Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Blaðsíða 1
Laugardagur 28. 10. 2006 81. árg. lesbók MÚRAR BÓKAÞJÓÐAR MARKAÐUR MEÐ ERLENDAR BÆKUR VINNUR GEGN NEYTENDUM, BÓKASÖLUM OG BÓKSÖLUM >> 8-10 Fullkomin plata um ófullkomið fólk» 13 MEISTARAVERK! Antony Beevor lýsir hér af nærfærni og list gangi innrásarinnar í Þýskaland úr austri og þeim mannlegu örlögum og hörmungum sem hún hafði í för með sér. FALL BERLÍNAR 1945 - bók sem þú verður að lesa! Skráning á spara.is & s: 587-2580 Úr mínus í Plús Á námskeiðinu lærir þú að: •greiða niður skuldir á skömmum tíma •hafa gaman af því að eyða peningum •spara og byggja upp sjóði og eignir Takmarkað sætaframboð Verð: 9.000- Þú átt nóg af peningum og Ingólfur H.      Námskeið fyrir þá sem vilja gera meira úr peningunum Næstu námske ið 7. & 14. nóvember Sextíu ár eru liðin síðan fyrsta bók Elíasar Marar kom út, skáldsagan Eftir stuttan leik. Bókin þótti marka ákveðin tímamót í íslenskum bók- menntum, enda ein af fyrstu al- reykvísku skáldsögunum sem skrif- aðar voru og fyrsta nútímasaga lýðveldisins. Bókin fjallar um leiða og tómleika í Reykjavík aðeins einu ári eftir að þjóðin sameinaðist á heilagri stund á Þingvöllum til að stofna sjálfstætt lýðveldi. Í Grein eftir Hjálmar Sveinsson í Lesbók í dag segir að næstu skáld- sögur Elíasar Marar, sem allar eru Reykjavíkursögur og fjalla allar um ístöðulítið ungt fólk sem einhverra hluta vegna finnur ekki taktinn í lýð- veldinu nýja, hafi ekki síður vakið at- hygli. Þannig vitnar Elías Mar sjálf- ur í bréf sem hann fékk frá Jóni úr Vör um fund í Unuhúsi þar sem Halldór Laxness segist hafa verið að skrifa skáldsögu sem gæti verið eftir Elías Mar. Um var að ræða sam- tímasögu úr Reykjavík, Atómstöð- ina, sem Halldór skrifaði 1947. Elías Mar hætti að skrifa skáld- sögur eftir að Sóleyjarsaga kom út í tveimur bindum 1954 og 1959. Þá var hann 35 ára gamall og álitinn einn efnilegasti rithöfundur þjóð- arinnar. Síðan hafa komið út eftir hann ljóð og smásögur. Í grein Hjálmars er hugsanlega að finna ástæðuna fyrir því að Elías Mar gaf ekki út fleiri skáldsögur.»4 Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson 60 ára útgáfuafmæli Eftir Eirík Örn Norðdahl kolbrunarskald@hotmail.com Þú kaupir þér ekki nagla til að krossfesta sálir – þú þarft einúngis að hnykkja rétt á orðunum. Ég hafði ekki haldið niðri matarbita í tæpan sólarhring þegar ég fékk smáskilaboð frá móður minni. Síminn pípti: „Líttu í Lesbók Mbl!“ Ég tíndi til einhverjar nálægar spjarir og staulaðist fram í gegnum leifar tveggja daga gamals matarboðs, niður brakandi tréstiga Öldunnar á eigin brakandi mjöðmum. Morgunblaðið var komið. „Ég hef ekki heyrt öðru fleygt en Eiríkur Örn Norð- dahl sé skýrleiksmaður.“ Ekki get ég sagt grein Þor- steins frá Hamri hafa byrjað illa, fyrir mig. Ég las mig í gegnum pistilinn í sótthitakasti og gat einhvern veginn ekki betur séð en ég hefði, kannski í öðru eins óráði, kall- að Þorstein frá Hamri „rumpulýð sem aldrei nennir neinu nema láta kjálkamótorana ganga linnulaust“, að hann væri haldinn þeim tendens að stunda „einhvers konar sjálfsfróun sem [á] fyrst og síðast að eiga sér stað tignarlaust hangandi í sturtuhengjum“ og að hann hafi árum saman litið svo á að list hans sé fyrir hina fáu, eigi að vera fjarlæg og hana eigi ekki að vera hægt að nálg- ast“. Í veikindum mínum næsta sólarhringinn starði ég út í þennan dauða sem tveggja daga rúmlega veitir lifandi mönnum og velti því fyrir mér þessari ægilegu spurn- ingu: Hvernig svarar maður Þorsteini frá Hamri? Og fylltist satt best að segja nokkru vonleysi gagnvart verk- efninu. Hafandi löngum lagt stund á bægslagang veit ég orðið vel hversu líklegt er að einhver taki honum illa, og enn fremur hef ég lært að það er engu ólíklegra að menn taki honum illa að ósekju. Bægslagangur hefur veraldlega ókosti, en ljóðræna kosti. Hvað ég var nákvæmlega að hugsa meðan á þessu við- tali stóð man ég varla, ég á ekki lengur heildarhugs- anirnar heldur bara svörin, eins og aðrir lesendur, sem veitt voru við einhverjar tilteknar aðstæður á tilteknum tíma. Ég er ekki ósammála sjálfum mér í neinu af því sem ég segi, en ég inniheld mergðir eins og Whitman og aðrir menn, og er þó einungis fær um að finnast eitt í einu. Ég tel enn að Íslendingar séu meira gefnir fyrir að tala en að framkvæma, ég tel enn að íslensk ljóðskáld séu feimin, og á stundum hrokafull, í list sinni og ég tel enn að ljóða- bækur stóru forlaganna séu of dýrar. Á meðan ég hef ekki efni á þeim eru þær of dýrar. Löngu eftir að pestin var runnin út í veður og Hvernig svarar maður Þorsteini frá Hamri? Morgunblaðið/Svavar Eiríkur Örn Norðdahl – eða vandinn að hafa ekki efni á Meira en mynd og grunur »3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.