Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2006, Side 1
Laugardagur 2. 9. 2006
81. árg.
lesbók
HVER DRAP DAGBLÖÐIN?
„FÓLK VILL FREKAR LESA SÉR TIL UM HVERNIG HÆGT SÉ
AÐ VERÐA RÍKARI OG HVAÐ ÞAÐ EIGI AÐ GERA Í KVÖLD.“
Áttu íbúð sem þú notar lítið sem ekki neitt og er hentug til að hugsa í? » 11
B
úlgarski píanóleik-
arinn Vesselin Stan-
ev heldur opn-
unartónleika
TÍBRÁR í Salnum í
Kópavogi fimmtu-
dagskvöldið 7. september nk. Á efn-
isskránni eru verk eftir Domenico
Scarlatti, Robert Schumann, Alex-
ander Skrjabín og Franz Liszt.
Koma Stanevs til Íslands ætti að
gleðja alla unnendur píanóleiks, því
að hann er framúrskarandi virtúó-
sapíanisti af rússneska skólanum og
hefur undanfarin ár hlotið sífellt
meiri athygli fyrir leik sinn og túlk-
un. Stanev fæddist í Varna í Búlg-
aríu árið 1964 og hóf píanónám þar
10 ára gamall. Hann nam við Tónlist-
arakademíuna í Sofiu um tveggja ára
skeið en hélt þá til Moskvu, þar sem
hann lærði við Tsjajkovskíj-
tónlistarháskólann hjá hinum fræga
píanóvirtúós Dmitri Bashkirov.
Hann lauk námi við skólann 1988 en
sótti einkatíma í tvö ár til viðbótar
hjá Alexis Weissenberg í París. Með-
an á náminu stóð tók Stanev þátt í
Tsjajkovskíj-píanókeppninni og
vann til sérstakra verðlauna fyrir
flutning á verkum tónskáldsins. Þá
vann hann til verðlauna í Marguerite
Long-keppninni 1986.
Árið 1991 vakti Stanev fyrst at-
hygli heimspressunnar með flutningi
sínum á tónlistarhátíð í Vínarborg og
hefur síðan leikið í mörgum helstu
tónleikasölum Evrópu, m.a. Wig-
more Hall í Lundúnum, óperuhúsinu
í Frankfurt, Gewandhaus í Leipzig
og Salle Gaveau í París. Frá árinu
2000 hefur hann haldið tónleika í
Rakmaninoff-salnum í Moskvu á
hverju ári við stormandi undirtektir
viðstaddra. Stanev hefur hljóðritað
sex hljómdiska fyrir búlgarska út-
gáfufyrirtækið Gega, með tónlist eft-
ir Brahms, Chopin og Schumann.
Hann skrifaði nýverið undir útgáfu-
samning við Sony Classical og er
diskur með píanóverkum Skrjabíns
væntanlegur á markað á næstunni.
Gagnrýnendur hafa sagt leik
Stanevs standast samanburð við
Vladimir Sofronitskí og Svjatoslav
Richter og er þá mikið sagt enda eru
þeir síðarnefndu einhverjir mestu
risar rússnesku píanóhefðarinnar
fyrr og síðar. Harold Schoenberg,
gagnrýnandi New York Times, sagði
Stanev vera „virtúós í anda Horo-
witz. Leikur hans er kraftmikill og
tæknin takmarkalaus“. Schoenberg
sagði einnig að flutningi Stanevs á
Gaspard de la nuit eftir Maurice
Ravel mætti „jafna við mestu meist-
ara hljómborðsins, m.a. Mörtu Ar-
gerich“. Gagnrýnandi Musical Op-
inion sagði um Wigmore
Hall-tónleika Stanevs að „fram-
úrskarandi túlkun“ hans hefði verið
útfærð af „sterkum persónuleika,
næmi fyrir smáatriðum og tilfinn-
ingu fyrir innra samhengi verkanna“
sem heyrist sjaldan á tónleikapöllum
Lundúna.
