Morgunblaðið - 14.02.2006, Síða 23

Morgunblaðið - 14.02.2006, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 23 Á UNDANFÖRNUM árum hafa orðið miklar framfarir í íslenskri ferðaþjónustu. Fyr- irtæki hafa stækkað og styrkst og stöðugt fleiri haslað sér völl í greininni. Ferða- þjónustan er orðin önnur stærsta at- vinnugrein lands- ins hvað varðar gjaldeyrisöflun og öflug hvað varðar öll margfeldisáhrif í samfélaginu. Ferðamönnum hefur fjölgað mikið Fjölgun er- lendra ferða- manna, sem sækja Ísland heim, hefur verið mikil eða að meðaltali 11% á ári síðasta áratug. Fjölgunin hefur verið hlutfallslega mun meiri en al- mennt í Evrópu. Þetta lýsir frá- bærum árangri fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þar er einnig á ferðinni mikils- verður árangur af aukinni fjár- hagslegri og faglegri aðkomu stjórnvalda þar sem m.a. starfsfólk Ferðamálastofu hér á landi og erlendis hefur, í samvinnu við fyrirtækin í greininni, unnið í samræmi við þessa auknu aðkomu stjórn- valda. Kynningarstarf skilar árangri Ég hef lagt á það áherslu að smæð okkar á markaði ferða- þjónustunnar kallar á harða markaðssókn. Farnar hafa ver- ið nýjar leiðir samhliða hefð- bundnu starfi og m.a. stofnað til samstarfs stjórnvalda og fyrirtækja undir heitinu ,,Ice- land Naturally“ sem hefur ver- ið í N-Ameríku nú á sjötta ár og er að fara af stað á helstu mörkuðum í Evrópu. Þetta margþætta samstarf á heiðurinn af því hversu vel hefur til tekist. Það er því ekki að ástæðulausu að ferðamála- yfirvöld, bæði í Noregi og Danmörku, hafi haft samband við Ferðamálastofu með beiðni um að senda hópa markaðs- fólks til að fá kynningu á markaðsstarfi Íslands. Árangur okkar vekur athygli Það er ekki aðeins áhugi ferðamálayfirvalda nágranna- landanna sem staðfestir að vel hafi verið staðið að kynning- armálum af hálfu greinarinnar og opinberra aðila. Í árlegri könnun, sem sænska blaðið Af- tonbladet gerði meðal lesenda sinna um draumaferðina næsta sumar, nefndu langflestir Ís- land þegar þeir voru spurðir hvert þeir vildu ferðast innan Norðurlandanna. Þá var Ísland í fyrsta sæti í árlegri könnun bresku blaðanna Guardian og Observer á uppáhaldslandi les- enda þeirra í Evrópu. Ísland tók nú í annað sinn við þessum verðlaunum, en við fengum þau einnig árið 2003. Það er einnig athyglisverð staðreynd að tekist hefur að þróa og markaðssetja ferða- og þjónustupakka hótela, veit- ingastaða, heilsulinda og af- þreyingarfyrirtækja, sem hef- ur leitt til þess að verulega hefur dregið úr árstíðasveiflum í ferðaþjónustu hér á landi. Hvað varðar komu erlendra gesta til landsins hefur engu nágrannalandi okkar, og í reynd fáum sunnar í álfunni, tekist að jafna þessa sveiflu hliðstætt og hér. Í október 2005 komu t.d. jafnmargir er- lendir ferðamenn til Íslands og í júlí 1995. Áhrif geng- isþróunar metin Þrátt fyrir að ytri skilyrði hafi á ýmsan hátt verið erfið fyrir ferða- þjónustuna árið 2005 þá fjölgaði ferðamönnum sem komu hingað um 9.000 eða 2,5% enda ekki sjálfgefið að við náum hliðstæðri aukningu á hverju ári og meðaltal undanfarinna ára. Samkeppnin við önnur lönd eykst einnig stöðugt, ekki síst með opnun til austurs og stórauknu framboði þar og annars staðar á hagstæðu verði. Þá skiptir okkar eigið rekstrarumhverfi eðlilega miklu um okkar ár- angur. Á liðnu ári hefur staða krón- unnar t.d. verið mjög sterk, sem hefur bein áhrif á rekstur fyrirtækjanna. Hagfræðistofn- un Háskóla Íslands er nú, að minni beiðni, að skoða áhrif gengis á ferðaþjónustuna og munu niðurstöður liggja fyrir í mars. Ferðaþjónustan ætlar sér enn stærri hlut Atvinnugreinin hefur und- anfarna áratugi orðið að að- laga sig að