Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2006, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 11 Grasasni væri líklega besta orðiðyfir unga manninn í nýjustu bók Jonathans Franzens, The Dis- comfort Zone. Sú persónusköpun Franzens þarf svo sem ekki að koma neinum, sem þekkir til verka hans, á óvart nema hvað að hér er um ævi- minningar höf- undarins að ræða – og grasasninn ungi er hann sjálfur. Franzen sýnir sjálfum sér svo sannarlega enga miskunn í lýsingum sínum: hann er uppstökkur, grobbinn, sjálfselskur og sjálfhuga. Og óhætt að segja að ekki er víst að brothætt sjálfsmynd allra listamanna þyldi að þeir drægju fram jafn dökka mynd af sjálfum sér.    Æskan og óþægilegar æsku-minningar eru líka viðfangs- efni Bens Furmans í Börn eru klár, þó með öðrum hætti sé, enda hér ekki um að ræða æviminningar held- ur eina þeirra fjölmörgu leiðbeining- arbóka sem ratað hafa í hillur versl- ana í miklu magni sl. ár. Flestir eiga á uppvaxtarárum sínum við ein- hverja erfiðleika að etja – hræðslu, slæman ávana eða einbeitingarskort og bókin, sem kom út hjá JPV fyrir skemmstu, tekur „ég get“-aðferðina sem grunnhugmynd að 15 skrefa að- ferð finnska geðlæknisins Furmans til að hjálpa börnum að tileinka sér nýja færni og leysa úr erfiðleikum sínum á jákvæðan hátt. Engan þarf heldur að undra þó að börn setji líka sterkan svip á 3. árgang Hrafna- þings Rannsóknarstofnunar Kenn- araháskóla Íslands, enda um ársrit íslenskukennara við KHÍ að ræða.    Allt annarskonar fræði eru við-fangsefni Antonys Beevors í sagnfræðilegri bók hans um spænsku borgarastyrjöldina, La Guerra Civil Española, sem fyrst kom út á Spáni í fyrra og vakið hefur nægjanlega athygli til að hafa nú í sumar verið þýdd bæði yfir á ensku og dönsku. Bókin er enda einkar gott yfirlit fyrir þá sem ekki þekkja sögu spænsku borgarastyrjald- arinnar, sem og grafísk lýsing á for- smekk þess óhugnaðar sem vænta mátti með heimsstyrjöldinni síðari. Óhugnaður sem er okkur öllu nær í tíma, árásin á tvíburaturnana, ásamt hugleiðingum höfundar um að þeir viðburðir hefðu ekki verið óumflýj- anlegir, fá sinn skammt hjá Law- rence Wright í The Looming Tow- er. En Wright segir persónuleika og framtíðarsýn örfárra einstaklinga hafa mótað þá spennu sem ríkir milli Vesturlanda og múslima, auk þess sem barátta um bitlinga og stofn- anavöld milli CIA og bandarísku al- ríkislögreglunnar megi að hluta til kenna um þann styrk sem al-Qaeda hefur náð að byggja upp.    Allt annars konar spenna ein-kennir nýjustu sögu Svend Åge Madsen, sem velur sér spennusög- una sem form í hinni einkar áhugaverðu Den syvende bånd þótt hér sé spennan fléttuð saman við heim- speki- og fé- lagsfræðilega stúdíu. Hvernig væri að búa í heimi þar sem maður væri stöðugt fastur við sjón- varpsskjáinn að vakta einhvern meðborgara sinna? Allan sólar- hringinn. Þurfa um leið að hafa auga með eigin eigum? Og að standa sig ekki á vaktinni sé ekki í boði, því ein- hver annar hafi þann starfa að hafa auga með þér… Hljómar sannarlega áhugavert og ekki laust við að andi bókar George Orwell 1984 svífi hér yfir vötnum. Svend Åge Madsen Jonathan Franzen BÆKUR Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Áttu hús? Íbúð? Segjum hæð í húsi semþú notar sama og ekkert? Hér erhugmynd: af hverju leigirðu hanaekki