Morgunblaðið - 14.02.2006, Síða 27

Morgunblaðið - 14.02.2006, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 27 MINNINGAR Við Anna Jóna kynntumst fyrst haustið 1993 þegar við störfuðum saman, veturlangt, í heilsdagsskóla í Brúarlandi. Frá fyrstu viðkynningu fann ég að þarna fór heilsteypt persóna, manneskja sem var samkvæm sjálfri sér og var elskuleg í alla staði og hvers manns hugljúfi. Eftir þennan vetur þekktumst við vel og störfuðum síðan áfram saman bæði í Varmárskóla og í kærleiks- þjónustu kirkjunnar í Lágafellssókn. Anna Jóna var ein af sex manna hópi sjálfboðaliða sem bauð sig fram ANNA JÓNA RAGNARSDÓTTIR ✝ Anna JónaRagnarsdóttir fæddist í Reykjavík 18. janúar 1937. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 25. des- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 30. desem- ber. til sjálfboðins starfs fyrir kirkjuna í heim- sóknarþjónustu í júní árið 2001. Þessi þjónusta, við aldraða, einmana og þjáða, var þá alveg ný í safnaðarstarfinu hér í Mosfellsbæ. Með ár- unum hefur heim- sóknarþjónustan öðl- ast fastan sess í þjónustu kirkjunnar við sóknarbörn. Þetta óeigingjarna starf veitir sjálfboðaliðum og þeim sem þiggur heimsókn í flestum tilfellum einlæga gleði og vináttu. Ég vil þakka fyrir hönd okkar allra úr sjálfboðaliðahópnum í Lága- fellssókn í Mosfellsbæ fyrir samveru og samstarf og yndislega nærveru okkar kæru Önnu Jónu Ragnars- dóttur. Megi góður Guð geyma hana í heilögum náðarfaðmi sínum. Innilegar samúðarkveðjur til barna, tengdabarna og barnabarna. Þórdís Ásgeirsdóttir djákni. Hjörtur F. Jónsson var tengdafaðir minn. Hann tók mér opnum örmum þegar sam- band mitt við næstyngsta soninn hófst fyrir rúmum þrjátíu árum. Hjörtur var sérstaklega mikið HJÖRTUR F. JÓNSSON ✝ Hjörtur Frið-berg Jónsson fæddist í Melshúsum á Seltjarnarnesi 10. september 1920. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 23. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 3. febrúar. snyrtimenni og kurt- eisi hans gerði mig stundum feimna. Það var alveg ástæðulaust því með prúðmennsku hans og alúð var auð- velt og gaman að um- gangast hann öll árin. Ég sá hve mikið dá- læti hann hafði á konu sinni og kom þá fram hve rómantískur hann var. Hjörtur vildi alltaf aðstoða ef eftir því var leitað og taldi ekkert viðvik eftir sér. Ósérhlífinn var hann með eindæmum og ábyggilegur í hví- vetna. Þau árin sem við hjónin bjuggum erlendis var ávallt víst að Hjörtur kæmi á flugvöllinn til að fagna komu okkar og eins kvartaði hann aldrei undan því að aka okkur eld- snemma út á flugvöll. Þegar við hjónin innréttuðum nýja húsnæðið okkar þá voru vandasöm verkefni honum auðveld. Hann var vandvirk- ur og í raun fagurkeri. Mér fannst Hjörtur taka erfið- leikum stórmannlega og aldrei heyrði ég hann falla í sjálfsvorkunn yfir því hlutskipti hans að verða háður hjólastól frá haustinu 1994; lífslöngun hans var sterk og ham- ingjan aldrei meiri en þegar hann var með eiginkonu sinni. Vigdís var honum stoð og stytta og myndi sú umönnun reynast mörgum ofviða en hér voru hjón sem stóðu þétt saman. Virðing mín fyrir þeim er mikil. Ég vil að leiðarlokum þakka Hirti fyrir allt hið góða sem hann hefur gert fyrir okkur. Ég votta tengdamóður minni mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Hjartar. Áslaug Guðmundsdóttir. Elsku afi. Ég á þér svo margt að þakka. Það er ótalmargt sem þú kenndir mér varðandi lífið sem ég mun aldrei gleyma. Þú kveiktir hjá mér áhuga á bókmenntum og ís- lenskri tungu. Þú kenndir mér að skrifa svo fallega og semja ljóð eftir reglunum, stuðlar og höfuðstafir á réttum stað. Að þessu mun ég búa alla ævi. Þú keyrðir mig á dans- æfingar nokkrum sinnum í viku og í þessum stuttu bílferðum fylltir þú huga minn af fróðleik á þann hátt að mig þyrsti í