Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 3
lesbók
BESTA LYF Í HEIMI!
HVAÐ ER BETRA
EN AÐ VERA
Í GÓÐU SKAPI?
ÁN LYFSEÐILS
í samantekt Bjarna
Jónassonar læknis
kemur öllum
í gott skap.
Eftir Rúnar Helga Vignisson
rhv@simnet.is
Yfirleitt göngum við út frá því að
höfundar skapi söguhetjur. Í mínu
tilfelli hefur söguhetjan Egill Gríms-
son, sem leikur lausum hala í skáld-
sögunum Nautnastuldi og Feigðar-
flani, þó ekki síður skapað mig. Svo
rammt kveður að þessu í seinni tíð
að við munum fara saman á sög-
unnar vit, hvor sem höfundur hins,
þökk sé m.a. nýju íslensku bók-
menntasögunni.
Það eru auðvitað gömul sannindi
að höfundurinn missi allt vald yfir
verkum sínum um leið og þau ganga
á þrykk. Þá æðir textinn út um víðan
völl, hamast eins og naut í flagi og
tekur allt eins stefnuna á höfundinn
sjálfan. Hann á það jafnvel til að
stanga höfundinn svo hann liggur
óvígur eftir.
Ég ligg að vísu ekki óvígur eftir en
vissulega hef ég oft orðið hugsi yfir
því hvaða stefnu textanautið hefur
tekið. Iðulega hef ég nefnilega orðið
var við að fólk ruglar mér saman við
sögupersónur mínar, einkum Egil
Grímsson. Menntaskólanemi hringdi
til dæmis í mig fyrr á árinu og spurði
hreint út hvort ég væri Egill. Margir
hafa í gegnum tíðina talið að ég hefði
háskólagráðu í ritlist eins og Egill,
gott ef mér hafa ekki boðist störf út
á það. Gagnrýnendur hafa líka tekið
sér það bessaleyfi að kalla Egil
Grímsson hliðarsjálf mitt eða alter
ego og fyrir síðustu jól, þegar Feigð-
arflan kom út, héldu tveir þeirra því
fram að í sögunni væri Egill skrif-
aður fyrir öllum bókunum mínum
(hið rétta er að hann er einungis
skrifaður fyrir Nautnastuldi). Blaða-
menn hringdu og spurðu hvers
vegna þunglyndi og sjálfsvígs-
hugleiðingar væru mér yrkisefni
núna, rétt eins og þeir væru að von-
ast eftir játningu. Einn gagnrýnandi
sagði að Egill væri leiðinlegur, þá
sérstaklega forhúðarraunir hans, og
lýsti því svo yfir að Egill væri ég. Þá
var hlegið dátt í Græna húsinu.
Í nýju bókmenntasögunni erum
við Egill svo nokkuð endanlega
spyrtir saman, enda ekki líklegt að
annað eins rit komi út í bráð. Þar er
fullyrt að Nautnastuldur hafi verið
lokaverkefni mitt við háskóla í
Bandaríkjunum. Ég lauk að vísu við
bókina í Bandaríkjunum en hún
tengdist ekkert háskólanámi mínu,
a.m.k. ekki beint. Aftur á móti segist
Egill hafa skrifað bók með þessu
heiti sem hafi auk þess verið loka-
verkefni hans í ritlistarnámi við
bandarískan háskóla (auðvitað þann
sama og ég stundaði nám við) og hafi
bókin jafnframt komið út á ensku
undir heitinu Indulgence Denied.
Menn hafa rukkað mig um þá útgáfu
– en án árangurs enn sem komið er.
Allt er þetta krydd í tilveru rithöf-
undar sem mörgum hefur þótt allt
öðruvísi í viðkynningu en þeir áttu
von á. Ofangreind dæmi sýna að fólk
les ekki endilega skáldskap sem
skáldskap. Þau sýna líka að lítið fer
fyrir endanlegum sannleika þegar
skáldverk eru túlkuð. Það les hver
með sínum augum og menn fylla í
eyður eftir einhverju dularfullu kerfi
sem mótast af lífsreynslu þeirra. Og
svo bögglast eitt og annað fyrir
brjóstinu á fólki eða það dregur allt
aðrar ályktanir af því sem það les en
höfundurinn ætlaðist til. Þannig
verður hver saga margsaga.
Að vissu leyti er lesendum vor-
kunn því skilgreining á skáldskap er
jú afstæð. Útlendingur sem les bæk-
urnar um Egil Grímsson er í allt
annarri stöðu gagnvart skáld-
skapnum en t.d. Ísfirðingur sem les
þær. Útlendingurinn getur ekki
tengt persónur og umhverfi, hvað þá
vísanir í Egils sögu, við raunveru-
leikann á sama hátt og Ísfirðing-
urinn, sem fer létt með að benda á
nokkrar raunverulegar auka-
persónur, fyrir utan ýmis kennileiti.
