Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 7
Eftir Aðalstein Ingólfsson
adalart@thjodminjasafn.is
Íöllu því sem ritað hefur verið um íslenskamyndlist frá styrjaldarlokum og fram ásjöunda áratuginn er sjaldan ýjað að þvíað evrópskur súrrealismi hafi nokkurn
tímann sett mark sitt á þá myndlist, nema hvað
stöku sinnum hefur hann verið nefndur til sög-
unnar í tengslum við teikningar Alfreðs Flóka.
Sem satt best að segja hefur aldrei verið tekinn
sérstaklega alvarlega á Íslandi. Stöku sinnum
hefur þó verið sett samasemmerki milli eldri
verka Errós og súrrealisma, en þó með þeim
fyrirvara að þau verk og sú stefna séu hluti af
franskri myndlist fremur en íslenskri.
Það hefur sem sagt farið framhjá mörgum
helstu álitsgjöfum okkar á vettvangi mynd-
listar að í fjörutíu ár starfaði hér myndlist-
armaður, Einar Þorláksson, sem rækti trúnað
við helstu forsendur og markmið súrreal-
ismans. Þessi trúnaður leysti úr læðingi sköp-
unargáfu sem á sér enga hliðstæðu í heimi ís-
lenskra listmálara. Áhrifamestu myndir Einars
eru eins og iðandi, glóðheit kvika, sem stöðugt
tekur á sig nýjar myndir og litróf, í heild sinni
eru þær eins og samfelldur óður til einu lífs- og
vinnureglunnar sem súrrealistum hugnaðist,
umbreytingarinnar eða metafósunnar.
Einar lauk stúdentsprófi frá MR 1953, þá tví-
tugur að aldri, og afréð í kjölfarið að læra til
myndlistar í Hollandi – fyrstur íslenskra mynd-
listarmanna. Þar kom tvennt til, hann átti þar
frænku sem gift var háttsettum hollenskum
embættismanni og gat boðið honum vetrarvist,
og svo auðvitað rykti hollenskrar myndlistar. Í
Hollandi var Einar um sex mánaða skeið, frá
1954–55, og stundaði nám við skóla fyrir áhuga-
listamenn í Laren, mitt á milli Amsterdam og
Hilversum.
Á þessum tíma áttu Hollendingar ekki sterka
súrrealista, en í staðinn gætir súrrealískra
áhrifa í verkum sumra COBRA-manna. Áhrif
þeirrar stefnu síast inn í fyrstu olíumálverk
sem Einar málaði í Laren, einkum og sér í lagi
handbragð Karels Appels.
En Einar uppgötvaði ekki súrrealismann í
Hollandi. Til er fjöldi teikninga frá unglings-
árum hans, þar sem gætir áhrifa frá krangaleg-
um fígúrum Dalis. Árið 1947, þegar hann var
fjórtán ára, sendi Einar nokkrar teikningar á
alþjóðlega sýningu sem hafði að markmiði að
auka á samkennd barna og unglinga um allan
heim. Þegar þessi sýning var sett upp hér í
Reykjavík í maí 1948 gerði Elías Mar, skáld og
blaðamaður á Þjóðviljanum, að umtalsefni
teikningar merktar ,,Einar“: ,,Ég er illa svik-
inn, ef þar er ekki á ferðinni merkilegur súr-
realisti, er sýna muni í framtíðinni ennþá betur
hvað í honum býr.“
Á forsíðu skólablaðs MR frá 1952 er síðan að
finna mynd eftir Einar sem sýnir svo ekki verð-
ur um villst að hann hefur einhvers staðar séð
myndir eftir þá Tanguy og Miró.
