Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 27
22.1.2006 | 27 SMÁMUNIR… Flestir þeir sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús kann- ast við hversu óspennandi fatnaðurinn er sem nætur- gestum spítalanna er gert að klæðast. Litlaus, opinn í bak- ið og oft teygður eftir mörg hundruð umganga í þvottavél- inni gerir hann lítið fyrir sjálfsmynd sjúklinganna, sem þurfa þó verulega á jákvæð- um hugsunum að halda. Bandaríski innanhússhönnuð- urinn Margaret Feodoroff fann rækilega fyrir þessu þeg- ar hún gekkst undir geisla- meðferð vegna húðkrabba- meins árið 2002. Ásamt yngri systrum sínum, Patty og Claire, sem skömmu síðar undirgekkst einnig krabba- meinsmeðferð, ákvað hún að tími væri kominn til að breyta til. Þær hönnuðu og settu á markað fatnað undir vöru- merkinu Original Healing Threads sem ekki einasta er fallegur í útliti heldur einnig þeim eiginleikum gæddur að hægt er að opna hann með lítilli fyrirhöfn á mismun- andi stöðum, allt eftir þörfum hverju sinni. Á skyrtum má bera brjóstsvæðið að hluta eða að fullu, ermarnar eru útbúnar með tilliti til þess að auðvelt sé að bretta þær upp þegar koma þarf nálum að handleggjum sjúk- lingsins, auðvelt er að opna skyrturnar í bakið, buxna- skálmar er hægt að opna að utanverðu og góðir vasar eru á flíkunum fyrir persónulegar eigur sjúklingsins. Markmiðið er að sögn þeirra systra að sýna konum sem berjast við krabbamein að þær geti haldið virðingu sinni, litið vel út og klæðst þægilegum fatnaði meðan á með- ferð við sjúkdómnum stendur. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu systranna www.spirited-sisters.com en þar er einnig hægt að festa kaup á fatnaðinum sem kost- ar á bilinu 75 til 195 dollara. Með virðingu að leiðarljósi Hvernig er hægt að eyða jafnmiklum peningum ogmilljónamæringarnir eiga?“ spurði unglingsstúlkapabba sinn og hann kumraði af ánægju því þessa dagana er auðvelt fyrir unglinga að finna fyrirmyndir á meðal alþjóðamilljónamæringa, alþjóðafegurðardrottninga og mel- ankólískra krútta sem vilja vinna milljón í „raunveruleika“- þætti þar sem allir fara í sleik og gráta – en eru umfram allt fæddir til að vinna milljón. Svo pabbinn fagnaði vangaveltum dótturinnar sem á bágt með að skilja hvernig hægt sé að eiga margar milljónir án þess að brauðfæða þorp í Afríku og taka þátt í fegurðarsamkeppni án þess að líða eins og kjána. Samt er hún sætari en strásykur og hefur aldrei fundað með femínistunum sem ónefnt dag- blað (óþarfi að bera í bakkafullan lækinn) hnýtti í líkt og um væri að ræða talsmenn félags raðnauðgara þegar þeir krít- iseruðu fegurðarsamkeppnir mitt í öllu fréttafárinu af ungfrú heimi. Keppnir sem þykja víða tvíbent sverð, en eftirsóknarverðar í ákveðnum kreðsum bjútíbransans og á meðal fólks sem hefur strandað í úreltum kreddum sem ættu að vera hornreka í nútímasamfélagi (afsakið hrokann). Það er að segja ef almenningur í þess- um útþvælda heimi veitir þeim mikla athygli, allavega leyfi ég mér að efast um að þorri indverskrar alþýðu hafi sent SMS eða netatkvæði í keppnina ungfrú heimur. Núna tuða kannski ein- hverjir: „Hún ætti bara að vita um öll fátæku börnin og góðgerðarsamtökin sem njóta góðs af feg- urðarsamkeppnum og milljónamæringum, þessi öfundsjúka og rætna hallærismanneskja! En þeim er hjartanlega velkomið að tuða yfir mér og hinum femínistunum. Öllum er frjálst að hafa skoðanir og auk þess fásinna að annarlegar hvatir liggi að baki því að horfa gagn- rýnum augum á fegurðarsamkeppnir, enda grunar mig að fólk bendli sig varla við femínisma nema því sé mikið hjartans mál að stuðla að velsæld kvenna, einnig þeirra sem hafa slysast í fegurðarsamkeppnir. Svo eru þeir örugglega einhverjir pen- ingasafnararnir sem græða á fegurðarsamkeppnunum á einn eða annan hátt, jafnvel þótt búið sé að markaðssetja þær sem persónuleikapróf og hjálparstarfsbatterí. Þannig er því oft far- ið. Græddu milljarða og gefðu svo hjálparsamtökum nokkrar milljónir – og þú verður dýrlingur. Lækkaðu söluvarning þinn um nokkur prósent sem leiða til kaupgleði – og þú verður himnaríki. Fáðu stelpur til að spóka sig um á bíkiníi – og þú verður bjargvættur heimsins, ef þú býður þeirri lögulegustu í ferðalag að hitta fólk sem lifir við hungurmörk. Auðvitað er þakkarvert að auðmenn styrki góð málefni og heimsfegurðardrottningin okkar virðist vera elskuleg mann- eskja – og ólíkt gáfulegri en keppnin sem hún vann. Það sem stuðar hallærismanneskjuna eru viðmiðin sem virðast ríkja of- ar öllu í samfélaginu. Þegar svo er komið að stór hluti fjöl- miðla ásælist það sem með réttu tilheyrir gulu pressunni og veltir sér svoleiðis upp úr fjárfestingum milljarðamæringa, fegurðarsamkeppnum og veisluhöldum glæsipara að ætla mætti að Reykjavík væri úthverfi í Los Angeles; þegar almenn- ar fréttaskýringar um pólitík, umhverfisvernd og menningu víkja fyrir æsifréttum af fjárfestum, áhugamálum og gleðskap þeirra, en erlendar fréttir fyrir myndum af ungfrú Taílandi; þegar helstu fréttir frá Íslandi eru þær að Andrésína Önd & Jóakim Aðalönd hafi keypt tískubúð á Strikinu – já, í annarri eins glimmertíð er best að fela sig undir teppi með ævisögu Maríu Teresu, enda gleðjast feður þegar unglingsdæturnar geispa yfir þessu öllu saman og kreista bólu, hundaskítsama um fegurð & fjárfestingar. Fallegustu dætur heims í augum þeirra. | audur@jonsdottir.com Glimmertíð – fegurð & fjárfestingar Pistill Auður Jónsdóttir Líkt og um væri að ræða talsmenn félags raðnauðgara þegar þeir krítiseruðu feg- urðarsamkeppnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.