Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Síða 5
Unuhúsi í febrúar 1947 og þá breytti Halldór organistanum þannig að hann fékk miklu sterkari drætti frá Erlendi. Það er lítið eftir af Þórði nema organistatitillinn. Þú hefur sennilega áttað þig á því að forleikurinn sem Þór- hallur hlustar á heima hjá sér í byrjun sögunnar, og reyndar líka í lok hennar ef ég man rétt, er auðvitað forleikurinn að Tann- häuser eftir Wagner. Ég hélt mikið upp á þennan forleik og geri enn. Kristján Davíðsson listmálari átti plötuspilara og hann spilaði Tannhäuser stundum fyrir okkur. Allir í sömu átt „Ef allir færu í sömu átt, myndu engir mætast“, það er nokkuð góð setning og eiginlega það eina sem ég man úr þessari sögu, segir Elías Mar. Hætti 35 ára „Aðdáendur Vögguvísu og Sóleyjarsögu hafa velt því fyrir sér af hverju Elías hætti að skrifa. Já, af hverju skrifaði hann ekki fleiri skáldsögur? Hann var ekki nema 35 ára gamall og hafði verið álitinn einn efnilegasti rithöfundur þjóðarinnar. Hann var þó ekki hættur alfarið að skrifa því þrjár ljóðabækur hafa komið út eftir hann síðan og eitt smásagnasafn. “ engin fyrirheit. Líf hans einkennist af tómleika og það er nákvæmlega þess vegna sem Eftir ör- stuttan leik er býsna merkileg skáldsaga. Hér er ekki fjallað um ranglátt auðvaldsþjóðfélag eða söknuð eftir sveitinni, heldur hlutskipti nútíma- manns sem hefur allt til alls en ekkert hald í hefðum, þjóðfélagsstöðu, trú, fjölskyldu. Bubbi getur gert það sem honum sýnist en þrátt fyrir það, eða kannski einmitt vegna þess, blasir ekki framtíðin við honum heldur tómið. Hlutskipti Bubba minnir ofurlítið á existensíalískar and- hetjur eins og þeim er lýst í sögum Sartres og Camus og það mætti líka segja að hann sé and- lega skyldur Hlyni Birni í 101 Reykjavík. Eftir örstuttan leik er ekki bara ein fyrsta alreykvíska skáldsagan sem var skrifuð á Íslandi, hún er fyrsta nútímasaga lýðveldisins. En þótt sagan lýsi fyrst og fremst tilvist- arkreppu ungs manns er ekki þar með sagt að hún hafi ekkert að gera með íslenskt þjóðfélag þegar það var rétt nýbúið að lýsa yfir sjálfstæði sínu og stríðinu var að ljúka. Titill sögunnar vís- ar í gamalt söngljóð Þorsteins Erlingssonar: „eftir örstuttan leik var hver blómkróna bleik/og hver bikar var tæmdur í grunn“. Það er freist- andi að tengja þann „örstutta leik“ við lýðveld- isfögnuðinn og lýðveldisnóttina á Þingvöllum. Bubbi lendir þessa nótt í ástarævintýri á Þing- völlum og getur barn. Þjóðin sameinast þessa nótt og getur nýtt lýðveldi. Þegar leikurinn er búinn blasir veruleikinn við og hann er grárri en búast mátti við. Það er engu líkara en hið unga lýðveldi tapi sakleysi sínu og barnslegum draumum um leið og það kemur í heiminn. Kannski vegna þess að eftir stríð reyndist ekki vera mikið pláss fyrir sakleysi og drauma í ver- öldinni. Í endurminningum sínum Gangstéttir í rign- ingu setur Jón Óskar þessa sögu í áhugavert samhengi. Hann bendir á að sennilega eigi Þór- unn (Elfa) Magnúsdóttir heiðurinn af því að hafa skrifað fyrstu alreykvísku skáldsöguna. Hann á við Dætur Reykjavíkur sem kom út í þremur bindum árin 1933 til 38. Við samanburð þessara tveggja sagna, skrifar Jón Óskar, fást „ein- kennilega glögg skil milli Reykjavíkur fyrir stríð og Reykjavíkur eftir stríð.