Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 24
24 | 22.1.2006 L ögaldur skiptir engu, hæfileikar öllu, þegar kemur að listinni. Þetta veit Einar Örn Bene- diktsson, forsprakki hljómsveitarinnar Ghost- digital. Og hann veit líka að þegar kemur að listinni má enginn hæfileikamaður gjalda ættartengsla. Þrettán ára sonur hans, Hrafnkell Flóki Einarsson, kemur því fram með sveitinni á tónleikum, nú síðast á nátt- úruverndargleðinni í Laugardalshöll, og vekur athygli fyrir trompetleik sinn og laglega sviðsframkomu. Einar Örn hefur sjálfur blásið í rörið með ýmsum sveitum gegnum tíðina og af því hljóðfærið var til á heimilinu hlaut að koma að því að Hrafnkell tæki það upp og núna er hann á 6. ári í trompetnámi. „Fyrsta skiptið sem ég spilaði af viti á trompet var á sándtékki fyrir Grindverk; þá kunni ég bara að blása í munnstykkið en fékk áhuga á að halda áfram og fór að læra hjá Lár- usi Grímssyni í Lúðrasveit Vesturbæjar sem ég spila enn þá með, og stundum líka með Lúðrasveit Reykjavíkur.“ Að spila með lúðrasveit og tölvurokksveit einsog Ghostdigital er tvennt ólíkt en jafn gaman að hans mati. „Maður er frjálsari í Ghostdigital og getur imp- róvíserað en í lúðrasveitinni er farið eftir nótum.“ Hann kveðst hafa verið dálítið kvíðinn fyrst þegar pabbi hans lagði til að hann kæmi fram með sveitinni en „síðan hefur þetta verið mjög gaman. Og ég sé ekki fyrir mér að ég hætti að læra eða spila á næstunni. Alveg frá því ég var lítill hefur svarið við spurn- ingunni: Hvað viltu verða? verið: Tón- listarmaður.“ Hrafnkell Flóki gerir ekki á þessu stigi uppá milli tónlist- argreina en hlustar núna mikið á gamalt pönk. En hvað um Sykur- molana? „Já, ég kann, held ég, öll lögin þeirra á gítar og finnst þeir mjög fín hljóm- sveit.“ Þrátt fyrir músíkina gengur Hrafn- keli vel í skóla og hann hefur tíma fyrir annað áhugamál sem er íshokkí. ath@mbl.is H R A F N K E L L F L Ó K I E IN A R S S O N LOFAR GÓÐU L jó sm yn d: Þ or ke ll „Maður er frjálsari í Ghostdigital og getur impróvíserað en í lúðrasveit- inni er farið eftir nótum“ K úluspil er leikur sem fylgt hefur manninum í árþúsundir. Í árdaga voru kúlurnaraðallega gerðar úr leir eða marmara og því jafnan kenndar við síðarnefnda hrá-efnið, marmara. Orðið marmari er dregið af gríska orðinu marmaros, sem merk- ir gljáandi steinn. Litskrúðugar marmarakúlur, oft úr gleri, voru algeng leikföng allt fram undir lok tuttugustu aldar, en eru sjaldséðari í dótakössum í seinni tíð. Margir hafa lagt það fyrir sig að safna marmarakúlum og ef grannt er skoðað leynist mikil sérhæfing í þeirri tegund af söfnun, eins og annarri. Marmarakúlur eru flokkaðar eftir stærð, gerð, framleiðanda, aldri, stíl, hráefni, framboði og umbúðum, sem hefur sitt að segja í verð- lagningu og mati. „Ljótar“ en sjaldgæfar marmarakúlur, geta því verið jafn mikils virði og hágæða framleiðsla. Fjöldi bóka hefur verið ritaður um marmarakúlur og einnig er hægt að taka þátt í uppboðum á þeim á netinu. Þá eru haldnar ráðstefnur fyrir marm- arakúlusafnara. Marmarakúlur eru ýmist handgerðar, framleiddar í vélum eða hvort tveggja. Þær hafa verið búnar til úr grjóti, fílabeini og postulíni, auk leirs, marmara og glers, sem fyrr er getið. Er litarefnum þá dreypt í glerið á meðan það er bráðið til þess að búa til hinar kunnuglegu litaslæður innan í kúlunum, sem minna óneitanlega á marmara. Til eru margskonar leikir með marmarakúlum og er bæði hægt að taka þátt í heims- meistarakeppni og spreyta sig á kúluspili í tölvunni. SAGA HLUTANNA | MARMARAKÚLUR Í safnið eða spilið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.