Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2006, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2006, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 3 S tellan Skarsgård er ekki sá risi sem maður býst við að hitta af lýsingum að dæma. Þessi með- almaður á hæð með þétt handtak tekur á móti mér brosandi með öllu andlit- inu og talar sænsku. Það á ekki að koma á óvart, maðurinn er jú sænsk- ur, en yfirleitt heyrir maður hann tala ensku á hvíta tjaldinu. Í Break- ing the Waves, Good Will Hunting eða Dogville. Stellan talar líka ensku í íslensku myndinni Bjólfskviðu (Beowulf & Grendel) í leikstjórn Sturlu Gunnarssonar, og var við- staddur Evrópufrumsýninguna þeg- ar hún var opnunarmyndin á Kvik- myndahátíðinni í Gautaborg 27. janúar sl. Stellan Skarsgård fæddist í Gautaborg árið 1951. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið í sjónvarps- þáttunum Bombi Bitt och jag árið 1968, lék síðan mörg hlutverk á sviði í Dramaten í Stokkhólmi til ársins 1988 þegar hann fékk hlutverk í Óbærilegum léttleika tilverunnar. Hann er kvæntur lækninum My og þau eiga sex börn fædd á árunum 1976–1995 og fjölskyldan er oft með leikaranum á tökustöðum. Stellan segir að handritið hafi haft mest að segja um þá ákvörðun sína að taka þátt í Bjólfskviðu. Handritið er skrifað af Andrew Rai Berzins. Í Bjólfskviðu leikur Stellan danska konunginn Hróðgeir, rauðhærðan alkóhólista með fléttur, og stendur sig vel að vanda. „Þetta er mjög vel skrifað handrit með stórum sveiflum og safaríkum persónum. Hróðgeir er afar áhugaverð persóna sem smátt og smátt fellur í sjálfsvorkunn. Valdamikill maður sem ekki höndlar aðstæðurnar sem hafa komið upp og hrynur í drykkjusýki og sjálfs- vorkunn. Fallegt,“ segir hann kald- hæðinn. Myndin var tekin upp á Íslandi haustið 2004. Stellan fannst gaman að koma til Íslands í fyrsta skipti. „Það var stormasamt,“ segir hann og hlær. „Náttúran var svo yf- irþyrmandi. Ég gerði mér ekki grein fyrir að hún myndi hafa svo mikil áhrif á mig. Það var hrikalegt veður. Stormurinn feykti öllu í burtu. En það var líka skemmtilegra fyrir vik- ið. Ég vil ekki að allar myndir séu eins og þessi var mjög sérstök,“ seg- ir hann brosandi. „Ég hafði til dæmis aldrei lent í því áður að yfirskegg mótleikarans fyki í burtu. Eða að vindurinn lyfti leikara … beint á mig. Tökum var ekki hætt þótt veðrið væri ofsafeng- ið. Það var ekki fyrr en vindhraðinn var kominn upp í fimmtíu metra á sekúndu að tökum var hætt, þá var orðið hættulegt að halda áfram,“ segir hann og brosir að minningunni. Stellan þekkti þegar til sögunnar um stríðshetjuna Bjólf sem leggur danska kónginum lið við að ráða nið- urlögum ófreskjunnar Grendils, og hafði lesið hana áður en hann frétti af kvikmyndahandritinu. „Þetta er frekar langdregin saga fyrir nútíma- lesendur en samt heillandi. En hand- ritið var svo snilldarlega skrifað. Karakterarnir og samtölin opnuðu alltaf möguleika á mismunandi leik og það sér maður ekki oft í hand- ritum. Það fannst mér mest aðlað- andi við þessa mynd. Það er gaman þegar maður fær svolítið frjálsar hendur með karakterana.“ Stellan segir að honum Sturlu hafi komið vel saman. „Hann var gagn- tekinn af þessari mynd og ákveðinn í að gera hana. Ég hugsaði stundum með mér hvort það væri alveg í lagi með hann!“ segir hann og hlær. „Það er til myndbútur frá tökutímanum þar sem tekið hefur verið upp innan úr bíl og á honum sést Sturla tala við annan mann. Hárið á leikstjóranum stendur út í allar áttir í vindinum og hlutir fjúka um í kring. Sá sem situr inni í bílnum segir að líklega þurfi að fresta tökum vegna veðurs en Sturla þvertekur fyrir það og finnst sjálf- sagt að halda áfram. Síðan heyrist hræðilegur hávaði og steinn kemur fljúgandi og brýtur bílrúðuna! Síðan er litið á Sturlu sem viðurkennir að kannski þurfi að fresta tökum. En hann vildi ekki gefa sig. Hann vann undir mikilli pressu þar sem myndin hafði ekki mikið fjármagn. Heillandi maður,“ segir Stellan brosandi. Stellan segist hafa kunnað vel við sig á Íslandi og með Íslendingum. „Íslendingar eru blátt áfram og beinskeyttir. Þetta er þjóð þar sem allir, óháð atvinnu, lesa bækur og geta rökrætt leikhús og kvikmyndir. Það er eins og allir séu inni í öllu. Ég hitti til dæmis tónlistarmann á bar og við fórum að ræða um leikrit Strindbergs. Það er ekki á mörgum stöðum í heiminum sem maður hittir tónlistarfólk sem getur rætt leikrit Strindbergs. Ekki einu sinni í Sví- þjóð.“ Stellan vonast til þess að fá tæki- færi til að vinna með Íslendingum aftur en segist aldrei vita hvort hann eigi eftir að vinna með sama leik- stjóranum aftur. „Þetta er bara happdrætti.