Morgunblaðið - 14.02.2006, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
KAMBÓDÍSKUR búddhatrúar-
munkur hellir vatni yfir börn á götu
í borginni Oudong í norðanverðri
Kambódíu í gær, á lokadegi þriggja
daga kröfugöngu mannréttinda-
hreyfinga og stjórnarandstæðinga í
landinu. Gangan hófst í Phnom
Penh, og markmið göngumanna var
að knýja á ríkisstjórn Huns Sens for-
sætisráðherra um að styðja mál-
frelsi og stöðva herferð yfirvalda
gegn andstæðingum hennar.
Reuters
Mannréttinda krafist í Kambódíu
Moskvu. AP, AFP. | Leiðtogi Ham-
as-hreyfingar Palestínumanna
hefur hafnað kröfu Sameinuðu
þjóðanna, Bandaríkjanna og
Evrópusambandsins um að af-
neita ofbeldi. Hann segir að Ísr-
aelar verði fyrst að lofa því að
fara af öllum hernumdu svæð-
unum.
„Ef Ísraelar viðurkenna rétt-
indi okkar og lofa að draga her
sinn frá öllum hernumdu svæð-
unum mun Hamas og palest-
ínska þjóðin ákveða að hætta
allri vopnaðri andspyrnu,“ sagði
Khaled Meshaal, pólitískur leið-
togi Hamas, í viðtali sem rúss-
neska dagblaðið Nezavísímaja
Gazeta birti í gær. Áður hafði
Meshaal aðeins sagt að Hamas
gæti samþykkt „langtímavopna-
hlé“ ef Ísraelar flyttu her sinn
frá herteknu svæðunum og við-
urkenndu sjálfsákvörðunarrétt
Palestínumanna.
Meshaal sagði í viðtalinu við
rússneska blaðið að Hamas-
hreyfingin teldi sig ekki skuld-
bundna til að hlíta svonefndum
Vegvísi til friðar í Mið-Austur-
löndum þar sem engir aðrir
færu eftir honum. Hreyfingin
væri þó tilbúin að ræða við leið-
toga allra ríkja, meðal annars
Bandaríkjanna.
„Vonum að Hamas
sýni skynsemi“
Meshaal sagði að það væri
mikill heiður fyrir Hamas að
Vladímír Pútín, forseti Rúss-
lands, bauð leiðtogum hreyfing-
arinnar til viðræðna í Moskvu
um friðarumleitanir í Mið-Aust-
urlöndum eftir sigur hennar í
þingkosningum Palestínu-
manna 25. janúar.
„Rússland er fyrsta ríkið í
svonefndum kvartett sáttasemj-
ara í Mið-Austurlöndum sem
virðir val palestínsku þjóðarinn-
ar og tekur skýrt fram að það líti
ekki á Hamas sem öfga- eða
hryðjuverkahreyfingu,“ sagði
Meshaal. „Við metum þessa af-
stöðu mikils.“
Bandaríkin og Evrópusam-
bandið skilgreina Hamas sem
hryðjuverkahreyfingu en
stjórnvöld í Rússlandi hafa ekki
gert það.
Bandaríkin, Evrópusam-
bandið og Sameinuðu þjóðirnar
hafa hafnað samskiptum við Ha-
mas og hótað að hætta fjárhags-
aðstoð við Palestínumenn ef
hreyfingin hafnar kröfunni um
að viðurkenna tilverurétt Ísr-
aelsríkis og afneita ofbeldi í bar-
áttunni fyrir málstað Palestínu-
manna.
Haft var eftir sendiherra
Rússlands hjá Sameinuðu þjóð-
unum, Andrej Denísov, að rúss-
nesk stjórnvöld skildu áhyggjur
vestrænna ríkja af Hamas.
Hann varaði hins vegar við því
að ákvörðun um að hætta fjár-
hagsaðstoð við Palestínumenn
myndi hafa „þveröfug áhrif“.
„Í sögunni eru mörg dæmi um
að róttækar hreyfingar hafi
komist til valda og tekið upp
raunsærri og uppbyggilegri
stefnu,“ hafði rússneska dag-
blaðið Izvestía eftir Denísov.
„Við vonum öll að Hamas sýni
skynsemi.“
Alexander Kalugin, sendi-
maður Rússlands í Mið-Austur-
löndum, sagði að rússneskir
ráðamenn hygðust hvetja leið-
toga Hamas til að viðurkenna
tilverurétt Ísraelsríkis á fundin-
um í Moskvu. Gert er ráð fyrir
því að hann verði haldinn fyrir
lok febrúar.
Hafnar
ekki
ofbeldi
nema her-
námi ljúki
Ramallah. AP, AFP. | Fráfarandi þing Palestínu-
manna samþykkti í gær lög, sem auka völd
Mahmouds Abbas forseta, aðeins nokkrum dög-
um áður en nýtt þing kemur saman. Hamas-
hreyfingin, sem fékk meirihluta þingsæta í kosn-
ingum 25. janúar, mótmælti lögunum og sakaði
fráfarandi þing um stjórnarskrárbrot.
Þingmenn Fatah, hreyfingar Abbas, eru í
meirihluta á fráfarandi þingi sem kom saman í
síðasta sinn í gær og samþykkti meðal annars að
stofna stjórnlagadómstól. Samkvæmt lögunum á
Abbas að skipa alla dómarana og dómstóllinn á að
skera úr um ágreiningsmál sem kunna að koma
upp milli hans og meirihluta þingsins eða stjórnar
Hamas.
Nýi dómstóllinn getur einnig komið í veg fyrir
gildistöku laga sem hann telur brjóta í bága við
stjórnarskrána.
