Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 7 Eftir Björgvin Snorrason Aðventboðskapurinn hefurverið til eins lengi og mað-urinn hefur byggt þessajörð. Hann er loforð Jesú Krists um að koma öðru sinni til okk- ar mannanna til að endurskapa himin og jörð og allt sem í þeim er. Kristur segir: „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja.“ „Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum, kálfar, ung ljón og alifé ganga saman og smásveinn gæta þeirra. Kýr og birna munu vera á beit saman og kálfar og húnar liggja hvorir hjá öðr- um, og ljónið mun hey eta sem naut.“ Kirkja sjöunda-dags aðventista vill halda þessum vonarríka boðskap lif- andi; en hann er grundvallaður á fagnaðarerindi Jesú Krists: fyr- irgefningu syndanna. Endurkomuhreyfingin hófst í hin- um ýmsu kristnu löndum á svipuðum tíma á 18. og 19. öld. Bæði í Evrópu og Ameríku rannsökuðu trúaðir menn hina innblásnu spádóma Bibl- íunnar. Þar fundu þeir sannfærandi vitnisburð um að endurkoma Krists nálgaðist hröðum skrefum. Þegar lútherski guðfræðingurinn dr. Johann Albrecht Bengel (1687– 1752) frá Württemberg í Þýskalandi flutti ræðu byggða á 21. kafla Op- inberunarbókarinnar 1. sunnudag í aðventu braust fram í huga hans ljós- ið um endurkomu Krists. Hann taldi að endurkoma Krists væri nálæg. Jesúítinn Manuel de Lacunza, sem var af spænsku bergi brotinn en starfaði í Suður-Ameríku, fann hjá sér hvöt til að flytja heiminum boð- skapinn um endurkomu Krists. Lac- unza var uppi á 18. öld, en bók hans, Koma Messíasar í dýrð og veldi, sem fjallar um endurkomu Krists, barst til London um 1825 og var þýdd á enska tungu. Dr. Joseph Wolff sem nefndur hef- ur verið „trúboði heimsins“ varð fyrir miklum áhrifum af bók Lacunza. Wolff fæddist í Þýskalandi af hebr- esku foreldri, en faðir hans var rabb- íni. Hann tók síðar trú mótmælenda og að námi loknu hóf hann trúboð sitt árið 1821. Hann kom þá einnig til Bandaríkjanna. Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem enn átti sæti í fulltrúadeildinni, John Quincy Adams, flutti tillögu þess efnis að Wolff gæti fengið heimild til afnota af þingsal deildarinnar til fyr- irlestrahalds um endurkomu Jesú Krists. Var sú tillaga samþykkt sam- hljóða. Á Norðurlöndum var end- urkomuboðskapurinn borinn fram af börnum eftir að fyrstu boðberum hans hafði verið varpað í fangelsi. Boðunin vakti víðtækan áhuga. Þrátt fyrir öfluga boðun fékk að- venthreyfingin eða endurkomuhreyf- ingin ekki á sig jafn ákveðna mynd í Evrópu og í Bandaríkjum Norður- Ameríku. Sá sem fór fyrir vakningunni í Bandaríkjum Norður-Ameríku var baptistinn William Miller. Hann var höfuðsmaður í her Bandaríkjanna og tók þátt í seinna frelsisstríði þjóðar sinnar frá 1812 til 1815. Herfylking hans barðist við enskt ofurefli við Plattsburg á strönd Champlainvatns og bar sigur úr býtum. Sagnfræð- ingar seinni tíma fjalla um sigurinn við Plattsburg sem afgerandi fyrir sigur Bandaríkjanna í þessu seinna frelsisstríði þeirra gegn Bretum. Við heimkomuna urðu húslestrar daglegt brauð á heimili hans. Frá ár- inun 1816 rannsakaði Miller Biblíuna gaumgæfilega og frá 1818 einkum og sér í lagi spádóma hennar um end- urkomu Jesú Krists. Svo var það í ágústmánuði 1831, að Miller, enn eina ferðina, var að þagga niður rödd hið innra með sér, þegar knúið var dyra hjá hon- um. En rétt áður hafði hann lofað „röddinni“ að hann skyldi segja frá end- urkomuspádómunum ef hann yrði beðinn um það. Fyrir utan stóð ungur og náinn ættingi Millers, en sá hafði farið 26 