Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ian Watson ian@ianwatson.org Í slendingar panta sífellt fleiri pakka að utan. Árið 2003 afgreiddi Tollmiðlun Íslandspósts við Stórhöfða í Reykja- vík 44.000 „einfaldar tollskýrslur“ – eyðublaðið sem einstaklingar fá af- hent vegna pantana sinna að utan. Árið 2004 afgreiddi Tollmiðlun 58.000 skýrslur, árið 2005 voru þær 92.000 og allt útlit er fyrir að þær verði ennþá fleiri í ár. Rúmlega þriðj- ungur þessara sendinga kemur frá netversl- anarisanum Amazon og um fjórðungur allra sendinganna er bækur. Árið 2005 bárust 35.800 af 92.000 sendingum frá Amazon. Á fyrstu sjö mánuðum ársins 2006 voru 15.000 af 57.000 ein- földum tollskýrslum til komnar vegna bóka- sendinga. Það sem kemur á óvart og er raunverulega áhugavert við þessar tölur er hins vegar hversu fáir Íslendingar panta bækur að utan. Hverjum tíu manna hópi berst innan við einn bókapakki árlega. Ég hóf rannsóknarvinnuna fyrir þessa grein með því að spyrja vini mína, sem flestir tala fleiri en eitt tungumál og eiga heimili full af bókum á fjölda mála, hvar þeir keyptu bæk- urnar sínar. Ég komst að því að flestir þeirra keyptu mikið magn bóka á ferðalögum sínum erlendis. Burðuðust síðan með þær heim aftur í farangrinum. Eða eins og einn þeirra sagði við mig í gríni: „Áhrifamestu bókaverslanir á Ís- landi eru staðsettar á Heathrow- og Kastrup- flugvöllunum.“ Pantar þetta fólk bækur að ut- an í gegnum Netið? Mjög sjaldan. Og ég er eins og það; panta næstum aldrei af Netinu heldur. Hvers vegna ekki? Nú, segjum að pöntuð sé bók sem kostar 1.000 kr. á Amazon án flutn- ingskostnaðar. Á hvern bókapakka leggur Toll- miðlun 14% virðisaukaskatt, 14% sem reiknuð eru ofan á heildarverð pakkans (bókaverðið plús flutningskostnað). Ofan á þetta bætist síð- an 450 kr. þjónustugjald Tollmiðlunar. Þegar þúsund króna bókin loksins berst til þín kostar hún orðið 2.308 kr. Póstberar sjá um að inn- heimta virðisaukaskattinn, þannig að ef þú ert ekki heima þegar pakkinn berst þá kemur þetta líka til með að kosta þig ferð á pósthúsið á afgreiðslutíma. Það ferli felur alltaf í sér að minnsta kosti eins til tveggja daga seinkun. Það er því auðvelt að sjá hvers vegna pöntun bóka af Netinu er lokaúrræði frekar en reglu- legur viðburður. Takið mig sem dæmi. Ég kaupi mikið af bókum – en langflestar þeirra læt ég senda til vina og ættingja í Evrópu eða Bandaríkjunum sem ég er þá á leið í heimsókn til, eða eru á leiðinni að heimsækja mig. Ég ber líka bækurnar mínar í farangrinum heim til Ís- lands. Allt þetta felur í sér fyrirfram skipulag, eyðslu dýrmæts tíma úti, farangursrými og þungar byrðar. En samtöl mín við aðra sýna að ég er ekkert óvenjulegur að þessu leyti. Mörg okkar eru reiðubúin að leggja þetta á okkur til að sniðganga íslenska kerfið. Þannig sleppum við við sendingarkostn- aðinn. Þannig sleppum við við virðisaukaskatt- inn. Þannig sleppum við við 450 kr. þjónustu- gjaldið. Og þurfum aldrei að sækja bækurnar á pósthúsið. Þó að þetta sé ekki ólöglegt þá er þetta held- ur ekki sérlega skilvirkt. Og gerir okkur ekki svo ólík svartamarkaðsbröskurunum sem ég hitti við landamæri Austur-Evrópu á níunda áratug síðustu aldar og fyrri hluta þess tíunda. Þeir keyptu nokkur skópör og fáeina sjamp- óbrúsa í öðru landi á verði sem gróf undan hinu hefðbundna innflutningskerfi. Þegar fólk finn- ur hjá sér hvöt til að stunda slík viðskipti er það til marks um illa skipulagðan markað. Íslenskir neytendur eru þekktir fyrir að þurfa að fá hlutina strax, og fyrir að vera ekk- ert sérstaklega uppnæmir fyrir kostnaðinum – staðalímyndin er kaupum núna og höfum áhyggjur af kostnaðinum seinna. (Sumir kynnu e.t.v. að segja að viðhorf staðalímyndar hins ís- lenska neytenda til verðlags væri að ef þú þjá- ist ekki, þá hljótirðu að að vera að arðræna okkur hin.) Hiki Íslendingar hins vegar við að reiða fram fé til bókakaupa, og