Hljómdiskar Stanevs sanna að hér
fer kraftmikill virtúós sem leikur
með orku og skapofsa þegar þess
þarf með. Skalar og brotnir hljómar í
prelúdíum Chopins glitra eins og
perlur á bandi, og í hinum þrælerfiðu
Paganini-tilbrigðum Brahms fer
hann hreinlega í loftköstum eftir
hljómborðinu endilöngu. Þetta er
áhættupíanismi eins og hann gerist
bestur, enda engin furða að gagn-
rýnandi ítalska dagblaðsins Corriere
della Sera hafi kallað Stanev „loft-
fimleikamann án nets“ eftir flutning
hans á Ungverskum rapsódíum nr.
11 og 12 eftir Liszt, sem verða ein-
mitt á efnisskránni í Salnum nk.
fimmtudagskvöld. En spilamennska
Stanevs er ekki eingöngu tæknisýn-
ing heldur býr hann yfir hlýjum tóni
og er gæddur skáldlegri æð, eins og
má t.d. heyra í flutningi hans á ljúf-
sárum fantasíum Johannesar
Brahms.
Gagnrýnendur virðast þó sam-
mála um að leikur Stanevs sé laus
við alla sýndarmennsku. Í viðtölum
kemur hann fyrir sem hógvær lista-
maður sem starfar að hugðarefnum
sínum í kyrrð og ró. Stanev er lestr-
arhestur og hefur gaman af útivist
og fjallgöngum, en annars kveðst
hann hvergi njóta sín betur en fyrir
framan flygilinn. „Ég er mikill róm-
antíker í mér,“ sagði Stanev í viðtali
við rússneskt dagblað í fyrravetur.
„Mér finnst við lifa of hratt í nútím-
anum. Við flýjum tilfinningar okkar
og erum yfirbuguð af streitu. Lík-
lega hefði það farið mér betur að
vera uppi á 19. öldinni!“
Búlgarskt
píanóljón
Eftir Árna Heimi Ingólfsson
arniheimir@lhi.is
Höfundur er kennari í tónlistar-
fræðum við Listaháskóla Íslands.Stanev Er hann betri en Richter?
Morgunblaðið/Eyþór
Ragnheiður Gröndal Stóra breikið kom með Ást. » 4
B
andaríski leikstjórinn
Oliver Stone hefur
sakað kvikmynda-
iðnaðinn í Hollywood
um að gefa hug-
myndum um stríðs-
brölt Bandaríkjanna jákvæðan byr
undir báða vængi. Stone er staddur í
Feneyjum um þessar mundir vegna
sýninga á nýjustu mynd hans, World
Trade Center, á árlegri kvik-
myndahátíð þar í borg. Í ræðu sem
hann hélt af því tilefni tók Stone
myndirnar Pearl Harbor og Black
Hawk Down sérstaklega fyrir sem
dæmi um myndir sem „dýrkuðu
stríðsrekstur“ og bætti því við að of-
beldi væri „menningarlegt vanda-
mál“ í heimalandi sínu.
Stone sagði að seint á tíunda ára-
tugnum hefðu stríðsmyndir tekið við
að lofsyngja stríð á nýjan leik, ólíkt
t.d. Víetnam-myndum hans sjálfs,
Platoon og Born on the Fourth of
July. Hann sagði þó jafnframt að
World Trade Center bæri með sér
anda vonar ólíkt dökkum myndum
hans um Víetnam.
„Afleiðingar 11. september eru
mun verri en dagurinn sjálfur,“
bætti Stone við gagnrýninn. „Ein-
hver spurði mig hvort það væri of
snemmt að sýna þessa mynd. Ég
held að að mörgu leyti sé það of
seint. Við þurfum að vakna.“
Stone
gagnrýnir
Hollywood
Beittur Oliver Stone fer hörðum
orðum um Hollywood-stríðsmyndir.
Segir myndir úr
draumasmiðjunni
geta af sér ranghug-
myndir um stríð