Morgunblaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
I had a dream.
Ekkert lát er á vextiútgjalda hins opin-bera vegna heil-
brigðisþjónustu og umönn-
unar aldraðra og sjúkra í
aðildarlöndum Efnahags-
og framfarastofnunarinn-
ar, OECD. Kostnaðurinn
þenst út í flestum löndum,
sem mun setja síaukinn
þrýsting á opinber fjárút-
lát á komandi árum og ára-
tugum, raunar talsvert
umfram það sem gera má
ráð fyrir vegna þeirra
breytinga sem fyrirsjáan-
legar eru á aldurssamsetn-
ingu þjóðanna og lengri meðalævi
íbúanna.
Útgjöld til heilbrigðismála og
umönnunar ættu að vera forgangs-
mál við alla opinbera stefnumótun,
að mati Jean-Philippe Cotis, aðal-
hagfræðings OECD, að því er fram
kemur í inngangi hans að nýrri
skýrslu sem nokkrir sérfræðingar
á vegum OECD hafa tekið saman.
Þar er sett fram spá um kostnað
aðildarlandanna vegna heilbrigðis-
mála allt til ársins 2050 og eru þá
einkaútgjöld borgaranna vegna
heilbrigðisþjónustu og umönnunar
frátalin en þau eru að meðaltali tal-
in vera um 2% af vergri landsfram-
leiðslu í ríkjum OECD.
Meginniðurstöðurnar eru þess-
ar: Opinber útgjöld til heilbrigðis-
mála og umönnunar í löndum
OECD munu að öllum líkindum
tvöfaldast að raungildi fram til árs-
ins 2050 ef heldur fram sem horfir.
Í dag verja þessi lönd að meðaltali
um 6,7% af vergri landsframleiðslu
sinni til þessara mála. Árið 2050 má
gera ráð fyrir að meðalkostnaður
muni nema tæplega 13% af vergri
landsframleiðslu verði ekki gripið
til sérstakra ráðstafana til að halda
aftur af útgjaldaaukningunni.
Höfundar skýrslunnar gera
raunar einnig tilraun til að áætla
hver þróun útgjaldanna gæti orðið
ef stjórnvöld grípa til ýmissa að-
gerða sem tiltæk eru til að halda
aftur af útgjaldaaukningunni.
Kostnaðurinn mun þó eftir sem áð-
ur aukast verulega þrátt fyrir
þessar aðgerðir og verða að með-
altali kominn í um 10% af lands-
framleiðslu um miðja öldina.
Munur milli þjóða
Athyglisverður munur er á út-
gjöldum einstakra þjóða og því
hversu hröðum vexti er spáð fyrir
einstök lönd. Hafa ber þó ýmsa fyr-
irvara á samanburði af þessu tagi á
milli landa þar sem þau styðjast við
mismunandi uppgjörsaðferðir. Þá
er kostnaður vegna öldrunarmála í
sumum löndum að einhverju leyti
færður sem félagsmál en ekki und-
ir heilbrigðismál líkt og gert er hér.
Fram kemur í úttekt OECD að
heildarútgjöld hins opinbera (ríkis
og sveitarfélaga) vegna heilbrigð-
isþjónustu og umönnunar, á mæli-
kvarða landsframleiðslu, voru hlut-
fallslega mest í Noregi á seinasta
ári eða 9,9% af VLF. Ísland er í
öðru sæti þar sem þessi útgjöld eru
talin hafa verið 9,6% af landsfram-
leiðslu árið 2005. Næst í röðinni
eru Þýskaland (8,85% af VLF) og
Svíþjóð (8,86% af VLF). Meðaltalið
í 30 aðildarlöndum OECD sem út-
tektin nær til, var 6,7%.
Í skýrslunni er því spáð að verði
ekkert að gert og þróunin heldur
áfram eins og verið hefur muni op-
inber útgjöld OECD-landanna til
heilbrigðismála og umönnunar
verða komin í 12,8% af vergri land-
framleiðslu að meðaltali árið 2050.
Árleg útgjöld vegna þessarar
þjónustu verða þá hlutfallslega
mest á Íslandi samkvæmt spá sér-
fræðinganna eða 15,2% af VLF á
ári. Norðmenn fylgja fast á hæla
okkar þar sem útgjöldin verða
komin í 15%. Írar koma næstir í
röðinni (14,5%).
