Morgunblaðið - 14.02.2006, Side 26

Morgunblaðið - 14.02.2006, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÝMIS teikn eru á lofti um að það sannist sem við í Frjálslynda flokkn- um höfum haldið fram um árabil, þ.e. að ekkert vit sé í því að stýra fisk- veiðum með því að ákveða fyrirfram hversu mörg kíló af fiski eigi að taka upp úr hafinu út frá talningu á fiskum. Með öðrum orðum munu kvóta- kerfi að íslenskri fyr- irmynd brátt heyra sögunni til enda hafa kvótakerfi engu skilað í svokallaðri uppbygg- ingu fiskstofna. Hér veiðum við helmingi minna af þorski en við gerðum fyrir daga kvótakerfisins og allir hljóta að sjá vitleysuna í því að samkvæmt íslenska kvótakerfinu er ekkert því til fyrirstöðu að allur kvóti einnar tegundar safnist fyrir í einum landshluta, að t.d. ýsukvótinn verði allur suðvestanlands sem myndi aug- ljóslega leiða til þess að ýsumið ann- ars staðar á landinu yrðu vannýtt. Það þarf ekki að skoða íslenska kvótakerfið lengi til þess að sjá að líf- fræðilega byggir það á sandi en þess ber að geta að það var innleitt sem fiskverndarkerfi. Forsenda íslenska kvótakerfisins hefur gengið út á svokallaða uppbyggingu á fisk- stofnum, þ.e. að stór hrygningarstofn skili mikilli nýliðun. Nú virð- ist sem færeyskir fiski- fræðingar séu á góðri leið með að fallast á kenningar Jóns Krist- jánssonar fiskifræðings ef marka má viðtal Morgunblaðsins við Pet- ur Steingrund, fiski- fræðing á Fiskirann- sóknastofu Færeyja, fimmtudaginn 2. febrúar sl. Jón Kristjánsson fiski- fræðingur hefur haldið því fram um langt skeið, m.a. út frá gögnum frá Færeyjum og víðar, að augljóst öfugt samband sé á milli stórs hrygning- arstofns og nýliðunar, þ.e. að stór hrygningarstofn leiði af sér litla ný- liðun og öfugt, lítill hrygningarstofn gefi af sér mikla nýliðun. Þetta má vel skýra út á þann hátt að þegar mikið er af fiski fyrir, þá er bæði minna af æti til skiptanna fyrir nýliða og meira um afrán eldri þorsks á smáum fiski sem er að koma inn í veiðina. Til ein- földunar má líkja hafinu við tún sem er fullbeitt en á meðan svo er, þá er ekki hægt að bæta við gripum inn á túnið. Nær væri að grisja, fækka gripunum og gera þannig alla patt- aralegri. Í Morgunblaðinu er haft eftir Petri Steingrund að nýjar rannsóknir sýni að „nýliðun ræðst af fæðuframboði í sjónum og sjálfsafráni. Mest er um sjálfsafránið þegar mikið af horuðum þorski kemur upp að landinu, sem aftur ræðst af því hve mikill fiskur, þorskur og ufsi, er um fæðuna“. Með öðrum orðum má búast við því að nýliðun verði lítil þegar stofnar eru stórir. Evrópusambandið er einnig farið að efast. Samkvæmt fréttum Rík- isútvarpsins hefur Joe Borg, sjáv- arútvegsstjóri Evrópusambandsins, samþykkt að endurskoða frá grunni áætlunina um uppbyggingu þorsk- stofnsins í Norðursjó. Gerði hann það í kjölfar mikilla efasemda um að nið- urskurður á kvótum yrði til þess að byggja upp þorskstofninn og fylgdi það fréttinni að í stað niðurskurðar væri jafnvel vænlegra að herða á veiðum á ýsu sem æti þorskseiði. Það er aldeilis að kompásnálin er farin að snúast. Nú er að sjá hvernig íslenski sjávarútvegsráðherrann tekur þess- um fréttum. Sjálfur hefur hann haft miklar efasemdir um íslenska kvóta- kerfið fyrir hverjar kosningar enda hefur það leikið hans heimabyggð og sjávarbyggðirnar allar grátt. Eftir kosningar hefur hann hins vegar allt- af snúist eins og hani í vindi og stutt allar breytingar til hins verra á kvóta- kerfinu fyrir sjávarbyggðirnar. Kvótakerfið er að líða undir lok Sigurjón Þórðarson fjallar um kvótakerfið Sigurjón Þórðarson ’Eftir kosningar hefurhann hins vegar alltaf snúist eins og hani í vindi...