Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2006, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2006, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 7 segja tímapressu netútgáfnanna enn meiri en prentuðu útgáfunnar og þetta komi niður á gæð- um blaðamennsku hins prentaða blaðs. Á hinn bóginn hafa útgefendur á síðustu miss- erum verið að átta sig á sjálfstæði Netsins sem fjölmiðils og hversu marga og ólíka möguleika hann veitir. Hefðbundnar skilgreiningar á borð við ljósvakamiðla annars vegar og dagblöð hins vegar eiga varla við lengur þar sem framsækn- ustu blaðaútgefendur á Netinu hafa í rauninni tekið upp vinnubrögð sjónvarps- og útvarps við miðlun frétta. Ekki er óalgengt orðið að sjá á netsíðum stærstu dagblaða fréttir sem unnar eru eins og sjónvarpsfréttir, blaðamaðurinn birtist í mynd og/eða myndræn frásögn auk raddtexta af ýmsu tagi. Þessi tegund frétta- mennsku hefur þegar hlotið viðurkenningu á þann hátt að bandaríska sjónvarpsakademían sem veitir Emmyverðlaunin árlega hefur nú bætt við flokki um besta frétta- og heimildaefnið sem birtist á Netinu, farsímum eða margmiðl- unarspilurum. En miðlarnir geta einnig unnið saman eins og mörg dæmi eru um. Einn möguleiki sem dag- blöðin hafa nýtt sér er hversu gríðarlega mikið magn efnis er hægt að setja á Netið; magn sem engum dytti nokkru sinni í hug að prenta. Upp- hafið er rakið til þess að á fyrri hluta síðasta ára- tugar datt einum blaðamanna The Wall Street Journal í hug að setja 573 blaðsíðna langa skýrslu á heimasíðu blaðsins sem ítarefni við grein sem birtist í blaðinu. Lesendur höfðu þar með aðgang að allri skýrslunni sem aldrei hefði verið ef aðeins væri um prentaða útgáfu blaðs- ins að ræða. Nú er þetta orðin viðtekin venja og hægt að nálgast alls kyns ítarefni og upplýs- ingar á heimasíðum dagblaðanna til frekari skýringar við prentaðar greinar og fréttir. Stefnan er tvívirk því vísað er með ýmsum hætti á milli miðla, vakin athygli á fréttaumfjöllun í prentaða blaðinu á netsíðunni og öfugt. Allt er þetta gert til að undirstrika að uppsprettan er einn og sami fjölmiðillinn þar sem unnið er sleitulaust að öflun upplýsinga og miðlun þeirra til lesenda/áhorfenda/hlustenda. Hljómar sann- arlega vel. Auglýsingar í prentuðu dagblaði eru ennþá margfalt meira virði en auglýsingar á netsíðum dagblaðanna. Ekki eru þó allir sammála um hversu miklu meira virði. Einn lesandi prentaðs ferð? Ítarlegar fréttaskýringar um erlend mál- efni eru ekki ofarlega á lista nema fárra lesenda. Og tök blaða á slíku efni eru svipuð frá einu til annars. Mörg blöð hafa skorið niður á þessum pósti og birta einfaldlega fréttir frá sjálfstæðum fréttastofum eins og Reuter. „Fólk vill frekar lesa sér til um hvernig það eykur lífsgæði sín. Það vill að blaðið segi því hvernig hægt sé að verða ríkari og hvað það eigi að gera í kvöld.“ Þetta er kannski ekki það sem harðir blaða- menn vilja heyra enda myndu þeir flestir frekar kjósa að skrifa um Afganistan en gæludýrahald. Íhaldssamir blaðaútgefendur hunsa gjarnan niðurstöður kannana sem benda í þessa átt. Sumir eru þó farnir að leggja eyrun við og í Bandaríkjunum er gefin út keðja fríblaða með „hreyfanlegum“ blaðamönnum sem skrifa frétt- irnar á staðnum, eins og þær gerast á skólalóð- inni, á íþróttavellinum eða verslanamiðstöðinni. Fréttir af „fólkinu í næsta húsi“ eru sagðar það sem ég og þú viljum helst lesa um. „Lesendur vilja einfaldlega frekar lesa um matargerð og húsbúnað en Hizbollah og jarðskjálfta.