rithöfundi? Já, eða myndlist- armanni, músíkant, leikskáldi… Ýmiss konar listamenn eru sífellt á höttunum eftir vinnu- stað, næði og einsemd, að maður tali nú ekki um innblástur. Sumir búa á hávaðasömu heim- ili, einhverjir eru orðnir leiðir á eigin skrifborði og eilífu útsýninu, aðrir þurfa nauðsynlega að gera vettvangsrannsóknir vegna verka í vinnslu. Úti um heim skipta gestavinnustofur listamanna hundruðum og fólk ferðast kriss kross til þess að elta andann(!) eða rata í æv- intýri. Hér á landi líka, en gæti verið fjölskrúð- ugra. Í Davíðshúsi á Akureyri er íbúð sem stendur höfundum og fræðimönnum til boða árið um kring. Hið sama gildir um Snorrastofu í Reyk- holti. Herhúsið á Siglufirði, fyrrum aðsetur Hjálpræðishersins, hefur verið gert glæsilega upp og státar af vistarverum og vinnurými fyrir smæstu ljóð til stærstu málverka. Í Hveragerði er elsta hús bæjarins, Varmahlíð, tilvalið skjól, sem rithöfundar hafa nýtt sér. Austur á Skriðu- klaustri er einnig setið vasklega við skriftir, í lista- og fræðimannaíbúð Gunnarsstofnunar. Þetta eru – ef við tökum stikkprufu í einni list- grein – í grófum dráttum þau afdrep sem bæj- arfélög og samtök bjóða félögum í Rithöfunda- sambandi Íslands, með formlegum hætti. Þá er ónefnt húsið Norðurbær á Eyrarbakka, sem RSÍ festi sjálft kaup á fyrir fáeinum árum. [Og sem þessi pistill var í smíðum barst meðlimum óvænt heimboð frá Borgarfirði eystra]. En hvað er svo á því að græða að fá rithöf- und tímabundið í bæinn? Svarið getur hver og einn ímyndað sér: það fer eftir ýmsu. Kannski ekkert, ef höfundurinn situr inni daglangt og er mjög duglegur. Fjölbreytni í bæjarlífið, ef höf- undarnir eru margir og ólíkir og taka þátt í öllu frá heita-potts-spjallinu til borðskreytinga fyrir þorrablótið. Kannski er höfundurinn frægur/ fær/skemmtilegur og efnir til spútnik- upplestra. Í öllu falli verslar hann í matinn og kaupir eitthvað í apótekinu og ríkinu og borgar sig í sund og bíó og skóar sig upp og hamstrar stílabækur og/eða prentarablek. Hann skilur sem sagt eftir pening. Og kannski – ef allt ann- að bregst – skrifar hann staðinn inn í næsta verk og gerir hann þannig ódauðlegan. Af þessu má sjá að gestaíbúð af þessum toga margborgar sig. Finnist húseigendum/ bæjaryfirvöldum listamenn ekkert merkilegri leigjendur en aðrir, mega þeir vitanlega opna gestaíbúðir fyrir hvern sem er, t.d. fólk sem á ekki fellihýsi. En samvinna við listgreinafélög (RSÍ, SÍM, FÍH o.s.frv.) ætti að tryggja að þarna mæti fólk sem er komið til að vinna, en ekki gera óskunda eða vera með móral. Ofan á allt saman hlýtur það að auka víðsýni höfundarins sjálfs að búa tímabundið í öðrum landshluta. Ekki úti í sveit, heldur í lifandi ná- vígi við bæjarfélag með öllum þess hefðum og alltumlykjandi karakter. Það hlýtur að verða til einhvers. Yfirleitt. Svo má auðvitað alltaf höfða til hégómans. Skemmst er þess að minnast þegar þýski höf- undurinn Judith Hermann dvaldi í gestaíbúð Gunnarshúss í Reykjavík – sem er einmitt ætl- uð aðkomnum höfundum og þýðendum. Í næsta verki hennar var Ísland komið inn sem sögusvið og á mælistiku frægðar hennar í Þýskalandi þótti mörgum sem það væri „rosa góð land- kynning“. Sem sagt: Allt fólkið sem á öll þessi auðu hús, sem eru alltof mörg og stór í þessu landi – í bæ og borg – gæti