“ Bæði voru þau Elías og Þórunn kornung þegar þau skrifuðu sög- urnar, Elías var ekki nema 21 árs, bæði velja sér söguhetjur úr stétt betri borgara í Reykjavík og bæði láta þau sögur sínar gerast þegar þjóðin heldur hátíð á Þingvöllum. Þórunn sendir sögu- hetjur sínar á Alþingishátíðina á Þingvöllum 1930 og þar takast „giftursamlegar ástir og framtíðin blasir við söguhetjum hennar með anda ungmennafélagsskaparins svífandi yfir vötnunum ásamt nýjum frjálsræðisviðhorfum“. Söguhetja Elíasar fer til Þingvalla á lýðveldishá- tíðina þar sem stór og langþráður draumur verður að veruleika. En ekkert „geislandi tak- mark skín við söguhetju Elíasar, ekkert nema tómleiki“. Jón Óskar segir einnig frá því að hon- um og Hannesi Sigfússyni hafi lítið þótt til sög- unnar koma þegar hún kom út og þeir hafi undr- ast vinnubrögð Elíasar þegar hann sagði þeim að hann skrifaði alltaf jafnlangan tíma á hverj- um degi upp á mínútu. En Jón les söguna aftur um leið og hann skrifar endurminningar sínar og segir „ég sé nú að við höfum verið of dóm- harðir“. Og hann bætir við: „svo undarlegt sem það er virðist þarna um tímamótaverk að ræða í vissum skilningi, þegar það athugast úr fjar- lægð. Innihaldslaust líf og tómleiki eru orðnir sterkir þættir í bókmenntunum nokkrum árum síðar“. Alls liggja fjórar skáldsögur eftir Elías Mar, tvö smásagnasöfn og fjórar ljóðabækur. Auk þess hefur hann verið afkastamikill þýðandi en helstu þýðingar hans eru þessar: Vonin blíð eftir Heinesen, Óveðursnótt eftir Georges Duhamel og Vinur skógarins eftir Leonid Leonov. Skáld- sögurnar hans eru allar Reykjavíkursögur og þær fjalla allar um ístöðulítið ungt fólk sem ein- hverra hluta vegna finnur ekki taktinn í Reykja- víkurlýðveldinu. Sagan Man eg þig löngum átti að koma út í tveimur bindum og fjalla um ístöðu- lausan pilt í Reykjavík sem uppgötvar að hann er hommi. En pilturinn kemst ekki út úr skápn- um því seinna bindi sögunnar kom aldrei út. Kynhneigð hans fer samt ekkert á milli mála í huga lesanda sem les þessa sögu sextíu árum síðar. Man eg þig löngum er fyrsta bindið í fyrstu „gay-skáldsögu“ lýðveldisins. Sagan kom út 1949 en var skrifuð í Kaupmannahöfn haustið 1946. Vögguvísa er fyrsta unglingasaga hins unga lýðveldis og það er skemmst frá því að segja að hún sló í gegn. Elías skrifaði hana sumarið 1949, sama sumar og hann varð 25 ára. Sagan hefst á innbroti aðfaranótt fimmtudags og endar á sunnudagskvöldi þegar Bambínó liggur í snjó, sem orðinn er að leðju, á Austurvelli fyrir utan Sjálfstæðishúsið (nú NASA) og rifjar upp at- burði síðustu daga. Bambínó er borgarbarn og dregur sitt klíkunafn af dægurlagi. Hann er fimmtán ára, yngstur í hópnum. Um hlutskipi unglinga sem búa ekki í borg er ekkert vitað. Sveitin er jafnfjarlæg og tunglið. Gamla ein- angraða Ísland er horfið. Ísland nútímans með peningaviðskipti og bandarísk dægurmenning- aráhrif er komið til að vera. Unglingana í Vöggu- vísu dreymir ekki endurreisn íslenskrar sveita- menningar, þá dreymir um að vera stælgæjar í flottum fötum. Þeir stunda kaffihúsin og barina, spila billjard, halda partí, safna hasarblöðum og spila grammafónplötur með boogiewoogie- tónlist. Þeir telja sig ekki hafa neinum skyldum að gegna. Þeir ræna peningum til að hala sig upp