“ Og markaðsfræðingarnir streyma inn í stjórn- unarstöður á rótgrónum dagblöðum og snúa öllu á hvolf. „Dagblöðin verða að taka meira tillit til markaðarins,“ segja þeir. Markaðsfræðingar benda t.a.m. á að það sé fráleitt að ætla sér að selja sömu vöruna – dagblað – öllum á aldrinum 18 – 88 ára. „Útgefendur verða að taka meira mið af ólíkum aldurshópum og þjóðfélags- hópum,“ segja þeir og þess sjást vissulega merki í efnisvali og efnistökum blaðanna þó íhaldssemi þeirra á breytingar sé misjafnlega rótgróin. Hver svo sem framtíðin verður þá er ljóst að miklar hræringar eiga sér stað á vettvangi fjöl- miðla og ekki síst dagblaða í dag. Economist spáir því að ef hefðbundin dagblöð ætli sér að lifa af verði þau að slá af viðteknum hugmyndum sínum um vandaða blaðamennsku og brydda upp á frumlegum nýjungum sem taki mið af kröfum markaðarins. Annars eigi þau á hættu að daga uppi og verða að safngripum. Engu að síður virðist það ennþá vera sjónarmið flestra dagblaðaútgefenda að vönduð blöð með vel unnu efni muni tryggja tilveru þeirra og viðgang til framtíðar hvort sem er á Netinu eða prenti. dagblaðs er jafnvirði 20 – 100 lesenda á Netinu segja þeir íhaldssömustu. Einn á móti tíu segja aðrir en benda jafnframt á að hlutfallið sé óðum að verða jafnara. Skýringin á þessum mun felst í því að flest dagblöð bjóða frían aðgang að net- útgáfum sínum. Netblað nýtur athygli lesand- ans mun skemur en prentað dagblað og netles- andi fer ekki í gegnum margar flettingar. Auglýsingaverð tekur mið af þessu og því er ennþá mun ódýrara að auglýsa á netsíðum dag- blaða en í prentuðu útgáfunum. Netauglýsingar eru þó mun hagkvæmari því hlutfall kostnaðar og hagnaðar er mun hagstæðara en í prentuðu dagblaði þar eð ekki þarf að kosta til við dreif- ingu og prentun. Galdurinn við að græða á Net- inu segja stjórnendur norsku fjölmiðla- samsteypunnar Schibsted, sem vakið hefur athygli fyrir arðvænlega netútgáfu, er að fá les- endur beint inn á forsíðurnar en ekki í gegnum aðrar leitarvélar. „Ef við fáum heimsóknir í gegnum Google djúpt inn í gagnabankann okkar hirðir Google auglýsingatekjurnar, en ef við fáum heimsóknirnar inn á forsíðuna getum við selt 24 tíma auglýsingu þar á 19 þúsund evrur.“ Ekki sakar að hafa eigin leitarvél eins og Schibsted (finn.no) og taka við tveimur þriðju hlutu netumferðarinnar í Skandinavíu. Þrátt fyrir þetta reiða flestar netútgáfur dagblaða sig á leitarvélar á borð við Google og Yahoo til að beina lesendum inn á síður sínar. Economist telur að þrátt fyrir glæsilegar net- síður og auglýsingasölu muni dagblöð ekki ná að rétta úr kútnum nema annað og meira komi til. Og aftur er tekið dæmi af netútgáfu Schibsted þar sem sala á ýmiss konar þjónustu sem aðeins óbeint tengist blaða- og fréttamennsku á stóran þátt í velgengni samsteypunnar. Schibsted not- aði Aftonbladet til að hleypa af stokkunum megrunarklúbbi á netinu, Vigtklubben.se, þar sem 54 þúsund skráðir meðlimir borga 50 evrur hver á þriggja mánaða fresti fyrir þátttökuna. Annað dæmi er tekið af Telegraph samsteyp- unni í Bretlandi sem rekur umfangsmikla net- sölu og býður lesendum sínum alls kyns varning til sölu sem kemur blaðaútgáfu ekkert við. En þar sem eru lesendur þar er markaður og um það snýst málið. Og svo er það spurningin um hvað fólk vill lesa. Hvert er vinsælasta efnið? Fréttir úr heimabyggð, íþróttir, skemmtanir, veður og um- blöðin?