Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 16
16 | 22.1.2006 að mamma fór á ellistofnun varð það móðir Ólafíu, Þuríður, sem helst sinnti henni utan ættingjanna.“ Systur Braga eru Jóhanna blaðamaður og rithöfundur og Valgerður sem er kenn- ari. „Jóhanna fór mjög ung „að heiman“, giftist og byrjaði að eignast börn innan við tvítugt. Alltaf sama eljan og krafturinn þar. Ég held að við höfum ekki beinlínis verið mótuð af foreldrum okkar. Við fengum að mótast sjálf, þótt visst misgengi væri í þroskaleiðunum.“ Sigurður og Sverrir Hann segir að sér hafi gengið vel í skóla alla tíð. „Eiginlega of vel, þannig að þegar ég komst á gelgjuskeiðið, sem gerðist ekki fyrr en um tvítugt, slampaðist þetta allt nokkuð vel með skólann þótt bækur og önnur áhugamál væru dáldið grípandi. Það tók t.d. heilmikinn tíma að umgangast skemmtilegt fólk af margvíslegu tagi á Lauga- vegi 11.“ Einsog henta þótti með framtíðar bissnissmann nam Bragi við Verslunarskólann og lauk þaðan stúdentsprófi. „Versló var á mínum árum obboð skemmtilegur og líf- legur skóli. Kennaraliðið var ansi misleitt, en þar voru einnig afburðamenn. Ingi Þ. Gíslason kenndi íslensku, bróðir Gylfa Þ. Hann hafði ungur lagt stund á höggmyndalist hjá Einari Jónssyni og sat heima á kvöldin og vann að list sinni. Hann stamaði einsog flest hans fólk, en var yndispersóna og það var nemendum hans mikill harmur, þegar hann lauk lífinu sjálfur vegna ofurviðkvæmni. Svo varð dr. Jón Gíslason mörgum okkar mikill andlegur lærifaðir, þótt líf okkar fæstra þessi árin snerist um klassískan lærdóm. En uppáhaldið mitt var Grímur M. Helgason, pabbi Vig- dísar skálds. Hann kom inní þennan skóla afkomenda kaupahéðna og millistéttarfólks fullur bjartra vona um að glæða áhuga okkar á íslensku. Hann sýndi okkur mikla þolinmæði og ég fékk að vera vinur hans til ótímabærs dauða.“ Að loknu stúdentsprófi starfaði Bragi um nokkurra ára skeið sem blaðamaður á Vikunni og Vísi. Í því fagi kynnast menn mörgum og stöku sinnum eignast þeir vini. Þegar ég bið Braga að nefna eftirminnilegasta mann sem hann hefur kynnst svarar hann: „Ef ég ætti að nefna einn aðila, sem hafði og hefur alla tíð haft áhrif á mitt líf, er það engin heims- eða landsþekkt stórk- anóna á borð við Halldór Laxness eða Sigurð Nordal, þótt þeir hafi vissulega haft mikil áhrif á mína kynslóð, heldur Sigurður Benediktsson blaðamaður og listupp- boðshaldari. Hann varð ungur landsþekktur fyrir björgunarafrek og fékk Carnegie-verðlaunin fyrir. Sig- urður hélt til Danmerkur og lærði blaðamennsku hjá Politiken. Þegar hann kom heim gerðist hann „íhlaupa- blaðamaður“, einsog segir í sögu Valtýs Stefánssonar, hjá Morgunblaðinu og skrifaði nokkur frábær viðtöl þar. Síðan varð hann ritstjóri Vikunnar og hélt áfram sinni iðju, gaf út fleiri blöð, virkjaði Stein Steinarr til að skrifa geðveikt frábæra prósapistla í blað sitt Hádegisblaðið og annaðist síðan blaða- útgáfu fyrir breska og ameríska hernámsliðið. Uppúr 1950 byrjaði hann með bóka- og listmunauppboð og dó frá því um 1970, tæplega sextugur. Ég byrjaði að snúast í kringum Sigurð fyrir tvítugt, aðstoðaði hann við bókauppboðin og sogaðist inní hans