Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 5
Svipað gildi um pantanir bóka frá
útlöndum, nokkuð sé um að aðrir há-
skólar biðji Lbs-Hbs að panta fyrir
sig, þótt öll háskólabókasöfn hafi til
þess leyfi. „Þetta er vinnusparnaður
fyrir þá, auk þess sem það er tíma-
frekt að koma sér upp kontöktum er-
lendis. Þessi þjónusta er í raun rekin
með tapi hjá okkur. Hins vegar verð
ég að taka fram að Háskólinn á Ak-
ureyri og KHÍ eru öflugir í að panta
sjálfir, og fleiri, en það er tilhneiging
ungu skólanna að nýta okkur.“
Af þessu má ráða að háskólasöfnin
horfa til Lbs-Hbs sem forystusafns,
jafnvel móðursafns. Áslaug segir hins
vegar einsýnt, og undir það tekur Sig-
rún Klara Hannesdóttir lands-
bókavörður, að aðrir háskólar vilji
ekki leggja peninga til bókakaupa
Lbs-Hbs. „Ef þeir leggja pening í
ritakaup vilja þeir hafa þau rit hjá
sér,“ segir Áslaug. „Öðru máli gegnir
hins vegar um rafræn gögn, þau nýt-
ast öllum, hvar sem þeir eru. Þetta er
þegar gert undir hattinum Lands-
aðgangur að rafrænum gagnasöfnum
og tímaritum á hvar.is og þar taka há-
skólar landsins þátt út frá reikni-
reglu.“ Greiðslulíkanið miðast við
fjölda nemenda, starfsmanna og
tekjur. Á hvar.is er aðgangur að 12
gagnasöfnum og 8.700 tímaritum,
verkefnið er á vegum mennta-
málaráðuneytis en umsjónarmaður er
í Þjóðarbókhlöðu. Nýtist þetta
kannski sem módel fyrir sameiginlegt
háskólasafn prentaðra bóka? „Þetta
gengur reyndar ekki alveg nógu vel,“
segir þá Áslaug, „því efni tímaritanna
er ekki tekið inn í dæmið. Þetta nýtist
einna best á sviði raun- og heilbrigð-
isvísinda en hefur minna gildi fyrir
t.d. hugvísindi og listir. LHÍ hefur
neitað að greiða, því þeir telja að
þetta nýtist þeim ekki nægilega vel –
það er semsé alltaf flókið mál þegar
skipta á kostnaði.“
Rafrænn aðgangur fyrir alla
Hvar.is hefur þó almennt þótt gefast
vel. Kennaraháskóli Íslands er einn
þeirra sem greiða sinn skerf til að-
gangsins. Ólafur Proppé rektor segir
að hæfileg blanda af prentuðum og
rafrænum gögnum sé það sem gildi,
mikilvægt sé að hafa margvíslegt
framboð á efni og efnisformi. „Raf-
rænn aðgangur að fjölbreyttu efni er
mikilvægur liður í að jafna aðstöðu
nemenda í staðbundnu námi og þeirra
sem stunda fjarnám. Full ástæða er
til að minna á þann fjölda nemenda
sem er í fjarnámi við KHÍ – fjarnem-
endur eru 55% af 2.400 nemendum
skólans – og safnið leitast við að veita
þeim sem búa fjarri Stakkahlíðinni
sambærilega þjónustu og staðnem-
um. Við sendum fjarnemum bækur og
gögn, ljósritum greinar og bókakafla
og sendum hvert á land sem er og til
útlanda.“
Bókasafn KHÍ er hluti af Mennta-
smiðju skólans, sem skiptist í „safn“
og „smiðju“, og í safninu við Stakka-
hlíð og á Laugarvatni eru samtals um
90 þúsund gögn. „Kostnaður við að-
föng er um sjö milljónir á yfirstand-
andi ári, fyrir utan 2,7 milljóna hlut-
deild skólans að Landsaðganginum,“
segir Ólafur og bendir á að margir ut-
an KHÍ noti bókasafn skólans, t.d.
nemendur og kennarar við aðra há-
skóla, kennarar á öllum skólastigum,
fjölmiðlar og almenningur. „Að-
fangastefnu safnsins er ætlað að
tryggja að safnkostur sé byggður
skipulega upp. Kennarar og aðrir sér-
fræðingar við skólann leggja fram til-
lögur um hvað keypt skuli á þeirra
sviðum en öllum er heimilt að koma
með ábendingar um efni.“
Kosturinn telur ekki aðeins fræði-
rit, heldur allt frá leikföngum til
kennsluforrita, enda geymir kennslu-
gagnasafnið sýnishorn af öllu náms-
efni Námsgagnastofnunar fyrir
grunnskóla. Háskólabókasöfn lands-
ins eru jafn ólík og þau eru mörg.
