Morgunblaðið - 14.02.2006, Page 33

Morgunblaðið - 14.02.2006, Page 33
LAUFÁSVEGUR – GLÆSIEIGN Vorum að fá í einkasölu eitt af þessum virðulegu og glæsilegu hús- um við Laufásveg í Þingholtunum. Húsið er teiknað af Sigurði Guð- mundssyni. Á aðalhæð hússins eru m.a. þrjár glæsilegar stofur, eld- hús og snyrting. Á efri hæð eru m.a. fjögur herbergi, baðherbergi og þvottahús. Í kjallara eru þrjú herbergi, geymslur og fl. Í risi er eitt her- bergi og geymslur. Falleg stór lóð til suðurs. Úr borðstofu er gengið út á stórar flísalagðar svalir og þaðan niður í garð. Þrennar svalir eru á húsinu. Innkoman í húsið er mjög tíguleg vegna mikils rýmis sem stigi og hol fá. Í glugga í stiga- gangi er 5 fm steindur gluggi eftir Gerði Helgadóttir. Glæsileg eign á eftirsóttum stað. Nánari upplýsingar er veittar á skrifstofu Eignamiðlunar. Óskað er eftir tilboðum. 5022 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Sími 588 9090 – Fax 588 9095 – Síðumúla 21 – eignamidlun@eignamidlun.is – www.eignamidlun.is MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 33 DAGBÓK 60 ÁRA afmæli. Í dag, 14. febrúar,er sextugur Eyjólfur Kolbeins, innkaupastjóri hjá Orkuveitu Reykja- víkur, til heimilis að Gvendargeisla 82, Reykjavík. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Urriðaholt eða Urriðavatnsholt? VEGNA greina í Morgunblaðinu og Fasteignablaði Mbl. fyrir stuttu um nýja byggð í „Urriðaholti“ er mér spurn hvort ástæða sé til að breyta örnefni á svæði því sem fyrirhugað er að byggja á sunnan Vífilsstaða. Þetta svæði er skráð Urriðavatnsholt á kortum Landmælinga Íslands, 1:100.000 (útg. 1972), og upp af Urr- iðavatni ganga smádalir, þar sem nú er hluti af golfvelli Oddfellowa, sem heita Urriðavatnsdalir, og upp af holtinu er svo hrauntunga sem heitir Urriðavatnshraun. Bær sem stóð við vatnið er skráð Urriðavatn á sama korti, en var síðast kallað Urriða- vatnskot áður en það fór í eyði. Finnst skipulagsfólki / arkitektum ástæða til að leggja þessi gömlu nöfn niður eða hver er ástæða fyrir því að þau eru ekki notuð? Mér finnst líka skrítið að kenna holtið við urriða eins og nú er gert, varla hafa urriðarnir úr vatninu stokkið upp á holtið! Það er synd að lofa ekki góðum ör- nefnum að halda sér. Gaman væri að heyra álit fleira fólks. Ásta Kristjánsdóttir, Melhaga 8, Rvík. Er framleiðsla áls það eina sem við getum? ÁGÆTI lesandi. Um þessar mundir er barist um mengunarkvóta. Það hefur verið í farvatninu að reisa álver á Norður- landi um nokkurt skeið en sú ætlan var kæfð í síðustu viku því ákveðið var að stækka og byggja álver á suð- vesturhorni landsins. Húsvíkingar og Eyfirðingar eru ævareiðir enda var þeim lofað kvóta til að menga. Nú horfa norðanmenn til framtíðar og sjá ekkert nema böl og fátækt, atvinnu- leysi og svartnætti. Hér verður ekk- ert að gera nema að bora í nefið og bölva Reykjavíkurpakkinu í sand og ösku. En bíddu nú við, getum við ekki bara gert eitthvað annað? Hefur sá möguleiki aldrei verið skoðaður? Stendur valið ekki um álver eða eitt- hvað annað, frekar en álver eða ekki neitt? Nú er að spýta í lófana og hugsa upp leiðir til að fá nasaþefinn af hagsæld suðursins. Við viljum líka synda í peningum og því eigum við rétt á því að fá tækifæri til að búa til tækifæri. Ég er með eina hugmynd, getum við ekki búið eitthvað nytsam- legt úr öllu þessu áli sem er verið að framleiða fyrir sunnan? Baldvin Esra Einarsson, Sniðgötu 1, Akureyri. