Morgunblaðið - 14.02.2006, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Þ
að skyldi þó aldrei
fara svo, að skop-
myndadeilan sem rit-
stjórar Jótlands-
póstsins komu af stað
með frumhlaupi sínu muni á end-
anum hafa einhverjar jákvæðar
afleiðingar?
Ekki virðast standa lengur
miklar deilur um hvort það hafi
verið rétt eða rangt af ritstjór-
unum að birta myndirnar. Skoð-
anakannanir í bæði Noregi og
Danmörku sýna til dæmis að í
báðum löndum telur meirihluti
íbúanna að það hafi verið rangt.
Og ritstjórarnir hafa meira að
segja sjálfir viðurkennt að eftir á
að hyggja hafi birtingin ekki ver-
ið sérlega sniðug.
Hún var auðvitað fyrst og
fremst algjör óþarfi. Undir því yf-
irskini að tjáningarfrelsið væri í
veði létu ritstjórarnir vaða, og
stjórnendur France Soir fylgdu í
kjölfarið „af því að við megum
það“, eins og þeir sögðu. Að halda
því fram að tjáningarfrelsi í Dan-
mörku og Evrópu sé í hættu er
auðvitað fráleitt. Ef múslímar
hefðu verið að reyna að koma á
einhverskonar Jesúmyndabanni
hefði horft öðru vísi við og verið
full ástæða til að birta sem flestar
myndir af Jesú. En svo var ekki.
Múslímar vildu bara fá að hafa
sinn sið í friði.
Nei, þarna var ekki um að
ræða neina hetjulega vörn fyrir
megingildi á borð við tjáning-
arfrelsi. Ritstjórarnir sem reyndu
að slá sjálfa sig til riddara urðu
ekki uppvísir um annað en hroka,
og í raun er allt útlit fyrir að þeir
hafi ætlað sér að fara í einhvers-
konar siðvæðingarherferð á
hendur múslímum – með öðrum
orðum, að hafa siðvit fyrir þeim.
Það sem maður gerir getur
verið rangt með tvennum hætti.
Annarsvegar getur það haft
slæmar afleiðingar, og hins vegar
getur það gengið gegn einhverri
grundvallarreglu, eins og til
dæmis um frelsi fólks. Það fer
ekki milli mála að skopmyndab-
irtingin hefur haft slæmar afleið-
ingar. Fólk hefur dáið í kjölfarið.
Ofsatrúarmenn hafa nýtt sér birt-
inguna til að kynda undir æsingi
og hatri.
En það er ekki nóg með að
birtingin hafi verið röng vegna
þess að hún hafði slæmar afleið-
ingar. Hún var líka brot á grund-
vallarreglum, þó svo að ritstjór-
arnir misvitru hafi galað eitthvað
um tjáningarfrelsi. Og það sem
meira er, vandinn er eldgamall,
eins og sjá má af eftirfarandi:
Í fyrsta lagi blasir við að hér sé
um að ræða mál þar sem réttlæt-
anlegt sé að hefta tjáningarfrelsi
einstaklingsins vegna þess að
heildarhagsmunir krefjist þess,
samanber frægan úrskurð
Hæstaréttar Bandaríkjanna frá
1919 þar sem Oliver Wendell Hol-
mes, einn þekktasti einstaklings-
frelsispostuli sögunnar, vísaði til
dæmisins um manninn sem að til-
hæfulausu hrópar eldur eldur í
troðfullu leikhúsi og veldur með
því skelfingu.
Í öðru lagi blasir við að þarna
hafi verið um að ræða óréttmæta
frelsiskröfu af hálfu ritstjóranna.
Um slíkt skrifaði annar meg-
inboðberi einstaklingsfrelsis,
John Stuart Mill, í Frelsinu um
miðja nítjándu öld, en þetta gæti
rétt eins verið splunkunýr texti:
„Og svo vill til, að Evrópumenn
berjast nú á einu sviði mjög fyrir
frelsi, sem er öldungis óréttmætt
að mínu viti. Hver maður ætti að
vera frjáls að öllu, sem varðar
hans eigin hag. En hann ætti ekki
að vera frjáls að því, sem hann
gerir fyrir annarra hönd, undir
því yfirskini, að hagur hans og
þessara annarra séu eitt“ (bls.
185 í þýðingu Jóns Hnefils Að-
alsteinssonar og Þorsteins Gylfa-
sonar frá 1978). Þetta á ekki ein-
ungis við um einstaka menn,
segir Mill, heldur líka hópa
manna, því „að af frelsi ein-
staklingsins að öllu því, sem ein-
ungis varðar hann sjálfan, leiði[r]
samsvarandi frelsi hópa ein-
staklinga til að skipa með sam-
komulagi þeim málum, sem varða
hvern hóp, en engan mann ann-
an“ (bls. 181).