meira. Vigdís Hlíf og Jón Sigmar voru þeirrar bless- unar aðnjótandi að fá að kynnast þér á sama hátt og ég. Ég mun gera mitt besta til að kenna þeim allt sem þú kenndir mér. Það síð- asta sem þú sagðir við Jón Sigmar var að hann skyldi ávallt muna að segja gjörðu svo vel. Ég get full- vissað þig um að hann mun aldrei gleyma því að koma fram af þeirri háttvísi og við munum öll hugsa okkur tvisvar um áður en við kveðj- um með orðinu „bæ“. Því vil ég nota tækifærið og segja bless afi, sjáumst seinna. Fyrir hönd systkina minna, Vig- dísar Hlífar og Jóns Sigmars, Lára Guðrún Ævarsdóttir. Nú er heiðurskonan Elísabet Andrésdóttir í Tungu fallin frá, 94 ára að aldri. Hún var ein af þessum kven- hetjum 20. aldar, sem ólust upp við kröpp kjör, mikla og erfiða vinnu frá barnsaldri en tóku flestum erfiðleik- um með brosi á vor og gengu í gegn- um lífið allt með óbilandi kjarki á hverju sem gekk. Ég kynntist Betu stjúpmóður eftir að hún giftist föður mínum 1953 og fluttist að Tungu í Gönguskörðum og tók þar við húsmóðurstörfum. Það var föður mínum mikil gæfa að fá slíka konu. Hún var dagfarsprúð, glaðsinna, bráðþrifin, stjórnsöm og dugleg með afbrigðum, hvaða verki sem hún gekk að, hvort heldur var úti eða inni. Í Þrúðardal í Strandasýslu þar sem hún ólst upp var hún lengi aðal stoð og stytta foreldra sinna og bróður, sem var heilsuveill. Þar gekk hún í öll karlmannsverk, t.d. sló með orfi og ljá, rakaði, batt hey og risti torf því þá var vélaöldin ekki gengin í garð. Í Tungu var hún fyrst og fremst „hús- móðirin“ sem alltaf sá um að nóg væri ELÍSABET ANDRÉSDÓTTIR ✝ Elísabet Andr-ésdóttir fæddist í Þrúðardal í Strandasýslu 13. nóvember 1912. Hún andaðist á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki laug- ardaginn 28. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. á borðum, á réttum tíma af hollri og góðri fæðu, allt heimagert. Hún sá um að alltaf væru til birgðir af öllu, var ekkert í búðum of oft en var sannarlega það sem við eldra fólkið köllum góð matmóðir. Gestrisni hennar var orðlögð, hún tók öllum með vinsemd og rausn og var viðræðugóð og skemmtileg. Hún fylgdist alltaf vel með öllu utan húss og innan. Að búskapurinn gengi vel var hennar hjartans mál og velferð einkarsonarins Andrésar og alls heimilisfólksins. Barnabörnunum sín- um var hún afar góð amma og við eldri börn Helga virtum hana öll og dáðum fyrir hennar miklu mannkosti. Hún reyndist föður okkar afar góð eiginkona og annaðist hann af stakri umhyggju, það verður aldrei of þakk- að. Með árunum urðum við góðar vin- konur. Ég þakka henni af alhug allar góðar samverustundir og kveð með söknuði. Hún hefur sannarlega skilað góðu dagsverki. Bróður mínum og mágkonu Andr- ési, Ásdísi og börnum þeirra votta ég dýpstu samúð. Þau og við öll höfum svo margs að sakna. Kristín Helgadóttir frá Tungu. Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði fara, eins og þú hefur heitið mér. (Lúkasarguðspjall 2:29.) Þessi orð komu mér fyrst í hug, þegar mér var tilkynnt um lát hennar Elísabetar í Tungu. Hún kvaddi á sinn hógværa, hljóð- láta hátt og fékk hægt andlát. Þökk sé forsjóninni fyrir það. Og þrátt fyrir söknuð okkar allra er sú huggun til mótvægis, að ótal mynd- ir og minningar líða nú fyrir hugar- sjónir. Allar ljúfar og góðar og þær verða áfram með okkur, tryggir föru- nautar um ófarin ár. Þessar dýrmætu minningar visna ekki þótt hrörnandi líkami 94 ára gamallar heiðurskonu, móður, ömmu og langömmu hverfi undir kistulokið. Konu, sem með fádæma starfsorku og æðruleysi fram á síðustu stund, hélt sinni reisn, þótt líkamleg áföll tækju sinn toll og hreyfigeta minnk- aði smátt og smátt, þá var jafnaðar- geðið og góðvildin hin sama og um- hyggjan fyrir öllu og öllum. Já, þær eru svo sannarlega marg- ar, minningarnar