Morgunblaðið - 14.02.2006, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HALLI á rekstri Landspítala – há-
skólasjúkrahúss (LSH) var 283
milljónir króna á síðasta ári sam-
kvæmt bráðabirgðauppgjöri en
rekstrarkostnaður nam tæpum 30
milljörðum króna. Fór spítalinn því
um 1% fram úr fjárheimildum sín-
um en rekstur flestra sviða spít-
alans er innan áætlunar eða mjög
nálægt áætlun. Aðeins tvö svið eru
með rekstrarkostnað sem er meira
en 4% umfram fjárheimildir en það
eru slysa- og bráðasvið og lyflækn-
ingasvið I. Þau sinna bæði umtals-
verðri bráðaþjónustu og hefur
starfsemi þeirra aukist verulega frá
fyrra ári.
LSH fékk greidda rúmlega 26,8
milljarða króna á fjárlögum á síð-
asta ári og um 2,5 milljarða í sér-
tekjur. Gjöldin voru samtals rúm-
lega 29,5 milljarðar og frávikið því
283 milljónir króna. Er þetta svip-
aður tekjuhalli og árið 2004 en þá
var hann rúmlega 289 milljónir
króna.
Launagjöld eru langstærsti
kostnaðarliður spítalans eða 19,6
milljarðar sem er um 5,8% meira en
árið 2004. Um 3.850 stöðugildi voru
á LSH á síðasta ári. Lyfjakostn-
aður var um 2,4 milljarðar, þar af
var kostnaður við svokölluð S-
merkt lyf rúmlega 1,5 milljarðar
króna eða tæplega 3% meiri en árið
2004. Þó var sá kostnaður um 4,3%
minni en áætlanir höfðu ráð fyrir
gert.
Komum á göngudeildir fjölgar
og legudögum fækkar enn
Komum á göngudeildir spítalans
fjölgar um 4,9% frá fyrra ári og um
0,4% á dagdeildir. Er þetta í takt
við stefnu sjúkrahússins og þró-
unina í hinum vestræna heimi. Að
auki fjölgar komum á slysa- og
bráðamóttökur um 7,7%. Hins veg-
ar fækkar sjúklingum á sólarhring-
sdeildum um 1,5% og legudögum
um 0,7%.
Fæðingum fjölgaði um 2,2% á
síðasta ári, skurðaðgerðum um
1,9%, hjartaþræðingum um 14,8%
og kransæðavíkkunum um 22,1%.
Þetta kemur m.a. fram í stjórn-
unarupplýsingum LSH fyrir síðasta
ár.
16% færri bíða eftir aðgerð
Fækkað hefur á biðlistum eftir
þjónustu spítalans síðustu þrjú ár-
in. Fyrir ári biðu 2.585 eftir skurð-
aðgerð á spítalanum en nú bíða
2.167 sem er rúmlega 16% fækkun
á einu ári.
Í flestum sérgreinum er engin
bið eða bið sem talin er eðlileg eða
viðunandi. En í nokkrum sérgrein-
um er bið of löng þó svo hún hafi
styst í flestum þeirra, segir í stjórn-
unarupplýsingunum.
Flestir bíða eftir skurðaðgerð á
augasteini þótt umtalsverð fjölgun
hafi orðið á þeim aðgerðum síðustu
árin. Nú bíða 816 eftir þeirri aðgerð
en á sama tíma í fyrra biðu 1.149.
Samsvarar það tæplega sjö mánaða
biðtíma að meðaltali en biðin nam
tæpum ellefu mánuðum á sama
tíma í fyrra. Í fyrra biðu 108 eftir
aðgerð vegna vélindabakflæðis og
þindarslits en nú bíða 39 eftir slíkri
aðgerð sem samsvarar rúmlega
þriggja mánaða biðtíma í stað rúm-
lega sex mánaða í fyrra. Eftir
gerviliðaaðgerð á hné bíða nú 123
einstaklingar sem þýðir tæplega
átta mánaða bið og eftir gerviliða-
aðgerð á mjöðm bíða 116 og sam-
svarar það tæplega fjögurra mán-
aða bið að meðaltali.