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rf3 Bg7 4. g3 0-0 5. Bg2 d6 6. 0-0 Rbd7 7. Dc2 e5 8. Hd1 He8 9. Rc3 e4 10. Rg5 e3 11. f4 c6 12. Db3 Rf8 13. Hd3 Bf5 14. Hxe3 Hxe3 15. Bxe3 Rg4 16. Bf2 Rxf2 17. Kxf2 Bxd4+ 18. e3 Bf6 19. Rge4 Be7 20. Hd1 Dc7 21. Re2 He8 22. Rd4 Bxe4 23. Bxe4 Rd7 24. Bf3 Bf6 25. Da3 a6 26. b4 Rb6 27. Dd3 De7 28. Rc2 Hd8 29. e4 De6 30. Re3 c5 31. bxc5 dxc5 32. Rd5 Bd4+ 33. Kg2 Rd7 34. Hb1 Hb8 35. a4 Kg7 36. h4 Dc6 37. Db3 h5 38. e5 De6 39. Rc7 De7 40. Bxb7 f6 41. e6 Rf8 42. Db6 Kh6 43. He1 Bc3 44. He2 Hxb7 45. Dxb7 Ba5 Indverska skákdrottningin Humpy Koneru (2.537) er önnur stigahæsta skákkona heims samkvæmt skák- stigalista FIDE fyrir virka skák- menn. Þessi 18 ára stúlka hefur óvenjulegan skákstíl þar eð hún virð- ist leggja litla áherslu á byrjanir. Hins vegar þegar byrjuninni sleppir sýnir hún heldur betur á sér klærnar eins og þessi skák ber með sér en í henni hafði hún hvítt gegn hollenska stórmeistaranum Daniel Stellwagen (2.572) í B-flokki Corus skákhátíð- arinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Sú indverska lék 46. Rd5! í stöðunni og svartur gafst upp eftir 46. ...Dxb7 47. e7 þar eð það er óumflýjanlegt að ný hvít drottning fæðist og að hvítur verði liði yfir. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Næsta vetur verður boðið upp á nýttmeistaranám í fjármálahagfræði viðviðskipta- og hagfræðideild HáskólaÍslands. Kynningarfundur um nýja námið verður haldinn nk. miðvikudag í stofu 132 í Öskju kl. 16. „Fjármálaumhverfið er orðið flóknara og fjöl- breyttara. Áður fyrr gátu allir gengið í flest störf en sérhæfingin á markaðinum er að aukast og með þessu námi erum við m.a. að bregðast við kröfunni um aukna sérhæfingu,“ segir Haukur C. Bene- diktsson, lektor og umsjónarmaður meistaranáms- ins í fjármálum. „Við höfum frá 1999 boðið upp á meistaranám í fjármálum, en ákváðum að greina námið í tvær leið- ir: annars vegar fjármál fyrirtækja, sem er hefð- bundna línan, og hins vegar nýju línuna, fjármála- hagfræði. Nýja námsleiðin leggur meiri áherslu á stærðfræðilegu hliðina, og er sérstaklega sniðin að þörfum þeirra sem vilja fást við verkefni sem krefj- ast flókinna fjármálaútreikninga, s.s. í áhættu- greiningu, líkanagerð, verðlagningu afleiðna og annarra fjármálaafurða. Sérstaklega er þörfin fyrir fólk með þessa menntun mikil í fjármálakerfinu og skilningur þeirra sem þar starfa á mikilvægi þessa náms endurspeglast m.a. í rausnarlegum fjárstuðn- ingi sem KB banki hefur veitt til námsins und- anfarin ár enda hefur markaðurinn tekið meist- aranáminu í fjármálum og útskrifuðum nemendum afar vel“ Námið er 45 einingar og er miðað við tvær annir af námskeiðum og 15 eininga lokaritgerð. Því geta nemendur, ef þeir sinna náminu af fullum þunga, lokið gráðunni á 12 mánuðum. „Nemendurnir fá góðan grunn í þjóðhagfræði og rekstrarhagfræði, en áherslan er á fjármála- hagfræði. Við reynum