Morgunblaðið - 14.02.2006, Qupperneq 21
Verið velkomin á fyrirlestur um:
„Gestastofur fyrir ferðamenn“
hjá Umhverfisstofnun í dag, þriðjudaginn 14. febrúar, kl. 15-16
Aðgangur ókeypis.
Fyrirlesarar: Guðbjörg Gunnarsdóttir, þjóðgarðsvörður á Snæfellsnesi og
Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.
Fyrirlesturinn verður haldinn í matsal Umhverfisstofnunar
á Suðurlandsbraut 24, 5. hæð.
Upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is
Sameiginlegir fletir eruparasamböndum og hjóna-böndum lífsnauðsynlegir.Á sama tíma þurfa ein-
staklingar í sambúð eða hjónabandi
að hafa ákveðið frelsi innan skyn-
samlegra marka,“ seg-
ir Gréta Jónsdóttir,
sem nýlega hefur lokið
námi í fjölskylduráð-
gjöf frá Bretlandi og
undirbýr nú m.a. fólk
fyrir sambúð og hjóna-
band auk þess að að-
stoða fólk, sem á við
sambúðarvanda að
etja.
Í sambúðina
á bleiku skýi
„Fólk siglir gjarnan
af stað í sambúð með
miklar væntingar á
bleiku skýi. Það er
duglegt að vera saman
í tilhugalífinu, en eftir
fimm til sjö ár stefnir í hættutíma
og þá fara hnútar og núningar að
gera vart við sig. Grái hversdags-
leikinn er tekinn við. Brauðstritið
og börnin eru komin inn í myndina
og í amstri dagsins gleymist að
kveðjast með kossi á morgnana og
tjá hvort öðru væntumþykju. Já-
kvæð tjáning er samböndum nefni-
lega svo næringarrík. Á meðan
mannfólkið þarf sinn skammt af já-
kvæðum strokum til að geta dafn-
að, þurfa bílar bensín til að komast
áfram og blómin þurfa vatn til að
ná að lifa,“ segir Gréta um leið og
hún gefur blaðamanni nokkur holl
ráð fyrr sambúð.
„Í fyrsta lagi þurfa pör að vera
dugleg að tala saman og fullvissa
sig um að hinn aðilinn hlusti og
skilji meiningu skilaboðanna því
þau parasambönd virðast hvað líf-
seigust þar sem einstaklingarnir
leggja sig í líma við að finna út og
skilja þarfir makans og hlusta með
athygli. Í þessu samhengi og þegar
óskir og væntingar eru settar fram
við makann er affærasælast að tala
í fyrstu persónu, en ekki í annarri
persónu. Í öðru lagi mega pör aldr-
ei sofna á verðinum gagnvart til-
hugalífinu, hversu gamalt sem sam-
bandið er annars orðið. Til að
sambandið nái að vaxa og dafna er
nauðsynlegt að taka frá í það
minnsta eitt kvöld í viku og gera
eitthvað skemmtilegt saman. Það
þarf ekki að vera merkilegt enda er
samveran aðalmarkmiðið. Það er
hægt að fara í göngutúra, fjall-
göngu, sund, bíltúra, á kaffihús, í
bíó eða bara hafa það rómantískt
heima. Ég ræð hinsvegar sambúð-
arfólki alfarið frá því að fara eitt út
að skemmta sér og aldrei að sofna
ósátt við hvort annað á kvöldin.
Svefnherbergið á fyrst
og fremst að vera
griðastaður, þar sem
fólk á að vera gott
hvað við annað.“
Styrkleikarnir
og veikleikarnir
Gréta segist helst
kjósa að vinna með
pör á stigi tilhugalífs-
ins svo komast megi
hjá erfiðleikum á
seinni stigum, en síður
þegar allt er „komið í
klessu“, eins og hún
orðar það. „Fólk þarf
að læra að hlusta hvað
á annað, gera áætlanir
um fjármál, barn-
eignir og uppeldi og læra að vinna
úr vandamálum þegar árekstrar
koma upp.“
Pörin byrja sitt í hvoru lagi á því
að svara 145 spurningum, sem
varða meðal annars fortíð og fram-
tíð, áhugamál og væntingar. Svörin
sendir Gréta síðan til fyrirtækis í
Bretlandi sem hún er í tengslum við
og sérhæfir sig í hjónaráðgjöf. Á
grundvelli svaranna berst henni
svo greinagerð um styrkleika og
veikleika sambandsins. „Þetta er
frábært tæki, sem mælir vaxt-
armöguleika parsins, og gefur góð-
ar vísbendingar um hvaða þætti
sambandsins þarf að styrkja og
hverja ekki.“
Gagnkvæm virðing er para-
samböndum afar mikilvæg, að sögn
Grétu, en að sama skapi þarf sjálfs-
öryggið að vera til staðar og sam-
búðarfólk þarf að vera óhrætt við
að tjá skoðanir sínar og langanir.