kjósi þess í stað að flytja bækurnar inn sjálfir á gráa mark- aðinum, hljóta hlutirnir að vera virkilega á skjön. Vandinn Þegar ég var námsmaður í Bandaríkjunum las ég mikið, fór oft á bókasafnið, pantaði þar bæk- ur sem ekki var að finna í safninu í gegnum samlán bókasafna og keypti notaðar bækur ódýrt. Þessa dagana starfa ég við einn af háskólum Íslands. Þar hitti ég nemendur og samstarfs- menn sem vilja og geta lesið ensku. Sumir hafa góðan skilning á öðrum tungumálum líka. Vandi þeirra er hins vegar sá að þeir hafa ekki efni á að nálgast þær bækur sem vekja áhuga þeirra. Sé bók ekki til í íslenska bókasafnskerf- inu, og fjöldi bóka er þar ekki, er of dýrt að kaupa hana. Að panta bókina í gegnum samlán bókasafna er ekki heldur raunhæfur kostur þar sem kostnaðurinn sem því fylgir er álíka hár og að kaupa bókina. Þetta er ekki bara vandamál námsmanna, þetta er minn vandi líka. Frá því að ég flutti til Íslands fyrir fimm árum hefur aðgengi að er- lendum bókum verið eitt fárra stórra umkvört- unarefna minna við dvölina. Ég ákvað að skrifa þessa grein að hluta til sem þjónustu við neytendur. Mig langaði til að hjálpa því fólki, mér sjálfum þar á meðal, sem langar til eða þarf að lesa erlendar bækur. Þess utan var ég forvitinn um erlenda bókamark- aðinnn á Íslandi. Mig langaði til að rekja líftíma erlendra bóka á Íslandi. Mig langaði að skilja hvernig markaðurinn virkar og hverjar góðar jafnt sem slæmar hliðar hans eru. Þannig að ég gerði mér ferð í bókabúðir sem selja nýjar bækur, fornbókasölur, námsmannabókasölur, bókasöfn, Kolaportið, Góða hirðinn og Toll- miðlun Íslandspósts. Ég kannaði margar vef- slóðir, sem og bókahaugana hjá endur- vinnslustöðvunum í Reykjavík. Og ég reyndi á þolrif allra vina minna með því að spyrja þá spurninga um hvar þeir kaupa erlendar bækur. Ég held að það komi fæstum lesendum á óvart að mér finnst verð erlendra bóka á Ís- landi of hátt. Hluti vandans er að bókakaup- endur vita ekki hvernig þeir geta sparað. Sumir kvarta yfir háu verði bóka sem keyptar eru hjá Amazon eða Mál og menningu, en gleyma að þessar sömu bækur er hægt að fá á mun lægra verði hjá Bóksölu stúdenta (meira um það síð- ar). En stærsti vandinn er sá að markaðurinn með erlendar bækur á Íslandi er skipulagður þannig að hann vinnur gegn íslenskum neyt- endum, íslenskum bókasöfnum og ef til vill Múrar bókaþjóðarinnar Hvernig gengur Íslendingum að nálgast er- lendar bækur? Úrvalið er ekki mjög mikið í íslenskum bókabúðum og íslensk bókasöfn eru fremur fátæk af erlendum bókum jafnt og öðrum bókum eins og bent hefur verið á. Fleiri og fleiri fara því aðrar leiðir til að út- vega sér erlendar bækur, til dæmis á Netið. En þar kosta bækur jafnvel meira en í bóka- búðunum. Bók sem kostar 1.000 kr. á Ama- zon kostar hingað komin 2.308 kr. eftir að bú- ið er að greiða 14% virðisaukaskatt, sendingarkostnað og 450 kr. þjónustugjald. Hvernig væri hægt að auðvelda aðgang Ís- lendinga að erlendum bókum og gera hann ódýrari? Hér er leitað svara. „Amazon-frumskógurinn“ Rúmlega þriðjungur bögglapósts kemur frá netverslanarisanum Amazon og um fjórðungur allra sendinganna er bækur. Árið 2005 bárust 35.800 af 92.000 sendingum Markaður gegn bóksölum „En stærsti vandinn er sá að markaðurinn með erlendar bækur á Íslandi er skipulagður þannig að hann vinnur gegn íslenskum neytendum, íslenskum bókasöfnum og ef til vill einn- ig íslenskum bóksölum.“ Í HNOTSKURN » Íslendingar kaupa fáar bækur á Net-inu. » Hverjum tíu Íslendingum berst inn-an við einn pakki af bókum sem keyptur hefur verið á Netinu. »Óformleg könnun leiddi í ljós aðflestir kaupa erendar bækur í útlönd- um og flytja þær heim sjálfir. » Ódýrara getur verið að kaupa nýjaerlenda bók í Bóksölu stúdenta en á Amazon. »Áætla má að tekjur ríkisins vegna er-lendra bókapantanna árið 2005 hafi numið 22 milljónum króna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.