En það þarf auðvitað ekki að
vísa í þungavigtarmenn og sýna
þannig fram á að grundvall-
arreglur hafi verið brotnar. Það
er alveg nóg að vísa í afleiðingar
málsins og bæta því við að það
hlýtur að mega teljast eðlileg
krafa til ritstjóra dagblaða – og
ekki neinna útnesjasnepla – að
þeir geri sér nægilega góða grein
fyrir því hvar í heiminum spenn-
an er mest (og í samskiptum
hverra) til að geta dregið af því
ályktun um hvaða afleiðingar
gjörðir þeirra kunni að hafa.
Og þó, ef til vill voru mennirnir
í góðri trú og vissu ekki betur.
Kannski er það rétt sem haft var
eftir breskum samfélagsmann-
fræðingi á vef þýska tímaritsins
Spiegel fyrir réttri viku að upp-
hlaupið vegna Söngva Satans eft-
ir Salman Rushdie hafi kennt
Bretum lexíur sem aðrar Evr-
ópuþjóðir eigi eftir að læra, eins
og til dæmis þá, að guðlast sé
tvíeggjað sverð. „Ef ætlunin er að
gagnrýna íslamska öfgahyggju
hefur dönsku skopteiknurunum
svo sannarlega ekki tekist það,
því að það eru öfgamennirnir sem
hafa haft mest upp úr æsingn-
um,“ segir mannfræðingurinn,
Pnina Werbner.
Vonandi geta einhverjir snúið
þessu fáránlega máli sér í hag
með því að læra af því lexíur um
hvað fjölmenning í raun og veru
felur í sér. Það rann upp ljós fyrir
Sören Espersen, þingmanni
danska Þjóðarflokksins, sem ger-
ir út á útlendingahatur, þegar
hófsamir múslímar í Danmörku
lýstu hneykslan sinni á óöldinni
sem braust út víða í heiminum
vegna málsins, og formaður Fjöl-
menningarsamtakanna í Dan-
mörku, Rabih Azad-Ahmad, sagði
að nú yrðu múslímar að sýna
fram á að þeir væru hreyknir af
því að vera Danir og að þeir héldu
dönsk gildi í heiðri. Þá sagði
Espersen: „Ég hafði ekki hug-
mynd um að svona margir músl-
ímar í Danmörku væru fylgjandi
vestrænum gildum.“
Harðar
lexíur
Vonandi geta einhverjir snúið þessu fár-
ánlega máli sér í hag með því að læra af
því lexíur um hvað fjölmenning í raun
og veru felur í sér.
kga@mbl.is
VIÐHORF
Kristján G. Arngrímsson
ÞAÐ voru heldur dapurlegar tölur
sem blöðin birtu okkur laugardaginn
21. janúar varðandi áfengismál.
Morgunblaðið greindi frá stað-
reyndum um aukningu á áfeng-
isneyzlu þjóðarinnar og komu svo
sem ekki á óvart, en hryggðu hug
manns þó. Þar er frá því greint að
áfengisneyzla hefði á síðasta ári auk-
ist verulega eitt árið
enn eða um 8,2%, en
árið áður hafði aukn-
ingin verið 8,6% og
þótt við vitum að
næstu ár á undan náðu
ekki þessum hæðum í
aukningu þá var þar
um mikla aukningu að
ræða og þannig aug-
ljóst að aukning síð-
ustu ára er geigvæn-
leg. Það er skelfileg
staðreynd, að fullyrð-
ingar bjórsinna á sín-
um tíma, til réttlæt-
ingar þess að bjór væri lögleyfður,
um að heildarneyzlan mundi ekki
aukast, jafnvel dragast saman við
„hófdrykkjuna“ hafa eins og fleira
sem þeir héldu fram reynzt staðlaus-
ir stafir. Ég segi hreinskilnislega, að
því miður voru aðvaranir okkar
bindindismanna og annarra bjór-
andstæðinga á fullum rökum reistar
og í ljósi reynslunnar þá hafa þær
sorglega gengið eftir, jafnvel enn
frekar en við óttuðumst þá. Í merkri
könnun Lýðheilsustöðvar á síðasta
ári kom vel fram hve margir neyta
áfengis í einhverjum mæli og talan
86% þykir mér geigvænleg, þótt þar
hafi ekki orðið á breyting frá könn-
uninni 2001. Athyglisverð er sú stað-
reynd einnig að karlar drekka nán-
ast þrefalt magn áfengis á við konur
eða um 72% alls áfengis sem neytt er
og þannig hafa konur ótvíræðan
vinning í þessu efni svo sem mörgum
öðrum. Hins vegar er svo vakin at-
hygli á því einnig að konur á aldr-
inum 18–34 ára hafa á þremur árum
(2001–2004) aukið neyzluna um 28%
sem er í raun dapurt umhugsunar-
efni. Í þessari könnun
Lýðheilsustöðvar er
staðfest að léttvíns-
neyzla er orðin mjög al-
menn og eykst, enn
fleiri drekka nú léttvín
vikulega eða oftar en
áður.