km leið til þess að biðja Miller frænda um að koma og segja frá rannsóknum sín- um, þar eð baptistaprest- urinn sem hefði átt að messa þennan sunnu- dagsmorgun væri forfall- aður. Miller stóð orðlaus andartak, svo þaut hann út í trjálund, kraup þar og staðfesti heit sitt við Guð. Þannig hófst boðun end- urkomuboðskaparins í Bandaríkjunum fyrir al- vöru. Ýmsir aðrir kristnir söfnuðir buðu Miller fljótlega að kynna niðurstöður sínar eftir 13 ára rannsóknir. Aðventhreyfingin varð því strax í upphafi þverkirkjuleg samtök sem óx hratt, en með öllu óformleg. Þar eð hreyfingin var óformleg og þverkirkjuleg í senn veit enginn hversu stór hún varð, en í dag er talið að fylgjendur hennar hafi skipt hundruðum þúsunda í Bandaríkj- unum einum saman. Upp úr hreyfingu Williams Millers var Kirkja sjöunda-dags aðventista stofnuð árið 1863. Kirkjan starfar nú í 209 löndum af þeim 236 sem skráð eru hjá Sameinuðu þjóðunum. Með- limir eru um 14 milljónir í dag. Frá Bandaríkjunum barst aðvent- hreyfingin til Norðurlanda með Dan- anum John G. Matteson árið 1876. Boðskapur sænsku barnanna var þá fallinn í gleymsku. Ungur að árum hafði Matteson farið til Bandaríkj- anna og numið til prests hjá bapt- istum við háskóla þeirra í Chicago. Seinna gerðist hann aðventisti og að beiðni margra í Danmörku, Noregi og Svíþjóð kom hann þangað til að kynna fyrir þessum kristnu ein- staklingum boðskapinn um end- urkomu Krists. En það var síðan frá Noregi sem Svíinn David Östlund (1870–1931) kom til Íslands til þess að boða aðventboðskapinn hinn 26. nóvember 1897. Östlund sigldi frá Kaupmannahöfn með gufuskipinu Láru hinn 9. nóv- ember 1897. Kona hans, Inger, kom ári seinna. Um borð var einnig kaþ- ólskur prestur og höfuðsmaður úr Hjálpræðishernum. Urðu oft til áhugaverðar samræður milli þessara um borð á leiðinni til Íslands. En það sem vakti undrun Östlunds hvað mest var að rekast á vestur-íslensk hjón um borð. Við nánari kynni fékk hann að vita að þau hefðu selt allt sitt fyrir vestan haf til þess eins að að- stoða mállausan útlendinginn við boðun aðventboðskaparins á Íslandi. Aðeins fimm vikum eftir komu sína til Íslands hélt Östlund sína fyrstu ræðu á íslensku. Hafði hann þá þegar náð ótrúlegu valdi á málinu samkvæmt leiðara Þjóðólfs frá 22. janúar 1898. Ísafold lýsir honum þannig: „Hr. Östlund hlýtur að hafa óvenjulega miklar gáfur til að læra útlendar tungur.“ (12. feb. 1898.) Bréf sem fóru á milli Östlunds og Matthíasar Jochumssonar sýna að þeir urðu bestu vinir, en Östlund átti frumkvæðið að því að hann og Matt- hías gerðu með sér samning um að sá fyrrnefndi gæfi út öll ljóðmæli skáldsins í 5-binda ljóðasafni á ár- unum 1902–1906. Sjálfur skrifaði Östlund að mestu og gaf út blaðið Frækorn, sem kom út vikulega árið 1906. Það náði ótrúlegri útbreiðslu, en upplag þess varð mest allra blaða á Íslandi í nokkur ár. Upplag Fræ- kornsins varð 4.450 og upplag blaðs- ins sem fylgdi næst á eftir var 2.633. Um Frækornið og íslenskukunnáttu Östlunds segir Matthías eftirfarandi: „Guð blessi þig fyrir þau og borgi þér án mælis. Þú ert merkileg sending! Hvergi sézt framar, að ekki- innfæddur maður hafi samið eina einustu klausu í blaðinu.“ Vegna boð- unar Östlunds festi Kirkja sjöunda- dags aðventista rætur á Íslandi. Hann stofnaði formlega söfnuð Sjö- unda-dags aðventista í Reykjavík ár- ið 1906. Aðventkirkjan í Reykjavík er því 100 ára um þessar mundir. Olav Johan Olsen (1887–1978) tók við af David Östlund. Hann fæddist í Noregi en fluttist ungur að árum til Vesturheims. Þar nam hann guð- fræði við Union College í Nebraska. Að námi loknu fluttist hann aftur til Noregs. Skömmu síðar fluttist hann til Kaupmannahafnar og stundaði þar meðal annars íslenskunám hjá Sigurði Nordal, því að þá var það fastmælum bundið að Olsen flyttist til Íslands. 