Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 15
LISTAHÁTÍÐIN Sequences var
opnuð í Nýlistasafninu sl. föstudag
með gjörningadagskrá og sýningu.
Hátíðin, sem er samstarfsverkefni
Nýlistasafnsins Kling og Bang og
Bananas, er stór viðburður á ís-
lenskan mælikvarða þar sem 140
listamenn taka þátt í uppákomum
og sýningum út um allan bæ. Lögð
er áhersla á blöndun listgreina og
tímatengda viðburði og gjörningar
hvers konar virðast stór hluti hátíð-
arinnar. Á opnuninni í Nýló, sem
stóð yfir í fjóra tíma, var andrúms-
loft lævi blandið þar sem rökkur og
reykur umlukti rýmið og skapaði
draugslega og eilítið kuldalega
stemningu. Allt verður að gjörningi
á svona hátíð og oft erfitt að sjá
hvort einhver munur sé á listgjörn-
ingum og hefðbundnum skemmti-
atriðum sem fylgja hátíðum eins og
17. júní. Gjörningur Geirþrúðar
Finnbogadóttur Hjörvar var lag
sem hljómsveit spilaði, Gunnhildur
Hauksdóttir var með gjörning þar
sem þrjár aðrar konur sýndu kín-
verska leikfimi. Þetta er ekki nýtt
að listamaðurinn sé eins konar
verkstjóri í verki sínu og láti aðra
vinna það og hér virðist listamað-
urinn vera í aðalhlutverki sem sýn-
ingarstjóri lítilla leik- eða tónlistar-
atriða á meðan flytjendur verkanna
eru í eins konar aukahlutverki.
Þetta sjónarmið nær hámarki í ein-
hvers konar „uppbótaratriði“ Finns
Arnars og Magnúsar Sigurðssonar
sem hvorugur var á staðnum þar
sem annar er staddur í Kína og
hinn í Bandaríkjunum. Flugeld-
urinn minnir auðvitað á Kína og að
listamenn vilja helst skjótast hratt
upp á stjörnuhimininn. Það er ekki
verri hugmynd en hver önnur að
dvelja sjálfur í útlöndum en hafa
statista á Íslandi. Á meðan á opn-
uninni stóð var Snorri Ásmundsson
í búddastellingu inni í glerpíramída
fyrir utan safnið og leitaði hins
andlega. Sá gjörningur ásamt hinni
andlegu austurlensku leikfimi
Gunnhildar endurspeglar vaxandi
áhuga vestrænnar menningar á
möguleikum austurlenskra trúar-
bragða meðan óhugnanlegt og áleit-
ið myndbandsverk Joseph Marzolla
minnir helst á hrylling andsetn-
ingamynda á borð við Exorcist.
Myndbandið er hluti af staðbund-
inni innsetningu listamannsins á
sýningunni sem einnig inniheldur
neonljós og veggskúlptúr þar sem
má sjá svartan kött með glóandi
glyrnur og fagurskreyttan fugl með
hvassar klær. Unnur Andrea Ein-
arsdóttir er einnig með innsetningu
á sýningunni sem byggist á líf-
rænum og leikrænum óhugnaði.
Verk hennar samanstendur af
myndbandi, mjólkandi krúttlegum
hryllingsskúlptúr og gjörningi.
Verk Unnar Andreu og efnistök
bjóða upp á margvíslegar pælingar
og innihalda óvænta og forvitnilega
hluti. Kitsaður skrautlampi á gólfi
reynist gerður að hluta úr manns-
tönnum sem vekur einhverra hluta
vegna sterka viðbjóðstilfinningu og
jafnvel undrun yfir þeirri tilfinn-
ingu. Kristján Zaklinsky á mynd-
bandsinnsetningu þar sem teikni-
myndaveröld nútímans kastast á
veggi og gólf safnsins eins og ein-
hver diskóljós. Öllum þessum
þremur innsetningum fylgir ákveð-
ið hljóð eða tónlist. Skipst er á að
spila verkin svo hægt er að horfa á
hvert og eitt þeirra ótruflað frá hin-
um. Fjórða innsetningin í Ný-
listasafninu er leirskúlptúrar og
teikningar eftir Árna Ingólfsson
sem einnig framdi gjörning á opn-
uninni. Áhugaverðara er þó viðtal
Estrid Þorvaldsdóttur við Árna
ásamt myndum af öðru verki eftir
listamanninn í The End, tímariti
Nýlistasafnsins. Sýningin í heild
hefur yfir sér yfirbragð tilbúins
hráleika sem fer ekki öllum verk-
unum jafn vel en þau eru þó heldur
áhugaverðari og metnaðarfyllri á
lygnum degi en virtist í partístandi
opnunarinnar. Hér hefðu einhverjar
upplýsingar um listamennina og
merkingar um hver eigi hvað í sýn-
ingarrýminu gert góða sýningu
betri.