Massíf uppbygging
Einn hinna sérhæfðu skóla er Háskól-
inn á Hólum, sem sinnir kennslu og
rannsóknum á sviði fiskeldis, ferða-
þjónustu og hestafræða. Þótt skólinn
byggi á langri sögu eru aðeins þrjú ár
síðan hann fékk leyfi til þess að út-
skrifa nemendur með háskólagráðu,
nemendur eru nú 160 og hefur fjölgað
hratt. „Við erum í mjög massífri upp-
byggingu gæðamála og góðrar að-
stöðu fyrir nemendur og þar er bóka-
safnið í lykilhlutverki,“ segir Skúli
Skúlason rektor. „Sérstaðan er ekki
síst sú að hér eru stundaðar mjög
miklar rannsóknir, og þá á fremur
þröngum fræðasviðum. Uppbygging
safnsins einkennist því af talsverðri
sérhæfingu, en við eigum líka í sam-
starfi við önnur fræðasetur í Skaga-
firði til þess að flýta breiðari upp-
byggingu.“
Í tilefni 900 ára afmælis Hóla í sum-
ar fékk Háskólinn á Hólum gefins frá
ríkinu 300 eintök úr Hólaprenti, og í
kringum þann dýrmæta kost segir
Skúli hugmyndina að byggja upp öfl-
ugt safn í kringum miðaldafræði og
prentlist. „Okkar svið eru fiskar,
ferðamál og hestar, en svo kemur
menningarstefnan inn í þetta, bæði
fornleifafræði, prentlist og sagn-
fræði,“ segir Skúli og segir hugmynd-
irnar háar, þrátt fyrir ungan aldur há-
skólans. Bókasafn Háskólans á
Hólum á í dag 3.200 bækur skráðar og
um 30 tímarit eru keypt, en nem-
endur og kennarar nota mikið milli-
safnalán og hvar.is, sem Skúli segir
virka feiknavel fyrir skóla sem stað-
settur er í Skagafirði.
Um 1,5 milljónir króna eru settar í
kaup bóka og tímarita árlega. „Ég ber
mig ekkert illa með þessar tölur, ef
við miðum við nemendafjöldann,“
segir Skúli. „Aðfangastefnan er mjög
einhliða; að gera allt sem hægt er til
þess að byggja upp fræðiritakost og
góða þjónustu við rannsóknir og
kennslu.“
Við Háskólann í Reykjavík eru aft-
ur á móti hátt í 2.800 nemendur, og
þeim býðst að fá upplýsingar um nýtt
efni á bókasafninu sendar í tölvupósti
mánaðarlega. Annars vegar er lögð
áhersla á hátt þjónustustig, hins veg-
ar á rafræn gögn; bókasafn Háskól-
ans í Reykjavík er að stórum hluta
rafrænt og að sögn forsvarsmanna í
fremstu röð slíkra safna hérlendis.
Stefnt er að því að „stúdentar og
starfsmenn HR hafi sambærilegan
aðgang að efni á sínum fræðasviðum
eins og best gerist í alþjóðlegu há-
skóla- og rannsóknarsamfélagi“.
Vill sjá söfnin sjálfstæðari
Millisafnalán reynast vera kjarninn í
hugmynd Jóns Ólafssonar um sam-
eiginlegt háskólabókasafn landsins
þegar hann er spurður nánar.
„Nú er til eitt skráningarkerfi fyrir
öll söfn í landinu, Gegnir,“ segir Jón.
„Og við erum með þokkalegasta milli-
safnalánakerfi. Ef unnið væri enn bet-
ur í þessu kerfi og fé veitt í að efla
millisafnaþjónustuna myndu söfnin
virka í huga fólks sem eitt. Hugmynd
mín gengur einfaldlega út á að há-
marka möguleikana á að eiga til í
landinu þær bækur sem þarf.“
En hvað með stjórnsýslu?
„Nota mætti tækifærið og skilja
milli fjármögnunar háskólanna og
fjármögnunar safnanna,“ svarar Jón.
„Söfnin yrðu sjálfstæðari og myndu
sýna meira frumkvæði í að leita fjár, í
stað þess að sitja og bíða.“ Sérhæfð
ritakaup myndu ákvarðast af sérsviði
Morgunblaðið/Kristinn
» „Þetta gat deildin ekki þolað lengur og hefur nú lokað útibúinu fyrir
öðrum en nemendum og kennurum HÍ. Þeim gremst að þeir séu að
kaupa þessar bækur á meðan hinir skólarnir leggi ekkert til.“
hvers skóla fyrir sig, en hagræðing
myndi nást í innkaupum til sameig-
inlegra greina og grunnfræða.
