Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Side 9
einkamál. Valgerður Sverrisdóttir myndi eflaust
taka undir þau orð hans, en hún er rétt eins og Ill-
ugi yfirlýstur umhverfisverndarsinni. Vandinn er
bara sá að ef nota á náttúruverndarhugtakið á
umhverfisbótasinna eins og Illuga, Sigríði og Val-
gerði er búið að teygja svo mikið úr orðinu að það
verður nánast merkingarlaust. Ég leyfi mér líka
að fullyrða að hvergi í Vestur-Evrópu væri mál-
flutningi slíkra umhverfiskandídata tekið jafn-
gagnrýnislaust og á Íslandi.
Vísindi og stjórnmálatrú
Á flokksráðsfundi Vinstri grænna nú í september
héldu Kolbrún Halldórsdóttir, alþingismaður, og
Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi, því fram að
einvörðungu vinstrimenn gætu verið nátt-
úruverndarsinnar.8 Hjörleifur Guttormsson tekur
undir það sjónarmið í skriflegu svari við spurn-
ingu sem Gunnar Hrafn Jónsson lagði fyrir hann í
greininni „Er hægt að vera hægri og grænn?“
Hjörleifur telur Sjálfstæðisflokkinn vera staddan
á árinu 1970 þegar kemur að umhverfismálum og
umhverfisvernd. Ég held að sá dómur Hjörleifs sé
ekki fjarri lagi, en ég held að hann, Kolbrún og
Svandís hafi rangt fyrir sér ef þau halda að ekki sé
hægt að laga umhverfisvernd að hægri sjón-
armiðum.9
Fyrir slíku má færa mörg rök. Í fyrsta lagi má
benda á að hugmyndafræði vinstrimanna á 20. öld
var lengst af ekkert sérstaklega náttúruvæn og að
mörg alvarlegustu umhverfisspjöll sögunnar má
rekja til ákvarðanna vinstristjórna.Vinstrimenn
þurftu því að endurskoða rækilega hugmyndir
sínar til náttúrunnar áður en þeir náðu að móta þá
uppbyggilegu umhverfisstefnu sem Vinstrihreyf-
ingin – grænt framboð stendur núna fyrir. Sú
þekking sem myndast hefur á síðustu fjórum ára-
tugum hefur leitt til þess að nú hafa vinstrimenn
frumkvæðið í umræðunni um málefni náttúrunn-
ar. En ekkert er því til fyrirstöðu að hægrimenn
geti ekki tileinkað sér þá afstöðu til náttúrunnar
sem mótuð hefur verið af umhverfisverndarhreyf-
ingum síðustu áratuga og látið gott af sér leiða í
þeim efnum. Í öðru lagi ættu vinstrimenn að líta í
eigin barm og greina þær breytingar sem orðið
hafa á þeirra eigin samfélagsáherslum síðustu
fjörutíu árin, frá fullkominni trú á ríkisrekstur yf-
ir í viðurkenningu á gildi einkaframtaks. Þeir hafa
horfið frá blindri höfnun á hinu kapítalíska fyr-
irkomulagi yfir í samþykki sem mótað er af
áherslunni um að standa áfram vörð um hin fé-
lagslegu gildi. Þýðir þetta að íslenskir vinstri-
menn hafi svikið einhvern málstað? Þeir aðhyllast
jú ekki sömu skoðanir og sósíalistar þriðja og
fjórða áratugarins. Ber íslenskum vinstrimönnum
að halda fast í þær sósíalísku skoðanir sem gengn-
ar kynslóðir höfðu í hávegum? Vitaskuld ekki og
að sama skapi væri rangt af hægrimönnum að
troða slíkum skoðunum upp á íslenskar vinstri-
hreyfingar á 21. öldinni. Af hverju ætti þá að
skylda Sjálfstæðisflokksmenn til að standa vörð
um úreltar stóriðjuhugmyndir sjöunda og áttunda
áratugarins og segja að þeim sé ekki mögulegt að
snúa við blaðinu? Í þriðja lagi er ekkert sem bend-
ir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé mótaður af
hægri sinnuðum hugsjónum í stóriðjuáherslum
sínum. Þetta kallar þó á frekari skýringar.