Bið eftir gerviliðaaðgerðum hefur
lengst. Eftir hjartaþræðingu bíða
163 einstaklingar en í fyrra biðu
212 og 8 bíða eftir kransæðavíkkun.
Enn bíða mjög margir á spítalanum
eftir vist á hjúkrunarheimili eða bú-
setuúrræði á vegum félagsmálayf-
irvalda. Yfir áttatíu einstaklingar
bíða eftir vist á hjúkrunarheimili og
yfir 70 eftir búsetuúrræði.
Kostnaðargreining klínískrar
starfsemi og innleiðing DRG (Diag-
nosis Related Groups) á deildir
LSH hefur staðið yfir í fimm ár og
er í meginatriðum lokið. Unnið er
að því að fínstilla ýmis atriði til að
spítalinn geti notað DRG kerfið við
áætlanagerð á sviðum og dreifingu
fjár innan spítalans. Síðustu tvö ár-
in hefur verið lögð umtalsverð
vinna í greiningu kostnaðar við tvo
meginþætti háskólasjúkrahússins
þ.e. kennslu og rannsóknir. Þeirri
vinnu er nær lokið og verður kynnt
síðar í þessum mánuði. „Nágranna-
lönd okkar hafa öll breytt fjárveit-
ingaraðferð sinna sjúkrahúsa og
mikilvægt er að við fetum í fótspor
þeirra hér á landi,“ segir í inn-
gangsorðum Önnu Lilju Gunnars-
dóttur, framkvæmdastjóra fjár-
reiðna- og upplýsinga í stjórnunar-
upplýsingunum.
Morgunblaðið/ÞÖK
Komum á slysa- og bráðadeildir LSH fer fjölgandi. Árið 2005 voru þær 7,7% fleiri en árið á undan.
Um 1% halli á
30 milljarða
rekstri LSH
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
„ÞETTA er sam-
kvæmt okkar spá
frá því í haust og
er mjög lítið frá-
vik í prósentum.
Við erum því
þokkalega sátt
við þetta. Við
höfum smátt og
smátt verið að ná
þessum árangri.
Við erum að reka
spítalann fyrir sömu fjármuni ár eft-
ir ár en erum að framleiða meira,“
segir Anna Lilja Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri fjárreiðna- og
upplýsinga á LSH, um bráðabirgða-
uppgjör spítalans fyrir síðasta ár.
Hún bendir á að aukning hafi orð-
ið í mörgum aðgerðum og góður ár-
angur náðst í að stytta biðlista. Bið
eftir gerviliðaaðgerð hafi þó lengst
en það skýrist m.a. af því að fresta
hafi þurft aðgerðum vegna flensu-
faraldurs sem var óvenju skæður.
Aðspurð hvað valdi því að sjúkra-
húsið sé þó rekið með 1% halla segir
Anna Lilja að sparnaðarkrafa í
rekstri spítalans undanfarin ár skýri
m.a. frávikið. „Í skýrslu Ríkisend-
urskoðunar sem kom út í desember
kom fram að við erum að reka spít-
alann fyrir nær sömu fjármuni frá
árinu 1999 þrátt fyrir talsvert aukna
starfsemi.“
Á sama tíma hafi íbúum landsins
fjölgað, m.a. hafi íbúum á suðvest-
urhorni landsins fjölgað um 9% og
þar af öldruðum um 8,5%. Samlegð-
aráhrif í kjölfar sameiningar sjúkra-
húsanna í Reykjavík árið 2000 og
endurskoðun verkferla hafi gert það
að verkum að aukin starfsemi á LSH
hafi ekki leitt til aukins rekstr-
arkostnaðar. En nú sé sameining-
unni lokið, samlegðaráhrif að fullu
nýtt þar til nýr spítali verði tekinn í
notkun og starfsemin sameinuð und-
ir eitt þak. Af þessum ástæðum megi
búast við því að rekstrarkostnaður
aukist á næstu árum í takt við fjölg-
un íbúa og þá sérstaklega fjölgun
aldraðra. Hjá því verður ekki kom-
ist, að sögn Önnu Lilju. „Núna förum
við að síga upp á við í takt við fjölg-
un þjóðarinnar og fjölgun aldraðra,“
segir hún um rekstarkostnað spít-
alans næstu árin.
