Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 21
Rauðklæddar gyðjur komu flatt upp á tískurýna Golden Globe-hátíðarinnarí Hollywood, þar sem sjónvarps- og kvikmyndastjörnur tóku við verðlaun-um erlendra fréttamanna í 63. sinn. Þær sem völdu rauðglóandi á varir og búk voru Ann Hathaway, Geena Davis, Scarlett Johansson, Eva Longoria, Maggie Grace og Laura Linney, svo dæmi séu tekin. Geena Davis gekk reyndar alla leið með rauðum lit á tám, höndum og vörum. Johnny Depp var djarfur og mætti í rauðri skyrtu, en fékk refsistig fyrir fráganginn á hárinu. Hollywood-gyðjurnar virðast þar með kæra sig kollóttar um mjúku og ljósu litatónana sem flætt hafa yfir tískusýningarpall- ana að undanförnu, enda vel við hæfi að vera þess heldur í stíl við rauða dregilinn, eins og stjörnum sæmir. Scarlett Johansson var ein skærasta (og yngsta) skarlatspæjan í kjól frá Valentino og með upphafinn barm. Eva Longoria valdi kjól frá Bob Mackie og Geena Davis var í hlýralausum Escada kjól með perlusaumuðum upphlut. Hilary Swank setti met á óskarsverðlaunahátíð- inni í fyrra með flegnasta baksvipnum og hélt uppteknum hætti í kjól úr smiðju Jean Yu. Fleiri sem þorðu að fylgja dæmi hennar voru Sandra Oh, Teri Hatcher og Renee Zellweger. Ýmsar leikkonur klæddust viktoríönskum blúndum, að hætti tískupallanna, til að mynda Gwyneth Paltrow, sem var siðprýðin uppmáluð í ólét- tukjól, og Kate Beckinsale. Charlize Theron valdi stuttan kjól (í trássi við flestar) og Sarah Jessica Parker var fáguð að vanda með uppsett hár og hálsmen (sjaldséð í ár). Eyrnalokkar, armbönd og hringir voru helstu fylgihlutirnir og stiletto-hælar sem stirnir á eru önnur nýbreytni. Konur yfir fertugu eru fyrirferðarmiklar í Hollywood í seinni tíð, þrátt fyrir alla æskudýrkunina, og var Geena Davis líklega raunverulegasta kona kvöldsins. Aug- ljóst er að hún sniðgengur bæði ljósabekki og lyftingatæki og spékopparnir í andlit- inu eru alveg ekta. Hún lítur vel út og er aldri sínum trú, án þess að virðast reyna of stíft (heyrirðu það, Melanie Griffith!). | helga@mbl.is Rautt á rauða dreglinum Eva Longoria fékk tískustig að þessu sinni í kjól frá Bob Mackie. Laura Linney í kjól frá Valentino. TÍSKA | HELGA KRISTÍN EINARSDÓTTIR Mischa Barton í rúbínrauðum en óþekktum kjól. Maggie Grace, Lost, í kjól frá ónefndum hönnuði. A P Geena Davis, eðlileg ásýndar í hlýralausu frá Escada. Scarlett Johansson sýnir barminn með fulltingi Valentino. R eu te rs Johnny Depp Hótel Ö r k Árshátíðir Veislur Fundir Hefur þú komið á Hótel Örk nýlega? Hótel Örk er glæsilegt ráðstefnu og fundahótel þar sem saman fara góð fundaaðstaða og úrvals veisluþjónusta. Eftir umfangsmiklar endurbætur er hótelið á ný meðal glæsilegustu hótela landsins. Hótel Örk er tilvalinn staður fyrir viðburði af ýmsu tagi svo sem árshátíðir, brúðkaup, fermingarveislur, o.s.frv. Njótið sundlaugarinnar, heitu pottanna og jarðgufubaðsins áður en sest er niður við kræsingar, í veislusölum Hótels Arkar. Sælulykill fyrir 2 Þriggja rétta kvöldverður, gisting í tvíbýli og morgunverður af hlaðborði. Verð einungis 14.900,- krónur Hafðu samband í síma 483 4700 www.hotel-ork.is, info@hotel-ork.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.