Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2006, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2006, Page 8
8 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Þ að er rafmagn í lofti á Listasafni Reykjavíkur rétt fyrir opnun sýning- arinnar Pakkhús postulanna en spenn- an er að umbreytast í list. Unnar Örn, ritstjóri segir í sýningarskrá: „Okkur langaði að safnið yrði eins og raf- magnstafla þar sem rafmagnið er listin og listin rafmagnið sem allt knýr... ljósavél til að lýsa upp hausinn... við vildum samt ekki týna traustinu sem fólk ber til stofnunarinnar... að öryggið springi ekki í allri listaspennunni... hljómar kannski eins og uppskrift að safni sem aðeins getur orðið til með orð- um, á blaði eða inni í hausnum á manni...“ Hljómar kannski þannig, og eins og tónlist, en eitthvað hefur líka raunverulega átt sér stað í rýminu. Pakkhús postulanna opnaði upp á gátt í gærkvöldi. Sýningin á að vera vendi- punktur í safnastefnu Listasafns Reykjavíkur og lýsa leið- ina fram á við, opna fyrir annars konar sýn á safnið og list- heiminn. Það eru ellefu listamenn sem sýna í öllu safninu, nema Erró-hluta þess, uppi og niðri og á göngunum, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Björk Guðnadóttir, Davíð Örn Hall- dórsson, Helgi Þórsson, Hrafnhildur Arnardóttir, a.k.a. Shoplifter, Ingibjörg Magnadóttir, Kristín Eiríksdóttir, Magnús Árnason, Ragnar Kjartansson, Sigga Björg Sig- urðardóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir. Sýningarstjórar eru tveir ungir listamenn, þeir Huginn Þór Arason og Daníel Björnsson, en þeir hafa espað lista- mennina upp og verið eins og straumbreytar og milli- stykki í samskiptum safnstjórnar og listamanna und- anfarna níu mánuði. Stjórnun þeirra hefur öll verið hin óvenjulegasta miðað við stjórnunarstaðla ríkisins og hefur meðal annars snúist um að innlima alla í aðlögunarferlið og að virkja vandræðaganginn sem óhjákvæmilega hlýtur að koma upp í ferðalagi frá grasrót til opinbers rýmis. Þegar allt var að bresta á voru þeir iðnir en rólegir og fannst spennan og steypuskjálftinn vera í góðum takti. Og það er ekki einungis verið að taka safnið traustataki og fylla það af list, heldur jafnframt verið að breyta safn- umgerðinni og arkítektúr hússins tímabundið. Tvær ung- ar konur, hönnuðir, voru fengnar til verksins, þær Guð- finna Mjöll Magnúsdóttir og Brynhildur Pálsdóttir. Þeim fannst safnið vera vandræðalegt og kalt í viðmóti og reyndu að gera samskipti safnsins við gesti sína hlýlegri með því að útvíkka anddyrið út á götuna með gulu segli. Þær vildu gera inngönguna á safnið að undirbúningi fyrir umbreytingu áhorfandans og gera hann í stakk búinn að taka á móti listinni. Þær breyttu líka anddyrinu í opið þátttökurými þar sem menn geta sest í samræðusæti og rætt um lífið og listina eins og í heita pottinum! Breyting- arnar gera Hafnarhúsið að Pakkhúsi postulanna og gestir eru boðnir velkomnir inn í einhverskonar samvaxið líf- kerfi, samvaxin hús: Pakkhús postulanna og Hafnarhús Listasafns Reykjavíkur, á mörkum tilraunarýmis og op- inbers og metnaðarfulls sýningarstaðar. Það er boðið upp í dans á gráu svæði. Gaman og gjörningur Á opnun er gaman og gjörningur: Lekandi leikhús Ingi- bjargar Magnadóttur og Kristínar Eiríksdóttur sem frömdu undirvitundargjörning ásamt Ófeigi Sigurðssyni skáldi sem lék risadómara, G. Pétur Matthíassyni þing- fréttamanni sem lék fréttamann, Halldóri Ásgeirssyni myndlistarmanni sem lék Freud, Steinunni Guðlaugs- dóttur fyrrum kaupmanni sem lék konu sem mætir skáldi, Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfundi sem lék skáldið, Kristínu Ómarsdóttur skáldkonu sem lék undirvitundina og Laufeyju Elíasdóttur leiklistarnema sem lék túlk. Ingi- björg Magnadóttir lék síðan Listina og Kristín Eiríks- dóttir batik-konu frá árinu 30875. Á sýningunni kemur út sýningarskrá eða Póst postilla: Pakkhúslestrabók/Hafnarhúslestrabók, en hún inniheldur samræður við listamennina sem var boðið upp í spjall með hendi ritstjórnar sem hafði með bréfaskriftum sín á milli undirbúið jarðveginn og opnað nokkrar gáttir inn að óviss- unni. Og í samræðunni var veitt úr þeirri und sem er opin í listamönnum rétt áður en verkin eru sett upp, áður en verkin eru búin til með höndunum. Í ritstjórn voru Unnar Örn J. Auðarsson, Oddný Eir Ævarsdóttir og