„Þegar upp koma þrætur í para-
sambandi er til dæmis mjög algengt
að konur fara að hegna mökum sín-
um með kynlífsleysi, sem er eitt það
versta sem þær gera mönnum sín-
um. Karlinn skilur ekki neitt í neinu
og er ef til vill ekki sekur um annað
en að hafa ekki sýnt konu sinni
nógu mikla umhyggju undanfarna
daga, að hennar mati. Við konur
þurfum nefnilega að láta klappa
okkur í tíma og ótíma.“
Sambúðarvandi getur átt rætur
hefur hann lært hvernig leysa á úr
ágreiningi. Það, sem fyrir börnum
er haft, er prentað inn í barnshug-
ann og undirmeðvitundina, og
magnast svo upp þegar viðkomandi
lendir í „lærðum“ aðstæðum,“ segir
Gréta og bætir við að skemmda
ímynd einstaklinga af heilbrigðu
fjölskyldulífi megi laga með með-
ferð og ráðgjöf.
Ættleiðing og dótturmissir
Gréta býður auk þessa meðferð
til að hjálpa fullorðnum ein-
staklingum, sem lent hafa í and-
legu, líkamlegu og kynferðislegu
ofbeldi eða öðrum missi á barns-
aldri. Sjálf missti hún tólf ára dótt-
ur sína úr krabbameini fyrir ellefu
árum. „Ég fór sjálf í gegnum per-
sónulega meðferð í náminu sem
reyndist mjög einkennileg upp-
lifun. Kennari minn einn fann það
fljótlega út að ég átti mjög erfitt
með að treysta fólki sem á rætur að
rekja til þess að ég var ættleidd
þriggja vikna gömul og fékk ekki
að vita sannleikann fyrr en fyrir al-
gjöra tilviljun á barnaskólaaldri.
Þetta vandamál hefur fylgt mér
lengi og bitnað bæði á eiginmanni
mínum og börnum, en nú er ég
komin heim breytt manneskja og
allt í einu farin að finna frið, sem ég
hef ekki fundið fyrir áður,“ segir
Gréta, sem samhliða fjölskylduráð-
gjöfinni sinnir söngkennslu, en hún
útskrifaðist sem söngkennari frá
Söngskólanum í Reykjavík árið
1999.
PARASAMBÖND | Hættutímar eru fram-
undan eftir fimm til sjö ára sambúðartíma
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Gréta Jónsdóttir
fjölskylduráðgjafi.
Morgunblaðið/ÞÖK
Daglegtlíf
febrúar
Gleymið ekki
tilhugalífinu
að rekja til fjölmargra þátta.
Stundum er fólk ekki sammála um
hvernig verja á áhugamálum, pen-
ingum, hvernig standa eigi að
barnauppeldinu, hvernig haga beri
verkaskiptingu á heimilinu eða
hvernig haga skuli kynlífinu. „Bar-
næskan hefur ótrúleg áhrif á lífs-
sýn okkar og það sem við upplifum í
æsku tökum við gjarnan með okkur
í eigin sambúð síðar á lífsleiðinni.
Hafi t.d. einstaklingur alist upp við
ofbeldi af einhverju tagi er mjög
líklegt að hann beiti ofbeldi sem
fullorðinn einstaklingur því þannig
Leitaðu að því góða í maka þín-
um og vertu óspar/óspör á gull-
hamrana.
Hrósaðu maka þínum í tíma og
ótíma.
Forðist að dæma hvort annað.
