Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Við dugum til að drepa hval og drápið það er okkar val. Við gerum það sem gera skal, ei gungur köllumst barðar. Við stjórnum hér um fold og fjörð, um fiskimið og loft og jörð og enginn hindrar okkar gjörð. Við erum herrar jarðar. Við merjum blóm og myljum grjót og mýrar þurrkum, stíflum fljót, þótt eftir verði örin ljót það aldrei nokkurn varðar. Við herðum okkar hrunadans og hér skal aldrei verða stans þótt allt fari til andskotans. Við erum herrar jarðar. Herrar jarðar Höfundur er skáld. Davíð Hjálmar Haraldsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.