Um svipað leyti hafði Einar raunar fengið
súrrealískan innblástur úr annarri átt. Með
hingaðkomu breskra og bandarískra hermanna
fóru að berast til Íslands bækur og tímarit á
ensku um nútímamyndlist. Í Bókabúð Braga
uppgötvaði Einar breska listatímaritið Studio,
þar sem var að finna fjölda mynda af verkum
svokallaðra breskra nýrómantíkera, Grahams
Sutherland, Paul Nash og Edwards Burra, sem
orðið höfðu fyrir áhrifum frá frönskum súrreal-
istum. Á árunum 1955–56 bjó Einar til eins
konar sviðsmyndir sem eru mjög í anda þeirra,
en þar er aðskiljanlegum fyrirbærum raðað
saman, að því er virðist með óskipulegum hætti.
Mótífin eru ýmist þekkjanleg eða óhlutbundin
og staðsetning þeirra á fletinum er til þess fall-
in að skapa óraunverulegt, draumkennt rými.
Miðilsfundir úti í náttúrunni
Rétt er að taka fram að súrrealisminn var Ein-
ari langtum meira en einhvers konar hækja eða
uppflettibók, hann var hin eiginlega hrygg-
lengja í myndlist hans og viðhorfum til listsköp-
unar, sama hvernig veröldin veltist.
Þessi viðhorf eru nánast eftir bókinni, a.m.k.
ef þau eru borin saman við útlistanir frum-
kvöðla súrrealismans, Bretons og félaga hans.
Samkvæmt þeim liggur leiðin til sjálfsþekk-
ingar ekki gegnum hið vitsmunalega eða ,,súp-
eregóið“ heldur gegnum undirvitundina. Því
sem undirvitundin veltir upp tekur ímyndunar-
aflið við og umbreytir með ýmsum hætti. Til að
„stímúlera“ undirvitund sína gerist myndlist-
armaðurinn eins konar miðill, hleypir í gegnum
sig hughrifum og áhrifum af ýmsu tagi; í raun-
inni öllu því sem hann sér, skynjar eða les. Í
boðskiptum við undirvitundina reynast súrreal-
istum sérstaklega notadrjúgar tilviljanir og
árekstrar ólíkustu þátta; hvorttveggja brýtur
upp rökhugsun og leysir úr læðingi hið ófyr-
irséða, það er, nýja þekkingu og tilfinninga-
legan sannleik.
Það er síðan í náttúrunni sem margir súr-
realistar finna það mótvægi sem helst dugar
þeim til birtingar þessa nýja sannleika, ekki
síst vegna þess að hún er bæði hluti af mann-
inum og hlutlaus, getur endurspeglað hið innra
sjálf hans og verið eins og táknmynd fyrir allt
ytra umhverfi hans.
Rétt – og nauðsynlegt – er að taka fram að
inngrip súrrealista í náttúruna er með nokkuð
öðrum hætti en meðhöndlun formhyggjumanna
á henni sem skýrir m.a. sérstöðu Einars Þor-
lákssonar í íslenskri myndlist. Íslenskir form-
hyggjumenn, allt frá Jóni Stefánssyni til Krist-
jáns Davíðssonar, hafa tilhneigingu til að líta á
náttúruna sem hlutlægt fyrirbæri með inn-
byggðan forgrunn, miðbik og bakgrunn.
Hvernig sem þessir listamenn sökkva sér ofan í
náttúruna eða telja sig umbreyta henni, ganga
þeir nánast aldrei í berhögg við þessar grund-
vallar-,,eigindir“ hennar og innbyggða – nánast
arftekna – formgerð. Þótt Kristján Davíðsson
afbyggi æskuminningar sínar um hafið og
ströndina við Patreksfjörð og dreifi um striga
sinn, fer ekki á milli mála hvert myndefni hans
er, hvar haf og fjara mætast og hvar himinninn
er á myndinni.
Náttúrustemmur Einars spretta ekki endi-
lega upp úr náttúrunni hrárri, kveikjan að þeim
getur verið skáldskapur um náttúruna eða frétt
sem tengist henni. Hvaðan sem upprunalegar
hugmyndir hans komu gengu þær í gegnum
hratt og ósjálfrátt umbreytingarferli þar sem
listamaðurinn opnaði fyrir undirvitund sína og
ímyndunarafl. Gengju myndirnar ekki upp í
fyrstu atlögu var þeim umsvifalaust snúið til
veggjar, sem er líka ákaflega súrrealískt við-
horf. Til að koma hugmyndum sínum frá sér
tafarlaust notaði Einar oftast akrýllit sem ekki
þarfnast sömu yfirvegunar og olíuliturinn.
