Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 13 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Deborah Voigt, óperusöngkonanfrábæra sem rekin var úr hlut- verki Adriönu á Naxos eftir Richard Strauss í Covent Garden fyrir tveim- ur árum, fyrir það að passa ekki svartan kjól sem hannaður hafði verið fyrir sýninguna, er nú stöðugt í sviðsljósinu, eins og lesendur þessa dálks hafa vænt- anlega tekið eftir. Það varð auðvitað allt vitlaust þegar þetta gerðist og óperuhúsið sat á endanum uppi með skömmina. Voigt tók sér nokkurra mánaða frí frá söng og tók til í sínum málum, en kom svo aftur fram á sjónarsviðið, - aldrei betri. Hún hefur að undanförnu verið að syngja í Metropolitan óperunni og víðar; - en það sem beðið hefur verið eftir er endurkoma hennar í óperur Strauss. Um síðustu helgi gerðist það loks, að hún steig á svið Lýrísku óp- erunnar í Chicago sem Salóme í sam- nefndri óperu. Sjálf var hún búin að segja kankvís að hún ætlaði að dansa Sjöslæðudansinn fræga, - með sjö slæður, en ekki sjötíu og sjö. Spurn- ingin sem brann á gestum var auðvit- að sú, hvort hún myndi í raun dansa Sjöslæðudansinn, þar sem Salóme táldregur Heródes stjúpföður sinn til að fá þá einu ósk uppfyllta að fá höfuð Jóhannesar skírara á silfurfati. Það þarf ekki að orðlengja það, að Deborah Voigt kom, sá og sigraði. Sjöslæðudansinn, er auðvitað ekki að- alatriði óperunnar - en þó ákveðinn hverfipunktur. Gagnrýnandi Gramophone, Ro- bert Hilferty, seg- ir að hún hafi ver- ið örugg og þokkafull og skek- ið sig eins og villi- dýr áður en hún tætti af sér slæð- urnar. Kjarni málsins er þó sá að gagn- rýnendur eru ósparir á efstastigs lýs- ingarorðin um frammistöðu Deboruh Voigt í söngnum og flauelsmjúk sópr- anrödd hennar þykir engu hafa glat- að af fegurð sinni og lit, þótt kropp- urinn hafi rýrnað um tæp sjötíu kíló. Og fagnaðarlætin í Chicago Lyric á laugardagskvöldið voru meiri en þar hafa áður heyrst.    Það kemur sennilega engum áóvart sem þekkja til tónlistar- áhuga Finna, að heyra að versl- unarmiðstöð í tónlistarborginni Tam- pere skuli dæla klassískri tónlist yfir viðskiptavini sína. En fréttin sem barst þaðan á þriðjudag þótti mér í meira lagi sérkennileg, ef ekki bara vond. Koskikeskus verslunarmið- stöðin í Tampere spilar klassíska tón- list við bakdyr mollsins. Bakdyrnar standa í skjóli og veita því vörn gegn veðrum. Þangað hafa unglingar sótt til að spjalla saman og reykja. Ráð verslunarmiðstöðvarinnar til að koma í veg fyrir að krakkarnir kæmu sam- an þarna í skjólinu, var að spila klass- íska tónlist á dágóðum styrk. Versl- unarmennirnir mældu árangurinn með því að gera svolitla rannsókn, og komust að því, að unglingarnir sóttu í bakdyrnar þegar engin tónlist var spiluð, en um leið og klassíkin var sett í spilarann og látin hljóma yfir svæð- ið, voru unglingarnir á bak og burt. Það var dagblaðið Helsinki Sanomat sem sagði frá þessu. Í bænum Lojha, er samskonar til- raun í gangi og kirkjutónlist spiluð í bæjargarðinum frá síðdegi til tíu á kvöldin til að fæla unglinga frá því að safnast þar saman. Verslunarmenn í Tampere segja að stórlega hafi dreg- ið úr skemmdarverkum í versl- unarmiðsöðinni eftir að farið var að spila þar klassíska tónlist. Enginn virðist hins vegar hafa spurt hvað verði um unglingana, né allra hinna spurninganna sem