Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2006, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 9 fólki finnist hafa verið gert áður. En ég þetta eigi eftir að hreyfa við fólki. Það á allavega eftir að skapa einhverja andi allavega það.“ gðust við þessari pressu um tímamóta- iklu æðruleysi. Grípum niður í spjalli við víð Örn segir aðspurður um mögu- nun og um samstarf þeirra Siggu Bjarg- ekið þátt í fjölda samsýninga áður, þá mitt vera þessi áhætta sem verið er að vað áhugaverðasti þáttur þessarar sýn- leggja allt undir, mannorð og smekk svo Floppið stóra! ...Það sem er svo spenn- , er að það skuli ekki vera fullmótað fyr- r til dæmis ekki í ljós fyrr en með sam- í safninu hvort okkur tekst að skapa spinna inn í rýmið.“ ttir segir, spurð um þetta óvissuástand: úlega gaman að fá að koma inn í þetta n í það svona frjálst, því það er ekki verið ni neitt ákveðið verk. Það er auðvitað a og tekinn sjens á klúðri... En ég hef stemningu sem er brothætt og vinn r þegar hún er spurð hvort henni fyndist ýningin yrði misheppnuð: „Jú, mér hræðilegt en ég bara trúi ekki að það lveg viss um að þetta verður rosa fínt. inni samkeppni og það er svo fínt. Það heppnast væri tilraun einhvers til að um safnstjórans, þá markast hin nýja sýningarstefna ekki síst af löngun til að opna umræðu og hlúa að samræðu á samtímavettvangi myndlistarinnar. Hafþór sagði meðal annars þetta um samræðuna, sýn- inguna og sýnina: „Já, þetta gengur allt út á traustið og sjálfstraustið. Sókrates átti í samræðum við samferðafólk sitt í trausti þess að það væri fullkomlega hreinskilið í svörum sínum og hann sjálfur lagði ekki traust sitt á neitt nema samræðuna sjálfa. Þótt ég hafi ekki átt í beinum samræðum við listamennina sem sýna í Pakkhúsinu, þá treysti ég því að það sé í gangi samræða á milli þeirra og safnsins. Og ef þú ætlar að gera sýningu um list í samtím- anum þá verður þú líka að treysta því að listamennirnir sem í hlut eiga séu verðugir fulltrúar samtímalistarinnar. Að treysta því að þeir séu á einhvern hátt að fást við sam- tímann. Og listamennirnir þurfa sömuleiðis að starfa í trausti þess að þeir séu að tjá samtíma sinn með einhverju móti.“ Postilla: Þú lýsir listamanninum sem sönnum fulltrúa og mér finnst það koma heim og saman við hugmyndina um postulann sem þann sem hefur einhverja sýn að miðla til annarra. En hvaða sýn er á sýningunni? Samtímans eða sýn á samtímann? Þú ert postuli því þú hefur þína tilteknu sýn, þú ræðir við sýningarstjórana sem eru líka postular sem ræða við listamennina og biðja þá um að koma inn með sína sýn. Hvaða sýn er þetta þá? Hafþór: „Ég held að punkturinn sé sá að við erum öll postular en það er ekkert guðspjall! Við erum ekki að reyna að breiða út guðspjallið en við erum hins vegar að vekja athygli á tilteknum postulum.“ ar ðu Morgunblaðið/Ásdís eðal annars snúist um að innlima alla í aðlögunarferlið og að virkja vandræðaganginn sem óhjá- nan og steypuskjálftinn vera í góðum takti. “ Höfundur er heimspekingur í ReykjavíkurAkademíu, rithöfundur og ritstjóri Póst-postillu. Ímyndið ykkur Beuys útskýra listina fyrir dauðum héra. Í Hómerskviðum er talað um spá-manninn sem enginn hlustar á – sjáandann. Erfiðið felst í að koma mikilvægum sannleikatil skila, miðla án þess að mæta útúrsnúningum og stimplunum. Hvernig fer maður t.d. aðþví að útskýra fullnægingu fyrir þeim, sem aldrei hefur fengið hana? Eða andlega vakn- ingu? Það gæti reynst þrautin þyngri einmitt vegna þeirrar mótsagnar að enginn sannleikur virðist skipta máli, nema sá