Morgunblaðið - 14.02.2006, Page 19

Morgunblaðið - 14.02.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 19 MINNSTAÐUR  Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn í Akurgerði, Akureyri Upplýsingar í síma 461 1600 SUÐURNES LANDIÐ Nú er unnið að því að bæta úr þessu. Svæðið er inn- an Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Á vegum þjóðgarðs- varðar eru hafnar framkvæmdir og er nú verið leggja þar bæði akveg og göngustíga og einnig að gera bíla- stæði. Vegagerðin hefur umsjón með verkefninu en verk- takafyrirtækið Snævélar ehf. á Hellissandi er verk- taki. Gufuskálar | Fornu fiskbyrgin, Írskrabrunnur og Írskrabyrgi, og lendingin í Gufuskálavör á Gufuskál- um eru allt áhugaverðir staðir til að skoða. Gallinn hefur bara verið sá að ekki er akfært að lendingunni og fiskbyrgjunum og hafa því margir ferðamenn látið vera að ganga vegarspottann að þessum stöðum og því ekki notið þess að sjá þessar merkilegu gömlu minjar. Vegur að Gufuskálavör og fornu fiskbyrgjunum Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Aðgengi Nýr vegur er lagður að Írskabrunni, fjær sést vegurinn að Gufuskálavör. Reykjanesbær | „Þetta á nú sjálfsagt ekki eftir að breyta neinu fyrir hann, verður bara gaman fyrir hann seinna meira að sjá allt umstangið í kringum fæðinguna,“ sagði Erla María Andrésdóttir móðir þrjúhundruðþúsundasta Íslendingsins í samtali við Morgunblaðið. Drengnum var á sunnudag gefið nafnið Andrés Kristinn í höfuðið á móðurafa sínum. Andrés Kristinn Haraldsson svaf vært í vögg- unni sinni þegar blaðamann bar að garði og lét myndatökuna ekki einu sinni raska svefninum. Hann ber engin ummerki þess að hafa flýtt sér í þennan heim né að hafa þurft að berjast fyrir sínu fyrstu dagana. Í ljósi þessa varð Erlu Maríu á orði að eftir á að hyggja hefði allt umstangið í kringum fæðinguna verið algjört rugl. „Við vorum bæði svo veik og þegar ég hugsa til baka þá man ég óljóst eftir þessu öllu,“ sagði Erla María í samtali við blaðamann. Blaðamannafundur í móðu Andrési Kristni lá á að komast heiminn. Tekin hafði verið ákvörðun um það á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að taka hann með keisaraskurði 24. janúar, en þann dag var Erla María skráð. Aðfara- nótt 9. janúar missti Erla María hins vegar vatnið og þegar hún komast á heilbrigðisstofnunina varð ljóst að ekki yrði unnt að bíða til morguns þegar skurðstofan yrði opnuð. „Ég fékk meðgöngueitrun sem m.a. leiddi til hás blóðþrýstings og ég var undir eftirliti. Þegar ég kom á sjúkrahúsið um nóttina og farið var að meta stöðuna kom í ljós að barnið var farið að berjast fyrir sínu og því þurfti að koma mér á Landspítalann með hraði. Þegar við komum þangað var ég send í bráðakeisara og þess vegna svæfð. Það fór því ekkert eins og það átti að fara.“ Erla María og Haraldur Arnarson viðurkenndu að þau hafi gert sér aðrar hugmyndir um fæð- inguna en raunin varð, en Andrés Kristinn er þeirra fyrsta barn. Þegar við bættist umstangið í kringum þrjú hundruð þúsundasta Íslendinginn varð upplifunin öðruvísi en væntingar stóðu til. „Auðvitað varð þetta bara gaman eftir á en fyrstu dagana hugsuðum við bara um að þeim myndi batna. Þetta var bara bónus,“ sagði Haraldur. „Ég var þó ekkert allt of hrifinn af þessu fyrst og einu sinni þegar ég fór fram á gang sá ég fjölmiðlamenn eins og gráa ketti inni á deildinni við að reyna að fá upplýsingar og viðtal. Þá tókum við þá ákvörðun að drífa þetta af og fá svo að vera í friði.“ Erla María skaut inn í að þegar komið hefði að fjölmiðlafundi hefði hún verið að sjá nýfætt barn sitt í annað sinn. „Af því að fæðingin fór eins og hún fór þá sá ég hann ekkert fyrr en seint um kvöldið daginn sem hann fæddist. Þetta leið allt hjá í hálf- gerðri móðu og eiginlega það eina sem komst að var að hann næði heilsu. Það kom svo þegar lækn- irinn hans uppgötvaði að það þurfti að tappa af hon- um blóði, heilum 85 millilítrum úr þessum litla kroppi.“ Líka hálfur Reykvíkingur Andrés Kristinn fæddist 52 sentímetra langur og 14 merkur og hefur á rúmum mánuði þyngst um tæpt kíló þannig að hann dafnar vel. Hann er róleg- ur og góður að sögn foreldranna og blaðamaður varð ekki var við annað en mikla værð í kringum hann. Samræðurnar fara að snúast um umhverfið sem Andrés Kristinn kemur til með að alast upp í og Erla María og Haraldur segjast ánægð með að- stæður barnafólks í Reykjanesbæ. „Ég á tvö yngri systkini og það sem ég hef upplifað í gegnum þau hefur mér litist vel á,“ sagði Erla María sem er elst þriggja systkina og ólst upp í Keflavík. Andrés Kristinn er fyrsta barnabarn foreldra hennar og nafni afa síns eins og áður kom fram. Hér minnir Haraldur á sig og segir að hans upp- runi hafi algjörlega gleymst í allri umræðunni. „Ég kem úr Reykjavík þó ég hafi á sínum tíma elt Erlu Maríu hingað suður og Andrés Kristinn verði alinn upp hér.