Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2006, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2006, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Á hugaverðastur í flokki góðra gesta í boði kvikmyndahátíðarinnar IIFF núna á haustdögum er bandaríski leikarinn Matt Dillon (1964–). Hann er einn fárra táningastjarna sem náð hafa að festa sig í sessi til langframa og verið á nokkuð stöðugri siglingu upp á við allt frá því hann vakti mikla athygli í unglinga- dramanu On the Edge árið 1979. Þá var Dillon að- eins 14 ára og algjörlega óreyndur, en eitthvað var það við pjakkinn sem gerði að verkum að frammi- staða hans er nánast það eina minnisverða við hart- nær þrítuga myndina. Dillon er fæddur senuþjófur með ríkjandi nær- veru, hefur sannað sig með árunum sem fjölhæfur leikari, jafntækur á dramatík sem gamanmyndir og er fyrir margt löngu búinn að valta yfir tán- ingastjörnuímyndina sem fylgdi honum inn í 10. áratuginn. Ferli hans má skipta í þrennt; fyrsti hlutinn einkennist af hlutverkum sniðnum að ung- lingagoðinu og stóð fram undir 1990. Við tóku brokkgeng millibilsár viðurkennds, leitandi lista- manns, sem enduðu um aldamótin, er Dillon var kominn á þann stall að geta einbeitt sér að þeim verkefnum sem hann sjálfur valdi. Dillon er dökkur yfirlitum, fjallmyndarlegur og bræddi hjörtu ungra stúlkna á fyrsta hluta ferils- ins. Þá var leikarinn ímynd uppreisnargjarnra, ungra manna sem höfðu lent út af beinu brautinni, gjarnan farið á mis við félagslegt öryggi, misskildir af samfélaginu og útundan í fjölskyldunni. Nýr James Dean hrópaði pressan og um sinn virtist Dillon passa vel í þann ramma. Hver táningamyndin tók við af annarri, My Bodyguard og Little Darlings (báðar ’80), nutu talsverðra vinsælda, prýddar auðgleymdum ung- lingastjörnum, Kristy McNichol, Adam Baldwin og Tatum O’Neal. Allar gleymdar utan Dillon. Hann minnti enn frekar á sig í Tex (’82), sem annar tveggja bræðra sem missa föður sinn, síðan tók Francis Ford Coppola piltinn upp á arma sína og setti hann í aðalhlutverk The Outsiders og Rumble Fish, sem báðar voru sýndar á árinu ’83, gerðar eftir skáldsögum S.E. Hintons. Meðleikararnir voru nánast öll nýstirni og vonbiðlar kvikmynda- borgarinnar á þessum tíma: Mickey Rourke, Vin- cent Spano, Diane Lane, Ralph Macchio, C. Thom- as Howard, Patrick Swayze, Rob Lowe, Emilio Estevez og Leif Garrett. Flestir týndir og tröllum gefnir. Myndin hjálpaði hins vegar nokkrum verð- andi stjörnum, auk Dillons, einkum Tom Cruise og Nicolas Cage. Báðar myndirnar fengu frábæra dóma en það var sú næsta, The Flamingo Kid (’84), sem sannaði hvers strákur var megnugur. Þar kastar hann af sér Dean-hamnum og sýnir óaðfinnanlegan og óvæntan gamanleik í mynd þar sem hann er vissu- lega ennþá utangarðs í þjóðfélaginu en fær um að ná lengra, verður ekki fjötraður í helsi stéttaskipt- ingarinnar. Dillon heillaði áhorfendur enn og aftur sem ungi vandræðagemlingurinn í hinni minnisstæðu Kan- sas, þar sem leikarinn sýnir á sér enn eina hlið sem sálsjúkur fantur sem rústar framtíðardraumum saklauss ungmennis sem verður á vegi hans (Andr- ew McCarthy). Enginn vafi leikur á að Gus Van Sant hefur heillast af tilþrifum Dillons í Kansas, þegar hann fór að velta fyrir sér hver gæti mannað aðal- hlutverkið í meistarastykkinu Drugstore Cowboy (’89). Hún