Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 11 Það er sérstök tilviljun að nýjastabók Christophers Hopes, My Mother’s Lovers, skuli koma út á nánast sama augnabliki og 60 eyðn- isérfræðingar senda Mbeki, forseta Suður-Afríku, undirskriftalista um að hann reki heilbrigðisráðherra landsins þar sem hún fullyrði að gul- rætur, rauðrófur og afrískar kart- öflur virki sem lyf gegn sjúkdómn- um. Í My Mot- her’s Lovers meðhöndlar læknir sjúkdóm- inn með þessum sömu rót- arávöxtum og sjúklingurinn deyr – dauða sem sem Hope kallar, í bók sem er lífleg og allt að því ávana- bindandi lesning, dauða af völdum hugmyndafræði. Hér heldur Hope, sem gerður var útlægur frá Suður- Afríku árið 1975 eftir að ljóð hans voru bönnuð, áfram að gera suður- afrískum yfirvöldum gramt í geði með skáldsögu sem er grimmilegt mat á heimalandi hans eftir aðskiln- aðarstefnuna.    Höfuðborgin setur svip sinn, þómeð ólíkum hætti sé, á skáld- sögur þeirra Bjarna Klemenzar, Fenrisúlfur, og Hauks Más Helgasonar, Svavar Pétur & 20. öldin, sem ný- lega komu út hjá Nýhil. Síð- arnefnda bókin segir frá eilíflega miðaldra Kópa- vogsbúanum og bankastarfs- manninum Svav- ari Pétri en fyrrnefnda bókin gerist í skuggum Reykjavíkur, „noise“- tónlistar og norrænnar goðafræði.    Leynilögreglumaðurinn HarryBosch er með símanúmer í Los Angeles (323-244-5631) þar sem hægt er að skilja eftir skilaboð til hans. Það er hægt að hlusta á upp- tökur af rödd hans eða spila skila- boðin sem honum hafa borist. Það má einnig sjá Bosch í myndbandi á You- Tube, leika upphafsatriði Echo Park, nýjustu bókarinnar um hann. Það er næstum eins og Bosch sé raunveru- leg persóna, ekki skáldsagnapersóna Michaels Connellys, sem með Echo Park nær að framkalla enn eina æsi- spennandi glæpasöguna á að því er virðist áreynslulausan hátt. Sé Con- nelly afkastamikill þá er Stephen King svo gott sem óstöðvandi en e.t.v. öllu mistækari spennusagna- höfundur. Með nýjustu bók sinni, Li- sey Story, virðist King þó takast að skapa verulega draugalega spennu- sögu, jafnvel sam- kvæmt hans staðli, sem nær að ásækja lesandann þótt stíl- brigðalega séð verði hún að telj- ast ofhlaðin.    Vonir og von-brigði lífsins setja svip sinn á nýjustu bók Richards Fords, Lay of the Land, þriðju og síðustu bókina um hinn miðaldra Frank Bascome – letilega sögu um hversdaginn þar sem tilbrigðaríkar lýsingar höfund- arins á venjulegu fólki og hversdeg- inum ná að njóta sín vel, þótt hún sé e.t.v. ofhlaðin smáatriðalýsingum. Ritstíll Bills Brysons er öllu líflegri og atvikahlaðnari þó að hér séu það einnig litlu hlutirnir og smáatriðin sem sagan hverfist um. En í bókinni The Life and Times of the Thunder- bolt Kid snýr Bryson aftur til eigin æsku, miðvesturríkjanna á sjötta áratugnum – tímabils sem hafði rúm fyrir ofurhetjur og væntingar. Það er heldur ekki hægt að segja annað en að miðvesturríkin á sjötta áratugn- um, með Bryson sem leiðsögumann, séu frekar ævintýralegur staður. BÆKUR Christopher Hope Michael Connelly Haukur Már Helgason Eftir Guðmund Andra Thorsson indra@simnet.is Ígrein um Íslenska bókmenntasögu Máls ogmenningar eftir Hermann Stefánsson rit-höfund og bókmenntafræðing á