hugar- og menningarheim: Fór með honum til Kjarvals, Nordals og Ragnars í Smára, fékk meiraðsegja að vera með honum í kaffiklúbbi, strákkjáni, þar sem saman komu allskyns borgaralegir bóhemar í gamla Sjálfstæðishúsinu. Sigurður var yfirborðs- hrjúfur maður, eilítið kaldhæðinn og vænti ekki of mikils af mannskepnunni. Hann var frábær blaðamaður, sérstakur viðtalameistari, sálar- og stemningaspeglari og ég held hann hafi haft miklu meiri ritræn áhrif á t.d. Matthías Johannessen en nokk- urntíma Valtýr Stefánsson, sem þó var frábær meistari og öðlingur. Ómeðvitað hefur þessi maður mótað mín viðhorf og líf miklu meira en ég hefði kannski stundum kos- ið. Gegnum hann kynntist ég líka Helga Tryggvasyni bókbindara, sem átti 200 tonn af bókum og blöðum geymd á gamla skólapiltaloftinu á Bessastöðum hjá vini sínum Ásgeiri forseta. Þar vorum við um helgar og þangað komu þeirra tíma bókamenn og safnarar og þannig óx þetta í allar áttir inní bókaheiminn. Bækur, innihald og um- gjörð, voru alltaf viðfangsefnið.“ Annar eftirminnilegur maður sem Bragi kynntist var Sverrir Haraldsson listmálari. „Ég kynntist honum uppúr 1960, nokkru áður en hann hélt fræga listsýningu, sem kölluð var „sprautusýningin“ þar sem hann notaði spraututækni við súrrealistíska- abstrakta myndgerð með djúpum fjarhvörfum og olli bæði mikilli hneykslan og að- dáun listheimsins. Sverrir var nánast öll sín fullorðinsár, allt til fráfalls síns árið 1985, haldinn andlegri og líkamlegri fíkn í örvandi lyf. Kona hans, hin frábæra listakona Steinunn Marteinsdóttir, mikil öndvegismanneskja, var orðin svo þreytt á þessu standi, að hún flutti að heiman um þetta leyti. Ég hafði dáldið verið að sniglast í kringum hann við sýningarhaldið, var eitthvað á lausu um þessar mundir, og Sverrir spurði mig sposkur á svip, hvort ég gæti ekki orðið ráðskona hjá sér um tíma. Starf- inu fylgdi að vísu ekki húsnæði, þannig að ég kom daglega um nokkurra vikna skeið og hélt heimili fyrir þennan yndislega og erfiða mann, sem var svo gáfaður og djúpur. Það varð mikið rennerí á listamannsheimilinu, gestir komu og fóru; það var skálað og vakað næturnar langar. Málarinn var höfðingi heim að sækja og í fínu formi og vann að list sinni, þótt húsið væri fullt af gestum. Ráðskonan sauð kálböggla og steikti kótelettur og sá um kaffið, sem var framreitt fyrir málarann allan sólarhringinn.“ Fjölskylda verður til Þessi ráðskonutími Braga hjá Sverri Haraldssyni reyndist örlagaríkur. Þar hitti hann eiginkonu sína. „Já, meðal gesta í þetta bóhemíska hús í Sogamýrinni var ung stúlka, nemandi í leiklistarskóla Leikfélagsins, Nína Björk Árnadóttir. Hún kom all- oft í heimsóknir, las ljóð fyrir gesti, bæði eftir sjálfa sig og frænda sinn Stefán frá Hvítadal. Fyrst var Nína dáldið að skjóta sér í mál- aranum, en svo varð það ekki meir. Hún var smá hvekkt úr fyrri samböndum. Við fórum að hittast og hún sýndi mér æskuljóðin sín og hægt og bítandi urðum við elsk- endur og par.