“ Hingað til hefur Stell- an unnið mikið með Lars von Trier og vonast til þess að framhald verði á. „Við vinnum mjög vel saman og ég hef skemmt mér vel. En nú er Lars að vinna í danskri mynd og danskan mín er ekki mjög góð,“ segir hann og hlær. Nýjustu myndirnar með Stellan Skarsgård eru Pirates of the Caribbean 2 þar sem Stellan leikur Bootstrap Bill Turner, og Goya’s Ghosts í leikstjórn Milos Formans. Um er að ræða mynd um ævi spænska listamannsins Franciscos Goya eftir handriti Formans og fer Stellan með aðalhlutverkið. Natalie Portman leikur einnig í myndinni sem var tekin upp í Madrid og víðar á Spáni í haust „og Javier Bardem sem er frábær leikari“. Í vor hefjast síðan tökur á óháðri kvikmynd á Norður-Írlandi, svörtum þriller, eins og Stellan lýsir myndinni. Tökur á þriðju sjóræningjamyndinni hefjast einnig innan skamms og meira veit sænski leikarinn ekki um það sem fyrir liggur. Hann segir alls konar verkefni vekja áhuga sinn. „Þegar ég er bú- inn með stórar bandarískar myndir eins og sjóræningjamyndirnar er gott að gera eitthvað allt annað eins og að leika í lítilli óháðri mynd sem er allt öðruvísi. Ég er ánægður ef ég hef fjölbreytt verkefni að fást við.“ Steingerður Ólafsdóttir tók hús á einum kunnasta leikara Svía, Stell- an Skarsgård, sem leikur Hróðgeir konung í kvikmyndinni Bjólfskviðu. Stellan segir Steingerði frá reynsl- unni af að leika í íslenskri náttúru. Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@gmail.com Toby Jacobs Hróðgeir Stellan Skarsgård er í hlutverki drykkfellda Danakonungsins. „Hróðgeir er afar áhugaverð persóna…“ Yfirþyrmandi náttúra og hrikalegt veður Guðni Elísson skrifar grein í LesbókMorgunblaðsins á laugardaginnsíðast liðinn og gerir að umtalsefniumhverfismat og lögmæti fram- kvæmda við álver Alcoa Fjarðaáls á Reyð- arfirði. Þar sem Guðni hefur staðreyndir málsins ekki á hreinu er rétt að upplýsa hann og lesendur um hið rétta varðandi umhverf- ismat bæði Norsk Hydro og Alcoa Fjarðaáls. Það er rangt sem Guðni heldur fram að eingöngu hafi verið notast við „gamalt um- hverfismat“ Norsk Hydro þegar Alcoa Fjarðaáli var veitt starfsleyfi. Hið rétta er að samanburður var gerður á mati á umhverfis- áhrifum álversins sem Norsk Hydro ætlaði að reisa á Reyðarfirði og á umhverfisáhrifum ál- vers Alcoa Fjarðaáls. Álverið sem Norsk Hydro hugðist reisa var vissulega með vot- hreinsun, en það var mun stærra en álver Al- coa Fjarðaáls og auk þess ætlaði Norsk Hydro að reisa á Reyðarfirði rafskautaverk- smiðju. Álver Alcoa Fjarðaáls er sum sé minna en það sem átti að reisa og rafskautin í álverið verða keypt frá verksmiðju í Noregi en ekki framleidd á Reyðarfirði. Fram- kvæmdaleyfi og starfsleyfi voru veitt á grundvelli samanburðar á mati á umhverfis- áhrifum þessara tveggja framkvæmda. Þetta var talið fullnægjandi á þeim tíma og hófu menn framkvæmdir í þeirri trú að svo væri. Hæstiréttur komst síðan að þeirri nið- urstöðu að sérstakt umhverfismat þyrfti að fara fram vegna álvers Alcoa Fjarðaáls. Vinna við það mat hófst þá strax og var matið auglýst í apríl síðast liðnum. Færustu sér- fræðingar sem fyrirtækið leitaði til, telja að sú leið að nota eingöngu þurrhreinsun við hreinsun útblásturs frá álverinu á Reyð- arfirði sé besta lausnin miðað við aðstæður þar og þannig verði umhverfisáhrifin frá því minnst. Það samræmist einnig þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að draga úr mengun í sjó. Ýmsir hafa lýst þeirri skoðun sinni að það sé betra að nota vothreinsun að auki og sums staðar í heiminum er það gert, einkum í Nor- egi eins og fram hefur komið. Um þetta eru því skiptar skoðanir en skilgreiningin á bestu fáanlegu tækni sem notuð er í álverum í heiminum í dag, gerir ekki ráð fyrir vot- hreinsun. Þegar þetta er ritað styttist í að Skipulagsstofnun skili áliti sínu á skýrslu Al- coa Fjarðaáls um mat á umhverfisáhrifum. Samkvæmt íslenskum lögum falla starfs- leyfi og framkvæmdaleyfi ekki úr gildi nema um það falli sérstakur dómur, eða þá að þeir sem veittu leyfin afturkalli þau. Hvorugt var gert í þessu tilviki og þess vegna eru bæði framkvæmdaleyfi og starfsleyfi fyrir álver Alcoa Fjarðaáls í fullu gildi, að mati þeirra lögfræðinga sem fyrirtækið hefur leitað til. Gamalt og nýtt mat á umhverfis- áhrifum álvers Alcoa Fjarðaáls Athugasemd við fjölmiðlapistil Guðna Elíssonar Eftir Ernu Indriðadóttur erna.indridadottir@alcoa.com Höfundur er upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.