Morgunblaðið - 14.02.2006, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn hefur lagt sitt af mörkum í
skotgröfum ástarinnar og uppsker nú
árangur erfiðisins. Himintunglin gefa
honum tækifæri til þess að sletta úr
klaufunum á degi Valentínusar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Sumir líta á ástina sem leik, aðrir líta
á hana sem dans. Í augum nautsins er
hún eins og jafna sem þarf að leysa.
Vísindalegt viðhorf þess gefur því
fleiri valmöguleika.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Að fara á stefnumót er tækifæri til
þess að eiga samskipti. Það er ekki
próf eða leikur sem maður þarf að
reyna að vinna. Slakaðu á svo þú getir
lyft þér upp.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Maður getur opnað augun til þess að
njóta fegurðar umhverfisins, hið sama
gildir um hjartað sem opnar sig fyrir
sælutilfinningum. Að vera nálægt ein-
hverjum hjartfólgnum spillir ekki fyr-
ir.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Himintunglin draga veikleika fram í
dagsljósið. Ástin krefst þess og á end-
anum brestur hjartað. Ljónsmerkið er
reyndar tengt hjartanu og veit að það
á ekki að óttast. Örin styrkja.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan er til í að deila lífi sínu með
einhverjum. Það gildir líka um þá sem
hafa verið í parsambandi um heila ei-
lífð. Allir eiga sér hliðar sem þeir
halda leyndum og fyrir sig. Meyjan
sýnir eina slíka í dag.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Hvers vegna er haft á orði að allt sé
leyfilegt í ástum og stríði, þegar það
er augljóslega ekki rétt? Sanngirni er
sanngirni, burtséð frá tilefninu. Þú
ætlast til hins besta af ástvinunum og
það er gagnkvæmt.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sambönd sem líta vel út á papp-
írunum en smella ekki eru álíka dýr-
mæt og pappírinn sem þau eru sögð
líta vel út á. Samspil, eðlishvöt og
hjartalag eru málið. Annað er auka-
atriði.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn er hvað sterkastur þeg-
ar hann er ástfanginn. Trúðu því! Ást-
vinir þínir auka bara á styrkleika
þinn, staðfestu og kraft. Þannig er
það, nema þér finnist ástin draga úr
þér mátt.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ekki hafa áhyggjur af rómantíkinni.
Fagnaðu komu hennar. Kannski finnst
steingeitinni það bara út í hött, en svo
er alls ekki. Rómantík er áfangastaður
sem maður ákveður og kemst til, með
hliðsjón af því sem maður velur sér.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Dagurinn kemur vatnsberanum á
óvart. Fólkið sem hann á von á send-
ingu frá er ekki það eina sem lætur til
sín taka. Hann er í meiri metum en
hann áttar sig á.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Samvinna við félaga færir fisknum
heppni. Rómantískar hneigðir láta á
sér kræla um leið og hugmyndafund-
inum lýkur. Einhleypir í ástarleit
komast að því að bókasöfn og bóka-
búðir taka næturlífinu fram.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Venus, pláneta ástar,
blikkar Júpíter á degi elsk-
endanna, er hún kannski að fara á fjör-
urnar við hann? Tungl í meyju ýtir
undir nákvæma sundurgreiningu á því
sem er á seyði í einkalífinu, og eykur
hættuna á því að fólk einblíni á smá-
atriði.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 gerðarleg, 8
reikar, 9 pésa, 10 starf,
11 froða, 13 tómar, 15 lít-
ils skips, 18 klöpp, 21
frostskemmd, 22 pjatla,
23 ávinnur sér, 24 bundin
eiði.
Lóðrétt | 2 gretta, 3
skepnan, 4 rás, 5 kven-
kynfruman, 6 farandk-
villi, 7 hæðir, 12 ótta, 14
reyfi, 15 gleði, 16 gæs-
arsteggur, 17 virki, 18
ferma, 19 styrkti, 20
fæða.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 hamra, 4 hamli, 7 lifur, 8 lokki, 9 sút, 11 aumt,
13 frán, 14 örlar, 15 hníf, 17 úrar, 20 smá, 22 létta, 23
metum, 24 róast, 25 nárar.
Lóðrétt: 1 halla, 2 máfum, 3 aurs, 4 holt, 5 mokar, 6 ið-
inn, 10 útlim, 12 töf, 13 frú, 15 halur, 16 ístra, 18 ritur,
19 rómar, 20 satt, 21 áman.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Myndlist
101 gallery | Ásmundur Ásmundsson. Til
25. feb.