‘ Höfundur er alþingismaður. Í SILFRI Egils sunnudag 5. febr- úar sl. var menntamálaráðherra, Þor- gerður Katrín Gunn- arsdóttir í viðtali. Til komu umræðu afnota- gjöld ríkisútvarps og greip ráðherra þá til þeirrar samlíkingar að almenningur væri ánægður að borga í dag fastan skatt (6.075 kr. á þessu ári) sem rynni til Fram- kvæmdasjóðs aldr- aðra til lausnar á óhjákvæmilegri nauð- syn. Þessi skattur var lagður á 1981 þegar Svavar Gestsson, þá- verandi heilbrigðis- ráðherra, kom honum á í þeim tilgangi að bæta út þeim veru- lega skorti sem þá var á hjúkrunarrúmum. Í dag 25 árum síðar er staðan sú að sam- kvæmt upplýsingum heilbrigðisráðuneytis er bráður skortur á hjúkrunarrúmum fyr- ir 400 sjúklinga. Árið 1991 kom fjár- málaráðherra Friðrik Sophusson því til leið- ar að um 40% af því sem kom inn í rík- issjóð á þennan hátt, til rekstrar þjónust- unnar en ekki upp- byggingar. Það þýðir samkvæmt verðlagi í dag að um 4–5 milljarðar króna hafa ekki fengist til að byggja fyrir en samkvæmt Ríkisend- urskoðun er stofnkostnaður hvers rúms um 12 milljónir króna. Hlutfall 65 ára og eldri hér á landi er í dag 11,7% en þetta hlutfall mun hækka verulega á næstu 10–15 árum og verða 15,8% árið 2020 samkvæmt spá OECD. Að fjölda til er þetta fjölgun um helming úr 30 þúsund í dag í 60 þúsund árið 2020. Næstu 4 ár er áætlað að byggja 200 rúm sem þýðir að skortur eftir þennan tíma mun aukast sennilega í um 600 rúm. Í dag liggja um 100 hjúkrunarsjúklingar að jafnaði á deildum Land- spítala. Enn samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoð- unar kostar mikið að láta þessa sjúklinga liggja þar og fyrir þá upphæð væri hægt að greiða fyrir 250– 300 sjúklinga á hjúkr- unardeildum. Frá rekstr- arlegu sjónarmiði er skortur á hjúkrunar- rúmum því fráleitur, við tölum ekki um sjónarmið sjúklinganna og greið- endur þessa skatts und- anfarin 25 ár. Finnst Þorgerði Katr- ínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra virkilega að almenningur eigi að vera ánægður með meðferð núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna á þessum skatti? Þurfa eldri borgarar ekki að hugsa sig vel um fyrir næstu kosningar í ljósi þess hvernig ríkisstjórn sú sem Þorgerður Katrín situr í hefur farið með aldraða í skattamálum og hjúkr- unarmálum? Menntamálaráðherra og Framkvæmda- sjóður aldraðra Ólafur Örn Arnarson fjallar um ríkisstjórnir og meðferð þeirra á öldruðum Ólafur Örn Arnarson ’Þurfa eldriborgarar ekki að hugsa sig vel um fyrir næstu kosningar í ljósi þess hvernig rík- isstjórn sú sem Þorgerður Katr- ín situr í hefur farið með aldr- aða í skatta- málum og hjúkr- unarmálum?