Einar gerir því myndir ,,um“ náttúruna
fremur en ,,af“ henni, myndir sem ekki eru í
samræmi við viðteknar hugmyndir okkar
flestra um það hvernig slíkar myndir eigi að líta
út. Enginn greinarmunur er gerður á ytra útliti
og innviðum upprunalegs viðfangsefnis, for-
grunni og bakgrunni, heldur er eins og okkur
opnist ,,heildræn“ sýn af sjálfum eðlisþáttum
náttúrunnar, ómenguðum af íhlutun mann-
anna.
Óstýrilæti litanna
Óhefðbundið litróf einkennir þessar myndir
Einars. Bleikt, fjólublátt, purpurarautt, skær-
grænt; allt eru þetta litir sem flestir sómakærir
listmálarar forðast eins og heitan eldinn. Enda
eru þetta ,,erfiðir“ litir, hafa allt að því ótilhlýði-
legar vísanir og rekast illa með öðrum litum.
Fyrir Einari höfðu litir „fýsíska“ nærveru og
merkingu, þeir voru ,,raunverulegir“ eins og
sólin, grasið og hafið.
Segja má að Einar noti ,,óþægilega“ liti í
sama augnamiði og óvenjuleg fyrirbæri, frá-
sagnir og hugdettur, nefnilega til að brjóta upp
hið hefðbundna og viðtekna í verkum sínum;
framkalla óvenjulega ,,effekta“ og öðruvísi hug-
hrif með áhorfendum sínum.
Hér hefur verið einblínt á súrrealísk viðhorf
Einars eins og þau birtast í náttúrutengdum
myndum. En súrrealista er að sjálfsögðu ekk-
ert mannlegt óviðkomandi og því rötuðu ýmis
minni tengd manninum og mannlegri breytni
inn í málverk hans, þar sem þau fengu sömu
meðferð og önnur viðfangsefni. Í mörgum
myndum af þessu tagi birtist ísmeygileg kímni-
gáfa listamannsins, lýsandi fyrir írónísk viðhorf
hans til manneskjunnar.
Í langflestum málverkum Einars með „fí-
gúratífu“ ívafi á sér stað samruni náttúru,
manns, manngerðs umhverfis og ýmissa tilfall-
andi hugmynda listamannsins, þannig að nær
ógerlegt er að greina á milli. Og í rauninni eng-
in ástæða til að gera það. Þessi verk hafa að
geyma myndræna verund, myndheima sem
hverfast um sjálfa sig, formrænt sem merking-
arlega. Verður sérhver áhorfandi að gera upp
við sig hvort hann vill svara kalli þeirra.
Ljósmynd/Aðalsteinn Ingólfsson
Einar Þorláksson Listamaðurinn á vinnustofu sinni, djúpt niðursokkinn í sinn innri heim.
Þetta er ein af síðustu myndunum sem teknar voru af listamanninum.
Ógnarjafnvægi í
undirvitundinni
Höfundur er listfræðingur.
Hinn 29. september sl. lést í Reykjavík Einar
Þorláksson myndlistarmaður, 73 ára að aldri.
Hann rækti trúnað við helstu forsendur og
markmið súrrealismans í verkum sínum.
reddaði sér. Smáskammtur af frjálshyggju hefði
örugglega ekki skaðað hyskið.
En af hverju eru afskipti án geðþótta betri en
hið gagnstæða? Ein af ástæðunum fyrir því er sú
að sá sem verður fyrir geðþóttabundnum af-
skiptum býr við mikið óöryggi. Öryggisleysið er
aukabaggi sem aðrir þurfa ekki að axla. Önnur
ástæðan er sú að afskipti án geðþótta draga úr
þörf fólks fyrir að liggja hundflatt fyrir atvinnu-
rekendum og karlpungum. Ímyndum okkur
ástand þar sem auðherrar hafa mikið vald yfir
verkamönnum og karlmenn drottna yfir konum.