er í ætt við bestu útlagamyndir Banda- ríkjanna eins og Bonnie og Clyde, The Wild Bunch og Easy Rider, fjallar þó ekki um illvíga bankaræn- ingja eða dópsala heldur fjóra unga eiturlyfjafíkla sem ræna öllu sem hönd á festir í sjúkrahúsum og lyfjaverslunum í norðvesturríkjum Bandaríkjanna um 1970. Í lokin kynnumst við örlítið vonum þeirra og vonleysi er Dillon hyggst hætta og rífa sig út úr eyðileggingunni. Dillon fær mikilvægt tækifæri til að viðra nýjar hliðar og er beinlínis stórkostlegur. Myndin hans Van Sants markaði þáttaskil, Dil- lon var viðurkenndur sem mikilhæfur leikari en hann brást við eins og margur á undan honum í svipaðri stöðu og veðjaði oftar en ekki á rangan hest. Í hinni fáséðu The Saint of Fort Washington (’93) leika Dillon og Danny Glover utangarðsmenn á framfæri New York-borgar sem reyna að halda stolti sínu þótt stormurinn sé í fangið. Þeir standa sig með miklum ágætum en þessi óvenjulega mynd frá Tim Hunter, manninum sem er m.a. höfundur Carnivale-sjónvarpsþáttanna, féll ekki að almenn- ingssmekk. Van Sant fékk Dillon til að taka að sér hlutverk meinlauss eiginmanns framapotara sem Nicole Kidman leikur í To Die For (’95) og stórleik- arinn Kevin Spacey sýndi honum mikinn sóma með því að velja Dillon til að fara með aðalhlutverkið í Albino Alligators (’96). Þessi persónulega frum- raun Spaceys á leikstjórnarsviðinu hvarf alltof fljótt af sjónarsviðinu. Það var komið undir lok 10. áratugarins þegar Dillon komst aftur umtalsvert í sviðsljósið, sakir óborganlegs leiks í There’s Something About Mary (’98), einni bestu mynd Farrelly-bræðra. Dillon hafði lengi barist fyrir því að fá að leik- stýra og árið 2002 varð draumurinn að veruleika. Afraksturinn, City of Ghosts, er forvitnilegur í flesta staði. Sögusviðið er Kambódía, persónurnar hrappar og skítseyði sem hafa hreiðrað um sig í þessum afkima veraldar og sitja á svikráðum hver við annan. Dillon fer fyrir flokki úrvalsleikaranna James Caans, Gérards Depardieus og Stellans Skarsgård, sem brugðust vel við áskorun Dillons. Árangurinn minnir á verk Seans Penns, leikara sem hann er gjarnan borinn saman við. Stæsta leiksigurinn á ferlinum (a.m.k. hvað snertir tilnefningar og verðlaunagripi) innbyrti Dillon fyrir eitt aðalhlutverkanna í óskars- verðlaunamyndinni Crash (’04), sem lagaði stöðu leikarans enn frekar. Dillon sýnir allar sínar bestu hliðar og hefði sannarlega átt skilið að vinna Ósk- arinn fyrir frammistöðuna. Dillon gat valið úr hlut- verkum, en sjálfum sér trúr fór hann ekki auðveld- ustu leiðina en tók að sér að leika skáldið og fyllibyttuna Charles Bukowski í Factotum, sem var opnunarmynd IIFF í vikunni. Þessi frábæri leikari sannar að allt er fertugum fært, og heiðraði í leið- inni íslenska kvikmyndaunnendur með nærveru sinni. Heiðursgestur í góðum málum Matt Dillon hefur verið í sókn frá fyrsta hlut- verkinu og er að koma sér fyrir meðal virtari leikara samtímans. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Matt Dillon „Dillon er fæddur senuþjófur með ríkjandi nærveru, hefur sannað sig með árunum sem fjölhæfur leikari, jafntækur á dramatík sem gamanmyndir og er fyrir margt löngu búinn að valta yf- ir táningastjörnuímyndina sem fylgdi honum inn í 10. áratuginn.