vefnumKistan.is – sem Þröstur Helgason vitnaði til í síðustu Lesbók – er lagt út af orðum sem féllu í samtali mínu við Sigurbjörgu Þrastardóttur í Morgunblaðinu um bókmenntasöguna. Sigurbjörg spurði mig um það hvernig strauma síðustu ára- tuga í bókmenntafræðum sæi stað í verkinu og átti þá við póst-strúktúralisma, afbyggingu, femínisma, sálgreiningu, táknfræði, menningarfræði og annað sem áberandi hefur verið síðustu áratugi í nútíma bókmenntafræði, til dæmis hjá afar áhrifaríkum hugsuðum á borð við Foucault og Derrida, Bart- hes, Eco, Lacan, Júlíu Kristevu og fleiri og fleiri. Svar mitt var til þess fallið að valda misskilningi. Ég fimbulfambaði sem sé fyrst eitthvað um að var- ast bæri við ritun bókmenntasögu að einskorða sig við tiltekna tískustrauma. Sigurbjörg var fljót að henda þetta á lofti og spurði mig hvort ég teldi allt það sem fyrr var nefnt vera „tískubólur“. Ekki var það nú kannski alveg það sem ég vildi sagt hafa … Nema hvað: Hermann Stefánsson og Þröstur Helgason virðast á báðum áttum yfir því hvort ég telji virkilega helstu stefnur og strauma síðustu áratuga í bókmenntafræði vera „tískubólur“ – svona eins og jó-jó-æði, Lambada-dansinn og Beta- myndbandstæki. Ég talaði hins vegar um tísku- strauma og það er svolítið önnur hugsun á bak við það orð. Ég vænti þess að báðir taki þeir undir með mér um það að bókmenntafræðin er ævinlega und- irlögð alls kyns tískustraumum eins og önnur mannleg iðja. Við ritun bókmenntasögu þarf að mínu mati töluverða yfirsýn um kenningar og víð- sýni gagnvart því hvað þar kann að nýtast hverju sinni við að bregða ljósi á verkin og höfundana sem til umfjöllunar eru. Ef við ímyndum okkur slíkt rit frá því á sjötta áratugnum þar sem allt væri skoðað í ljósi exístensíalisma þætti okkur það heldur þröngt sjónarhorn, og er ekki þar með sagt að ex- ístensíalismi sé „tískubóla“. Sama máli gegnir um slíkt rit frá miðjum áttunda áratugnum þegar marxismi var afar stríður tískustraumur: ætli okk- ur þætti það ekki fábreytt umfjöllun ef allt væri skoðað út frá marxískum forsendum. Ekki treysti ég mér til að kalla marxisma „tískubólu“ þó að dregið hafi nokkuð úr áhrifum þeirrar stefnu hin seinni ár. Straumar og stefnur í bókmenntafræði allan seinni hluta 20. aldar eru sem sé ekki „tískubólur“ í mínum augum. Ég nefndi við Sigurbjörgu að ég teldi að þessar stefnur flæddu í gegnum skrif þess fólks sem ritaði í bókmenntasöguna. Ég get eig- inlega varla ímyndað mér þann bókmenntafræðing nú á dögum sem ekki hefur orðið fyrir áhrifum frá þessum straumum, og kenningar úr fræðunum hljóta að liggja til grundvallar því hvernig þetta fólk les bækur, hugsar um bækur og skrifar um bækur. Þetta eru með öðrum orðum bókmenntafræðingar. En þessir bókmenntafræðingar eru að rita bók- menntasögu – handa fróðleiksfúsum almenningi. Bæði Hermann Stefánsson og Gauti Kristmanns- son hafa bent á ýmislegt sem betur mátti fara í rit- inu og vantar í það, þrátt fyrir tvö þykk bindi. Það eru þarfar ábendingar. En þetta er ekki „bók- menntasaga sem rúmar allt“. Og á meðal þess sem fellur utan sviðs bókmenntasögunnar eru fræði- legar vangaveltur um kenningar fræðimanna. Til þess höfum við tímaritin – og auðvitað Lesbókina. Tískuþáttur » Straumar og stefnur í bók- menntafræði allan seinni hluta 20. aldar eru sem sé ekki „tískubólur“ í mínum augum. Ég nefndi við Sigurbjörgu að ég teldi að þessar stefnur flæddu í gegn- um skrif þess fólks sem ritaði í bókmenntasöguna. ERINDI Höfundur er ritstjóri IV. og V. bindis Íslenskrar bókmenntasögu. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Þ að er búið að taka mig fastan. Fyrir að vinna í spurningaþætti,“ segir söguhetjan Ram Mohammed Thom- as þar sem hann dúsir í dimmum fangaklefa í upphafi skáldsögunnar Viltu vinna milljarð? eftir indverska rithöfundinn Vikas Swarup Sagan gerist í Indlandi og er sögð af bláfátækum þjóni á unglingsaldri sem er valinn af handahófi til að keppa í sjónvarpsþætt- inum Viltu vinna milljarð? Þjónninn, sem var gefið hið einkennilega nafn Ram Mohammed Thomas til að komast hjá trúardeilum, nær á ótrúlegan hátt að svara öllum tólf spurningunum sem hann fær en það eru aftur á móti alls ekki þau úrslit sem stjórn- endur sjónvarpsþáttarins höfðu vonast eftir. Þeir höfðu vandlega áætlað að sigurvegarinn kæmi fram mun síðar í þáttaröðinni þegar stöðin væri búin að hala inn nægar auglýsingatekjur til að geta greitt milljarðinn. Til að komast hjá gjaldþroti sakar sjón- varpsstöðin Ram um svindl og hann er fangelsaður. Hvernig ætti annars bláfátækur götustrákur, mun- aðarlaus í þokkabót, sem aldrei hefur setið á skóla- bekk, að geta nefnt minnstu reikistjörnu sólkerf- isins eða þekkta persónu úr leikritum Shakespeares án þess að svindla? Tólf þroskasögur Á meðan verið er að pynta játningu úr Ram birtist öllum að óvörum ungur kvenkyns lögfræðingur að nafni Smita sem segir að Ram sé skjólstæðingurinn sinn og forðar honum frá frekari þjáningum. Þrátt fyrir góðvild sína á Smita bágt með að trúa að Ram hafi í raun og veru svarað öllum tólf spurningunum án svindls og hún biður hann um að segja sér allan sannleikann. Þau horfa saman á upptöku af sjón- varpsþættinum og stoppa spóluna í hvert skipti sem þáttarstjórnandinn spyr spurningar. Þá segir Ram Smitu sögu af örlagaríkum atburði í lífi sínu sem útskýrir hvernig hann vissi svarið við viðkom- andi spurningu. Í ljós kemur að hver einasta spurn- ing sem hann var spurður í þættinum tengist viss- um atburði í lífi hans, eins og lífið hafi alla tíð undirbúið hann fyrir þennan spurningaþátt. Þannig vildi það til að drykkfelldur og ofbeldishneigður ná- granni hans í öreigablokk í Delhí var atvinnulaus stjörnufræðingur sem skírði kött dóttur sinnar Plútó eftir minnstu reikistjörnu sólkerfisins. Að sama skapi hafði Ram lært að skammstöfunin INRI er rituð efst á kristna krossa en fram að átta ára aldri hafði hann verið í fóstri hjá presti sem skaut sig eftir að hafa komið að raunveru- legum syni sínum í ástarleik með öðrum presti. Þessar og aðr- ar tíu frásagnir út- skýra fyrir Smitu hvernig ómenntaður og munaðarlaus ung- lingur gat svarað öll- um tólf spurning- unum rétt. Aftur á móti gæti Ram ekki nefnt á nafn forseta Bandaríkjanna eða gjaldmiðilinn í Frakklandi en sem betur fer var hann ekki spurður að því. Siðferðislegar spurningar Bókin skiptist þannig í tólf frásagnir úr lífi Rams