kveikt í þeim ágætis líf, ef það hugsaði málið. Hugsað í húsi ERINDI Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is ’En hvað er svo á því aðgræða að fá rithöfund tímabundið í bæinn? Svarið getur hver og einn ímyndað sér: það fer eftir ýmsu. Kannski ekkert, ef höfundurinn situr inni daglangt og er mjög dug- legur. ‘ B ókin segir frá tíu hæða húsi í Kaíró sem Hagop Yacoubian, armenskur viðskiptajöfur og milljónungur, lét reisa 1934. Því var valinn staður á einni helstu götu borgarinnar á þeim tíma og ekkert til sparað að gera það sem glæsilegast. Húsið var reist í hák- lassískum evrópskum stíl og ríkulega skreytt út- skurði og marmara. Svo ánægður var Hagop Yac- oubian með húsið þegar það var tilbúið að hann lét skera nafn sitt í inngang þess með latínuletri og upplýst að næturlagi. Helstu fjölskyldur Egyptalands sóttust eftir húsnæði í húsinu, ráðherrar, stórríkir landeig- endur, erlendir grósserar og auðkýfingar. Á neðstu hæðinni voru verslunargluggar sem eig- andi hússins nýtti til að kynna framleiðslu sína og eins geymsla fyrir lúxuskerrur íbúanna, en á þak- inu voru fimmtíu litlar járnskonsur sem nýttar voru á ýmsan hátt, til matvælageymslu, til að vista hunda yfir nóttina eða til að geyma og þvo þvott. Byltingin breytti öllu Bylting Nassers og félaga hans 1952 breytti öllu, hefðarfólkið og ríkisbubbarnir fluttist margt úr landi og það húsnæði sem losnaði tók hin nýja yf- irstétt, yfirmenn í hernum, traustataki. Smám saman tóku íbúarnir að nýta húsið á annan hátt en eigandinn hafði ætlað og ekki leið á löngu að skonsurnar á þakinu voru nýttar sem vistarverur fyrir þernur og þjóna íbúanna og eins tóku menn að halda þar búsmala. Á endanum var tekið fyrir búfjárhaldið, en þegar hástéttafólk tók að flytja út í úthverfin á áttunda áratugnum urðu járnskúr- arnir á þakinu smám saman íbúðarhúsnæði og þar myndaðist á þakinu lítið samfélag sem var eins og spegilmynd af hvaða samfélagi sem er í Egypta- landi, fátækrahverfi á tíundu hæð á meðan stönd- ugra fólk bjó á neðri hæðum hússins. Yacoubian-húsið varð að einskonar smækkaðri mynd af egypsku þjóðfélagi og sögupersónur bók- arinnar eru allar staðalmyndir; gamli konungs- sinninn sem vill bara fá að vera í friði í sinni viskí- og hassneyslu, nýríki kaupmaðurinn sem ætlar sér stóra hluti í pólitíkinni til að öðlast virðuleika, gáfaði fátæki lágstéttarpilturinn sem kemst ekk- ert áfram þrátt fyrir atgervi sitt og stúlkan fátæka sem er sífellt áreitt kynferðislega af yfirmönnum sínum og svo má telja. Egyptar eru enn að gera upp arf- leifð togstreit- unnar milli ólíkra nýlenduherra, Breta og Ottóm- ana. Þótt sett hafi verið upp eins kon- ar lýðræðisstjórn á millistríðsárunum réðu Bretar því sem þeir vildu. Helsta mótspyrna gegn yfirráðum þeirra kom frá Múslímska bræðralaginu, sem stofnað var til að koma á íslömsku tríki í Egypta- landi. Frelsisbarátta Egypta varð því snemma heittrúarhreyfing ekki síður en þjóðernisleg. Aðeins tvennt í boði Þegar Gamal Abdul Nasser og fleiri yfirmenn í hernum steyptu Farouk voru þeir samherjar her- foringjaklíkan og Múslímska bræðralagið, en snemma kom í ljós að þeir áttu ekki samleið, Nas- ser og félagar vildu trúlaust frjálslynt ríki sem féll heldur en ekki illa að hugmyndum Bræðralagsins um ríki sem byggðist á lögmáli