Morgunblaðið - 14.02.2006, Page 15

Morgunblaðið - 14.02.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 15 ERLENT Aðalfundur Íslandsbanka hf. árið 2006 verður haldinn á Nordica Hótel þriðjudaginn 21. febrúar 2006 og hefst kl. 14.00. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta bankans. 2. Tillaga um heimild til stjórnar til kaupa á hlutabréfum í Íslandsbanka hf. 3. Tillaga um framlag í Menningarsjóð. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 20. febrúar nk. kl. 9.00–16.00 og á fundardegi kl. 9.00–13.00. Einnig verða atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar afhentir á fundarstað milli kl. 13.00 og 14.00 á fundardegi. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningar félagsins fyrir árið 2005 verða hluthöfum til sýnis á sama stað frá og meðmánudeginum 13. febrúar 2006. Þessi gögn verða einnig aðgengileg á www.isb.is. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út miðvikudaginn 15. febrúar nk., kl. 14.00. Framboðum skal skila til forstjóra á Kirkjusandi. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna á Kirkjusandi fyrir kl. 13.00 á fundardegi eða í síðasta lagi milli kl. 13.00 og 14.00 á fundarstað. Afhendingu aðgöngumiða og atkvæðaseðla verður hætt kl. 14.00. 8. febrúar 2006, stjórn Íslandsbanka hf. Aðalfundur Íslandsbanka hf. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA London. AFP | Breskir herlög- reglumenn handtóku í fyrradag einn mann vegna rannsóknar á myndbandi, sem virðist sýna mis- þyrmingar breskra hermanna á íröskum unglingspiltum. Er myndbandið mikið áfall fyrir Breta, sem óttast að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá í Írak auk þess sem það er mikill álitshnekkir fyrir breska herinn almennt. Breska varnamálaráðuneytið, sem hefur hafið rannsókn á mál- inu, skýrði frá handtökunni í gær, en vildi ekkert um það segja hvort fleiri handtökur væru yfirvofandi. Breska stjórnin, sem hefur reynt að sneiða hjá deilunni um skopmyndirnar af Múhameð spá- manni, hefur miklar áhyggjur af þessu máli, en ýmsir sérfræðingar segja, að myndbandið geti styrkt marga múslíma í þeirri trú, að þeir séu fyrirlitnir af vestrænum mönnum. Hefur breska herliðinu í Írak verið skipað að vera við öllu búið, enda er talin hætta á að árásum á það muni fjölga. „Það þarf ekki neinn snilling til að átta sig á hvaða skaða mynd- bandið mun valda um öll arabarík- in,“ sagði dagblaðið The Times í leiðara um málið og hélt því fram, að það væri eitthvað verulega bogið við agann í breska hernum. Myndbandsmálið í Bretlandi Einn maður handtekinn KÍNVERSK hjónaleysi kyssast áður en þau voru gefin saman í fjöldabrúðkaupi á lestarstöð í Nank- ing á sunnudag. Til þess var efnt í tilefni af Valent- ínusardeginum, sem er í dag. Er hann dagur elsk- enda í kaþólskum sið en hann er víða haldinn hátíðlegur hvað sem líður trúarskoðunum að öðru leyti. Mest er jafnan tilstandið í Bandaríkjunum en þó ekki aðeins hjá ástföngnu fólki, heldur er aldrei meira að gera hjá einkaspæjurum en um þetta leyti. Þeir eða þær, sem leika tveim skjöldum í ástamál- unum, koma nefnilega oft upp um sig á Valentínus- ardegi. AP Valentínusarvígsla Kaupmannahöfn. AP. | Danska blaðið Jyllands-Posten hefur á skömmum tíma öðlast heimsfrægð fyrir um- deildar teikningar af Múhameð spámanni, sumir myndu frekar segja að blaðið hafi orðið alræmt. En heimsóknir á vefsíðu blaðsins hafa fjórfaldast síðustu vikurnar og ritstjórarnir geta amk. sagt eig- endum að nafnið sé búið að festa sig í sessi í vitund neytenda. Jyllands-Posten var stofnað fyrir 135 árum, var lengi landshlutablað og tengt Íhaldsflokknum en sleit endanlega flokkstengslin 1971 og gerðist óháð. Blaðið er með að- alstöðvar í Viby, skammt frá Árós- um og þar vinna um 650 manns en 175 í útibúinu í Kaupmannahöfn. Það hefur lengi lagt áherslu á sjónarmið frjálshyggju í jafnt efna- hagsmálum sem menningu og ekki síst tjáningarfrelsið. Frægt varð árið 1959 að menningarritstjóri þess, Jens Kruuse, hrósaði mjög bók eftir norskan rithöfund er þótti afar berorður um kynferð- ismál. Um 1980 gripu eigendur þess tækifærið þegar öflugasta hægri- blað Dana, Berlingske Tidende, átti í erfiðleikum vegna verkfalla. Jyllands-Posten er nú stærsta blað Danmerkur, eintakafjöldinn er um 154 þúsund á virkum dögum, rúm 200 þúsund um helgar en tölurnar eru þó heldur hærri þessa dagana. Jyllands-Posten var frá upphafi mjög andsnúið rússneskum komm- únistum, árið 1959 hætti Nikita Krústjoff, þáverandi sovétleiðtogi, við að heimsækja Danmörku, að sögn vegna greina í blaðinu sem honum mislíkaði. En blaðið hefur lengi stært sig af því að troða fólki um tær án tillits til stjórnmála- skoðana. Blaðið birti árið 1992 leiðara gegn stjórnmálamönnum sem beittu sér gegn innflytjendum og munu sumir áskrifendur hafa tekið þetta óstinnt upp. En fáum dylst að blaðið hefur síðustu árin verið hlynnt Venstre, hinum hægrisinnaða stjórnarflokki And- ers Fogh Rasmussen forsætisráð- herra. Upphaf teikningamálsins var að Jyllands-Posten komst að því að teiknarar höfðu veigrað sér við að gera myndir af Múhameð í barna- bók eftir Kaare Bluitgen um íslam, að sögn vegna ótta við hefndir af hálfu ofstækismanna. Bókin var að lokum gefin út með myndum af spámanninum en hefðir íslams leggja bann við að gera myndir af Múhameð. En danska blaðið ákvað að fá nokkra teiknara til að brjóta myndabannið í nafni tjáningar- frelsisins. Dagblað sem stíg- ur á sumar tær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.