Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 20
Hátískan hefur sett mark sitt á skíðabrekkur víða um heim undanfarin misseri og sí-fellt fjölgar hönnuðum sem búa til aukalínur með dýrum tískufatnaði og fylgi-hlutum í skíðafríið. Skemmst er að minnast Chanel-skíða og -skíðastafa sem fyr- irtækið gaf ofurfyrirsætum á leið í brekkurnar nýverið, en með þeirri ráðstöfun styrkti fyrirtækið tangarhald sitt á munaðar-hugtakinu og breikkaði vörulínu sína, einvörðungu í markaðssetningarskyni. Ekki er víst að maður renni hraðar niður brekkurnar á skíðum merktum Christian Dior, C-unum tveimur sem auðkenna Chanel, eða öðrum tísku-lógóum og allt eins líklegt að skíðastafirnir, hanskarnir, gleraugun og fína skíðahúfan hverfi um leið og maður leggur það frá sér. En hvað sem því líður er hátískufatnaður í brekkunni og fjallaskálanum (après ski) svo sannarlega svöl nýbreytni. Skíðahjálmar, bakpokar, snjó- og höggþolin úr og eyrna- skjól eru fleiri leiðir til þess að kynna sig og sjálfsagt rétt að skíðaiðkendur séu að verða betur merktir en kýrnar í svissnesku ölpunum, eða hvar sem þær eiga heimkynni. Þegar af skíðunum kemur er úrvalið jafnvel enn meira og allt eins líklegt að tungl- bomsurnar frá Emilio Pucci hreinlega týnist í öllum fjöldanum af samskonar fóta- búnaði, eða reimuðum loðstígvélum frá Marc Jacobs og John Galliano, svo dæmi séu tekin. Reyndar á enginn von á því að rekast á Jacobs og Galliano í skíðalyftunni, en Valentino er hins vegar meira eins og grár (skíða)köttur í háfjallaskálum Gstaad og Jean Charles de Castelbajac á sér langa sögu í hönnun hátækniskíðabúnaðar, til að mynda fyrir Rossignol. Christian Lacroix hefur hannað litríkar og mynstraðar fjallaúlpur undir merkjum Pucci í gegnum tíðina, en fékk hláturskast er hann eitt sinn var spurður hvort hann færi oft á skíði. Markaðssetningu á merktum skíðatískuflíkum virðist aðallega beint að kven- þjóðinni og þótt margir eigi íþróttaföt frá Adidas, Reebok eða Puma er alls óvíst að þeir viti nafnið á hönnuðinum. Það hefur ekki verið aðalatriðið hingað til. Stella McCart- ney gæti orðið til þess að breyta þessu, en hún hefur sett tvær íþróttafatalínur á markað undir merkjum Adidas. Adidas hefur líka fengið Jeremy Scott til liðs við sig og Puma er í samstarfi við Alexander McQueen og Neil Barrett. Neil Barrett hefur reyndar líka hannað vörur hjá Emilio Pucci fyrir Rossignol. Franski skíðafataframleiðandinn Ellesse bað Eley Kishimoto að hanna flíkur og uppskar klæðnað í sixtís-stíl. Þá hefur snjóbrettavörufram- leiðandinn Burton ráðið Paul Smith til þess að hanna fyrir sig og svo mætti lengi telja. Þar sem útlitið er allt í skíðabrekkunum um þessar mundir væri kannski ráð að verja sig gegn helstu tískuglæpunum með því að hafa samband við sérfræðinga (www.ifyouski.com). | helga@mbl.is TÍSKA | HELGA KRISTÍN EINARSDÓTTIR TÍSKUGLÆPUM FÆKKAÐ Í SKÍÐABREKKUNUM L jó sm yn di r: Þ or ke ll Skíða- og snjóbrettatískan eru að renna saman og margir velja snjó- brettaföt fyrir skíðaferðina. Billabong buxur og jakki, 11.900 kr. og 27.900. Option „sweet“ bretti, bind- ingar og Exus-skór, pakka- verð: 54.995. Verslunin Brim, Kringlunni og Laugavegi. Chanel-taska fyrir skíða- skálann, hanskar sem ekki borgar sig að leggja frá sér, skíðaskálatíska Dior, Marc Jacobs tungl- stígvél, Chanel- loðstígvél og Dior- skíðagleraugu, sem líka fást í bleiku og fjólubláu fyrir smáfólkið. Ellesse fékk Lundúnatvíeykið Eley Kishi- moto til að hanna skíðaföt og uppskar þessa frumlegu nálgun. Allt í stíl. Skíðabrekkusett frá Neil Barrett hjá Emilio Pucci fyrir Rossignol. Ralph Lauren er einn þeirra sem hanna tískuföt fyrir skíðafólk; línurnar eru tvær og útgangspunkt- arnir annars vegar tíska og hins vegar frammistaða. Það fer ekki saman. Takið eftir silfr- aða flugmanna- skíðajakkanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.