“ Tímasprengja er stillt í nærmynd. Kvik-myndatökuvélin fylgir eftir skugga ódæð-ismannsins þar sem hann líður eftir vegg.Stuttu eftir að sprengjunni hefur verið komið fyrir í skotti blæjubifreiðar setjast eldri maður og ung kona upp í hana. Tökuvélin sem situr á krana er nú hafin á loft og fylgir bifreiðinni eftir þar sem hún ekur útaf bílastæðinu og keyrir nokkra leið eftir götunni á mót myndavélinni. Bif- reiðin nemur loks staðar við gangbraut þar sem kemur gangandi annað par sem vélin tekur nú til við að elta. Þegar það er stöðvuð við landamæra- stöð kemur í ljós að hann er lögreglumaður frá Mexíkó en hún er bandarísk eiginkona hans. Einn- ig í mynd er parið á blæjubifreiðinni og kvartar unga konan sáran yfir því að það glymji í höfðinu á henni tikkhljóð en enginn veitir því athygli. Hjóna- kornin ganga lítið eitt áfram og allt stefnir í róm- antískan koss þegar myndramminn fangar þau ein og sér en skyndilega glymur við mikill hávaði og klippt er á blæjubifreiðina þar sem hún springur í loft upp. Þetta upphafsatriði myndar Orson Welles Touch of Evil frá árinu 1958 er jafnframt eitt og sama myndskeiðið (skotið/takan) – um þrjár mínútur og fimmtán sekúndur að lengd. Hvort sem lesendur hafa séð myndina eður ei geta þeir vafalaust gert sér í hugarlund fyrirhöfnina sem býr að baki mynd- skeiðinu og hversu miklu einfaldara hefði verið að mynda atriðið í mörgum tökum og klippa síðan saman líkt og hefðin segir til um. Hver er ávinn- ingur erfiðisins? Sama ár og myndin var frumsýnd lést franski kvikmyndafræðingurinn André Bazin en hann hélt því fram að mátt og sérstöðu kvik- myndarinnar væri að finna í raunsæi hennar. Hann hampaði langa myndskeiðinu á kostnað klipping- arinnar á þeim forsendum að það fangaði raunveru- legt rými og tíma. Hann sótti dæmi sín til jafn ólíkra leikstjóra og Erich von Stroheim, Jean Renoir, Vittorio de Sica, Roberto Rossellini og ekki síst Orson Welles og myndar hans Citizen Kane (1941). Ég efast þó um að það sé raunsæið sem ráði för í hinu margbrotna upphafsmyndskeiði Touch of Evil. Sannarlega er það hluti af áhrifamætti þess að það skuli vera myndað á rauntíma en beinir það ekki fyrst og fremst athyglinni að meistaranum að baki myndavélinni sem útfært hefur myndskeiðið á jafn undraverðan máta og raun ber vitni. Rýfur ekki nánd leikstjórans þau raunsæisáhrif sem at- riðið kynni að hafa ellegar? Mér hefur reyndar stundum þótt Welles vera svarti sauðurinn í kenn- ingasmíð Bazin. Ólíkt leikstjórum ítalska ný- raunsæisins á borð við de Sica og Rossellini sem beittu löngum myndskeiðum til að fanga ytri veru- leika eftirstríðsáranna eru þau í Citizen Kane um- fram annað til vitnis um listræna sérstöðu Welles. Ég hallast að því að langa myndskeiðið í verkum Welles tilheyri annarri hefð þess en raunsæinu – hefð sem snýst fyrst og fremst um að beina athygl- inni að snilligáfu leikstjórans. Eitt skýrasta dæmið um slíkt er stúdíómynd Alfreds Hitchcock Rope (1948) sem tekin var í aðeins níu myndskeiðum í þeim tilgangi helstum að vekja athygli á afburða- tækni Hitchcocks sjálfs – án nokkurrar raunsæis- legrar skírskotunar. Myndskeiðið langa getur þó sannarlega gegnt lykilhlutverki í framsetningu efniviðar eða þema myndar. Mætti hér nefna atrið- ið í GoodFellas (1990) þar sem Ray Liotta leiðir Lorraine Bracco framhjá dyravörðum, í gegnum risavaxið eldhús og að borði á veitingastað en myndskeiðið er ekki einungis til marks um