Þar sem ég nýti stundum eitt og
annað úr eigin lífi og sagnaheimi
Vestfjarða kann að vera nærtækt
fyrir Ísfirðinginn að líta svo á að Eg-
ill sé ég.
Ekki bætir úr skák að í bókinni
sjálfri gef ég í skyn að ekki sé allt
sem sýnist með okkur Egil. Ég læt
Egil skrifa eftirmála þar sem hann
segist ekki heita Egill í raun og veru
og gæti allt eins heitið Vigdís Finn-
bogadóttir eða Helgi Rúnarsson. Í
þokkabót kvittar hann undir þakka-
lista í lok bókarinnar með fanga-
markinu EG sem er forn ritháttur
fyrstu persónu fornafnsins. Þarna
var ég beinlínis að leika mér að
þeirri tilhneigingu lesandans að líta
á skáldskap sem meira og minna
sjálfsævisögulegan og benda á hið
margslungna samband lífs og listar
sem er jú ein af ástæðunum fyrir dá-
læti okkar á skáldskap. Texti hlýtur
alltaf að daðra við raunveruleikann
því orðin eru sprottin úr honum. En
með því að taka allt bókstaflega neit-
um við okkur um sjálfan galdur
skáldskaparins eins og Árni Berg-
mann bendir á í bókinni Listin að
lesa.
Hitt er svo annað að viðtökur
Nautnastuldar benda til þess að við
séum kannski öll að einhverju leyti
Egill Grímsson. Þannig sagði Matt-
hías Viðar Sæmundsson í útvarps-
pistli um Nautnastuld að bókin væri
einhvern veginn tímanna tákn og að
flestir könnuðust við höfuðeinkenni
Egils frá einhverju skeiði ævi sinn-
ar. En hann sagði líka að í bókinni
væri fengist við vanda sem ekki yrði
„lýst til hlítar nema í skáldskap“.
Kallið mig Egil
Höfundum hefur oft verið ruglað
saman við persónur sínar. En hvað
gerist þegar nýútkomin Íslensk
bókmenntasaga fullyrðir beinlínis
að höfundur ákveðinnar persónu sé
þessi persóna? Lifir höfundurinn
það af eða er hann orðinn að per-
sónu sinni?
Rúnar Helgi Vignisson eða Egill Grímsson?
» Í nýju bókmenntasögunni erum við Egill
svo nokkuð endanlega spyrtir saman, enda
ekki líklegt að annað eins rit komi út í bráð.
vind og farin að plaga eitthvert allt
annað fólk en sjálfan mig, var ég enn
jafn glórulaus um það hvernig maður
svarar Þorsteini frá Hamri. Ég fletti
honum upp á netinu. Hann hefur
fjórum sinnum verið tilnefndur til
Bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs, sagði ég við sjálfan mig
og stundi þungan eins og farlama,
búkollulaus karlsson. Ekki það ég
vilji líkja Þorsteini við tröllskessu,
svona til að fyrirbyggja allan frekari
misskilning. Þetta virtist allt bara
eitthvað svo vonlaust. Ég var
kannski ekki ósammála sjálfum mér,
en það er líka ólíklegt ég hafi skilið
mig á sama hátt og Þorsteinn.
Kannski var ég líka ekki alls kostar
viss hvað Þorsteinn hafði sagt,
kannski skildi ég hann hreinlega
ekkert betur en hann mig. Sagði
hann mig hafa haldið því fram að þau
Ingibjörg létu kjálkamótorana
ganga linnulaust? Að þau litu á ljóð-
listina sem exklúsíft listform?
Til áréttingar og útskýringar:
Þegar ég talaði um rumpulýðinn sem
lætur kjálkamótorana ganga linnu-
laust átti ég einfaldlega við fólk al-
mennt, hvorki meira né minna Þor-
stein frá Hamri en alla aðra
Íslendinga sem ég ekki þekki. Og
punkturinn er sá að gríðarlega mikið
finnst af fólki sem finnst gaman að
gera plön, en minna af fólki sem
framfylgir plönum. Þetta hefur ekk-
ert sérstaklega að gera með skáld.
Nýhil er viðbragð við fram-
kvæmdaleysi. Nýhil framkvæmir.
Mig grunar hins vegar að það hafi
fyrst og síðast verið það sem kom
næst sem særði Þorstein.