Guðmundur Oddur Magnússon en Ármann Agnarsson sá um hönnun bókarinnar og tók jafnframt virkan þátt í samræðuferli sýningar og útgáfu. Í bókinni eru ekki bara viðtöl við lista- menn og hönnuði húss og skrár, heldur líka við safnstjór- ann nýja Hafþór Yngvason, sýningarstjórann Fee Quay, kynningarstjórann Soffíu Karlsdóttur og fræðslustjórann Ólöfu K. Sigurðardóttur. Í þessari hér grein langar mig til að gægjast inn í sýningarbókina, en í henni er gerð tilraun til að byggja brú, enn eina ferðina, á milli myndlistar og orða, myndlistar og samræðu. En líka á milli stofnunar á opinberum vettvangi og óorðaðra innri rýma listarinnar. Samræðan í bókinni snýst kannski ekki um neitt nema tenginguna sjálfa, brúna. En menn mæta aldrei algerlega tómhentir á umræðufund. Það sem listamenn komu með á fundinn var hugmynda- og rannsóknarvinna um verkin sín, auk þrárinnar til að tengja við eitthvað annað. Safn- stjórn mætti með safnið á herðunum en höfuð út að hafinu. Og það sem liggur undir í öllu ferlinu eru væntingarnar. Verður þetta sú sýning sem vænst er? Og hvers er vænst af sýningu sem ætlaði að taka húsið yfir og fékk til þess opinbert leyfi. Hvers konar yfirtaka eða andóf er það? Grípum niður í orðum Soffíu Karlsdóttur kynningarfull- trúa safnsins: „Huginn/Daníel: Þú ert þá að horfa fram í tímann, til langframa? Soffía: Ég er að horfa til framtíðar. Já, og ég vona að þessi sýning verði einskonar varða í myndlistarsögunni. Miðað við þær sýningar sem ég hef komið að, og þær eru ófáar, þá stendur þessi upp úr. Ég man ekki eftir neinni sýningu sem hefur umturnað safninu svona gersamlega og allri starfseminni. Huginn/Daníel: Við sem skriðum bara eins og sýklar inn á þetta safn og höfum enga heildarsýn á það sem er að gerast. Soffía: Það er allavega skýrt í mínum huga að það hefur engin sýning verið tekin svona langt. Huginn/Daníel: Það er svo skrýtin upplifun að vera í þessu völundarhúsi, en eins og í öllum völundarhúsum þá lærir maður að rata. Hvort umhverfið er að aðlagast manni, eða maður því, er gáta. Oddný: Á tímabili vorum við orðin svo upptekin af þeirri hugmynd að eftir allt saman yrði þetta flopp og þótt þetta ferli innan í kerfinu sé búið að vera rosalega lærdómsríkt og mikil upplifun fyrir alla sem hafa tekið þátt í því, þá nær það ekki endilega að smita út frá sér til áhorfandans. Huginn/Daníel: Andvana fæðing? Soffía: Ég hef alveg fengið mín óttaköst út af þeim möguleika að þetta verði bara eitthvað sem hef samt trú á að þ Huginn/Daníel: umræðu, eða vona Listamenn brug sýninguna með mi nokkra þeirra. Dav leikann á mishepp ar: „Eftir að hafa te finnst mér það ein taka hér sem er hv ingar. Allir eru að verður þetta bara andi við verkefnið, irfram. Það kemur veru okkar Siggu í saman frásögn og Björk Guðnadót „Það er alveg ótrú hús til að vinna inn að panta hjá mann tekin mikil áhætta alltaf haft áhuga á með hana...“ Ásdís Sif svarar ekki leiðinlegt ef s fyndist það alveg h geti orðið! Ég er a Það er enginn í nei eina sem gæti mish vera bestur!“ Samkvæmt orðu Postular óvissunna í pakkhúsi samræð Pakkhús postulanna nefnist opnunarsýning fyrsta starfsárs Listasafns Reykjavíkur undir listrænni for- stöðu Hafþórs Yngvasonar en sýningin hefst í Hafn- arhúsinu í dag. Sýningarstjórar eru tveir ungir lista- menn, þeir Huginn Þór Arason og Daníel Björnsson, en þeir hafa espað listamennina sem þátt taka upp og verið eins og straumbreytar og millistykki í samskiptum safn- stjórnar og listamanna undanfarna níu mánuði. Eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur oddnyeir@gmail.com Daníel Björnsson og Huginn Þór Arason „Stjórnun þeirra hefur öll verið hin óvenjulegasta miðað við stjórnunarstaðla ríkisins og hefur me kvæmilega hlýtur að koma upp í ferðalagi frá grasrót til opinbers rýmis. Þegar allt var að bresta á voru þeir iðnir en rólegir og fannst spenn Ilmprufa úr undirbúningsferli sýningarinnar Pakkhús postulanna í Listasafni Reykjavíkur »Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Björk Guðnadóttir,Davíð Örn Halldórsson, Helgi Þórsson, Hrafn- hildur Arnardóttir, a.k.a. Shoplifter, Ingibjörg Magnadóttir, Kristín Eiríksdóttir, Magnús Árna- son, Ragnar Kjartansson og Sigga Björg Sigurð- ardóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir. SÝNENDUR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.