töfra- mátt leikstjórans Martin Scorsese heldur einnig persónu Liotta. Ekki verður í lokin komist hjá því að nefna hina mögnuðu mynd Rússnesku örkina (2002) sem er sú fyrsta sem er tekin í heild sinni í einu myndskeiði – nítíuogsex mínútur hvorki meira né minna. Í meðförum Aleksandr Sokurov er myndskeiðið/myndin ekki aðeins staðfesting á ein- stakri gáfu leikstjórans heldur þematísk útfærsla á óskornu flæði rússneskrar menningar og sögu. Myndskeiðið langa ’Ólíkt leikstjórum ítalska nýraunsæisins á borð við de Sicaog Rossellini sem beittu löngum myndskeiðum til að fanga ytri veruleika eftirstríðsáranna eru þau í Citizen Kane um- fram annað til vitnis um listræna sérstöðu Welles. ‘ SJÓNARHORN Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Leikstjórinn Peter Jackson(Lord of the Rings) ætlar að framleiða endurgerð bresku kvik- myndarinnar The Dam Bust- ers frá árinu 1954. Myndin segir frá því þegar Bretar fundu upp sér- stakar sprengjur í síðari heims- styrjöldinni til að eyðileggja þýska varn- argarða. Christian Rivers (King Kong) kemur til með að leikstýra myndinni. Jackson segist hafa verið aðdá- andi fyrirrennarans frá því hann sá myndina fyrst sem barn. Hann hafi lengi langað til að gera hana á nýjan leik og hugmyndin hafi kviknað áður en hann réðst í gerð þríleiksins eftir Hringadrótt- inssögu. The Dam Busters er gerð eftir sögu Paul Brickhill og með aðal- hlutverk í hinni upphaflegu útgáfu fóru Michael Redgrave og Rich- ard Todd. Jackson hyggst á næstunni leik- stýra mynd byggðri á sögunni Svo fögur bein eftir Alice Sebold.    Á dögunum var frumsýnd íFeneyjum kvikmyndin In- famous, sem byggir á ævisögu rit- höfundarins Truman Capote. Áhugi á ævi höf- undarins virðist vera mikill þessi misserin en á síðasta ári var kvikmyndin Ca- pote sýnd í bíó- húsum víða um heim. Philip Seym- our Hoffman fór þar með hlutverk Capotes og hlaut meðal annars Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína. Myndirnar fjalla báðar um það tímabil í lífi Capotes þegar hann skrifaði þekktasta verk sitt, In Cold Blood. Það er Toby Jones sem leikur Capote í Infamous og Daniel Craig, hinn nýi James Bond, fer með hlutverk Perry Smith, morð- ingjans sem Capote vingast við. Sandra Bullock leikur svo rithöf- undinn Harper Lee en með önnur hlutverk fara Sigourney Weaver og Jeff Daniels.    Handritshöfundurinn JosephStefano lést í vikunni, 84 ára að aldri. Stefano er þekktastur fyrir að hafa fært Psycho, skáldsögu Roberts Bloch, upp á hvíta tjaldið, að beiðni Alf- reds Hitch- cocks. Stefano fæddist ár- ið 1922 og reyndi fyrst fyrir sér sem píanóleikari, söngvari og dansari áður en hann sneri sér að handritsgerðinni. Hann skrifaði mikið fyrir sjónvarp og einnig handrit að nokkrum kvikmyndum en Psycho er þeirra þekktust. Stefano sagðist, í viðtali við LA Times fyrir nokkrum árum, eiga heiðurinn að mikilli dramatík í frægasta atriði myndarinnar, þeg- ar Marion Crane er stungin til bana í sturtunni. „Í bókinni er Crane myrt mjög stuttu eftir að hún er kynnt til sögunnar. Mér fannst að það gæfi atriðinu meiri dýpt ef áhorfendur þekktu meira til hennar áður en hún væri drepin,“ sagði Stefano í umræddu viðtali. KVIKMYNDIR Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Toby Jones Alfred Hitchcock Peter Jackson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.