„Nýhil er ómeðvitað viðbragð við
þeim tendensum innan íslenskrar
ljóðlistar að hún sé exklúsíft list-
form, að hún sé einhvers konar
sjálfsfróun sem eigi fyrst og síðast
að eiga sér stað tignarlaust hangandi
í sturtuhengjum. Íslensk ljóðskáld
hafa árum ef ekki áratugum saman
litið svo á að list þeirra sé fyrir hina
fáu, og eigi að vera fjarlæg og hana
eigi ekki að vera hægt að nálgast.“
Ég tek kannski fullmikið upp í mig
með þessari fullyrðingu. Réttara
væri að segja að mér virðist mörg ís-
lensk ljóðskáld líta svo á að list
þeirra sé fyrir hina fáu. Þetta fæ ég
ekki á tilfinninguna af ljóðunum
sjálfum heldur framsetningu þeirra,
sem er alltaf að nokkru leyti á
ábyrgð skáldanna þó ýmsir aðrir véli
þar um. Ég tók sem dæmi í um-
ræddu viðtali að mér þættu nýjar
ljóðabækur frá stóru forlögunum al-
mennt alltof dýrar, og nefndi þau
Þorstein og Ingibjörgu, einfaldlega
vegna þess að ég hef tvisvar snúið
dapur heim úr bókaverslun sem ég
hafði heimsótt til þess að kaupa mér
ljóðabók. Í fyrra skiptið ætlaði ég að
kaupa Hvar sem ég verð eftir Ingi-
björgu og í það seinna þegar ég
hugðist kaupa Meira en mynd og
grunur eftir Þorstein. Mér þótti
þetta afskaplega ömurleg lífs-
reynsla; ég þóttist eiga nægan
monnípening í vasanum til að geta
leyft mér þann munað að kaupa það
sem þótti nýjast og heitast árið 2002.
En svo var auðvitað ekki. Og ég les
ekki ljóðabækur á bókasöfnum, ein-
faldlega vegna þess að þær fúngera
ekki svo fyrir mér að ég lesi þær í
gegn og skili þeim aftur út í bæ.
Ljóðabækur verður maður að eiga
ætli maður á annað borð að kynnast
þeim.
Harðkápubækur á fallegum papp-
ír eru fjarska eigulegar, en bækur
þurfa ekki að vera mublur þó höf-
undarnir séu virtir og dáðir. Þannig
má fagna framtaki á borð við það
sem Óskar Árni Óskarsson og Bragi
Ólafsson réðust í með liðsinni
Smekkleysu fyrir fáeinum mánuðum
að gefa út lítil kver sem hvort kostar
1.290 krónur, nýjar ljóðabækur
Bjarts eru á tæplega 1.700 krónur,
og þar sem ég nefni Nýhil sem við-
bragðið er rétt að geta líka seríunnar
Norrænar bókmenntir, þar sem
kaupa má 9 ljóðabækur fyrir alls
6.750 kr. Sú upphæð hefði ekki dug-
að mér fyrir tveimur harðkápuljóð-
abókum frá Máli og menningu árið
2002.
Þá skilst mér að samningar RSÍ
um spilun ljóða í útvarp séu þannig
gerðir að útvarpsmenn veigri sér við
að hleypa ljóðum í loftið, af ótta við
að brenna upp fjárlög heilu þáttana á
örfáum mínútum. Og segir mér svo
hugur að þennan samning hafi skáld-
in sjálf samið.
Alla mína ævi hefur verið gengið
út frá þeirri forsendu að ljóðið sé
dautt, meira að segja þegar fjálgleg-
ast er lýst yfir lífi þess, er forsendan
þessi dauði: Ljóðið er aldrei einfald-
lega lifandi, það er „ekki dautt“. Ég
lifði aldrei neina tíð þar sem ljóðlist
þótti sjálfsögð, og veit ekki einu sinni
hvort hún hefur nokkurn tímann
verið til. Mér hefur alla tíð, eða í öllu
falli frá því ég fór sjálfur að möndla
við skáldskap, þótt þetta alveg gríð-
arleg vonlaus afstaða. Hverjum sem
um er að kenna, skáldum, lesendum,
fjölmiðlum, ljóðunum, eða öllum
saman.
En maður svarar auðvitað ekki
Þorsteini frá Hamri með orðavaðli,
tafsi og útskýringum. Maður biðst
bara velvirðingar. Mér þykir í raun
og sanni miður hafi orð mín valdið
honum hugarangri. Þeim var ekki
síst ætlað að benda á þann vanda að
dýrar bækur eru eðlilega bara fyrir
vel sett fólk.
1 Úr ljóðinu Golgata eftir Þorstein
frá Hamri, úr bókinni Spjótalög á
spegil.
Hvernig svarar maður Þorsteini frá Hamri?