Ef gert er ráð fyrir í útreikning-
unum að stjórnvöld grípi til að-
gerða til að halda útgjaldaaukning-
unni í skefjum, er því spáð að
útgjöld til heilbrigðis- og umönn-
unarmála verði hlutfallslega mest í
Noregi (12,4%) og á Íslandi (12,3%)
Ljóst er að um verulegar fjár-
hæðir er að ræða. Ætla má skv.
bráðabirgðauppgjöri að verðmæti
landsframleiðslunnar hér á landi á
seinasta ári hafi verið um 973 millj-
arðar kr. Hafi heildarkostnaður
vegna heilbrigðisþjónustu og
umönnunar numið 9,6% af lands-
framleiðslu má gera ráð fyrir að
hann hafi numið rúmlega 93 millj-
örðum kr. í fyrra. Útgjöldin væru
hins vegar 55 milljörðum kr. hærri
eða um 148 milljarðar ef hlutfall
þeirra af verðmæti landsfram-
leiðslunnar í fyrra væri komið í
15,2% eins og spáð er í OECD-
skýrslunni fyrir árið 2050.
Hvað sem öllum fyrirvörum líð-
ur um spár af þessu tagi er ljóst að
stjórnvöld standa frammi fyrir
stórum og áleitnum spurningum. Í
skýrslu OECD kemur fram að eft-
irspurn eftir aukinni heilbrigðis-
þjónustu vegna fjölgunar í hópi
aldraðra og vaxandi auðlegðar í
ríkjum OECD skýri ekki nema
hluta þess mikla vaxtar sem fram-
undan er. Árlegur vöxtur opin-
berra útgjalda til heilbrigðismála
sé 1% meiri en sem nemur auknum
þjóðartekjum landanna, m.a.
vegna framfara í lækningum og
krafna um sífellt umfangsmeiri
þjónustu.
Fréttaskýring | OECD spáir miklum vexti
útgjalda heilbrigðismála til ársins 2050
Íslendingar
í efstu sætum
Útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi gætu
að óbreyttu vaxið í 15,2% af VLF til 2050
Kostnaður við heilbrigðisþjónustu þenst út.
Kostnaður á hvern
aldraðan fer minnkandi
Fjölgun aldraðra mun auka
heilbrigðisútgjöldin en vegna
betri heilsu mun kostnaður á sér-
hvern eldri borgara minnka skv.
OECD. Lífshættir skipta sköp-
um. Talið er að milljarður manna
líði fyrir yfirþyngd. Ólafur Ólafs-
son, fyrrv. landlæknir, komst að
kjarna málsins á ráðstefnu um
aldraða: ,,Ég held að það sé eng-
inn vafi á því, að þeim mun virk-
ari sem þú ert þegar líður á ald-
urinn, í þeim mun minni hættu
ertu á að lenda á öldrunardeild.“
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
SIGRÚN Klara Hannesdóttir lands-
bókavörður sagði í samtali við Morg-
unblaðið að Landsbókasafnið væri
tilbúið til að taka við bókasafni Go-
ethe-zentrum ef leitað væri eftir því.
Hún sagði enn fremur að fyrir
skömmu hefðu viðræður átt sér stað
um að Landsbókasafnið tæki að sér
Goethe-safnið en þær viðræður
hefðu siglt í strand vegna eignar-
halds á bókunum. Goethe-safnið er
eign þýska ríkisins og verður að vera
innan Goethe-zentrum. Í kjölfar
mannabreytinga segir Sigrún Klara
að þessar viðræður hefðu síðan end-
anlega runnið út í sandinn. Hún
benti á að gott samstarf hefði verið á
milli miðstöðvarinnar og Lands-
bókasafnsins, haldnar höfðu verið
sýningar á þýskum barnabókum auk
þess sem bókasafninu hefði verið
færð bókagjöf með þýskum bókum
frá miðstöðinni. Einnig hefðu við-
ræður átt sér stað um að skrá Go-
ethe-bókasafnið í Gegni, safnaskrá
íslenskra bókasafna. Sigrún taldi
mikilvægt að varðveita Goethe-safn-
ið þegar miðstöðinni verður lokað í
apríl og Landsbókasafnið hefði mik-
inn áhuga á að taka þátt í því.
Tilbúið að taka við Goethe-safninu