Hversu oft höfum við
ekki heyrt að sú
drykkja væri nú nánast
holl, en hvað segja
staðreyndir þar um og
þá er komið að Blaðinu
sem einmitt sama dag
greinir frá athyglis-
verðum staðreyndum um einmitt
léttvínsneyzluna og afleiðingar
hennar. Þar greinir hinn virti yf-
irlæknir á Vogi, Þórarinn Tyrfings-
son, frá því að nýkomur einstaklinga
40–60 ára inn á Vog hafi aukist á
undanförnum árum og skýrist það
fyrst og fremst af aukinni léttvíns-
neyzlu. Þetta sé fólk sem ekki hefur
áður átt við áfengisvandamál að
stríða. Og Þórarinn rekur ástæð-
urnar og segir m.a.: „Þessi saga að
þú getir ekki verið alkóhólisti ef þú
drekkur bara bjór er ekki sönn.“ Og
Þórarinn endar á þessum orðum:
„Ég veit að þetta verður vaxandi
vandamál á næstu árum.“ Ekki er
það gæfulegt og upphafningin á
áfengisneyzlunni og þá ekki sízt létt-
vínsneyzlunni sveipuð dýrðarljóma
er greinilega að skila sér fyrir áfeng-
isauðvaldið og ekki síður linnulausar
ólöglegar áfengisauglýsingar sem
auðvitað minnast aldrei á þær hætt-
ur sem þessu eru samfara, enda
heiðarleiki og sannsögli ævinlega
fyrir borð borin hjá þessum aðilum.
En vill nú ekki hugsandi fólk staldra
við og fara að vinna af alvöru gegn
þessum mikla vágesti, af alvöru segi
ég, því hvergi er tvískinnungur
margra svo áberandi og til ills, þar
sem eiturefnum er jafnvel skipt í
vond og góð og ætíð reynt að gjöra
sem minnst úr illum afleiðingum
áfengisins sem þó er sannað að er
undanfari annarrar neyzlu svo yf-
irgnæfandi? Við bindindismenn vilj-
um leggja alla okkar krafta til hinn-
ar góðu baráttu og þrátt fyrir allar
tölur þá erum við nógu mörg til að
láta myndarlega að okkur kveða.
Samstillum kraftana og gjörum allt
sem unnt er að þróuninni megi snúa
við.
Hryggilegar staðreyndir
Helgi Seljan fjallar
um áfengismál ’Við bindindismenn vilj-um leggja alla okkar
krafta til hinnar góðu
baráttu og þrátt fyrir all-
ar tölur þá erum við nógu
mörg til að láta mynd-
arlega að okkur kveða.‘
Helgi Seljan
Höfundur er formaður
fjölmiðlanefndar IOGT.
Í STJÓRNMÁLUM verða menn
stundum æstir og reiðir. Oftast
þegar þeir eru á öndverðum meiði
og mikið ber á milli. En Ólafur F.
Magnússon, borgarfulltrúi Frjáls-
lyndaflokksins, virðist hins vegar
aldrei reiðari en þegar menn eru
sammála honum og skrifaði hinn
11. þ.m. langa skammargrein um
mig í tilefni af því að
ég hafði leyft mér að
vera sammála honum
um gildi gamalla húsa
í Reykjavíkurborg.
Ólafur F. Magn-
ússon vill vera mað-
urinn sem bjargaði
Austurbæjarbíói og
getur að vísu ekki al-
veg sniðgengið þátt
Steinunnar Birnu
Ragnarsdóttur, fv.
varaborgarfulltrúa
VG. En hann vill
gjarnan setja málin
þannig upp að hún hafi staðið ein í
VG. Þannig var það ekki og ég
leiðrétti það í minni grein. Þrátt
fyrir að svar hans við henni sé
langt getur hann ekki bent á að ég
hafi farið neins staðar með rangt
mál.
Nú er það þannig að einn borg-
arfulltrúi í minnihluta getur ekki
drepið mál einn sér, jafnvel þó
hann sé einhvers konar Herkúles
að eigin mati. Hið sanna í málinu
er að í VG var mikil andstaða við
niðurrif Austurbæjarbíós allt sein-
asta kjörtímabil og það gátu allir
séð sem sátu fundi í félaginu. Ólafi
verður tíðrætt um borgarfulltrúa
flokksins og lætur eins og þeir séu
einir í heiminum. Ekki veit ég
hvernig þetta er í Frjálslynda
flokknum en Vinstrihreyfingin –
grænt framboð er stjórnmálaflokk-
ur sem heldur fundi og hinn al-
menni flokksmaður hefur sín áhrif
á þá stefnu sem fulltrúar flokksins
fylgja í borgarstjórn. Það kom vel
fram í málefnum Austurbæjarbíós.