Í grein minni frá því í júlí ræddi ég hættuna á
því að færa stjórnmálin inn á umræðusvið vís-
indanna en það gerðu kommúnistar svo gjarnan á
fyrri helmingi liðinnar aldar. Jón Steinsson hag-
fræðingur og Jón Ólafsson heimspekingur hafa
báðir fært skynsamleg rök fyrir því hvers vegna
hægri sinnuðum einstaklingum gæti hugsanlega
verið í nöp við vísindalegar rannsóknir sem gefa
til kynna hættu á gróðurhúsaáhrifum. Í pistlinum
„Hægrimenn og gróðurhúsaáhrif“ segir Jón
Steinsson: „Það er […] nokkuð undarlegt hversu
sterk fylgni virðist vera milli afstöðu fólks til gróð-
urhúsaáhrifanna og almennra stjórnmálaskoðana
viðkomandi. Hægrimenn virðast einhverra hluta
vegna vera mun vantrúaðri á gróðurhúsaáhrifin
en vinstrimenn. Þetta er einkennilegt þar sem um
hreina vísindaspurningu er að ræða. […] Ég hygg
að ástæðan sé að hluta þessi: Hægrimenn jafnt
sem vinstrimenn vita að ef gróðurhúsaáhrifin eru
til staðar munu þau líklegast leiða til þess að hlut-
verk ríkisins í samfélaginu mun vaxa. Þessi vitn-
eskja litar afstöðu hægri- og vinstrimanna til vís-
indanna sem þeir lesa. Hægrimenn gefa
niðurstöðum þeirra sem efast um gróðurhúsa-
áhrifin meira vægi en þau eiga skilið á meðan
vinstrimenn gera hið gagnstæða. Þetta er vita-
skuld afskaplega bagalegt fyrir vitræna umræðu
um jafn mikilvæga spurningu.“10 Í fyrrnefndri
grein Gunnars Hrafns Jónssonar tekur Jón Ólafs-
son í sama streng og segir: „Umhverfispólitík fel-
ur alltaf í sér einhvers konar afskipti ríkisins af at-
höfnum einstaklinga og það samræmist ekki
þessari hreinu eða klassísku frjálshyggju sem oft
er talað um. Samruni vinstristjórnmála við um-
hverfisstjórnmál er mun auðveldari þar sem
flestir vinstrimenn hafa hreinlega meira þol fyrir
ríkisafskiptum en þeir sem standa til hægri.
Margir hægrimenn hafa haldið því fram að mark-
aðurinn geti að miklu leyti séð um umhverf-
isvernd, t.d. Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Frá mínum bæjardyrum séð er það þó augljóst að
eitthvað þarf að gefa eftir í frelsissjónarmiðum
hægrimanna ef þeir ætla að pakka umhverf-
ismálum inn í sína pólitísku sýn. Það má segja að
það sama gildi um femínisma en í báðum tilvikum
er auðvitað hægt að gera málamiðlanir á milli
hugsjóna og breytts raunveruleika.“
Í einhverjum skilningi orðsins snúa hin póli-
tísku ágreiningsatriði því ekki aðeins að fram-
kvæmdahliðinni, t.d. að umræðu um samspil stór-
iðju og náttúruverndar. Pólitískar skoðanir lita
einnig afstöðu einstaklinganna til vísindanna eins
og sést glögglega þegar málflutningur Illuga
Gunnarssonar og Sigríðar Ásthildar Andersen er
skoðaður, en bæði geta illa sætt sig við þá hug-
mynd að framtíð jarðarbúa standi ógn af óbreytt-
um neysluvenjum iðnaðarsamfélaga. Máli sínu til
stuðnings vísa Illugi og pennar Vef-Þjóðviljans til
skrifa þeirra efasemdarmanna sem kenna sig við
frjálshyggju en eru í raun fyrst og fremst lobbíis-
tar fyrir bandarísk stórfyrirtæki eins og tóbaks-
risana og ExxonMobil sem fjármagna starf
þeirra. Nú er svo komið að breskir vísindamenn
hafa fengið sig fullsadda af þeim gervivísindum
sem lobbíistarnir halda á lofti,11 en Konunglega
vísindaakademían skrifaði forstjórum Exx-
onMobil harðort bréf þar sem þess var krafist að
olíufyrirtækið láti af þeirri iðju sinni að greiða
samtökum háar upphæðir fyrir að birta villandi
upplýsingar um gróðurhúsavísindin. Í grein í
breska blaðinu The Guardian, er the Int-
ernational Policy Network sérstaklega tekið sem
dæmi um eina af þeim varhugaverðu stofnunum
sem ExxonMobil fjármagnar, en þar er góðvinur
Íslendinga Roger Bate, áðurnefndur talsmaður
umhverfisbótastefnu Davíðs Oddssonar, einn
innsti koppur í búri.12 Og af hverju hefur Exx-
onMobil sig meira frammi í þessum málum en t.d.