Berum það saman við ástand þar sem ríkið dreg-
ur úr þessu valdi. Í fyrra tilvikinu kann afskipta-
leysi að vera mjög mikið, ekki í því síðarnefnda.
Þrátt fyrir það er minna forræði í því ástandi þar
sem ríkið skerðir vald auðherra og karlrembu-
svína. Spurningin er hvort ekki sé kominn tími
til þess að beita íslenska ríkinu til þess að temja
auðvaldið, t.d. með því að takmarka rétt auð-
herranna til að dæla peningum í kosningasjóði.
Það nær engri átt að peningamenn geti gert
stjórnmálaflokka að bankaútibúum.
Hvað sem því líður þá má segja að Pettit
bragðbæti lýðveldishyggjuna með drjúgum
skammti af frjálslyndri jafnaðarstefnu. Kalla má
stefnu hans (og Hönnuh Arendt) “frjálslynda
lýðveldishyggju“. En hann talar gjarnan eins og
lýðveldið sé einungis tæki til að efla hag einstak-
linga og þykir mér það skrítin lýðveldishyggja.
Vilji hann vera sannur lýðveldissinni er honum
einboðið að segja lýðveldið líka takmark í sjálfu
sér. Hann þyrfti að bæta ýmsu öðru í pottinn,
t.d. smáskammti af dyggðahyggju. Satt best að
segja ofreynir hann sig ekki á umfjöllun um
dyggðahugtakið og er í góðum félagsskap með
Arendt hinni fjölvísu. Að minni hyggju fær ekk-
ert lýðveldi staðist nema nokkur fjöldi borgara
öðlist pólitískt hugrekki, réttsýni (fairness), hóf-
semi og pólitíska skynsemi (eða dómgreind).
Þessar eru hinar klassísku dyggðir fornaldar.
En lýðveldið stenst vart ef skynsemin ein ræður
ferðinni. Þyki mönnum ekki vænt um lýðveldið
er lítil von til að þeir vilji stuðla að vexti og við-
gangi þess. Samt má þessi ást ekki blinda þá,
heldur opna augu þeirra fyrir annmörkum lýð-
veldisins. Eru menn ekki einatt hvað gagnrýn-
astir á það sem þeir elska mest, t.d. sjálfan sig og
afkvæmi sín?
Ekki þarf mikið hugarflug til að sjá að kenn-
ingar Pettits (og Arendts) um lýðveldið eru ná-
skyldar hugmyndum Samfylkingarinnar um
samræðulýðræði. Samfylkingarmenn ættu að
sperra eyrun er Pettit segir að lýðræðið eigi að
vera hnekkjunarræði virkra, vakandi borgara.
Lýðveldi Philip Pettits gæti orðið huggulegri
staður en furstadæmið Mónakó við Miðjarð-
arhafið bláa.
Heimildir:
Hannah Arendt (1990): On Revolution. Harmondsworth:
Penguin.
Margret Canovan (1992): Hannah Arendt. A Reinterpretation
of Her Political Thought. Cambridge: Cambridge UP.
Barbara Ehrenreich (2001): Nickled and Dimed. On (not)
Getting by in America. New York: Metropolitan Books.
Philipp Pettit (1997): Republicanism. A Theory of Freedom
and Government. Oxford: Oxford University Press.
Aftanmálsgreinar:
1 Meginrit Pettits er Republicanism frá 1997 og styðst ég mest
við hana. Einnig hefur hann skrifað stutta en læsilega saman-
tekt á bókinni í Stanford Encyclopedia of Philosophy. Greinina
má finna á Netinu, http://plato.stanford.edu/entries/
republicanism/
2 Fyrri partur þáttarins Orð skulu standa á RÚV. Birtur í
Morgunblaðinu 3. desember 2005.
Morgunblaðið/ÞÖK
Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskólann í
Lillehammer í Noregi.