Artótek Grófarhúsi | Valgerður Hauks-
dóttir myndlistarmaður til 19. febrúar.
BANANANANAS | Finnur Arnar Arn-
arson til 18. febrúar.
Energia | Erla M. Alexandersdóttir sýnir
akríl- og olíumálverk. Út febrúar.
Gallerí Fold | Málverkasýning Huldu Vil-
hjálmsdóttur – Náttúrusköp – the nature
shape in creation. Til 19. febrúar.
Gallerí Kolbrúnar Kjarval | Sigrid Østerby
sýnir myndverk tengd sömum til 22. febr..
Gallerí Sævars Karls | Jónas Viðar
Sveinsson sýnir málverk til 23. febrúar.
Gallerí Úlfur | Sýning Ásgeirs Lárussonar
út febrúar.
Hrafnista, Hafnarfirði | Sjö málarar frá
Félagsmiðstöðinni Gerðubergi sýna í
Menningarsal til 21. mars.
Jónas Viðar Gallerí | Stefán Jónsson
sýnir höggmyndir til 26. febrúar.
Kaffi Mílanó | Erla Magna Alexand-
ersdóttir sýnir olíu- og akrílmyndir út febr.
Karólína Restaurant | Óli G. með sýn-
inguna Týnda fiðrildið til loka apríl.
Listasafn ASÍ | Ásmundarsalur: Ingibjörg
Jónsdóttir – Fínofnar himnur og þulur um
tímann. Gryfja: Guðrún Marinósdóttir –
Einskonar gróður. Arinstofa: Vigdís Krist-
jánsdóttir – Myndvefnaður. Opið alla daga
nema mánudaga kl. 13–17. Til 5. mars
Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýn-
ing.
Listasafnið á Akureyri | Svavar Guðna-
son, Carl-Henning Pedersen, Sigurjón
Ólafsson og Else Alfelt. Til 25. febr.
Listasafn Reykjanesbæjar | Guðrún Ein-
arsdóttir Til 5. mars.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið, yfirlitssýning.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús |
Gabríela Friðriksdóttir, Feneyjaverkið.
Kristín Eyfells. Til 26. feb.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá
fæðingu málarans. Til 19. mars.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Skotið.
Jóna Þorvaldsdóttir. Til 22. feb.
Thorvaldsen | Bjarni Helgason – Ostr-
anenie – sjónræna tónræna – til 3. mars.
Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís-
lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí.
Ljósmyndir Marcos Paoluzzo og ljós-
myndir Péturs Thomsen í Myndasal. Til
20. febrúar.
Söfn
Aurum | Þorgeir Frímann Óðinsson, fjöl-
listamaður sýnir verk úr myndaröðinni
Vigdís til 17. febrúar.
Bæjarbókasafn Ölfuss | Sýning á teikn-
ingum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal,
sem hann gerði er hann var í verbúð í
Þorlákshöfn á árunum 1913–1915.
Duus hús | Sýning Poppminjasafnsins í
Duus húsum Sagt er frá tímabilinu 1969
til 1979 í máli og myndum. Rifjuð upp tísk-
an og tíðarandinn. Opið kl. 13–18.30 til 1.
apríl.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Myndirnar
á sýningunni Móðir Jörð gefa óhefð-
bundna og nýstárlega sýn á íslenskt
landslag þar sem markmiðið er að fanga
ákveðna stemmningu fremur en ákveðna
staði. Skotið er nýr sýningarkostur hjá
Ljósmyndasafni Reykjavíkur og er mynd-
um varpað á vegg úr myndvarpa.
Minjasafn Austurlands | Endurnýjun á
sýningum stendur yfir. Ný grunnsýning
opnuð 1. maí nk.
Þjóðmenningarhúsið | Fræðist um fjöl-
breytt efni á sýningunum Handritin, Þjóð-
minjasafnið – svona var það, Fyrirheitna
landið og Mozart-óperan á Íslandi. Njótið
myndlistar og ljúfra veitinga í veit-
ingastofunni. Leiðsögn í boði fyrir hópa.
Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni
Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu
og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru ný-
stárlegar og vandaðar sýningar auk safn-
búðar og kaffihúss. Opið alla daga nema
mánudaga kl. 11–17.
Bækur
Iða | Þórarinn Eldjárn les upp úr verkum
sínum í Iðu á 54. Skáldaspírukvöldi. Þetta
verður notaleg stund með Þórarni, gestir
mega taka með sér hressingu af annarri
hæðinni og boðið verður upp á umræður
og létt spjall með hinu ástsæla skáldi.