Meiri starfsemi fyrir sömu fjármuni
Anna Lilja
Gunnarsdóttir
NEMENDUR Menntaskólans við Sund stefna
að því að setja heimsmet í lestri á Íslend-
ingasögum en maraþonlestur hefur staðið yfir
síðan á hádegi á sunnudag og er stefnt að því
að ljúka lestrinum á hádegi í dag. Er þetta
hluti af þemaviku í skólanum en henni lýkur
síðan með árshátíð nemendafélagsins.
Að sögn Hjördísar Öldu Hreiðarsdóttur, Ár-
manns MS, er lestrarmaraþonið liður í því að
safna áheitum fyrir Barnaheill en í fyrra söfn-
uðust peningar til að byggja skóla í Kambódíu.
Lesið alla nóttina
Aðspurð hvernig nemendur skólans tækju í
lestrarátakið sagði Hjördís að viðbrögðin
hefðu verið góð. Lesið hefði verið alla nóttina
og hefði mætingin verið feikigóð, en hver nem-
andi les í um fimm til tíu mínútur. Í vikunni er
hefðbundið skólastarf fellt niður og sagði
Hjördís Þorgeirsdóttir, konrektor skólans, að
nemendur fengjust við ýmiskonar verkefni er
tengdust þema vikunnar, sem er íslensk menn-
ing. Bekkirnir væru meðal annars að gera
verkefni um íslenska matreiðslu, sælgæti og
hefðu nemendur eins bekkjarins meðal annars
heimsótt Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri
í verkefni tengdu íslensku kúnni.
Íslenska sauðkindin og prjónn
Þemaverkefni þriðja bekkjar d var að þessu
sinni íslenska sauðkindin og aðspurð hvers
vegna hún hefði orðið fyrir valinu sögðu nem-
endur bekkjarins að hún væri fallegasta kind-
in, mun fallegri en sú breska til dæmis. Unnið
væri að heimildamynd sem stefnt væri að sýna
í Húsdýragarðinum auk þess sem þau hafa
samið rolluljóð, rollurapp og rolludans. Mikil
stemning var í stofu bekkjarins en grunur lék
á að svefngalsi væri í mönnun en nemendur
bekkjarins höfðu verið vakandi síðan þrjú um
nóttina þegar þau lásu í maraþoninu.
Í þriðja bekk s sátu nemendur og prjónuðu.
Að sögn karlkynsnemenda í bekknum var
handavinna ekki þeirra uppáhaldsfag í grunn-
skóla en höfðu þó gaman að því að taka í prjón-
ana núna. Þeir hefðu verið fljótir að læra en
enginn hefði þó kunnað að prjóna í bekknum
fyrir utan eina stúlku, Önnu Sigríði Jóns-
dóttur, en hún kenndi öllum grunnatriðin.
Spurðir um prjónaskap í framtíðinni sögðust
strákarnir ætla að sjá til með það.
Morgunblaðið/Ómar
Gunnar Jónsson, Arnar Ágústsson, Þórður Ragnar Gissurarson, Gunnar Steinn Jónsson og
Rúnar Steinn Benediktsson munda prjónana undir leiðsögn Önnu Sigríðar Jónsdóttur.
Dana Rún Hákonardóttir og Nína Björk Valdimarsdóttir sýna mynd af rauðri rollu.
Jón Grétar Höskuldsson les upp úr Njálu.
Stefna á heimsmet í upp-
lestri á Íslendingasögum
Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson
siggip@mbl.is