Hvergi marktæk innkaupastefna
„Það þyrfti að gefa því sérstakan
gaum hvaða áhrif sameining allra há-
skólasafnanna hefði á þjónustuna í
hverjum skóla áður en ákvörðun um
slíkt yrði tekin,“ segir Þorsteinn
Gunnarsson, rektor Háskólans á Ak-
ureyri, því þjónustu þurfi alltaf að
þróa í nánum tengslum við við-
skiptavini. „Það hefur oft verið talað
um háskólabókasöfn sem hjarta hvers
háskóla og er ekki best að ráða sjálfur
yfir sínu hjarta?“
Ágúst Sigurðsson, rektor Landbún-
aðarháskólans á Hvanneyri, telur
góðra gjalda vert að samhæfa há-
skólabókasöfnin meira með tilliti til
innkaupa. Runólfur Ágústsson, rektor
Háskólans á Bifröst, samsinnir og
segir að háskólarnir þurfi að leggja
saman krafta sína og búa til sameig-
inlega innkaupastefnu sem myndi
endurspegla þarfir allra háskólanna í
landinu. „Þannig gætu háskólarnir
líka sameinast um að afla fjár til þess
að byggja upp frábært landsbókasafn
sem næði til landsins alls. Slíkt lands-
bókasafn væri hýst í háskólunum
sjálfum en tengt saman með enn öfl-
ugra millisafnalánakerfi og nútíma-
tækni þannig að hægt sé að afgreiða
bókapantanir mjög hratt innanlands.
Við eigum frábært fagfólk á þessu
sviði og samnýting þess gæti skilað
skólunum miklu, ekki síður en sam-
eiginlegur safnkostur.“
Ritaeign Háskólans á Bifröst var
um 7.000 bindi í árslok 2005 og það ár
voru keypt rit fyrir um fimm milljónir.
Nemendur eru 7.004. Runólfur er
spurður um gagnrýnina á rekstur
bókasafns HÍ. „Ég hygg að margir
geti tekið undir með Jóni [Ólafssyni]
að hið svokallaða Landsbókasafn
standi varla undir nafni undir núver-
andi forræði HÍ. Svo virðist sem fjár-
veitingar til þess séu látnar mæta af-
gangi og að ekki sé þar, frekar en í
flestum öðrum háskólabókasöfnum
hérlendis, ríkjandi nein marktæk inn-
kaupastefna.“
Ágúst á Hvanneyri telur hins vegar
„ekkert hægt að vera með svona full-
yrðingar út í bláinn“: „Ég efast ekki
um að hjá HÍ sé verið að reyna eftir
því sem fjármagn leyfir að auka bóka-
og tímaritakost.“ Á Hvanneyri er
kosturinn um 30 þúsund titlar og
millisafnalán virka vel. „Mest af milli-
safnalánum okkar er við bókasöfn er-
lendis og gengur það yfirleitt með
ágætum. Meginþorri efnis sem sótt er
í hjá okkur, og í háskólum almennt, er
í formi tímarita og þau eru öll að fær-
ast yfir á rafrænt form. Það er því í
dag hægt að nálgast flest sem hug-
urinn girnist en kostar reyndar stund-
um einhverja fjármuni.“
Aðalatriðið er þetta. Þú getur ekki tekið útúr safni nema þú hafir að sama skapi lagtfram til þess,“ segir Sigrún Klara Hann-
esdóttir, landsbókavörður. Þetta gildi um Há-
skóla Íslands, því safnið fái féð til ritakaupa
fræðilega hlutans eingöngu frá honum, og þetta
gildi líka um aðra háskóla landsins. Sigrún Klara
segir að framlög deilda HÍ til ritakaupa hafi ekki
staðið í stað síðustu ár, þau hafi beinlínis dregist
saman og á sama tíma hafi bóka- og áskrift-
arverð hækkað og gengið verið óhagstætt, þann-
ig að ráðstöfunarféð hafi minnkað mjög. Nem-
endum haldi hins vegar áfram að fjölga og
kennslu sé ýtt úr vör í nýjum námsgreinum.