vakna við lestur þessarar fréttar. TÓNLIST Deborah Voigt Richard Strauss Eftir Helgu Þóreyju Jónsdóttur findhelga@gmail.com É g man fyrst eftir Rumours í plötu- skáp foreldra minna þegar ég var lítil stelpa. Þau spiluðu hana aldrei svo ég muni, eflaust verið orðin hundleið á henni eins og svo margir á síðustu árum áttunda áratugarins. Ég dró hana fram sjálf þegar ég var unglingur og reyndi að hlusta á hana, einhver grugg-stjarnan hafði nefnt lagið Gold Dust Woman í viðtali svo að ég varð að athuga málið. Mér þóttu sum laganna góð en ég skildi hana aldrei alveg. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar, eftir að hafa heyrt krassandi sögur um gerð hennar, að ég fór út í búð og keypti mér glæsilega delúx útgáfu með glás af aukalögum og mikilli bók meðfylgjandi. Ég kom heim, lagðist í bælið með heyrnartólin og fór að hlusta. Síðan hef ég ekki hætt. Ég er ekki viss hvort það eru lagasmíðarnar, seiðandi rödd Stevie Nicks eða djúpur sársauki ljóðanna sem heillar mig. Líklega er það allt sem ég nefndi og fleira til. Fleetwood Mac er ein af þessum hljómsveitum sem hafa verið margar hljómsveitir í einni. Til að byrja með var hún skipuð Peter Green, Mick Fleetwood, John McVie og fleirum (ekki tekur að telja allan þann mannskap sem hefur tekið þátt í samstarfi þessu því hann er gríðarlegur). Þetta var undir lok sjöunda áratugarins þegar breska blús- vakningin var í algleymingi. Fljótlega leystist þó upp úr samstarfinu og að lokum yfirgáfu Green og fleiri sveitina. Í dag er þetta tímabil sveitarinnar ávallt nefnt Peter Green’s Fleetwood Mac. Eiginkona John McVie, Christine hafði þá geng- ið til liðs við Fleetwood Mac en hún lagði til við söng og lagasmíðar. Meðlimir sveitarinnar komust í kynni við gítarleikarann Lindsey Buckingham snemma á áttunda áratugunum og vildu fá hann til liðs við sig. Buckingham féllst á það með því skil- yrði að unnusta hans, Stevie Nicks, fengi að vera með. Þótti hinum þetta súrt í broti en létu tilleiðast og árið 1975 gáfu þau út plötu samnefnda sveitinni. Það var lag Nicks, Rhiannon, sem varð helsti smell- ur plötunnar og styrkti það hana mjög innan hljóm- sveitarinnar. Árið 1977 kom svo út Rumours sem hér skal fjallað um. Nokkur átök voru innan Fleetwood Mac á þessum tíma. Nicks og Buckingham voru að ljúka sínu sambandi sem hafði staðið í mörg ár, Christine og John McVie skildu auk þess sem Mick Fleetwo- od var líka að skilja við sína konu. Ekki bætti úr skák að eiturlyfjaneysla innan sveitarinnar náði hæstu hæðum og segir sagan að við gerð Rumours hafi kókaínfjall legið á borði inni í upptökuveri þeirra. Lögin eru stórkostleg. Textarnir fela ekki að þetta er mikil skilnaðarplata. Þeir fjalla um ástir, svik og jafnvel þá bjartsýni sem getur búið að baki sárum sambandsslitum. Lag Stevie Nicks, Dreams, er löngu orðið sígilt. Ljúfsárt ljóð um ást og von- brigði. Eins er Go Your Own Way eftir Buck- ingham löngu orðið eitt af þessum lögum sem allir þekkja. Ég held að nafn lagsins skýri sig sjálft. Fleiri góð er að finna, mér hefur alltaf þótt sérlega vænt um lögin The Chain og aukalag Nicks, Silver Springs. Einnig er Gold Dust Woman fallega seið- andi söngur Nicks sem svo sannarlega leggur lín- urnar fyrir ferilinn sem hún átti fyrir höndum. Það sem mér þykir svo merkilegt við plötuna er að í gegnum grípandi