úr leiðindunum í Reykjavík. Þeir ræna vegna þess að þeir aðhyllast ákveðna fagurfræði. Mál- far þeirra er mjög litað af dægurlögum og kvik- myndum. Elías nam tungutakið á börum, billj- ardstofum og kaffihúsum og tók saman sérstakt „slang-orðasafn“ til að geta skrifað þessa sögu. Hið unga lýðveldi tók einhverja allt aðra stefnu en til stóð. Elías skynjaði betur en nokkur annar árið 1949 að dægurmenning unglinganna átti eftir að leggja heiminn undir sig. Sumar sögur skynja hjartslátt tímans. 79 af Stöðinni eftir Indriða G. Þorsteinsson er þannig saga. Frá Sunnudagskvöldi til mánudagsmorguns eftir Ástu Sigurðardóttur er þannig saga. Vögguvísa eftir Elías Mar er þannig saga. Undirtitill henn- ar er Brot úr ævintýri. Það er skandall að Vög- guvísa skuli ekki vera til í bókabúðum Af hverju hætti hann að skrifa? Svo er það Sóleyjarsaga, merk tilraun Elíasar til að lýsa lífi braggabúa í Reykjavík á sjötta ára- tugnum og skapa um leið breiða þjóðfélagslýs- ingu. Þar er fátæktinni, örvæntingunni, ofbeld- inu, heilsuleysinu, drykkjuskapnum og atvinnuleysinu í braggahverfunum lýst í fyrsta skipti í stórri skáldsögu. Fyrri hluti sögunnar kom út 1954, þegar Elías stóð á þrítugu, en sá síðari ekki fyrr en 1959. Þetta metnaðarfulla verk fékk ekki sérlega góðar viðtökur hjá gagn- rýnendum. Sóleyjarsaga var síðasta skáldsagan sem Elías skrifaði. Um það leyti sem síðari hlut- inn kom út var hann farinn að vinna sem próf- arkalesari á Þjóðviljanum og vann þar þangað til útgáfu blaðsins var hætt 31. janúar 1992. Aðdá- endur Vögguvísu og Sóleyjarsögu hafa velt því fyrir sér af hverju Elías hætti að skrifa. Já, af hverju skrifaði hann ekki fleiri skáldsögur? Hann var ekki nema 35 ára gamall og hafði verið álitinn einn efnilegasti rithöfundur þjóðarinnar. Hann var þó ekki hættur alfarið að skrifa því þrjár ljóðabækur hafa komið út eftir hann síðan og eitt smásagnasafn. Því má bæta við að árið 1960 skrifaði Elías söguþátt til að hylla sin gamla vin og orgelkennara Þórð Sigtryggsson sjötugan. Ragnari í Smára leist svo vel á að hann lét prenta og gefa út sem sérrit. Þátturinn hét „Samanlagt spott og speki“ en þar lætur grall- aralegur, roskinn maður íslenska presta og menntamenn fá það óþvegið, að gamalkunnum íslenskum sið, en tekur svo til við að ræða mjög hispurslaust um kynlíf með unglingspiltum sem fær viðmælaenda hans, ungan menntskæling, til að roðna. Elías segir að sagan hafi farið fyrir brjóstið á þeim sem sátu í úthlutunarnefnd rit- höfundarlauna. Hann fékk ekki rithöfundarlaun næst þegar hann sótti um þau. eldi Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Elías Mar Elías skynjaði betur en nokkur annar árið 1949 að dægurmenning unglinganna átti eftir að leggja heiminn undir sig. Hann kort- lagði hugarfar ungmenna við upphaf lýðveld- isins. Eftir örstuttan leik er ein fyrsta al- reykvíska skáldsagan sem var skrifuð á Íslandi. »Engu að síður má kalla Eftir örstuttan leik tímamótasögu. Hún fjallar um leiða og tómleika í Reykjavík aðeins einu ári eftir að þjóðin sameinaðist á heilagri stund á Þingvöllum til að stofna sjálfstætt lýðveldi Morgunblaðið/Einar Falur Fyrsta bókin „Býsna merkileg skáldsaga.“ Höfundur er heimspekingur og útvarpsmaður. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.