BP og Shell? Það er vegna þess að hin tvö fyr-
irtækin hafa fjárfest mun meira í öðrum orku-
gjöfum en olíu. Fyrirtækið er því verr í stakk búið
að laga sig að hugsanlegum breytingum á olíu-
markaðnum en sambærileg fyrirtæki. Sam-
keppnishæfni fyrirtækja er í miklum mæli háð
aðlögunarhæfni þeirra og auðvitað eiga forstjórar
olíufyrirtækjanna að gera ráð fyrir þeim mögu-
leika að útblásturskvótar verði settir á komandi
árum og að þá muni því fyrirtæki vegna best sem
lengst hefur náð í þróun nýrra orkugjafa. Íslend-
ingar eiga því ekki að vera þau ginningarfífl að
laga umhverfisstefnu sína að skýrslum og grein-
argerðum sem kostaðar eru af ExxonMobil,
a.m.k. eiga þeir ekki að gera það í nafni frjáls-
hyggju.
Aðrar spurningar vakna þegar ræða á íslensk
umhverfismál og hægri sinnað óþol fyrir ríkisaf-
skiptum. T.d. er forvitnilegt að skoða hvernig
flokkarnir skiptast í tvær andstæðar fylkingar í
stóriðjumálunum þvert á þá hugmyndafræði sem
ætla mætti að stýrði áherslum þeirra. Enginn
flokkur hefur gengið jafnfast fram í andófi gegn
hinum ríkisstyrktu og ríkisreknu stóriðjufram-
kvæmdum og Vinstrihreyfingin – grænt framboð,
á meðan Sjálfstæðisflokkurinn ver þær með kjafti
og klóm. Meira að segja „frjálshyggjumennirnir“
á Vef-Þjóðviljanum fá ekki af sér að hallmæla
þessu 100 milljarða byggðaþróunarverkefni rík-
isstjórnarinnar. Ég held því að nærtækara væri
að leita skýringanna á stuðningi Sjálfstæðisflokk-
ins við stóriðjustefnuna annars staðar en í hug-
sjónalífinu. Önnur spurning sem t.a.m. væri hægt
að varpa fram er þessi: Hefur það nokkru sinni
gerst í sögu Sjálfstæðisflokksmanna að þeir vildu
setja lög sem takmörkuðu frelsi einstaklinganna í
samfélaginu, lög sem sneru t.d. að eins konar
hugmyndalegum mengunarkvóta? Svarið er ein-
falt. Það gerðist síðast þegar flokkurinn reyndi að
koma fjölmiðlalögunum gegnum þingið eftir hörð
mótmæli „vinstri“ flokkanna svokölluðu sem þá
voru skyndilega til í að leggja allt í sölurnar til að
tryggja fákeppni á fjölmiðlamarkaði. Þversagn-
irnar í íslensku stjórnmálalífi til hægri og vinstri
eru nógu stórar til að rúma marga rómana.
Hvers vegna stendur Sjálfstæðisflokkurinn þá
í þessu stóriðjubrambolti sínu? Ætli skýring-
arnar sé að finna í fjármununum sem ríkisstyrkt
stóriðja skilar þjóðarbúinu?
Þriðjaheimslausnir fyrir fyrsta flokks land
Hvað á Ísland sameiginlegt með Brasilíu, Ind-
landi, Jamaíku, Venesúela, Víetnam, Mið-
Austurlöndum, Suður-Afríku, Tadjikistan og
Austur-Rússlandi? Einhvern veginn svona er
hundrað milljarða rúblu spurningin. Svarið liggur
í augum uppi. Þetta eru löndin þar sem rússneska
álfyrirtækið Rusal hugleiðir að reisa nýtt álver.13
Við Íslendingar erum vanir því að sjá Ísland á
listum með löndum eins og Noregi, Þýskalandi,
Sviss, Luxemburg, Bandaríkjunum og Japan, en
veruleiki stóriðjuuppbyggingarinnar er annar en
sá veruleiki sem stýrir atvinnuþróun í þeim ríkj-
um sem við miðum okkur annars við að öllu leyti.
Af hverju leggur Sjálfstæðisflokkurinn svo mikla
áherslu á þriðjaheimslausnir í atvinnuuppbygg-
ingu þjóðar sem stendur í fremstu röð hvað alla
aðra hluti snertir?
Því hefur verið haldið fram að fátt sé flóknara
en að reikna út arðsemi virkjana (sér í lagi þegar
raforkuverðinu er haldið leyndu), en stundum er
hægt að komast framhjá flækjunum að hjarta
málsins á einfaldan hátt. Listinn fyrir álvers-
löndin getur nefnilega sagt okkur ýmislegt um
gróða og tap sem 100 misvísandi efnahagsreikn-
ingar geta ekki. Þumalputtareglan er þessi. Þær
atvinnuuppbyggingarleiðir sem eru vel fram-
kvæmanlegar og skila miklum gróða eru vinsæl-
ar. Ef slíkar leiðir kalla á einhvern fórnarkostnað
er sá kostnaður metinn í ljósi hagnaðarsjón-
armiða. Risavaxinn gróði sættir íbúana betur við
þær fórnir sem færa þarf enda eru velmeg-
unarviðmiðin á Vesturlöndum há og íbúar þeirra
gera strangar kröfur til stjórnmálamanna og at-
vinnulífsins um að slaka hvergi á í þeim efnum.