Reynið í lengstu lög að finna
lausnir ef það stefnir í sam-
skiptavanda.
Hlustið með athygli á hvort
annað.
Sýnið hvort öðru sjálfsöryggi
og talið við makann í fyrstu
persónu um óskir og langanir
en ekki í annarri persónu.
Gefðu sambandinu þínu sama
forgang og það hafði meðan á
tilhugalífinu stóð.
Hvernig
má bæta
sambandið?
STÓRNOTENDUR í
tónlistarniðurhali hafa
deyft tónlistarsmekk sinn
segir hópur breskra sál-
fræðinga sem gerði könn-
un á því hvernig fólk
hlustar á tónlist. Fyrri
kynslóðir nutu tónlistar
en svokölluð iPod-kynslóð
hefur misst hæfileikann til að hlusta.
Dr. Adrian North við háskólann í
Leicester fór fyrir rannsókninni en
346 einstaklingar tóku
þátt í henni með því að
svara spurningum um
tónlist sem þeir höfðu
hlýtt á.
Með tilkomu netsins er
tónlist orðin aðgengileg
og fólk er með tónlist í
bakgrunni meira og
minna alla daga á meðan
það sinnir öðru. Hér áður
fyrr var það upplifun þegar fólk gaf
sér tíma til að hlusta á tónlist og
gera ekkert annað á meðan.
KÖNNUN
Hefur iPod-kynslóðin misst
hæfileikann til að hlusta?
Fréttir í
tölvupósti
„KRAKKAR verða skynsamari þeg-
ar þau byrja í skóla en síðan er eins
og þetta gangi til baka þegar ung-
lingsárunum er náð,“ segir Noel
Janis-Norton sem heldur námskeið
fyrir foreldra í
Bretlandi en
hún heldur því
fram að mikl-
ar breytingar
verði á heila
barna á ung-
lingsárum. Á
vef Daily
Telegraph er
vitnað í hana þar sem hún segir að
kynhormón fari á fullt á þessu skeiði
og heilafrumur séu að þroskast. Síð-
ast þroskast það svæði í heilanum
sem stjórnar forgangsröðun, skipu-
lagi á hugsunum og bælingu hvata
en það er ekki fyrr en 25 ára aldri er
náð að þetta svæði þroskast að fullu.
Janis-Norton leggur þó áherslu á
að foreldrar þurfi ekki að sætta sig
við alla hegðun unglinga þótt út-
skýring liggi fyrir. Foreldrar beri
ábyrgð á að kenna börnum sínum
siði eins og að þakka fyrir sig og
horfa í augun á fólki.
Hrós skiptir miklu
Janis-Norton leggur áherslu á að
taka þurfi á málunum strax. Hrós
skipti miklu máli en nöldur og tuð
leiði ekki til góðs. Hrós þar sem því
er lýst sem foreldri er ánægt með,
hefur mikið að segja, t.d.: „Gott hjá
þér, þú kynntir þig í símann þegar
þú spurðir eftir Guðmundi.“
Mikilvægast er að vera börnunum
góð fyrirmynd, unglinga langar ekki
að koma vel fram við foreldra sem
ekki koma vel fram við þá.
Nokkur ráð frá Janis-Norton:
Ákveddu hvaða siðir þú vilt að séu
hafðir í heiðri og settu fram kröf-
ur þess efnis. Gefðu skýrt til
kynna við hverju er búist í
ákveðnum aðstæðum.
Hrósið með útskýringum til að
viðurkenna góða framkomu.
Útskýrið af hverju góðir siðir eru
mikilvægir, t.d. upp á atvinnu-
möguleika í framtíðinni.
Ekki vera dónaleg(ur) á móti.
Ekki gagnrýna eða leiðrétta
börnin þín fyrir framan félaga
þeirra.
Ekki nöldra um hluti sem skipta
þig í raun ekki máli.
Ekki gleyma að ólundarungarnir
heima geta umbreyst í heillandi
manneskjur í annarra manna hús-
um.
UPPELDI
Ekki vera
dónalegur
á móti við
unglinginn
Unglinga
langar ekki
að koma vel
fram við for-
eldra sem
ekki koma vel
fram við þá