Morgunblaðið - 14.02.2006, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.02.2006, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Páll Jóhannes-son fæddist á Söndum í Meðal- landi í V-Skafta- fellssýslu 17. júlí 1917. Hann lést á hjartadeild Land- spítala – Háskóla- sjúkrahúss mánu- daginn 6. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jóhannes Guðmundsson, bóndi og póstur, f. 1880, d. 1961 og Þuríður Pálsdóttir húsmóðir, f. 1890, d. 1974. Systkini Páls eru Eggert, f. 1912, d. 1983, Kjartan, f. 1913, d. 1990, Guðmundur, f. 1914, d. 1973, Einar, f. 1915, d. 2005, Lára, f. 1919, d. 1919, Loftur, f. 1920, d. 1985, Lára, f. 1923, Svava, f. 1926, d. 1995, Gissur Þórður, f. 1928 og Hulda, f. 1931, d. 1996. Páll kvæntist árið 1953 Guð- Ellen Ragna, f. 1987. 3) Már Grét- ar verkfræðingur í Reykjavík. Börn hans og fyrrverandi eigin- konu hans, Draumeyju Aradóttur kennara, f. 1960, eru Sunna Dís, f. 1983, og Máni Steinn, f. 1987. Már er í sambúð með Sólveigu Katrínu Sveinsdóttur kennara, f. 1961. Sonur þeirra er Einar Sveinn, f. 2003. Sonur Sólveigar er Erik Chaillot, f. 1987. Páll fluttist með fjölskyldu sinni frá Söndum að Herjólfsstöðum í Álftaveri 1919 í kjölfar Kötlugoss- ins 1918. Þar ólst hann upp og lagði hönd á plóg við bústörfin þar til hann fór að heiman. Páll vann ýmis almenn störf til sjávar og sveita eins og venja var um unga menn á þessum tíma og um 1940 fluttist hann til Reykjavíkur. Hann greindist með berkla og lá á Vífils- stöðum frá 1941–1943. Haustið 1945 réðist hann til starfa hjá Ólafi Magnússyni í Fálkanum í Reykja- vík og starfaði á reiðhjólalager fyrirtækisins í tæp 49 ár eða þar til hann lét af störfum árið 1994 á 77. aldursári. Útför Páls fer fram frá Háteigs- kirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. laugu Jóhannsdóttur, f. á Bakkakoti í Með- allandi 1925. For- eldrar hennar voru Jóhann Sigurðsson bóndi, f. 1882, d. 1959 og Margrét Stefáns- dóttir húsmóðir, f. 1883, d. 1959, búsett þar. Börn þeirra Páls og Guðlaugar eru: 1) Jóhann, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, f. 1952, d. af slysförum 1986. Kvæntist 1973 Sig- rúnu Björnsdóttur kennara, f. 1950. Börn þeirra eru: a) Tinna Rut, f. 1972, í sambúð með Einari Guðjónssyni, f. 1961, sonur þeirra Jóhann Páll, f. 1998, og b) Orri Páll, f. 1978. 2) Þuríður Pálsdóttir, deildarstjóri hjá Háskóla Íslands, giftist 1987, Páli Bjarna Kjartans- syni ljósmyndara, f. 1959. Börn þeirra eru Elvar Már, f. 1982 og Stundum er sagt að maður velji sér ekki fjölskyldu en geti valið sér vini og eigi því að vanda valið vel. Mér hefur fundist ég ansi flink í vinavalinu en þó slógu forlögin mér við þegar kom að því að velja mér fjölskyldu. Ég er heppin. Ég man fyrst eftir afa í Skafta- hlíðinni; löngu áður en ég var svo heppin að flytja í næsta hús. Ég þykist muna eftir mér á handlegg hans, virðandi fyrir mér útsýnið yf- ir Miklubraut úr stofuglugganum, teljandi bíla og spjallandi við hverf- isþrestina. Þó getur verið að ég haldi bara að ég muni það því vissu- lega fylgdist ég með Orra bróður og yngri frændsystkinum mínum, og seinna syni mínum í sama leik. Leikskólinn minn var stofan og eld- húsið í fallega risinu í Skaftahlíð- inni og ég hóf meira að segja skóla- göngu í hverfisskólanum þótt við fjölskyldan byggjum sjálf uppi í fjöllum á þeim tíma. Stundum sleppti amma