kántrískotið popp er að finna ljóð sem eru alger afhjúpun sálarinnar og á bak við lyfta afburðatónlistarmenn þeim tilfinningum sem textarnir flytja á hærra plan með framúrskarandi hljóðfæraleik og útsetningum. Rumours er full- komin plata um ófullkomið fólk. Fullkomin plata, ófullkomið fólk POPPKLASSÍK Eftir Atla Bollason bollason@gmail.com Það er hefð fyrir því að skipta vestrænnitónlist í þrennt: Popptónlist, djass-tónlist og klassíska tónlist. Popptónlistvísar þá til þeirrar tónlistar sem sprett- ur upp úr „rock’n’roll“- og „rhythm & blues“- tónlistinni á sjötta áratugnum; djasstónlist á einna helst rætur að rekja til New Orleans á öðr- um áratug síðustu aldar og einkennist fyrst og síðast af spuna, en klassísk tónlist vísar í raun til alls sem var samið áður en tuttugasta öldin gekk í garð, og einnig til allrar tónlistar sem er samin fyrir strengja- og blásturshljóðfæri og stærri hljómsveitir, t.d. sinfóníuhljómsveitir. Alþýðu- tónlist og sönglög fyrri ára eru nú á dögum oftar en ekki sett í flokk með klassískri tónlist þótt þau eigi kannski lítið sameiginlegt með upphafinni tónlist evrópsku hástéttanna. Tónlistin ekki breytt Ég er að velta þessu fyrir mér því að mér virðist sem múrarnir sem hafa aðskilið þessi þrjú svið séu orðnir afskaplega veikbyggðir. Þó að það hafi farið að hrikta í stoðum þeirra strax á sjöunda áratugnum (og eflaust fyrr) finnst mér sem allra síðustu ár verði vart þverfótað fyrir múrsteinum úr þessum veggjum! Sérstaklega virðast skilin milli klassískrar tónlistar og popptónlistar hafa verið að mást út upp á síðkastið (en djass og popp fóru að renna saman strax á sjöunda ára- tugnum). Það sem er áhugaverðast í þessu öllu saman er að tónlistin sjálf virðist ekki vera að breytast neitt stórkostlega, heldur er um að ræða breytingu í umfjöllun, kynningu, dreifingu og þ.a.l. á hlustendahópnum. Kveikja þessara vangaveltna er útgáfa plöt- unnar Speaks Volumes með lögum bandaríska tónskáldsins Nico Muhly. Á plötunni er ekki að finna einn einasta rafmagnsgítar eða trommu. Þar er enginn texti, engin viðlög og engin vers. Þar er hins vegar selló, fiðla og klarínetta, og meðallengd verkanna er yfir sjö mínútum. Þrátt fyrir það er plötunni beint til hlustenda sem alla- jafna leggja hlustir við rokk- og popptónlist af ýmsu tagi. Þetta birtist m.a. í því að plötunni er dreift til poppgagnrýnenda (fremur en klassískra gagnrýnenda) og í því að Muhly skyldi leika á ný- afstaðinni Airwaves-hátíð. Annar tónlistarmaður/tónskáld sem liggur beint við að minnast á er Jóhann Jóhannsson, en hann lék einnig á Airwaves. Plötur Jóhanns undir eigin nafni eiga ekkert skylt við popptónlist (ef frá er talin Dís), þær eru hreinræktuð nýklassík sem sækir meira í Steve Reich, Philip Glass og Arvo Pärt en Bítlana eða Radiohead. Engu að síður er hann nú farinn að gefa út á merkinu 4AD, sem er einna þekktast fyrir að hafa haft The Birthday Party og Pixies á sínum snærum, svo og okkar ástkæru Gusgus. Þá hafa poppskrí- bentar fjallað um plötur Jóhanns hérlendis sem og í mörgum erlendum fjölmiðlum. Dæmi af þessu tagi verða sífellt algengari, tón- skáldið Max Richter gefur t.a.m. út hjá Fat Cat, sama merki og indírokkstjörnurnar Animal Col- lective og Sigur Rós eru á mála hjá; og popp- gagnrýnendur fjölluðu um plötu Barða Jóhanns- sonar Häxan – verk í