sem raðast upp. En ég veit að síst af öllu mundi hún Beta mín kæra sig um orðmælgi og upp- talningu á þeim til aflestrar fyrir al- menning, svo ég geymi þær með mér. Þessar línur verða því aðeins vottur um þakklæti til forsjónarinnar fyrir að hafa fengið að njóta svo lengi mannbætandi samvista við þessa traustu mannkostakonu og trygga vin. Andrés og fjölskylda, ykkar missir er mikill. Við samhryggjumst öll. Elísabet mín, Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðríður B. Helgadóttir. Hinn 28. janúar lést Elísabet Andr- ésdóttir, eða Beta okkar í Tungu. Þó svo hún hafi ekki viljað láta skrifa mikið eftir sig þá koma hér fáein kveðjuorð. Hún var ein af stofnendum kven- félagsins okkar sem stofnað var 1977 og kosin formaður þess árið 1980 og gegndi hún því starfi um árabil. Síðar tók hún að sér fleiri stjórnunarstörf í félaginu okkar, og það eftir að hún hafði orðið fyrir því slysi að lær- brotna, sem hún varð aldrei söm eftir, en hún lét það ekki aftra sér. Hún var kjörin leiðtogi, vildi hafa reglu á hlutunum. Fundir skyldu hefj- ast á auglýstum tíma, því stundvísi og reglusemi var ein af hennar dyggð- um. Hún hafði frábæra frásagnar- hæfileika, kom iðulega með eitthvað með sér til upplestrar á fundum og lék það þá yfirleitt, þannig að við velt- umst um af hlátri. Einnig var hún óþreytandi við að segja okkur frá bú- skaparháttum, vinnubrögðum og skemmtanahaldi í hennar ungdæmi. Eitt sinn samdi hún leikþátt og lét okkur flytja með sér á skemmtisam- komu skagfirskra kvenna. Eftir að heilsu hennar hrakaði og hún hætti að geta sótt fundi og fara sinna ferða þá bauð hún sig fram í ferðanefnd og skipulagði dagsferð vestur í Dali, þó svo hún kæmist ekki sjálf með. Á sinn hátt tók hún þátt í starfi okkar. Hún hringdi í okkur, minnti okkur á og rak á eftir okkur. Alltaf þegar eitthvað hafði verið á dagskrá hjá okkur, t.d. basar, spila- kvöld, jólaball þá hringdi hún strax næsta dag: Hvernig gekk? Hvað kom inn? Hvað komu margir? Hún fylgd- ist vel með félaginu sínu til siðasta dags. Elísabet var gerð að heiðurs- félaga í kvenfélaginu árið 1998, henni fannst það að vísu alger óþarfi. Við félagssystur hennar kveðjum með virðingu og þökk. Hennar er sárt saknað og verður vandfyllt í hennar skarð. Aðstandendum hennar send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Kvenfélagsins Fram- farar í Skarðshreppi, Sigrún Aadnegard. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GÍSLA VIGFÚSSONAR frá Skálmarbæ. Þakkir til starfsfólks á Klausturhólum, Kirkjubæjar- klaustri. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbrún Gestsdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, ástkær vinur, afi og bróðir, STEFÁN KARL ÞORSTEINSSON, Einholti 8a, Akureyri, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 8. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 17. febrúar kl. 13:30. Hrafn Stefánsson, Vala Stefánsdóttir, Viðar Sigurjónsson, Svala Lárusdóttir, afabörn og systkini. Móðir okkar, amma og langamma, STEINUNN ÁRNADÓTTIR, Miklubraut 62, andaðist á Landspítala Fossvogi aðfaranótt laugardagsins 11. febrúar. Útför hennar verður auglýst síðar. Árni Benediktsson og fjölskylda, Stefán Benediktsson og fjölskylda. Móðir mín, SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, síðast til heimilis á öldrunardeild Sjúkrahúss Skagfirðinga, lést miðvikudaginn 8. febrúar. Útförin fer fram frá Víðimýrarkirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14:00. Fyrir hönd aðstandenda, Karl Bergmann. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN S. SIGVALDASON, Hraunbrún 34, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 12. febrúar. Útför verður auglýst síðar. Guðleif K. Jóhannesdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.