Óhugnaður, skraut og skemmtilegheit
MYNDLIST
Morgunblaðið/Ásdís
Óhugnaður Unnur Andrea Einarsdóttir sýnir innsetningu sem byggist á lífrænum og leikrænum óhugnaði, segir í dómnum. Verk hennar samanstendur af
myndbandi, mjólkandi krúttlegum hryllingsskúlptúr og gjörningi. Verk Unnar bjóða upp á margvíslegar pælingar og innihalda óvænta og forvitnilega hluti.
Þóra Þórisdóttir
Sequences
Laugavegi 26, Grettisgötumegin
Sýningin stendur til 29. október.
Opið alla daga kl.13–18
Aðgangur ókeypis
Nýlistasafnið –
Gjörningar og sýning
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óskar Árni Óskarsson „Mackay Brown er skáld sem hiklaust má mæla með hvort sem sótt er
í ljóðin hans eða bráðskemmtilegar ritgerðir um lífið á þessum litlu skosku eyjum.“
Lesarinn
Á borðinu liggur bók sem ég keypti úti íEdinborg í vor og var að ljúka við að lesa
og heitir George Mackay Brown: The Life
eftir Maggie Fergusson. Þetta er ævisaga
Orkneyjaskáldsins Mackays Brown sem lést
fyrir nokkrum árum, en hann sendi frá sér
bæði skáldsögur, ljóð og ritgerðir. Hann bjó
nánast alla sína tíð á Orkneyjum að und-
anskildum nokkrum órólegum árum í Ed-
inborg þar sem hann hélt löngum til á kránum
í Rose Street í kompaníi við önnur drykkfelld
skosk skáld. Þessi nýja ævisaga hans er bæði
afar vel skrifuð og heillandi lesning þar sem
ævi hans eru gerð góð skil og einnig sagt frá
hugarstríðum hans, jafnt í skáldskap sem
einkalífi. Hann var einfari en sóttist þó eftir
félagsskap og sambandi við annað fólk eins og
oft á við um slíka menn. Það má benda á að
við erum svo heppin að Aðalsteinn Ásberg gaf
út fyrir nokkrum árum þýðingar sínar á úr-
vali úr ljóðum hans undir heitinu Vegurinn
blái. Mackay Brown er skáld sem hiklaust má
mæla með hvort sem sótt er í ljóðin hans eða
bráðskemmtilegar ritgerðir um lífið á þessum
litlu skosku eyjum.
Óskar Árni Óskarsson rithöfundur
Gláparinn
Þar sem ég er meðlimur í Evrópsku aka-demíunni fæ ég fullan kassa af vönduðum
evrópskum myndum sendan til mín á hverju
hausti. Ein af þessum myndum er athygl-
isverð þýsk kvikmynd sem heitir The Live of
Others og fjallar um hleranir og njósnir
kommúnista í Austur-Þýskalandi í kalda stríð-
inu. Myndin er kannski ekki síst áhugaverð í
ljósi síðustu frétta á Íslandi. Ég geri ráð fyrir
að myndina reki fyrr eða síðar upp á skerið. Á
umslaginu stendur: „Where power is absolute
nothing is private.“
Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri
Morgunblaðið/Kristinn
Hleranir Myndin The Live of Others er kanski ekki hvað síst áhugaverð í ljósi síðustu frétta á
Íslandi en hún fjallar um hleranir, segir Baltasar Kormákur.