sjö hlutum fyrir 80 manna sinfóníuhljómsveit! Þá grunar mig að Ys, ný plata Joönnu Newsom sem kemur út um miðjan næsta mánuð, verði óravegu frá því að teljast popp þótt eflaust verði fjallað um hana sem slíka. Frá rafpoppi til klassíkur Kammersveitin Alarm Will Sound sendi frá sér plötu á síðasta ári sem ber heitið Acoustica. Á plötunni flytur sveitin lög eftir tónlistarmanninn Aphex Twin. Platan er áhugaverð vegna þess að Aphex Twin er raftónlistarmaður og verk hans einkennast oftar en ekki af fjarveru „raunveru- legra“ eða „lifandi“ hljóðfæra og forrituðum trommutöktum sem ég hélt að væri ómögulegt að flytja án aðstoðar tölvu. Svo er víst ekki og Al- arm Will Sound endurskapar hvert verkið á fæt- ur öðru með hefðbundnum hljóðfærum. Það er sérkennilegt að heyra verk Aphex Twins í þess- um búningi, aðallega því þau hljóma ekkert svo ólíkt rafrænu útsetningunum! Platan virkar því sem eins konar viðurkenning á gildi tónsmíða Aphex; fyrst lögin ganga í samhengi klassískrar tónlistar eru þau væntanlega gjaldgeng hjá öðr- um hópum en ella. Það skiptir líka máli að Alarm Will Sound lék verk eftir Steve Reich á fyrri plöt- um sínum og Aphex því ekki í vondum félagsskap (hann hafði áður starfað með Philip Glass). Þetta er einnig leið fyrir Alarm Will Sound til þess að koma tónlist Reichs til breiðari hóps – hann hef- ur hingað til verið kynntur sem klassískt tón- skáld og umfjöllun verið eftir því, en svona er hægt að ná til áhugamanna um dans- og raf- tónlist. Eilíft líf Umskiptin sem hér eru til umfjöllunar hafa þó sem betur fer aðra og mikilvægari merkingu en bara tilflutning á markhópum. Klassísk tónlist er í eðli sínu viðburður, hún snýst að miklu leyti um það að vera viðstaddur flutning verksins, áhersl- an er á „hér og nú“ þess. Þannig er „ára lista- verksins“ kölluð fram svo ég noti hugtak þýska fræðimannsins Walters Benjamins. Með því að búa klassískri tónlist farveg í plötunni – miðli poppsins – hefur hún tryggt líftíma sinn eftir að frumflutningurinn er afstaðinn. Oftar en ekki er það eini flutningur verksins og gestirnir kannski ekki margir. Vel heppnaðri plötu er ætlað annað hlutverk og meira en að rifja upp tónleika og því öðlast tónlistin í vissum skilningi eilíft líf í stað þess að vera sífelld áminning um viðburð sem er afstað- inn, minning um dauða sinn. „Áran“ þarf að vera innbyggð í tónlistina og nást fram á plötu til að hún glatist ekki. Að mínu mati er þetta mjög æskileg þróun og í takt við breyttar venjur þegar kemur að því að njóta lista, en sífellt fleiri kjósa að njóta listarinnar heima við. Vonandi kemur „plötuvæðing“ klassíkurinnar einnig til með að kippa henni ofan af stallinum sem hún hefur staðið á alla sína ævi og færa hana nær okkur hinum. Popp + klassík = Poppklassík Á plötunni Speaks Volumes með lögum banda- ríska tónskáldsins Nico Muhly er ekki að finna einn einasta rafmagnsgítar eða trommu. Þar er enginn texti, engin viðlög og engin vers. Þar er hins vegar selló, fiðla og klarínetta, og með- allengd verkanna er yfir sjö mínútum. Þrátt fyr- ir það er plötunni beint til hlustenda sem alla- jafna leggja hlustir við rokk- og popptónlist af ýmsu tagi. Er eitthvað að breytast? Jóhann Jóhannsson „Plötur Jóhanns undir eigin nafni eiga ekkert skylt við popptónlist.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.