sveiflum og þær munu verða áfram. Það er ein- faldlega eðli þessarar atvinnu- greinar að vera mjög viðkvæm fyrir ýmsum ytri og innri að- stæðum. Ánægjulegt er að sjá að þrátt fyrir að síðustu mánuðir hafi ekki verið okkur hag- stæðir hvað varðar erlenda markaðinn þá virðist ríkja veruleg bjartsýni og hugur er í greininni þegar litið er til áætlana hennar fyrir árið 2006. Aukið framboð á flugsætum, fjöldi nýrra áfangastaða, meiri ferðatíðni og á næstu árum er fyrirsjáanleg mikil aukning hótelherbergja og annarrar gistingar bæði á höfuðborg- arsvæðinu og landsbyggðinni. Þá eru stór áform um mikla uppbyggingu afþreyingar sem verður sífellt meiri, marg- breytilegri og á fleiri svæðum landsins. Stærsta innlenda fjárfest- ingin í ferðaþjónustu á kom- andi árum verður bygging tón- listarhúss og ráðstefnu- miðstöðvar þar sem ríkið mun, í samstarfi við Reykjavík- urborg, koma að stærstum hluta að fjármögnun. Einnig liggur fyrir ákvörðun um aukið opinbert fjármagn til kynn- ingar á Íslandi sem áfangastað vegna funda, ráðstefna og menningarviðburða. Meðal þeirra sem hyggja á miklar fjárfestingar er Flug- stöð Leifs Eiríkssonar en þeirra spár gera ráð fyrir að farþegafjöldi muni fara úr 1,8 milljónum á árinu 2005 í 3,2 milljónir árið 2015. Allt sýnir þetta greinilega að gera má ráð fyrir áframhaldandi fram- sækni með auknum umsvifum, atvinnusköpun og arðsemi. Framfarir og framsækni í ferðaþjónustu Eftir Sturlu Böðvarsson ’… gera má ráðfyrir áframhald- andi framsækni með auknum umsvifum, at- vinnusköpun og arðsemi.‘ Höfundur er samgönguráðherra. Sturla Böðvarsson m biðu eftir sama máli. máli Jóns ðisráðherra bera vegna er mikill, við hvert lljónir og það um 5 il mikils að otið þess að i þjónustu. til að komið og ráðgjaf- a í Hafnar- og aðstand- ið á einum ýsingar um vert eigi að pplýsingum um ýmis réttindamál, fjármálaráð- gjöf og fleira. Sólvangur verði miðstöð öldrunarþjónustu Í niðurstöðum nefndarinnar er einnig lagt til að byggð verði upp sérhæfð sjúkrahús- og stofnana- þjónusta fyrir aldraða í Hafnarfirði og kannaður grundvöllur þess að stofna öldrunarlækningadeild við St. Jósefsspítala, Sólvang, byggða á teymisvinnu sérhæfðs starfsfólks á sviði öldrunar í nánu samstarfi við öldrunarsvið LSH. Byggist tillagan á því að æskilegt sé að efla nær- þjónustu við aldraða á sem flestum sviðum og að St. Jósefsspítali, Sól- vangur geti sinnt slíkri þjónustu í framtíðinni þannig að það falli vel að starfsemi hans. Geti hann þannig verið mikilsverður stuðningur við aldraða sem búa heima og við öldr- unarstofnanir í Hafnarfirði og ná- grannasveitarfélögum. Að sama skapi er lagt til að komið verði á fót miðstöð öldrunarþjónustu í Sól- vangi, þar sem komið verði fyrir sem flestum þáttum er varða þjón- ustu við aldraða sem búa heima. Nefndin leggur til að skoðað verði hvort húsnæði Sólvangs geti nýst undir slíka miðstöð í framtíðinni, enda sé vilji fyrir því að húsnæðið gegni áfram veigamiklu hlutverki í þjónustu við aldraða. Þá leggur nefndin til að hafinn verði sem fyrst undirbúningur að byggingu hjúkrunarheimilis í Hafn- arfirði samkvæmt nýrri hugmynda- fræði þar sem skipulag húsnæðis og þjónustu mótast af áherslu á sjálf- stæði og sjálfræði hinna öldruðu. Þar þarf einnig sérstaklega að huga að þeim hluta aldraðra sem þjást af minnissjúkdómum. Nefndin leggur áherslu á að uppbygging hjúkrunar- rýma til framtíðar mótist af framsýni og taki mið af breyttum viðhorfum og fyrirsjáanlegri þróun og væntingum á næstu árum og áratugum. Bæði Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra og Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri Hafnarfjarðar, lýstu yfir mik- illi