Þetta er grundvallaratriði sem síðan stýrir allri
annarri ákvarðanatöku. Þá er komið að hundrað
milljarða rúpía spurningunni. Í ljósi hinnar miklu
arðsemi sem íslensk stjórnvöld segja að tengist
vatnsfallsvirkjunum og ásættanlegs fórnarkostn-
aðar verður að teljast undarlegt að almenn and-
staða við stíflur hafi verið orðin svo mikil á sjö-
unda og áttunda áratug liðinnar aldar að vestræn
stóriðjufyrirtæki í löndum eins og Bandaríkj-
unum, Noregi, Svíþjóð, Kanada, Ástralíu, Frakk-
landi og Austurríki fóru að leita eftir nýjum
mörkuðum. Eins og Ann Danaiya Usher bendir á
í bók sinni Dams as Aid: A Political Anatomy of
Nordic development thinking varð stíflugerð í
þriðjaheimsríkjum miklu algengari upp úr þessu
og tengdist þá gjarnan þróunarhjálp. Hugmyndin
var sú að hægt væri að gefa þriðja heiminum stífl-
ur og með því uppræta fátækt, en auka framfarir
og uppbyggingu. Þetta var handhæg leið til að
miðstýra fjármagni og laða að erlend stóriðjufyr-
irtæki í löndum þar sem almenn atvinnustarfsemi
var í molum.14 En nú er svo komið að jafnvel í þró-
unarríkjunum er stíflugerð ekki lengur séð sem
sú töfralausn sem hún var talin fyrir aðeins þrjá-
tíu árum og hafa margar bækur verið skrifaðar
um þau félagslegu vandamál sem fylgja slíkum
framkvæmdum, svo ekki sé minnst á umhverf-
issjónarmiðin.15
Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir úreltum
þriðjaheimslausnum í áherslu sinni á íslenska
stóriðjuuppbyggingu þar sem markaðs-
sjónarmiðin ráða ekki ferðinni eins og sést best á
því að stórar vatnsaflsvirkjanir eru ekki lengur
reistar nema fyrir atbeina hins opinbera. Ef ábat-
inn af virkjanaframkvæmdum væri sá sem verj-
endur framkvæmdanna hafa lengi haldið fram
væru menn enn að reisa stíflur á Vesturlöndum.
Skýringanna á íslenskum virkjanafram-
kvæmdum verður að leita annars staðar og er þá
einfaldast að horfa til þess hversu handhægt mið-
stýringartæki þær eru. Með þeim getur stjórn-
málamaðurinn bent á risavaxið stóriðjuverkefni
og sagt við örvæntingarfulla kjósendur: „Allt
þetta færi ég yður ef þið vegsamið mig.“ Virkj-
anastefna íslenskra stjórnvalda er einfaldlega
nýtt form fyrirgreiðslupólitíkur.
Gerska ævintýrið
Í fyrrum Sovétlýðveldinu Tadsjikistan geisaði
borgarastríð frá 1992 til 1997. Efnahagurinn var
ekki beisinn fyrir, eftir marga áratugi innan Ráð-
stjórnarríkjanna, en eftirköstin voru slík að
Rauði krossinn lýsti því yfir að hungursneyð væri
yfirvofandi í landinu. Síðan þá hafa framfarir í
ríkinu verið miklar og þær má ekki síst þakka
mikilli baðmullarframleiðslu og álvinnslu. Ég
efast ekki um að Tadsjikar telji stóriðjuuppbygg-
ingu landsins réttlæta þann fórnarkostnað að
reisa enn eitt álverið í landinu og að færa megi
rök fyrir réttmæti slíkra skoðana. Þetta eru þó
gamalkunnar Ráðstjórnarlausnir og sýna að
Tadsjikistar eru enn ekki lausir undan þeim
þankagangi sem mótaði líf þeirra og viðhorf svo
lengi. En standa Íslendingar frammi fyrir of-
urkostum Tadsjikista? Er veruleiki Íslendinga
slíkur að þeir þurfi að fara leið þriðjaheimslanda
og gamalla Ráðstjórnarríkja í atvinnuuppbygg-
ingu? Við erum ekki nýskriðin undan Sovétinu
sökkva
Morgunblaið/RAX
tröllssvefni sínum. Án Sjálfstæðisflokksins verður ekki hægt að snúa þróuninni við og af þeim
mdir munu hafa í för með sér um ókomna framtíð.“
Eru hugsjónir íslenskra stjórnmála-
manna í sama verðflokki og raforkuverðið
eða hvílir kannski leynd yfir þeim líka?
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 9