sem maður finnur sjálfur. Sannfæring er smitandi og kertaljós tap- ar engri orku ef annað kerti fæst tendrað af því og ótrúlega margt upplifum við svo sannarlega sameiginlega. En fáir hafa í raun hugrekki til þess að segja það sem skiptir máli. Það góða við sannleikann er að hann þarf ekki að leggja á minnið. Hann er orðaður, settur í mynd, hljóð eða annan farveg. Þá sem það gera köllum við listamenn, postula, ljósmiðla (Goddur, úr Húskveðju Póst postillu, s. 124). En hvað segja þá listamennirnir um postula-hlutverkið? Það er ekki hægt að fara langt út í þá sálma hér en ég leyfi mér að taka glefsur úr samræðunni við listamennina þótt í raun sé ófor- svaranlegt að taka orð svoleiðis úr samhengi. Sirra segir aðspurð um postulaelementið í list- heiminum: „Ég held að þetta sé meðal annars það sem maður hefur verið að vinna með síðustu árin í galleríi Kling og Bang og í hópaflinu í Klink og Bank. Ég held að sé eitthvað postuladæmi í gangi þar. Maður finnur fyrir sameiginlegum anda hjá fullt af fólki og trú á að þetta sé nauð- synlegt starf sem þeir eru að sinna. Þótt allir séu svo bara að trítla í sitthvora áttina, þá er þarna einhver sterk sameiginleg orka.“ Og Ragnar svarar því til þegar hann er spurður hvort hann líti á sig sem postula og um tengsl hans við Hitler, en hann sýnir rúst af leikhús-stúku Hitlers á sýningunni: „Nei, alls ekki en það er eitthvað í þessu með viðkvæma listamanninn sem gerist postuli, sem heillar mig. Hvað hann er í raun hættulegur en samt heillandi... Hitler er tákngervingur listamanns sem langar að miðla einhverri sýn en misheppnast það eins mikið og mögulegt er! ... Ég myndi aldrei geta ver- ið Hitler, í alvöru...Því ef það er eitthvað sem ég trúi á þá er það mannkærleikur!“ Hrafnhildur, öðru nafni Shoplifter, svarar þegar hún er spurð hvernig hún upplifi vænting- arnar til þessarar sýningar og til sín sem postula hennar: „Ég bara upplifi það ekki. Ég tek mig alveg alvarlega og mjög alvarlega sem listamann en ég vil alls ekki taka mig hátíðlega. Eru ekki allar sýningar að reyna að taka einhvern púls? Síðan verður bara að líta aftur til að sjá hversu raunsætt það var. En það er mikilvægt að fá að sjá ólíkar kryddblöndur og útgangspunkta hjá ólíku fólki. Ég hef ekki löngun til að trúa á eina og óhagganlega niðurstöðu heldur flæði og sí- breytileika veruleikans.“ Það mætti lengi halda áfram að taka sýni úr hinu síbreytilega flæði sem hefur átt sér stað við undirbúning sýningarinnar Pakkhús postulanna og sem mun halda áfram út sýningartímann með gjörningadagskrá, leiðsögnum listamanna, áframhaldandi samræðu á málþingi o.s.frv. Ég lýk póst-póst-postillulestri á lýsingu sýningarstjóra Hugins á sýningarferlinu: „Þetta er allt brjálaður vandræðagangur en samt er eitthvað ógeðslega fallegt í gangi. Að vera vandræðalegur yfir einhverju sem maður er að gera í einrúmi og roðnar jafnvel yfir því en vill samt senda það áfram... Vandræðagangurinn er svo stór partur af sköpunarferlinu yfir höfuð held ég, vandræðagangurinn yfir því að finna eitthvað, yfir að týna því, finna það aft- ur, reyna að halda utan um það og fylgja öllu heim.“ Senda það svo áfram út í óvissuna! Postula- hlutverkið Morgunblaðið/Ásdís Í pakkhúsinu Það er boðið upp í dans á gráu svæði. Verk eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. Hitler „Hitler er tákngervingur listamanns sem langar að miðla einhverri sýn en misheppnast það eins mikið og mögulegt er!“ segir Ragnar Kjartansson um verk sitt Hitler.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.