ánægju sinni með samstarf bæjarins og ráðuneytisins í málinu og kváðust bjartsýnir á frekara samstarf við stefnumótun, þróun og uppbygg- ingu þjónustu við aldraða í framtíð- inni. um uppbyggingu heildrænnar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði ta aldraðra er talin gkvæm og æskileg Morgunblaðið/Sverrir firði. Frá vinstri: Vilborg Ingólfsdóttir, formaður nefndarinnar, Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, Jón Kristjánsson i, og bæjarfulltrúarnir Guðmundur Rúnar Árnason og Almar Grímsson sem einnig sátu í nefndinni. fræðingum m.a. að skilja áhrif umhverfisins betur. „Þættir í um- hverfinu, t.d. sú staðreynd að þú hreyfir þig, geta haft þau áhrif að ákveðið gen er virkara í þér en í manneskju sem hreyfir sig ekki,“ segir Rotimi og tekur sem dæmi að svartir Bandaríkjamenn borði oft frekar saltan mat. Það að þeir mælist með mikið natríum í lík- amanum sé því ekki vegna þess að þeir reki uppruna sinn til Afríku heldur vegna matarmenningar þeirra. Þarf að líta til uppruna Rotimi styður mál sitt með því að benda á rannsóknir á Yoruba- fólkinu í Nígeríu. „Ef þú berð saman fólk í dreif- býli og þéttbýli er mikill munur á tíðni sjúkdóma. Þótt erfðafræði- lega séð sé þetta fólk af sama stofni þá er fólk í þéttbýli feitara, t.d. vegna mataræðis og þeirrar staðreyndar að það hreyfir sig minna,“ segir Rotimi en bendir á að fólk sé mjög ginkeypt við því að finna líffræðilegan mun milli kynþátta. Rotimi segir að æskilegt væri að líta til uppruna fólks þegar teknar eru ákvarðanir með lyfja- gjöf en leggur samt áherslu á að það sé varasamt að flokka alla svarta Bandaríkjamenn í einn hóp. „Við vitum ekki hvers vegna lyf virkar vel á sumt fólk en ekki á annað,“ segir Rotimi og bætir við að það sé miklu mikilvægara að skoða líffræðilega virkni lyfja og hæfni líkamans til að brjóta þau niður en hvernig fólk er á litinn. ekki höfuðmáli Morgunblaðið/Brynjar Gauti ur Afrísku mannerfðafræðisamtakanna, segir ði og hreyfingu hafa mikil áhrif á mun sem er á ma hjá svörtum og hvítum Bandaríkjamönnum. MIKIL umræða hefur spunnist um það í Bandaríkjunum hvort lyf virki mismunandi á fólk af ólíkum kynþátt- um. Bandaríska matvæla- og lyfja- stofnunin (The Food and Drug Ad- ministration) veitti nýverið leyfi fyrir notkun á hjartalyfinu BiDil til með- ferðar á svörtum Bandaríkjamönnum en ekki á öðrum kynþáttum. Talið er að um fimm milljónir Bandaríkjamanna glími við hjarta- sjúkdóma og af þeim eru 750 þúsund sem telja sig vera af afrískum upp- runa. Rannsóknir á bandarískum hjartasjúklingum sem eiga uppruna sinn að rekja til Afríku hafa leitt í ljós að BiDil minnkar verulega líkur á dauðsföllum og spítalainnlögn. Nitro- Med, fyrirtækið sem framleiðir BiDil, hafði áður reynt að fá lyfið samþykkt en matvæla- og lyfjastofnunin hafnaði því á þeim grundvelli að fullnægjandi rannsóknir hefðu ekki farið fram. Sérfræðingar telja að árleg sala á BiDil verði einhvers staðar á milli 500 milljóna Bandaríkjadala og eins millj- arðs árið 2010. Margir vísindamenn, þar á meðal Charles Rotimi, hafa gagnrýnt að Bi- Dil sé einungis leyft til notkunar fyrir svarta Bandaríkjamenn. Bent hefur verið á að lyfið geti vel virkað fyrir fólk af öðrum kynþáttum. Því hefur jafnframt verið haldið fram að hug- myndin um að BiDil virki síður fyrir aðra kynþætti sé ósannreynd tilgáta enda hafi ekki farið fram nægilegar rannsóknir til að draga þá ályktun. Þá óttast margir að það að leyfa BiDil aðeins fyrir svarta Bandaríkjamenn ýti enn frekar undir þá algengu en órökstuddu hugmynd að kynþáttur sé líffræðilegur flokkur. Aðeins fyrir svart fólk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.