1911 kom hann svo til Ís- lands ásamt konu sinni Aline Josep- hine. David Östlund og Loftur Sig- urðsson tóku á móti þeim á bryggjunni þegar farþegaskipið Vesta lagðist að í Reykjavíkurhöfn. Með komu Olsens hófst heilla- drjúgt starf fyrir aðventhreyfinguna á Íslandi. Olsen er forstöðumaður Kirkju sjöunda-dags aðventista allt fram til ársins 1947. Hann hóf pré- dikunarstarf sitt í Reykjavík, en lét ekki staðar numið þar, því hann fór víða um landið. Á þessu tímabili voru stofnaðir söfnuðir í Keflavík, Bolung- arvík, Vestmannaeyjum, Siglufirði, Akureyri og á Fáskrúðsfirði, auk safnaðarins í Reykjavík sem stóð á föstum grunni við komu Olsens þangað. Olsen átti mjög öfluga sam- starfsmenn í Guðmundi Pálssyni og Sigfúsi Hallgrímssyni. Boðun þeirra átti stóran þátt í stofnun áð- urnefndra safnaða. Árið 1936 byrjaði Olsen að safna fé fyrir unglingaskóla og 1947 var jörð- in Vindheimar í Ölfusi keypt af þessu tilefni. Þar reis um síðir óskabarn Ol- sens, Hlíðardalsskóli. Byrjað var að byggja skólann í júní árið 1949. Haustið 1950 hófst svo kennsla við skólann í þeim hluta byggingarinnar sem lokið hafði verið við, í einni deild með 19 nemendur. Fullbúinn stóð skólinn að ári liðnu. Hann var vígður í lok september 1951 og settur 11. október sama ár með 40 nemendur í tveimur bekkjum. Skólastjóri frá upphafi var Júlíus Guðmundsson og kennari Jón Hjörleifur Jónsson. Haustið 1951 bættist íslenskufræð- ingurinn Sigurður Bjarnason við í kennaraliðið og ári síðar raun- greinakennarinn Theodór Guð- jónsson. Þessir fjórmenningar báru hita og þunga frumherjastarfsins við Hlíðardalsskóla, að ógleymdri Sigríði Elísdóttur húsmóður skólans um áratuga skeið. 11. október 1951 segir dagblaðið Tíminn eftirfarandi um Hlíðardals- skóla: „Félag aðventista og söfnuður þeirra hér á landi hefir með óvenju- legum dugnaði komið á fót heima- vistarskóla að Vindheimum í Ölfusi. Er sérstakur myndarbragur á öllum framkvæmdum aðventista við þetta menningarmál.“ Blaðið segir enn- fremur: „Framkvæmdirnar að Vind- heimum kosta nú orðið um 1.4 milj- ónir króna og má segja að þarna hafi þjóðin eignazt myndarlegt mennta- setur, sem orðið hefur til fyrir óvenjulega fórnfúst starf aðvent- ista.“ Júlíus Guðmundsson var óvenju dugmikill brautryðjandi og frum- kvöðull ekki bara í skólamálum held- ur einnig varðandi heilsurækt og búnaðarmál. 1. júlí 1954 opnaði hann heilsuhæli á sumrin í Hlíðardalsskóla með áherslu á grænmetisfæði, hreyf- ingu, nudd, sjúkraþjálfun, hvíld, finnska baðstofu (sauna), ljósastofu og útivist svo eitthvað sé nefnt. Öll peningshús Vindheima voru ónýt við upphaf reksturs Hlíðardals- skóla. Júlíus lét því reisa nýtt býli á jörðinni og stækka túnin til muna. Úr varð nýbýlið Breiðabólsstaður sem bóndinn Tómas Guðmundsson rak með mikilli reisn um áratuga skeið. Hjá honum var mjólkin alltaf í fyrsta flokki og viðhald véla með slíkum hætti að þær voru alltaf sem nýjar. En það var skólinn sem átti hug og hjarta Júlíusar fyrst og fremst. Nemendaaðsókn í Hlíðardalsskóla var svo mikil með tímanum að hann afréð að byggja nýja heimavist 1957. Hún var tilbúin fyrir skólaárið 1959/ 60 og nemendafjöldinn kominn yfir 80. Skömmu síðar lét hann reisa glæsilegan samkomu- og íþróttasal. Þó