‘ Höfundur er læknir og fyrrverandi formaður heilbrigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins. SKATTKERFI þjóða end- urspeglar gildismat þeirra, og ný- verið birti OECD upplýsingar um tekjuskatta hjá vestrænum þjóðum. OECD birtir upplýsingarnar sem jaðarskatt, en það er sá tekjuskattur sem greiddur er af næstu krónu sem maður vinnur sér inn. Jaðarskattur getur verið mismunandi hár eftir tekjum. Hjá flestum hérlendis er jaðarskatturinn jafn tekjuskatts- hlutfallinu (36,7%), meðan jað- arskattur þeirra sem eru undir skattleysismörkum er núll og jað- arskattur hátekjumanna var tekju- skattur að viðbættum hátekjuskatti. Samanburður á jað- arskatti hérlendis og í þremur öðrum löndum er sýndur á meðfylgj- andi grafi fyrir mis- munandi tekjuháa ein- staklinga. Halli línunnar er mælikvarði á tekjujöfnun tekju- skatts (meiri halli = meiri jöfnun), en á Ís- landi er línan flöt og tekjujöfnun því hverf- andi. Þannig hafa þeir tekjulægri á Íslandi hæstu jaðarskattana af löndunum fjórum, meðan þeir tekjuhærri á Íslandi hafa lægstu jaðarskattana. Með þessum samanburði sést að meira að segja Georg Bush er meiri jafnaðarmaður en íslensk stjórnvöld, og gerir mun meira í að jafna skipt- ingu kökunnar. Einnig er nokkuð ljóst að tekjujafnandi skattkerfi skerðir hvorki lífskjör né hagvöxt, þvert á það sem íhalds- menn halda fram. Í Noregi er mun meiri tekjujöfnun en hér og það er sú þjóð sem býr við bestu lífskjörin í heiminum að mati Sameinuðu þjóðanna. Írland hefur svo búið við langmesta hagvöxt meðal vestrænna ríkja á seinustu tíu árum (rúmlega tvöfalt hærri en á Íslandi) og þar er tekjujöfnunin einnig mun meiri. Launamunur hefur aukist gíf- urlega hérlendis á seinustu 10 árum en ef skattkerfið væri eins og tíðkast hjá vestrænum þjóðum, væri hann miklu minni. Íslensk stjórnvöld vilja þó ekki minnka launamun og vill Sjálfstæðisflokkurinn þvert á móti vinna að því að fjarlægja seinustu leifar tekjujöfnunar skattkerfisins með því að afnema persónuafslátt. Línurnar í stjórnmálum eru því að verða skýrari. Við jafnaðarmenn munum í næstu kosningum etja kappi við tvo íhaldsflokka sem láta Georg Bush líta út sem vinstrimann í skattamálum. Vonandi munum við þá skipa fram fólki sem hefur mikinn áhuga á efnahagsmálum og jöfnuði, en minni áhuga á „þróun lýðræðis“. Tekjujöfnun Guðmundur Örn Jónsson fjallar um launamun og skattkerfið ’Launamunur hefur auk-ist gífurlega hérlendis á seinustu 10 árum en ef skattkerfið væri eins og tíðkast hjá vestrænum þjóðum væri hann miklu minni.‘ Guðmundur Örn Jónsson Höfundur er verkfræðingur. UM ÞESSAR mundir eru liðin tutt- ugu ár síðan skipulögð fræðsla hófst á vegum Starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar og var þess sérstaklega minnst með ráðstefnu á Akureyri 10. febr- úar. Nefndina skipa fulltrúar frá Sam- tökum atvinnulífsins, Starfsgreinasambandi Íslands og sjávar- útvegsráðuneytinu. Sjávarútvegsráðu- neytið heldur utan um námskeiðahaldið og er starfsmaður í hluta- starfi hjá ráðuneytinu sem skipuleggur nám- skeiðin með fyrir- tækjum í fiskvinnslu og stéttarfélögum starfsmanna. Þá má geta þess að sjáv- arútvegsráðuneytið fjármagnar að mestu námskeiðin með árlegum fram- lögum sem nema um 10 til 12 millj- ónum. Á þeim tuttugu árum sem