður hugsað til orða míkrófón- mannsins í upphafi kvöldsins: „Þið eigið aldrei eftir að gleyma þessu kvöldi.“ Ekki er laust við að þá hafi farið um mig en líklega hefur hann rétt fyrir sér. Ég man hvort sem er flest það sem ég hef orðið vitni að á þessu sviði Broadway; til dæmis menntaskólaballi með Nýdönsk, tónleikum með Sykurmolunum og meira að segja öðrum með þeirri gleymdu hljómsveit The Woo- dentops. Síðast en ekki síst man ég eftir því þegar Cesaria Evora hélt tónleika í Broadway. Vonandi verð- ur andafælum beitt á þetta svið áður en öðrum eins listamanni verður boðið að koma þangað aftur, eins og þessir strípalingar létu. Um leið og ég kem inn í bílinn sendi ég vinkonu minni sms- skilaboð: „Fór á Chippendales.“ „Bandarískt mansal af verstu sort,“ sms-ar hún til baka. Það getur nú varla verið enda voru þeir ekki að þessu vegna pen- inganna. Þeir elska jú og dýrka kon- ur. Þá riðu hetjur um héruð Sjaldan hefur verið jafnmikið fjör í Ármúlanum og þegar bandaríski stripparaflokkurinn Chippendales skemmti fyrir fullu húsi í Broad- way. Danshópurinn Chippendales-flokkurinn birtist í slökkviliðsbúningum undir laginu Hero með Mariah Carey. „Okkur er ætlað að minnast hetjudáða slökkviliðsmanna eftir hryðjuverkin 11. september. Dansararnir ætla að vera hetjurnar og fylla varnarlausa huga okkar rómantískum órum.“ Höfundur er rithöfundur. Eftir Gerði Kristnýju gkristny@simnet.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.