Hún kallar eftir hugarfarsbreytingu, fólk verði að gera sér grein
fyrir því að það kosti peninga í gagnakaupum að mennta hvern ein-
asta framhaldsnemenda. Menntamálaráðuneytið gerir samninga
við háskólana á grundvelli reiknilíkans um kostnað við menntun há-
skólanema – Sigrún Klara segir að slíkt líkan þurfi að vera í sífelldri
endurskoðun, þar virðist til dæmis ekki vera gert nægilegt ráð fyrir
ritakaupum, þótt hún hafi reyndar ekki séð skiptinguna.
„Ég hef lagt það fram að af framlagi til hvers doktorsnema fáum
við, eða hvert það annað háskólasafn sem um ræðir, ákveðið brot,
kannski bara 1,5% sem eyrnamerkist til ritakaupa. Þannig sé smám
saman hægt að byggja upp betri fræðilegan ritakost.“ Einsýnt sé að
framlög deilda HÍ hrökkvi varla til stuðnings námskeiðum í
kennslu, afgangur til annarra fræðiritakaupa sé því enginn.
Spurt er um aðfangastefnu HÍ, sem sumir hafa auglýst eftir, og
Sigrún Klara segir hana að finna í þessari spennitreyju fjár. „Ef
deild með 2000 nemendur getur ekki séð af meira en hálfri annarri
milljón til ritakaupa, þá er varla hægt að fara eftir aðfangastefnu
sem kveður á um jafnræði til ritakaupa í latínu og öðrum málum,
eða annað.“
En þrátt fyrir allt telur hún ekki ástæðu til fullkominnar svart-
sýni. „Háskóli Íslands hefur sett sér markmið um að komast í hóp
100 bestu, og ég tel enga ástæðu til þess að vera svartsýn á það. Mér
finnst skilningur vera að vakna á þörfum safnsins. Og ef okkur tekst
að halda Landsaðgangi að rafrænum gögnum og tímaritum áfram,
og efla, mun það skipta rannsóknarsamfélagið í þessu landi miklu
máli.“
Vildum geta gert meira
Um sameiningarhugmyndina segir Sigrún Klara: „Sameiginlegt
bókasafn allra háskóla getur aldrei orðið, því hver skóli verður að
hafa sitt. En hvort sum skuli njóta stuðnings umfram önnur til að
vera bakhjarl til rannsókna, er önnur spurning, og þar held ég að
Íslendingar hafi eingöngu ráð á einu.“ Sem stendur er Lbs-Hbs ekki
slíkt safn, einfaldlega vegna þess að fjárframlög miðast einungis við
skilgreinda starfsemi, að vera annars vegar þjóðbókasafn og hins
vegar safn Háskóla Íslands. „Hins vegar vildum við mjög gjarnan
geta verið Rannsóknabókasafn Íslands sem þjónaði nemendum og
kennurum allra háskóla, fjarnemum, fræðisetrum og háskólasetr-
um um allt land. Ég tel að við höfum til þess húsnæði og starfsfólk.“
Verði tekin um þetta ákvörðun, þurfi að skilgreina fjárþörfina
vandlega. Nú sé hins vegar töluverð ósanngirni í því hvernig aðrir
skólar nýta sér Lbs-Hbs án þess að leggja fram fé. „Sumir háskólar
hafa til dæmis maldað í móinn yfir að þurfa að greiða sinn skerf til
Landsaðgangs að rafrænum gögnum og tímaritum,“ segir Sigrún
Klara. Lbs-Hbs fer með stjórn verkefnisins, en greiðslurnar skiptast
hlutfallslega. „Þeir halda kannski að allt fáist ókeypis á Netinu. En
við erum að borga 100 milljónir á ári, já, það kostar þetta mikinn
pening að tryggja öllum landsmönnum rafrænan aðgang að 8700
tímaritum,“ segir Sigrún Klara og ítrekar að hún sé ekki að
skamma neinn. Þetta sé eins og með Gleðibankann, það sé ekki
hægt að leggja ekkert inn, taka bara út.
Rektor Háskóla Íslands sá sér ekki fært að svara spurningum
Lesbókar um Háskólabókasafn með svo stuttum fyrirvara, en ítrek-
aði að málið væri henni að sjálfsögðu mjög hugleikið.
Reiknilíkanið er skakkt
Sigrún Klara
Hannesdóttir
ANGELA HEWITT Í SALNUM
Hinn heimskunni píanóleikari Angela
Hewitt leikur verk eftir Bach, Beethoven,
Rameau og Chabrier á tvennum
tónleikum í Salnum á Kanadískri
menningarhátíð í Kópavogi.
mánudaginn 16. október kl. 20
þriðjudaginn 17. október kl. 20
Miðasala og nánari upplýsingar á
www.salurinn.is og í síma 5 700 400