Ólafur F. Magnússon var vissu-
lega ötull talsmaður Austurbæj-
arbíós á seinasta kjörtímabili og
mun njóta sannmælis hjá okkur
frambjóðendum Vinstri grænna
fyrir sinn þátt. Það breytir ekki
þeirri staðreynd að aðild VG að
núverandi meirihlutasamstarfi réð
úrslitum um að þetta hús stendur
– annars stæði það nefnilega ekki.
Ólafur virðist halda að hænan sem
gaggar hæst verpi stærsta egginu
og lætur eins og öll Vinstri græn
sem ekki skrifuðu greinar um mál-
ið í fjölmiðlum séu „háð flokks-
aga“. Það er einfald-
lega rangt. En margir
flokksmenn freistuðu
þess að ná fram ár-
angri án þess að
kljúfa
Reykjavíkurlistann
opinberlega. Og það
tókst raunar. Ég
bendi á að fulltrúi
flokksins í menningar-
málanefnd náði há-
vaðalausu sam-
komulagi við fulltrúa
hinna meirihlutaflokk-
anna bíóinu í vil, eins
og ég greindi frá í seinustu
grein. Ég bendi á að húsið
stendur enn og það var borg-
arstjórnarmeirihlutinn sem réð
því.
Það er rétt hjá Ólafi að mál-
staðar gamalla húsa hefur ekki
verið gætt nógu vel á þessu kjör-
tímabili og það er skoðun margra í
VG að flokkurinn þurfi líka að
taka sér tak í þeim málum. Þess
vegna tók ég hann upp um daginn
í grein minni og mun gera það
áfram. Vonandi sér Ólafur það
héðan í frá sem tækifæri en ekki
ógn. Í þessum kosningum höfum
við frambjóðendur Vinstri grænna
ákveðið að einblína á framtíðina.
Ekki vegna þess að við höfum
ekki af nægu að státa – Árni Þór
Sigurðsson gæti sjálfsagt talað
lengi um það grettistak sem var
lyft í málefnum leikskólanna á
fyrsta kjörtímabili Reykjavík-
urlistans. En kjósendur hafa ekki
áhuga á fornri frægð heldur hvað
síðan verður gert. Og í mínum
huga er björgun Austurbæjarbíós
aðeins fyrsta skrefið. Það eru
breytt viðhorf uppi í málefnum
gamalla húsa og við Vinstri græn
hyggjumst nýta það sóknarfæri.
Fyrir seinustu kosningar var lít-
ið rætt um húsavernd. Þess vegna
er kannski engin furða að nú séu
uppi áform um niðurrif gamalla
húsa við Laugaveginn. Við þau
áform hefur verið mikil andstaða í
VG og fer síst minnkandi þó að
vera flokksins í Reykjavíkurlist-
anum hafi gert það að verkum að
sú andstaða hafi ekki komið mikið
upp á yfirborðið. Þess vegna segi
ég: Ræðum gildi gamalla húsa í
þessum kosningum. Við í VG erum
fús til þess og ef almenningur er
sammála okkur og veitir okkur
brautargengi munum við beita okk-
ur í þeim málum.
Við viljum standa vörð um sög-
una og menninguna og til þess
munum við beita aðferð hins raun-
sæja baráttumanns sem leggur
mesta áherslu á að ná árangri í
samstarfi við aðra, þar á meðal
Ólaf F. Magnússon ef hann er fús
til að berjast með okkur fremur en
að karpa um hversu mikill þáttur
hans sé í að bjarga Austurbæj-
arbíói. Þó að mér finnist þessi
ágreiningur sem hann vill gera við
mig núna fremur fánýtur hefur
hann góð áhrif að einu leyti. Það
þarf að vekja athygli á brýnu og
þörfu máli sem Reykvíkingar þurfa
að ræða fyrir þessar kosningar. Ef
Ólafur leyfir okkur Vinstri græn-
um að njóta sannmælis í þessu
máli þurfum við ekkert að deila um
það lengur heldur getum tekið
höndum saman fyrir góðan mál-
stað. Vinstri græn eru hér eftir
sem hingað til fús til samstarfs við
aðra flokka um betri Reykjavík –
ekki aðeins nýja Reykjavík heldur
líka gamla.
Um gamla og nýja Reykjavík
Svandís Svavarsdóttir svarar
grein Ólafs F. Magnússonar ’Hið sanna í málinu er aðí VG var mikil andstaða
við niðurrif Austurbæj-
arbíós allt seinasta kjör-
tímabil …‘
Svandís Svavarsdóttir
Höfundur skipar 1. sæti VG til
borgarstjórnarkosninga.