nokkru seinna fylgdi sundlaug í kjölfarið. Þá bauð skólinn einnig upp á tvo fyrstu bekki menntaskóla auk hefðbundins grunnskóla. Aðventkirkjan á Íslandi ásamt mörgum öðrum stendur í mikilli þakkarskuld við Júlíus. Í um tuttugu ára skeið bar hann Hlíðardalsskóla og barnaskóla kirkjunnar á örmum sér. Um þessar mundir er skólastarf aðventista á Íslandi 100 ára. Það var frumherjinn David Östlund sem ýtti því úr vör 2. október 1905 við setn- ingu fyrsta skóla aðventista á Ís- landi. Skóli hans í Reykjavík bauð upp á þá nýbreytni að kenna erlend tungumál á barnaskólastiginu og ein- staklingskennslu. Í dag er það Suð- urhlíðarskóli sem ber áfram þennan merkilega kyndil menntunar í menn- ingarsögu þjóðar okkar. Erling B. Snorrason, forstöðumaður Aðvent- kirkjunnar á Íslandi, hóf undirbún- ing að nýrri skólabyggingu við Suð- urhlíð í Reykjavík 1980. Vegna stórhugar hans og elju gat hann stoltur tekið fyrstu skóflustunguna að byggingu Suðurhlíðarskóla 1988. En það urðu þeir Eric Guðmunds- son, nýr formaður kirkjunnar, Jó- hann E. Jóhannsson fjármálastjóri og Jón Ævar Karlsson bygg- ingastjóri sem stóðu í brúnni við byggingu Suðurhlíðarskóla. Jón Æv- ar Karlsson tók svo við fullbúnu skipi 1990 og sigldi því heilu í höfn á 15 ára farsælli skólastjórn sinni. Núverandi skólastjóri, Steinunn Theodórsdóttir, tók því við mjög góðu búi á eitt hundrað ára afmæli skólastarfsemi aðventista á Íslandi. Aðventkirkjan í Reykjavík hefur haft starfandi innan sinna vébanda líknarfélagið Alfa óslitið frá árinu 1924. Það eru fyrst og fremst konur sem hafa borið það á örmum sér alla tíð. Enginn veit með vissu hversu mikið þær hafa gefið af fötum, mat, peningum, tíma og hjartahlyju á þessum langa tíma. Spor þeirra liggja víða um Ísland, Grænland og Afríkulönd. Elínborg Bjarnadóttir, Magnína Sveinsdóttir og Sigurrós Ólafsdóttir ásamt mörgum öðrum, sem ekki gefst rúm til að nefna, stóðu frá upphafi í fararbroddi fyrir þess- um náungakærleika, hver sem þörf- ina þurfti, hverju sinni. Þótt Aðventkirkjan í Reykjavík telji ekki marga meðlimi hefur auður hennar verið einstakur á tónlist- arsviðinu. Vil ég þar helst nefna tón- skáldið og orgelleikarann Salómon Heiðar og sálma- og ljóðskáldið, ein- söngvarann og kórstjórann Jón Hjörleif Jónsson sérstaklega. Við hliðina á Jóni stóð kona hans, píanó- leikarinn Sólveig, sem bjargfastur klettur í brimi og blíðviðri kórstjór- ans. Garðar Cortes og Krystyna kona hans ásamt börnum þeirra hafa einnig auðgað tónlistarlíf kirkjunnar meira en orð fá tjáð. Allir þessir ein- staklingar, ásamt öðrum, hafa ekki einungis auðgað Aðventkirkjuna í Reykjavík áratugum saman, heldur verið menningarauðgi allrar þjóð- arinnar. Núverandi forstöðumaður Aðvent- kirkjunnar á Íslandi er dr. Eric Guð- mundsson. Aðventkirkjan í Reykjavík 100 ára Skólastarf aðventista er 100 ára en það var upp úr hreyfingu Williams Millers sem Kirkja sjöunda-dags aðventista var stofnuð árið 1863. Kirkjan starfar nú í 209 löndum af þeim 236 sem skráð eru hjá Sam- einuðu þjóðunum. Meðlimir eru um 14 milljónir í dag. Hér er saga þessa starfs rakin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kirkjan Kirkja sjöundadagsaðventista vill halda þeim vonarríka boðskap til skila að Jesús Kristur muni koma öðru sinni til okkar mannanna. Júlíus Guðmundsson Júlíus var óvenju dugmik- ill brautryðjandi ekki bara í skólamálum heldur einnig varðandi heilsurækt og búnaðarmál. Höfundur er prestur Sjöunda dags aðventista.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.