að byggja sterkan fræðilegan bakgrunn en haga náminu þannig að nemendur geti nýtt fræðin í starfi, og leggjum okkur fram við að tengja námið við atvinnulífið,“ segir Haukur. Þær kröfur eru gerðar til umsækjenda um meist- aranám að þeir hafi 1. einkunn (að lágmarki 7,25) en boðið er upp á hrað-undirbúningsnámskeið í lok sumars handa þeim sem lítinn bakgrunn hafa úr viðskipta- og hagfræðilegu námi, enda hafi þeir stundað nám á öðrum sviðum. Sveigjanleiki er veittur um hraða námsins og segir Haukur það geta gagnast vel þeim sem þegar eru í starfi en vilja bæta við sig framhaldsnámi án þess að taka hlé frá vinnumarkaðinum. Sem fyrr segir verður kynningin á meistaranámi í fjármálahagfræði kl. 16 á miðvikudag, og er að- gangur ókeypis og öllum heimill. Síðasti skráningardagur til meistaranáms á næsta skólaári er 15. apríl en við viðskipta- og hag- fræðideild er boðið upp á fjölbreytt úrval námsleiða á meistarastigi og verður heildstæð kynning á námsframboðinu 26. febrúar nk. Meistaranám | Ný námsleið við viðskipta- og hagfræðideild HÍ Nýtt nám í fjármálahagfræði  Haukur Camillus Benediktsson fæddist í Reykjavík 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1992, BS-prófi í hag- fræði frá Háskóla Ís- lands 1996 og meist- araprófi í fjármála- hagfræði frá LSE 1998. Haukur starfaði hjá Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands 1995 til 1999. Hann starfaði hjá Íslandsbanka 1999 til 2001 þegar hann hóf störf hjá Seðlabanka Íslands og starfar nú á alþjóðasviði bankans. Frá 1999 hefur Haukur gegnt lektorsstöðu við HÍ. Haukur er kvæntur Hjördísi Sigurðardóttur rafmagnsverkfræðingi og eiga þau tvo syni. ASTMA- og umhverfisþættir er yfirskrift fræðslufundar sem Astma- og ofnæmisfélagið stend- ur fyrir í dag, þriðjudaginn 14. febrúar, kl. 20, í húsakynnum SÍBS í Síðumúla 6. Þar flytur Sigurður Þór Sigurðarson, sér- fræðingur í lungnasjúkdómum, erindi um astmavalda í umhverfi okkar og svarar fyrirspurnum. Sigurður Þór stundaði sér- fræðinám í lungnasjúkdómum við háskólann í Iowa í Bandaríkj- unum. Fundurinn er öllum opinn. Fundur um astma- og ofnæmisþætti Þriðja leiðin. Norður ♠ÁG9 ♥G104 ♦KD7532 ♣7 Suður ♠D105 ♥ÁK ♦G10 ♣ÁK6543 Suður spilar þrjú grönd. Vestur kemur út með smátt hjarta, sem suð- ur tekur og spilar gosa og tíu í tígli. Þá kemur í ljós að vestur á einspil (og kastar spaða), en austur ásinn fjórða. Austur dúkkar, auðvitað, svo nú er spurningin: Á að svína í spað- anum eða treysta á 3-3 legu í laufi? Jöfn lauflega er á móti líkum (36%), svo svíning í spaða er skárri kostur. En eins og legan er, skiptir litlu máli hvor leiðin verður fyrir valinu – aust- ur á spaðakóng og laufið brotnar ekki: Norður ♠ÁG9 ♥G104 ♦KD7532 ♣7 Vestur Austur ♠843 ♠K762 ♥D8652 ♥973 ♦6 ♦Á984 ♣DG92 ♣108 Suður ♠D105 ♥ÁK ♦G10 ♣ÁK6543 Þriðja leiðin er til og hún er langbest: Sagnhafi spilar spaðadrottningu, en yfirdrepur með ás þegar vestur sýnir engin viðbrögð. Spilar svo tígulkóng og hendir háhjarta heima! Þá er allt í góðum gír. Ef vörnin sækir hjartað áfram verður gosinn innkoma á tíg- ulinn, en annars má brjóta sér leið inn í borð á spaða. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.