“ Hann segir að foreldrum sínum hafi ekkert litist á ráðahaginn. „Gripurinn var bóhemískur leiklistarnemi með skáldagrillur, bjó hjá ömmusystur sinni, rauðhærð og krúttlega sæt og sexí og klæddist skrýtnum fötum. En við héldum okkar striki, enda deeply in love og gift- um okkur í Skálholtskirkju hjá séra Sigurði Pálssyni haustið 1966. Við fórum svo í brúðkaupsferð til Köben og Parísar. Þennan vetur var ég kennari á Eyrarbakka og við bjuggum í pínkulitlu kökuhúsi og hún ólétt, en hafði áður haldið að hún gæti ekki eignast barn. Árið áður hafði fyrsta ljóðabókin hennar, Ung ljóð, komið út og fengið dúndrandi móttökur og hún sat og prjónaði og orti allt þar til Ari Gísli kom í heiminn í mars 1967. Hún fór í rútunni á fæðingardeildina, fæðingin var langvinn og erfið, drengurinn með stórt höfuð og yf- irlæknirinn Pétur Jakobsson sagði við hina fæðandi konu: „Það er alltaf sama vesenið með þetta rauðhærða fólk,“ enda hafði hann sjálfur einhverntíma verið rauð- hærður. Svo kom hún austur með nýja lífið og þegar fangarnir á Litla-Hrauni voru að reka rollurnar um plássið litu þeir inn í kaffisopa. Þar fékk hún hugmynd- ina að Hælinu, sjónvarpsleikriti, sem var seinna sýnt á flestum Norðurlöndunum.“ Um son sinn og samstarfsmann Ara Gísla segir Bragi: „Hann var mikill og jákvæður félagsmálafíkill sem korn- ungur maður, fór meiraðsegja í prófkjör hjá Sjálfstæð- isflokknum, nam sagnfræði í kaþólskum bandarískum háskóla, vann sem blaðamaður fyrir Moggann um tíma, gaf út efnilegar ljóðabækur, en datt svo í yndislegt fjölskyldulíf fyrir nokkrum árum og hefur unnið með mér í búðinni í yfir tíu ár. Hann er einstaklega umgengnisgóður drengur, kvæntur mikilli öndvegis stúlku, Sigríði Hjaltested leirlistakennara og fóstru, og saman eiga þau ljósgeislann hennar ömmu Nínu, Ragnheiði Björk, sem er 8 ára Landakotsskólanemi.“ Ungu hjónin fluttust aftur til Reykjavíkur næsta haust og Bragi fór fljótlega að vinna sem innkaupafulltrúi hjá Álfélaginu í Straumsvík. „Það var frábær vinnustaður í mótun, rífandi svissnesk nákvæmni og djörfung. Ég smáhækkaði þar í starfi og var í fínu djobbi, þegar við söðluðum alveg um árið 1973. Þá var kominn í heiminn annar strákur, fíngerð og flott týpa, Valgarður. Hann var ballettdrengur í skóla og í sýn- ingum í Þjóðleikhúsinu. Valgarður er orðheppinn spéfugl og var farinn að gefa út frumleg og meinfyndin ljóðakver fyrir tvítugt. Um tíma var hann við nám í Dan- mörku í Alexandertækni. Hann var teikniundur sem barn, en nú smíðar hann og múrar og leggur flísar, enda leikur allt í höndum hans. Hann er dáldið dulur, en kynntist fyrir nokkrum árum yndislegri mannssál, sem heitir Hulda Vilhjálmsdóttir og er myndlistarkona með mikla gáfur. Hún á tvo syni fyrir, þá Elí og Vilhjálm, sem eru ólíkar tvíburasálir og svo eignuðust þau Braga Þór fyrir 10 mánuðum; sá er algjör hnallur – og annað barn er á leiðinni.“ Góðir tímar og verri í Höfn En aftur að ungu hjónunum: „Með þessa tvo pjakka fórum við til Kaupmanna- hafnar. Ég fór í Viðskiptaháskólann og hún fékk inngöngu í Kaupmannahafnarhá- HJÁ BRAGA Brúðkaup Ara og Sirrýj- ar í Þingvallakirkju 1997: F.v. Séra Hjalti Þorkelsson, Bragi, Ari Gísli, Sirrý og Nína Björk. Fjölskyldan 1997: F.v. Valgarður Bragason, Bragi, Sigríður Hjaltested, Nína Björk, Ari Gísli Bragason og Ragnar Ísl. Bragason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.