“ Blaðalestur hefur dregist saman ogsérstaklega meðal ungs fólks.Kannanir hafa sýnt að ákveðinn hópur ungmenna byrjar aldrei blaðalestur held- ur leitar beint á netið eftir upplýsingum. Það hefur sýnt sig að sterkustu netmiðlarnir eru þeir sem rísa upp á grunni traustrar hefð- bundinnar fjölmiðlunar, Ég nefni dagblaðið Gu- ardian og breska rík- issjónvarpið BBC. Nú er sagt að allir geti látið til sín heyra með bloggi eða eigin netsíðu. Menn gátu líka áður fyrr staðið á götuhornum og hrópað. Spurningin er hver heyrir það. Blaðamenn leita reyndar talsvert á þessi mið til að fylla dálka sem ekki njóta fyllsta trúverðugleika í blöðunum; eins og konar óstaðfestar fregnir, slúður. Blaðamenn klípa úr bloggskrifum til að fylla dálka og birta í blöðunum. Allar breytingar valda mönnum áhyggj- um. Einu sinni var það útvarpið, síðan sjónvarpið og nú er það Netið. Þvert á all- ar hrakspár hefur bóklestur ekki dregist saman svo nokkru nemi þrátt fyrir aukna samkeppni annarra afþreyingarmiðla. Prentað dagblað er í ákveðnum skilningi nútímalegasti miðillinn af öllum. Það er al- gjörlega þráðlaust og hreyfanlegt. Þú get- ur lesið dagblaðið þitt hvar og hvenær sem er. Fréttablaðið tókst vel vegna þess að svo virðist sem útgefendur hafi lagt meiri metnað í blaðið sjálft en víða hefur verið í erlendum fríblöðum. Þarna var auglýs- ingablað klætt í kápu venjulegs dagblaðs sem veitti áskriftarblöðum raunverulega samkeppni. Gagnvart slíkri samkeppni verða áskriftarblöð að bjóða vandaðri skrif og dýpri umfjöllun til að halda velli. Efni áskriftarblaðanna verður að sannfæra lesandann um að það sé þess virði að kaupa það. Dagblað er nútíma- legasti miðillinn Anna Kristín Jónsdóttir, verk- efnisstjóri meistaranáms í blaða- og fréttamennsku við HÍ miðill landsins í dag. Ég sé ekki fyrir mér að breyting verði í náinni framtíð á fríum að- gangi almennings að mbl.is. Áhuginn á Net- inu er mjög vaxandi og það er okkar mark- mið að vera mjög vaxandi í netmiðlun. Ásóknin í auglýsingar mbl.is er að vaxa mjög mikið en við höfum líka verið að sjá mikla aukningu á auglýsingasölu í prent- miðlunum þannig að reynsla okkar er nokk- uð ólík því sem erlendir útgefendur eru að upplifa, þar sem almennt er talað um sam- drátt í auglýsingasölu í prentmiðlum. Ef við lítum þrjátíu ár aftur í tímann og skoðum hvernig íslenskt fjölmiðlaumhverfi leit út, sjáum við eina ríkisútvarpsstöð, sterkt Morgunblað, þrjú veik flokksblöð og svo eitt til tvö síðdegisblöð. Þrátt fyrir „markaðsvæðingu“ fjölmiðlanna í dag þá tel ég þá vera að skila miklu betri upplýsingum til þjóðarinnar um hvað er að gerast í stjórnmálunum í dag heldur en var á þeim tíma. Menn hafa í talsvert langan tíma verið að spá hruni alvarlegrar blaðamennsku. Ég tel að það verði alltaf þörf fyrir slíka blaða- mennsku og fjölmiðlarnir muni svara þeirri þörf. Auglýsingamarkaðurinn á Íslandi er lítill og margir fjölmiðlar að berjast á hon- um sem leiðir af sér að upplýsinga- starfsemin er mjög frjó um þessar mundir. Almennt eru mennnokkuð sammálaum að fréttir af andláti dagblaðsins séu stórlega ýktar. Hins- vegar eru gríðarlegar breytingar að verða á notkun almennings á fjölmiðlum og minnk- andi lestur dagblaða er alls staðar áhyggjuefni í kringum okkur en hér á landi hefur lest- urinn staðið í stað síðan Fréttablaðið kom til sögunnar enda hefur fríblaðamarkaður- inn þróast öðruvísi hér á Íslandi en annars staðar. Fréttablaðið varð strax meiri ógn við áskriftardagblöðin en fríblöð hafa verið annars staðar þar sem þau hafa komið út. Erlend fríblöð liggja frammi hér og þar en íslensku fríblöðin (Fréttablaðið og Blaðið) eru einstök að því leyti að þau eru borin heim til lesandans. Fjárfestar sjá í þessu íslenska fríblaðamódeli einhverja möguleika og það gæti lengt ævi dagblaðsins sem slíks. Það kæmi hinsvegar harkalegar niður á áskriftardagblöðunum, upplag þeirra gæti minnkað verulega og þar með auglýsinga- tekjur og útgefandinn yrði að reiða sig meira á áskriftartekjur þó minni væru. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af gæðum blaðamennskunnar í kjölfar þess- arar þróunar. Áskriftarblöðin munu hafa minna svigrúm vegna minnkandi tekna og það hefur aftur áhrif á tryggð lesenda því áskriftarblað hefur tengsl sín við lesendur í gegnum efnið fyrst og fremst. Tengsl frí- blaða við lesendur sína eru öðruvísi, þar sem lesendur eru vara sem blaðið selur auglýsendum aðgang að í gegnum blaðið. Lýðræðislegt hlutverk fjölmiðla byggist á því að veita almenningi sem bestar og hlut- lausastar upplýsingar um samfélagið og á grundvelli þess tekur einstaklingurinn ákvarðanir er lúta að vali á leiðtogum. Ég tel að þróunin sem á sér stað núna muni hafa áhrif á fréttir fjölmiðla og sér þess nú þegar hvað sterkast stað í ljósvakafjöl- miðlum þar sem „harðar“ fréttir fara hall- oka fyrir „mjúkum“ fréttum og rekja má tengslin beint til þess að sífellt eru gerðar meiri arðsemiskröfur til fjölmiðla og þess krafist að þeir séu fyrst og fremst reknir sem fyrirtæki er skili eigendum sínum hagnaði. Dagblöð eru nú þegar í vörn á mark- aðnum og bregðast við með því að reyna að selja efnið meira. Fyrir fríblöðin sem ekki eru beinlínis að selja efnið lesandanum nægir að lesandinn skoði efnið til að aug- lýsandinn nái til hans. Þróunin er í þá átt að efnið verið léttvægara og yfirborðs- kenndara og sjónvarpið hefur gengið hvað lengst í þessu. Þetta er stundum kallað „dumbing down“ eða forheimskun fréttanna. Til að halda velli sé ég fyrir mér að áskriftarblöðin reyni að höfða enn sterkar til kjarna lesenda sem gera miklar kröfur til efnisins. Ég gæti vel ímyndað mér að þetta mundi leiða af sér ákveðna „stétta- skiptingu“ í blaðalestri. Harðar fréttir víkja fyrir mjúkum Birgir Guðmundsson, lektor og umsjónarmaður fjölmiðla- brautar við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri Viðbrögð við spurningu Economist Blöðin hafa ekki verið drepin. Það semgerst hefur er að upplýsingarnar,sem eitt sinn flæddu frá toppnum og niður úr, eru nú farnar að streyma frá botn- inum og upp,“ segir Alvaro Vargas Llosa, blaðamaður á Washington Post, í grein sem birtist í Wall Street Journal sl. miðvikudag. Geinin birtist undir fyrirsögninni „Q: Who Killed the Newspaper“ [Spurning: Hver drap dagblöðin?] og er svar við spurningunni sem Economist kastaði fram nokkrum dögum fyrr. Í svari sínu rifjar Llosa upp að allt frá 1990 hafi hnignun dagblaðanna verið spáð vegna breytts tækniumhverfis, og segir að hnignun á fjölmiðlamarkaði hafi orðið raunin. Dag- blöð í Norður- og Mið-Ameríku og í Evrópu hafi hins vegar freistast til að líta á breyting- arnar sem fjárhagslegan og tæknilegan vanda, en ekki menningarfyrirbæri, og því hafi allt púðrið síðasta áratug farið í endur- fjármögnun og tæknibyltingu – til dæmis með því að koma dagblaðaefni í tölvutækt form. Llosa telur að rétta leiðin til að nýta sér breyttar áherslur í lífsstíl og neyslu sé að blöðin leggi mun meiri áherslu á netmiðla sína, og bendir á að enn nemi tekjur blaða af auglýsingum á netmiðlum sínum ekki nema um 10% af heildarauglýsingatekjum. Hann segir breytingarnar sem hafa átt sér stað þó fyrst og fremst snúast um umpólun valds frá miðstýringu, þar sem almenningur þurfi ekki lengur að reiða sig á þótta ritstjóra til að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri. Nú þurfi enginn að vera bundinn vali rit- stjórans á efni í dagblað, því ritstjórarnir séu margir og miðlarnir óendanlega margir, sem fólk hafi aðgang að fyrir tilstuðlan tækninn- ar. „Í gamla daga var þetta kallað frelsi til að velja, en í dag köllum við þetta morð.“ „Ætli gott dagblað sé ekki samræða þjóðar við sjálfa sig“ Úr upphafi leiðara Economist þar sem vitnað er í orð Arthurs Millers frá árinu 1962 Heimild: The Economist, Aug 26. – 1. Sept. 2006

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.