Fyrirlestrar og fundir
Alþjóðahúsið | Tveir fulltrúar frá Rauða
kross-deild Gambíu halda fyrirlestur á
ensku á vegum Afríka 20.20 um starfs-
umhverfi Rauða krossins/hálfmánans í
Gambíu sem óháðra félagasamtaka (NGO)
í V-Afríku. Fyrirlesturinn er í dag kl. 20 í
Alþjóðahúsinu, 1. hæð t.v., Hverfisgötu 18.
ITC-Harpa | Fundur kl. 20, á þriðju hæð í
Borgartúni 22. Gestir velkomnir. Nánar á
itcharpa@hotmail.com heimasíða http://
www.simnet.is/itc og í síma 6617250.
Landakot | Fræðslunefnd Rannsóknastofu
í öldrunarfræðum, RHLÖ, heldur fræðslu-
fund 16. feb. kl. 15, í kennslusalnum á 6.
hæð á Landakoti. Lovísa Einarsdóttir,
íþróttakennari og samskiptafulltrúi Hrafn-
istu, Hafnarfirði, fjallar um grunnæfingar í
Tai Chi fyrir eldri borgara. Sent verður út
með fjarfundabúnaði.
OA-samtökin | OA karlafundur í Tjarna-
götu 20 (Gula húsinu) kl. 21–22. OA er fé-
lagsskapur karla og kvenna sem hittast til
að finna lausn á sameiginlegum vanda –
hömlulausu ofáti. www.oa.is
ReykjavíkurAkademían | Þorvaldur Krist-
insson, fyrrum formaður Samtakanna ’78,
fjallar um hvaða merkingu fjölskyldan hef-
ur í lífi hins samkynhneigða, og spyr hvor
hún efli vald hans eða veiki. Er fjölskyldan
styrkur hans eða byrði? Erindið byggist á
rannsókn höfundar, og er haldið kl. 20. Sjá
www.akademia.is/MI.
Styrkur | Styrkur er með opið hús kl. 20 í
Skógarhlíð 8, 4. hæð. Magnea S. Ingi-
mundardóttir, þekkingarstjóri hjá Nýherja,
talar um líf og viðhorf þeirra sem greinast
með krabbamein og Hólmfríður Friðriks-
dóttir sýnir myndir úr starfi Styrks. Kaffi
og allir velkomnir.
Viðskipta- og hagfræðideild HÍ | Örn
Daníel Jónsson, prófessor við viðskipta-
og hagfræðideild Háskóla Íslands, flytur
erindið „Frumkvæði og greinabundin þró-
un“ í málstofu Hagfræðistofnunar og Við-
skiptafræðistofnunar 15. febrúar, kl. 12.20.
Málstofan er haldin í Odda, stofu 101 og er
öllum opin. Nánari á www.vidskipti.hi.is
Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Ís-
lands mun í haust bjóða í fyrsta sinn upp
á meistaranám í fjármálahagfræði sem
lýkur með prófgráðunni MS í hagfræði. 15.
febrúar kl. 16 verður kynning á náminu í
Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ, stofu 132.
Nánari á www.vidskipti.hi.is.
Þjónustumiðstöð Laugardals og Háa-
leitis | Þjónustumiðstöðin stendur fyrir
fundi í þjónustumiðstöðinni Hæðargarði
31, kl. 14–16, þar sem forvarnarstefna
Reykjavíkurborgar verður kynnt og nið-
urstöður rannsókna og greiningar á vímu-
efnaneyslu nemenda í 9. og 10. bekk í
grunnskólum hverfanna.
Fréttir og tilkynningar
Fjölskylduhjálp Íslands | Tekið á móti
matvælum, fatnaði og leikföngum alla
miðvikudaga kl. 13–17. Úthlutun matvæla
er alla miðvikudaga kl. 15–17 í Eskihlíð 2–4
v/Miklatorg.
Skuld á Rósenberg | Dyslexíufélagið
Skuld heldur stofnfund um verðandi há-
skólafélag. Fundurinn verður 16. feb. kl.
20, á Kaffi Rósenberg og hefst með
kvöldverði þar sem gefst tækifæri á að
ræða sýn félagsins og almenn stofnfund-
arstörf.
Frístundir og námskeið
Hótel Selfoss | Miðbæjarfélagi á Selfossi
heldur borgarafundi um miðbæjarskipulag
á Selfossi kl. 20, á Hótel Selfossi. Á fund-
inum munu sérfræðingar um skipulags-
og umhverfismál halda erindi.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is