Palestínski lögspekingurinn Issam Abdeen
sagði að nýju lögin myndu gera Abbas kleift að
„ógilda öll lög nýja þingsins undir því yfirskini að
þau samræmdust ekki stjórnarskránni“.
„Nýja breytingin veitir Mahmoud Abbas for-
seta vald yfir lögum nýja palestínska þingsins,
þar sem það er hann sem skipar dómara stjórn-
lagadómstólsins,“ sagði Abdeen. „Hann getur
notað þetta vald til að ógilda lög sem hann sættir
sig ekki við. Ef Hamas samþykkir íslömsk lög
getur hann sagt að þau brjóti í bága við stjórn-
arskrána.“
„Valdarán án blóðsúthellinga“
Talsmaður Hamas, Said Siyam, sagði að fráfar-
andi þing hefði hvorki umboð né rétt til að sam-
þykkja slíkar breytingar eftir kosningar. Hann
sagði að nýja þingið, sem kemur saman í fyrsta
skipti á laugardag, myndi afnema lögin.
Hamas þarf tvo þriðju atkvæðanna – eða 88 af
132 – til að ógilda nýju lögin. Hreyfingin fékk 74
þingsæti í kosningunum í janúar en getur einnig
reitt sig á stuðning nokkurra óháðra þingmanna.
Óljóst er þó hvort nægur meirihluti verði fyrir því
á nýja þinginu að ógilda lögin.
Einn nýkjörinna þingmanna Hamas, Abdel
Aziz Duaik, sagði að nýju lögin færðu „allt vald í
hendur forsetans“. „Ég tel að þessi þingfundur
hafi verið ólöglegur. Þetta er eins konar valdarán
án blóðsúthellinga.“
Fráfarandi þing skipaði einnig stuðningsmenn
Fatah í fjögur mikilvæg embætti, meðal annars
embætti yfirmanns eftirlitsstofnunar sem á að
koma í veg fyrir fjármálaspillingu. Hamas hét því
fyrir kosningarnar að uppræta spillingu embætt-
ismanna Fatah og talið er að það loforð skýri að
miklu leyti sigur hreyfingarinnar í kosningunum.
Fatah-menn voru einnig skipaðir í embætti
starfsmannastjóra heimastjórnarinnar, skrif-
stofustjóra þingsins og yfirmanns launa- og líf-
eyrissjóðs heimastjórnarinnar.
Azzam Al-Ahmed, sem fer fyrir Fatah á nýja
þinginu, sagði að þingfundurinn í gær hefði verið
„100 prósent löglegur“. „Nýju þingmennirnir eru
fáfróðir um lögin,“ sagði hann. „Palestínska þing-
ið getur haldið fundi alveg þar til nýtt þing tekur
við.“
Forseti fráfarandi þings, Rawhi Fattuh, hafn-
aði atkvæðagreiðslu um tillögu eins af þingmönn-
um Fatah um að veita Abbas vald til að leysa upp
þingið og boða til kosninga.
Hamas mótmælir lögum
sem auka völd Abbas
Sakar fráfarandi þing Palestínumanna um að hafa brotið stjórnarskrána
Jerúsalem. AFP. | Ísra-
elar hafa í raun ein-
angrað Jórdandalinn
frá öðrum hlutum
Vesturbakkans með
ýmiss konar „öryggis-
aðgerðum“. Skýrði
ísraelska dagblaðið
Haaretz frá því í gær
og sagði, að flestum
Palestínumönnum
væri nú meinaður að-
gangur að svæðinu.
Jórdandalurinn,
sem er við landamæri
Jórdaníu, er um þriðj-
ungur Vesturbakk-
ans og liggur frá
Galíleuvatni í
norðri til Dauða-
hafs í suðri.
Allt frá uppreisn
Palestínumanna í
september 2000
hefur Palestínu-
mönnum verið
bannað að nota
þjóðbrautina eftir
dalnum en á síð-
asta ári var farið að
banna Palestínu-
mönnum að koma í
dalinn öðrum en þeim, sem þar
búa eða starfa í gyðingabyggðun-
um.
Ehud Olmert, starfandi for-
sætisráðherra Ísraels, sagði í síð-
ustu viku, að Ísraelar ætluðu að
leggja undir sig Jórdandalinn
enda yrðu þeir að ráða landinu við
„austurlandamæri Ísraels“.
Talsmenn Ísraelshers vildu
ekkert um fréttina í Haaretz segja
en samkvæmt Vegvísinum svo-
kallaða áttu Ísraelar að hætta út-
þenslu gyðingabyggðanna á Vest-
urbakkanum. Það hafa þeir ekki
gert.
Ehud Olmert, forsætis-
ráðherra Ísraels.
Hafa einangrað Jórdandalinn
Washington. AFP. | Embættismenn í Hvíta
húsinu í Washington voru í gær gagnrýndir
fyrir að skýra ekki strax frá því að Dick
Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, skaut
veiðifélaga sinn fyrir slysni þegar þeir voru
við veiðar í suðurhluta Texas um helgina.
Sá sem fyrir skotinu varð, Harry Whitt-
ington, 78 ára lögmaður, særðist ekki alvar-
lega, en fékk högl í andlit og brjóst.
Þeir Cheney og Whittington voru að
veiða kornhænur þegar slysið varð á laug-
ardag. Forsetanum var sagt strax frá slys-
inu en embættismenn í Hvíta húsinu skýrðu
ekki frá því fyrr en tæpum sólarhring síðar.
Í vörn vegna
slysaskots