mér lausri inn í ung- lingaherbergi föðursystkina minna, gegn því að öll ummerki um veru mína þar yrðu útmáð áður en þau sneru heim úr skólanum. Þau nutu góðs af starfi afa í Fálkanum; áttu allar nýjustu plöturnar og sýndu Gibb bræðrum, Þursaflokknum og Supertramp miklu meiri áhuga en mér. Þá kom sér vel að eiga afa, aðdáanda númer eitt, að. Ég naut góðs af því í mörg ár að vera eina barnabarnið með einhverju viti, dró afa í þrjúbíó að sjá Grease, spilaði lönguvitleysu og asna eins og ég ætti lífið að leysa, pantaði kók eða appelsín að drekka með sunnudags- hryggnum og fékk að eiga afgang- inn. Aðdáunin var algerlega gagn- kvæm. Afi tók úr sér tennurnar og bullaði eins og bjáni og amma þver- neitaði að hafa gaman af svo við sæjum til. Ég drakk kaffi honum til samlætis, með molasykri úr dá- dýrakrúsinni þegar amma sá ekki til. Svo las hann sig upphátt í gegn- um Andrés á dönsku og ég vissi það ekki fyrr en löngu seinna að danska var alls ekki orðin skyldufag þessa tvo vetrarparta sem hann stundaði nám í farskólanum á Herjólfsstöð- um. Sveitin og æskustöðvarnar voru afa hugfólgnar og honum fannst ómögulegt að komast ekki austur í Álftaver og í könnunarleiðangur með Gissuri inn á afrétt a.m.k. einu sinni á sumri. Sem barn dvaldi ég á sumrum með ömmu í Meðallandinu, sveitinni hinum megin við fljótið, og afi kom til okkar þegar hann var búinn að kanna nægju sína í Verinu. Mamma og pabbi skutluðu okkur austur á vorin og á leiðinni skemmti afi sjálfum sér og okkur hinum með því að rifja upp öll ör- nefni sem á vegi okkar urðu. Ekk- ert var skilið undan, bent var á hverja einustu sprænu, klett og rúst og haldinn fyrirlestur um heit- in og uppruna þeirra. Á leiðinni suður á haustin var svo prófað úr fyrirlestrinum frá því um vorið. Honum fannst við stundum ægilega vitlaus en gafst aldrei upp og ef- aðist ekki um að einhvern daginn næðum við þessu. Deildum áhug- anum. Afi var sjálfur hreint ótrú- lega minnugur, nema þegar kom að því sem hann hafði ekki áhuga á, þá eyddi hann ekki dýrmætum heila- sellum í óþarfa. Afi hafði einlægan áhuga á vel- ferð fjölskyldunnar, fylgdist náið með hverjum og einum og gerði allt sem í hans valdi stóð til að greiða leið okkar, beðinn eða óbeðinn. Hann elskaði fólkið sitt takmarka- laust, skilyrðislaust og endalaust. Og ömmu, sem hann var óendan- lega þakklátur fyrir umhyggjuna og hjálpina við það sem hann var hættur að vera sjálfbjarga með. Kannski var það kynslóðin, kannski uppeldið, upplagið, ég veit það ekki. Afi var algerlega jarð- tengdur og með sitt á hreinu án þess að láta sér detta í hug að skipta sér af hvernig aðrir kysu að haga lífi sínu. Hann var fordóma- laus og alltaf til í að auka þekkingu sína með því að hlusta á það sem aðrir höfðu til málanna að leggja. Ef hann var ekki sammála manni var það ekkert mál; aldrei datt hon- um í hug að ryðjast fram fyrir í röð- inni í krafti aldurs eða lágs blóð- þrýstings. Hann miðlaði af reynslu sinni og þekkingu án þess að ætlast til eins eða neins. Þrátt fyrir að hafa lifað lungann úr öld var hann síungur; alltaf eitthvað að brasa og bardúsa og hugurinn á fullu þótt skrokkurinn fylgdi ekki eftir, sér- staklega á seinni árum. Afi var fé- lagslyndur og hafði yndi af manna- mótum, hvort sem um var að ræða smábarnaafmæli eða árshátíðir, þótt hann sæi ekki ástæðu til að syngja hæst eða lengst. Hann