liðin eru hafa um 14 þúsund starfsmenn lokið námskeiðunum. Um er að ræða 40 stunda grunnnámskeið sem fiskvinnslufólk hefur rétt á að sækja á fyrsta starfsári. Þeir sem sækja námskeiðin útskrifast sem sérhæfir fiskvinnslumenn auk þess sem þeir fá launahækkun eins og kveðið er á um í kjarasamningum. Á þriggja ára fresti eiga menn rétt á 8 stunda upprifjunarnámskeiði, það eru þeir sem lokið hafa grunnámskeiðinu. Þá hefur nefndin einnig boðið upp á sambærileg námskeið fyrir starfs- menn fiskimjölsverksmiðja og ný- lega hófust námskeið fyrir starfs- menn fiskeldisfyrirtækja. Öll námskeiðin fara fram á vinnutíma starfsmanna. Stór hópur fisk- vinnslufólks býr ekki við sömu kjör og starfsöryggi og aðrir hópar launafólks. Hins vegar er ljóst að ákvæði í kjarasamningum varðandi námskeiðahald er almennt betra í kjarasamningum fiskvinnslufólks en annarra ófaglærðra starfsmanna. Á ráðstefnunni á Akureyri kom fram almenn ánægja með hvernig til hefur tekist með námskeiðahaldið fram að þessu þrátt fyrir að alltaf megi gera betur. Vilji er til þess að tryggja þau enn frekar í sessi og kom það fram í máli sjávarútvegs- ráðherra og annarra aðila sem töl- uðu á ráðstefnunni á Akureyri. Námskeiðin hafa verið í stöðugri þróun og nú hefur verið ákveðið að bjóða upp á val, þannig að sex þættir af tíu verði bundnir og hægt verði að velja fjóra af öðrum sex til að fylla 40 stunda námskeiðið. Áð- ur var þetta ekki hægt, þá byggðu námskeiðin á tíu fjögurra stunda þáttum. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að veruleg fjölgun er- lendra starfsmanna hefur orðið í fiskvinnslu á Íslandi. Ekki er ólík- legt að sá hópur sé um 20% af þeim sex þús- und sem starfa í fisk- vinnslu á Íslandi. Þá er ekki talinn með sá fjöldi erlendra starfs- manna sem fengið hef- ur íslenskan ríkisborg- ararétt. Starfsfræðslunefndin hefur brugðist við þessari þróun með því að gefa kennsluefnið út á þremur tungumálum, það er á íslensku, pólsku og ensku. Þannig vill nefndin koma til móts við þá sem tala ekki eða skilja íslenskt mál. Það á að vera eðlileg skylda bæði gagnvart starfsmönnum og vegna þróunar og nýsköpunar atvinnulífs- ins að gefa þeim sem komnir eru út í atvinnulífið og hafa litla formlega viðurkennda menntun nýtt tækifæri til náms. Þar gegna fiskvinnslu- námskeiðin ekki síst ákveðnu hlut- verki. Þá má geta þess að námskeiðin hafa vakið athygli erlendis og hafa fulltrúar m.a. frá Noregi, Kanada og Bandaríkjunum komið í heimsókn til Íslands til að kynna sér uppbygg- ingu námskeiðanna. Full ástæða er til að þakka þeim sem komu að því að hrinda námskeiðunum í fram- kvæmd fyrir þeirra brautryðj- endastarf og framlag til starfs- menntunar fiskvinnslufólks. Án þessa fólks og fjárhagslegs stuðn- ings frá sjávarútvegsráðuneytinu hefði þessi skipulagða fræðsla fisk- vinnslufólks ekki orðið að veruleika. Starfsmenntun í fiskvinnslu Aðalsteinn Á. Baldursson fjallar um fræðslu í fiskvinnslu Aðalsteinn Á. Baldursson ’Á þeim tuttuguárum sem liðin eru hafa um 14 þúsund starfs- menn lokið nám- skeiðunum.‘ Höfundur er form. matvælasviðs SGS og nefndarmaður í starfsfræðslu- nefnd fiskvinnslunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.