og draga þær iðulega fram myndir af ljótari hliðum indversks samfélags í fátækrahverfunum. Lesand- inn fær ítarlegar og áhrifamiklar lýsingar á troð- fullum öreigablokkum, munaðarleysingjahælum og fötluðum börnum að betla og allt er séð með augum hins saklausa og góðviljaða Ram. Hann kynnist mannlegri grimmd í öllum sínum birting- armyndum, verður vitni að morðum, nauðgunum, sifjaspelli og þrælahaldi svo fátt eitt sé nefnt. Um leið varpar sagan fram ógrynni af siðferðislegum spurningum. Ein er sérstaklega fyrirferðamikil en það er spurningin um hversu mikið beri að skipta sér af óförum og óhamingju náungans. Þegar Ram biður leigusalann sinn að koma stúlku í blokkinni til hjálpar, en hún býr við ofbeldi og misnotkun, svar- ar hann: „Við Indverjar búum yfir þeim stórkostlega hæfileika að geta horft upp á kvöl og eymd allt í kringum okkur án þess að það snerti okkur neitt.“ Þá veltir sagan upp spurningum um stéttaskipt- ingu og þá miklu gjá sem skilur að fátækt og ríki- dæmi í Indlandi og víðar. Ram ögrar þessari hefð- bundnu skiptingu með því að sigra í spurningakeppninni og um leið er hann afar með- vitaður um þann usla sem hann hefur valdið. Hann segir í upphafi sögunnar: „Ýmsir munu segja að ég hafi grafið mína eigin gröf. Með því að álpast út í þessa spurningakeppni. Þeir munu benda á mig ásakandi og minna á þau ráð gömlu mannanna í Dhavari að reyna aldrei að príla yfir vegginn sem skilur að fátæka og ríka. Og þegar uppi er staðið, hvaða erindi skyldi bláfátæk- ur veitingaþjónn eiga í spurningakeppni fyrir gáfnaljós? Heilinn er ekki líffæri sem okkur er ætl- að að beita. Við eigum bara hendur og fætur.“ Líkt og spurningakeppnin Viltu vinna milljarð? spyr bókin spurninga, töluvert mikilvægari þó en í sjónvarpsþættinum. En þrátt fyrir alvarlega und- irtóna þá er sagan sögð á gamansaman hátt og er mjög fyndin á köflum. Frásagnarformið er jafn- framt mjög skemmtilegt, sagan er sett saman úr tólf frásögum sem mynda á endanum eina heil- steypta sögu. Einfaldleiki sögunnar, frásagnarmát- ans og boðskaparins er sömuleiðis kostur og kemur í veg fyrir að sagan prediki um of yfir lesandanum. Höfundurinn Vikas Swarup nær þannig að blanda saman gamni og alvöru, í réttu hlutfalli, án þess að annað komi niður á hinu og afraksturinn er afar skemmtileg og í senn áhrifamikil lesning. Þegar stórt er spurt Viltu vinna milljarð? er fyrsta skáldasaga ind- verska höfundarins Vikas Swarup og er hún nú komin út í íslenskri þýðingu hjá JPV-útgáfu. Sagan segir frá munaðarleysingjanum Ram sem verður fyrir því „óláni“ að vinna í spurn- ingaþætti, því í staðinn fyrir að hljóta milljarð í verðlaun er hann handtekinn fyrir svindl. Hann rekur sögu sína fyrir lögfræðingi sínum og út- skýrir hvernig líf hans hefur fram að þessu und- irbúið hann fyrir hverja einustu spurningu í þættinum. Í frásögum hans er dregin upp átak- anleg mynd af fátæktinni í Indlandi en þó er aldrei langt í húmorinn. Swarup „Vikas Swarup nær þannig að blanda saman gamni og alvöru, í réttu hlutfalli, án þess að annað komi niður á hinu og afraksturinn er afar skemmtileg og í senn áhrifamikil lesning.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.