Kóransins. Nið- urstaðan var gerspillt einræðissamfélag og fullur fjandskapur á milli fylkinganna með tilheyrandi hjaðningavígum. Í ljósi þessa er skiljanleg sú ályktun Al Aswany að í Egyptalandi sé tvennt í boði – að flýja spillinguna sem blómstrað hefur í skjóli herforingjanna eða ganga íslamistum á hönd, líkt og gáfaði fátæki lágstéttarpilturinn, eða gefast upp eins og stúlkan fátæka sem lætur á endanum undan yfirmanni sínum, enda sýnist henni sem hún eigi ekki annars úrkosta. Ekki er bara að bókin segi frá spillingu á op- inskárri hátt en þekkst hefur í Egyptalandi held- ur fjallar hún hispurslaust um kynferðismál og eins er ein af sögupersónunum samkynhneigð, en fáir þurfa að búa við eins hatramma fordóma í arabalöndum og samkynhneigðir. Guð er svo alls staðar nálægur og hentugur til ýmissa nota; hinir réttlátu ákalla hann í sífellu og hinir ranglátu ekki síður. Eins og getið er var gerð kvikmynd eftir bók- inni og sú mynd hefur ekki notið síðri vinsælda í Egyptalandi en bókin, aukinheldur sem henni hef- ur verið vel tekið víða. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátínni í Berlín í sumar og síðan í Egyptalandi í júnílok þar sem hún sló öll aðsókn- armet. Safn margra smásagna Yacoubian-húsið er í raun safn margra smásagna sem fléttaður eru saman, oft skotnar kímni eða þrungnar erótík, en alla jafna litaðar af von- brigðum og vonleysi og enda oftar en ekki með of- beldi. Al Aswany þekkir vel til hússins, enda setti hann upp fyrstu tannlæknastofu sína í húsinu á sínum tíma. Íbúar hússins kunna þó ekki að meta það að það sé bakgrunnur svo umdeildrar sögu og ætluðu að höfða mál á sínum tíma til að reyna að stöðva sölu bókarinnar og síðan gerð kvikmyndar- innar, en ekkert varð úr því málavafstri. Al Aswany segist annars hafa fengið hugmynd- ina að bókinni þegar hann var á göngu um Kaíró eitt sinn sem oftar og sá þá hvar verið var að rífa hús og í herbergjum þess voru ýmsir smáhlutir sem fólk hafði skilið eftir. Þá segist hann hafa far- ið að hugsa um að í hverju þessi herbergi hefði eitthvað gerst, eitthvað sem vert væri að segja frá, og tækist honum að segja þótt ekki væri nema sögu eins þessara herbergja yrði úr góð bók. Mörgum finnst það benda til þess að betri tíð sé í vændum að bók sem gagnrýnir svo harkalega spillingu í Egyptalandi hafi fengið að koma út óáreitt og ekki hafi heldur verið amast við að hún væri kvikmynduð. Al Aswany segir aftur á móti að eina leiðin til að losna við spillinguna sé að koma á lýðræði, hið illa þrífist í skjóli einræðis. The Yacoubian Building fæst í Iðu. Smækkuð mynd af egypsku þjóðfélagi Engin bók hefur vakið annað eins umtal í Egyptalandi síðustu ár og Yacoubian-húsið, The Yacoubian Building upp á ensku, sem selst hefur metsölu þar í landi og víðar í arabaheiminum. Bókin, sem er þriðja skáldverk blaðamannsins og tannlæknisins Alaa Al Aswany, er umdeild fyrir að draga upp opinskáa mynd af spillingu og vonleysi í egypsku samfélagi, en skammt er síð- an hún var kvikmynduð með meiri tilkostnaði en dæmi eru um þegar arabískar kvikmyndir eru annars vegar. Eftir Árna Matthíasson arnim.blog.is Burt með spillinguna Egypski blaðamaðurinn, tannlæknirinn og rithöfundurinn Alaa Al Asw- any, höfundur bókarinnar um Yacoubian-húsið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.