var húmoristi og fljótur að kveikja á kó- míkinni í lífinu. Hafði lúmskt gam- an af því að ganga fram af manni með vísum af tvíræðna taginu svo stundum þótti ömmu nóg um og þakkaði almættinu fyrir að heyra ekki allt of vel. ,,Í gær átti ég báða afana mína en í dag á ég bara annan,“ sagði langafastrákurinn Jóhann Páll hugsandi á mánudaginn í átta ára tilraun sinni til að greina stöðuna. Víst er að jörðin snýst áfram þótt okkar litli prívatheimur hökti í nokkra daga. Svo heldur okkar líf líka áfram og heilmikið hefur í skorist. Elskulegi afi minn er kom- inn til fundar við þá sem á undan eru farnir og verður fljótur að laga sig aðstæðum. Við hin, heppin með fyrirmynd, biðjum fyrir kærar kveðjur og reynum að gera eins. Elsku fólkið mitt; hvunndags- hetjan amma Lauga, jarðbundnu ljúfmennin og tryggðatröllin Þurý og Már og við hin öll; mikið erum við heppin. Tinna. Elsku besti afi minn. Það er aftur komið að sögustund hjá okkur, en í dag er það ég sem segi sögurnar. Þegar ég var lítil lastu fyrir mig úr risastórri rauðri bók sem geymdi eina sögu fyrir hvern dag ársins. Við lásum um Öskubusku og kið- lingana í Borgundarhólmsklukk- unni, um piparkökuhús og Arnar- auga, en uppáhaldsdagarnir mínir voru þeir sem fjölluðu um Heiðu í Ölpunum og afa hennar. Hún var afastelpa, alveg eins og ég. Þú kenndir mér svo margt, afi minn. Þú kenndir mér jafning og lönguvitleysu, Þú kenndir mér hvað fjöllin, blómin og fuglarnir heita, að krossgátuguðinn heitir alltaf Ra og að það sé rangt að segja að eitthvað PÁLL JÓHANNESSON Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is 10-50% afsláttur TILBOÐ á legsteinum, fylgihlutum og uppsetningu Okkar ásktæri SNORRI DALMAR frá Siglufirði, f. 28. des. 1917 – d. 2. feb. 2006, Meðalholti 8, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum. Útförin hefur farið fram. Innilegt þakklæti til starfsfólks Droplaugarstaða fyrir hlýhug og góða umönnun. Hildur Eiríksdóttir og aðstandendur. Móðir okkar, GUNNÞÓRA BJÖRGVINSDÓTTIR, er látin. Fyrir hönd aðstandenda, Edda Óskarsdóttir, Iðunn Óskarsdóttir, Oddný Óskarsdóttir, Óskar Óskarsson. Elskulegur sonur minn og bróðir okkar, GRÉTAR JÓNSSON, er lést fimmtudaginn 2. febrúar, verður jarðsung- inn frá Áskirkju miðvikudaginn 15. febrúar kl. 13. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Hannesdóttir. Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlý- hug og vináttu við andlát og útför föður okkar, ATLA SIGURÐSSONAR, Bólstaðarhlíð 46, Reykjavík. Helga Berglind Atladóttir, Sigurður Atli Atlason, Ívar Ómar Atlason. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGI BERG GUÐMUNDSSON loftskeytamaður, Völvufelli 42, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 10. febrúar. Útför hans verður frá kirkju Óháða safnaðarins föstudaginn 17. febrúar kl. 14.00. Fanney Vigfúsdóttir, Auður Björg Ingadóttir, Elías Jón Sveinsson, Jóna Rán Ingadóttir, Rúnar Þór Vilhjálmsson, Ingi Berg Ingason, Anna Lísa Hassing og barnabörn. Þökkum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, NJÁLS SVEINBJÖRNSSONAR, Háaleitisbraut 22, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar fyrir frábæra aðstoð. Dóra Guðbjörnsdóttir, Jóna Oddný Njálsdóttir, Einar Ágústsson, Ágúst Valur Einarsson, Dóra Esther Einarsdóttir, Erla Björk Einarsdóttir, Njáll Örvar Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.