“ Í skírninni á sunnudag var því ákveðið að blanda þessu betur saman en gert hafði verið. „Við fengum séra Valgeir Ástráðsson sóknarprest í Seljakirkju til að skíra heima hjá afa hans og nafna og ömmu hér í Keflavík en Valgeir bæði skírði mig og fermdi og systkini mín líka. Það verður að vera jafnræði í þessu,“ sagði Haraldur. Og nú þegar ummönnunarverkefnið er komið af stað gera Haraldur og Erla María eins og aðrir sannir Íslendingar, huga að næsta verkefni. Nú á að smíða hús utan um stækkandi fjölskyldu. – Þið ætlið ekki að láta þessa lífsreynslu draga úr ykkur við að fjölga bæjarbúum? „Nei,“ svara þau bæði í kór. „En þetta var óneit- anlega mikil lífsreynsla og sérstakt að vera á vöku- deild með nýfætt barn. En starfsfólkið á deildinni var frábært og okkur langar að koma sérstöku þakklæti til þeirra allra,“ sögðu nýbökuðu foreldr- arnir að lokum. Þrjúhundruðþúsundasti Íslendingurinn þurfti að berjast fyrir sínu fyrstu dagana „Þetta var bara bónus“ Morgunblaðið/Svanhildur Tímamótabarn Andrés Kristinn heitir 300 þúsundasti Íslendingurinn, í höfuðið á móðurafa sínum. Þrátt fyrir veikindi fyrstu dagana hefur hann braggast vel. Fjölmiðlafárið fór að mestu framhjá hon- um. Hér er hann með foreldrum sínum Erlu Maríu Andrésdóttur og Haraldi Arnarsyni. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Hestamannafélagið Máni og íþróttafélagið Nes hafa að undanförnu rætt möguleika á sam- vinnu og hugsanlegri samnýtingu á hluta af félagsaðstöðu Mána og Bridsfélagsins á Mánagrund. Hug- myndin er að Nes fengi hluta af kjallara hússins til afnota sem fé- lagsaðstöðu og um leið aðgang að efri hæðinni í samvinnu við félögin. Kemur þetta fram í erindi sem Máni og Nes hafa sent menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykja- nesbæjar (MÍT) og rætt var á síðasta fundi. Fram kom að töluverðra lag- færinga er þörf í kjallara hússins og mun félagsfólk innan Ness og vel- unnarar félagsins leggja þar hönd á plóg. Óskar félagið eftir aðstoð MÍT við að greiða efniskostnað sem nem- ur allt að 700 þúsund krónum. Þá óskar Nes eftir því að MÍT geri samning við félagið um þátttöku- hluta félagsins í rekstri hússins sem er áætlaður 150 þúsund kr. Það er tekið fram að félagslegi þátturinn í starfsemi Ness, íþróttafélags fatl- aðra, er ekki síður þýðingarmikill og íþróttaæfingarnar sjálfar. MÍT tók vel í erindið og fól skrif- stofu ráðsins að leggja fram drög að samningi við Nes um rekstr- arkostnað við aðstöðuna og tillögur um með hvaða hætti MÍT gæti styrkt félagið til efniskaupa. Hugsanlegt að Nes fái félagsaðstöðu á Mánagrund Sagnakvöld í Grindavík | Leið- sögumennirnir Sigrún Franklín, Ómar Smári Ármannsson og Dag- björt Óskarsdóttir bjóða íbúum Grindavíkur og öðru áhugafólki upp á sagnakvöld í Saltfisksetrinu fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20. Leiðsögumenn s.e.s. halda kvöldið í samvinnu við menningarnefnd Grindavíkur og Ferli. Saga Grindavíkur er áhugaverð. Leiðsögumenn Reykjaness kynntu sér söguna og fylltust miklum áhuga vegna þess hversu athygl- isverð hún er og vilja miðla hluta hennar áfram til íbúa og annarra gesta. „Sök bítur sekan“ nefnist frásögn Sigrúnar um Carl Nilsson skipstjóra á togaranum Anlaby er fórst við Jónsbásakletta 1902. Bjallan úr því skipi prýðir klukkna- portið í Staðarkirkjugarði. Ómar sýnir myndir af minjum er sagnir og heimildir tengja atburðum frá Tyrkaráninu 1627 og enn má sjá á allnokkrum stöðum í umdæmi Grindavíkur. Dagbjört segir gam- ansögur af „merku“ fólki í Grinda- vík. Milli atriða verður flutt ljóðið Vendetta eftir Jón Trausta og fjöldasöngur við undirleik. Garður | Sveitarfélagið Garður hefur samþykkt viljayfirlýsingu um að taka á leigu hluta af versl- unar- og skrifstofuhúsnæði sem Samkaup áforma að byggja í sam- vinnu við Sparisjóðinn í Keflavík. Húsið verður byggt á lóð Spari- sjóðsins í Garði. Fyrirhugað er að Samkaup verði með verslun sína í húsinu og sparisjóðurinn með útibú sitt. Bærinn hyggst flytja skrifstofur sínar í húsið og jafnvel koma þar upp almenningsbókasafni. Til at- hugunar er að flytja aðstöðu heilsugæslunnar þangað. Þá hefur Álasund sem rekur skipamiðlun áhuga á að hafa aðstöðu í nýja verslunar- og skrifstofuhúsinu. Bærinn með í bygg- ingu þjónustuhúss

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.