Morgunblaðið - 14.02.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 37
MENNING
Auglýsendur!
Þið eigið stefnumót við áhugavert fólk - lesendur Tímarits
Morgunblaðsins.
Tímarit Morgunblaðsins er mest lesna tímaritið í áskrift á
Íslandi. Því er dreift í 60 þúsund eintökum með
sunnudagsblaði Morgunblaðsins til lesenda um land allt.
Allar nánari upplýsingar veita Sigrún Sigurðardóttir í síma
569 1378 eða sigruns@mbl.is, og Bylgja Björk Sigþórsdóttir
í síma 569 1142 eða bylgjabjork@mbl.is
FJÖLMENNASTA aðsóknin að at-
burðum MM utan Háskólabíós sást
líklega á tónleikum Kammersveitar
Reykjavíkur á sunnudag, eða á að
gizka 300 manns. Og í fyrsta sinn á
hátíðinni sá maður að ráði áheyr-
endur á ríflega miðjum aldri. Fóru
þeir vel saman við elzta verk kvölds-
ins frá 1960 og minntu á að jafnvel
yngsti módernismi Norðurlanda, sá
íslenzki, er tekinn að reskjast. Hann
kom út hingað skömmu eftir vagg og
veltu, enda er nú stutt í að fyrstu
Presley-aðdáendur fari að setjast í
helgan stein. Tíminn líður vissulega
hratt á gervihnattaöld.
Fyrstu þrjú atriðin voru fyrir
strengjakvartett er skipuðu Rut
Ingólfsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir,
Þórunn Ósk Marinósdóttir og
Hrafnkell Orri Egilsson. Upphafs-
verkið átti Karólína Eiríksdóttir og
nefndist Sex lög [9’], samið 1983 fyr-
ir sænska Berwald-kvartettinn og
líkt og „smámunir“ Atla Heimis
Sveinssonar næst á eftir röð míníat-
úra, allt niður í hálfrar mínútu lengd.
Lögin voru skemmtileg áheyrnar
enda innblásin af ferskri andagift,
og bætti frískleg spilamennska enn
um betur. Þótt býsna ólík væru að
andrúmi, tengdust þau saman að
a.m.k. einu leyti, nefnilega með
meira eða minna stílfærðum „fugla-
söng“ í anda Messiaens, er brá fyrir
í öllum sex þáttum.
Litlu ólíkari innbyrðis voru Sjö
smámunir Atla Heimis frá 1960 [6’],
þó að heildarsvipurinn bæri óneit-
anlega tilurðartímans merki. Var
samt athyglisvert hvað margt hafði
elzt vel og viðhaldið stæltum æsku-
frjóleika á tæpri hálfri öld, jafnvel
þótt eitthvað kunni að hafa verið
endurskoðað. Ekki var síður
skemmtilegt að kenna rómantíska
æðarsláttinn innst við bein unga
framherjans, eins og gleggst kom
fram í 3. bagatellunni.
Hinn meistaralegi en stutti tví-
þætti Þriðji strengjakvartett Leifs
Þórarinssonar frá 1992 [10’] var frá
hefðbundnum sjónarhóli séð aðeins
hálft verk og má því vel harma að
þættirnir urðu ekki fleiri, þó að það
sem náði að líta dagsins ljós hafi að
vísu verið afar þétt skrifað – og með
öguðum klassískum undirtóni. Líkt
og í fyrri verkum lék kvartetthópur
Kammersveitarinnar af þróttmikilli
innlifun, er bætti talsvert fyrir sum-
ar hryndeigar innkomur á hvössustu
stöðum.
Bernharður Wilkinson hélt eftir
hlé utan um tvö frumfluttu verk
kvöldsins fyrir stærri hljóðfærahópa
af alkunnri natni. Fyrst var verk
fyrir flautu, alt-sax, bassaklarínett, 2
slagverkara (þ.á m. á víbrafón), pí-
anó, strengjakvartett og kontra-
bassa eftir æskuforseta höfunda,
Þuríði Jónsdóttur, er nefndist
„Hræddur í fótunum“ [8’] og vitnaði
í skondin ummæli sonar hennar und-
ir svefninn. Í mínum eyrum frekar
sundurlaus smíð ef ekki beinlínis ka-
ótísk, en lýsti á hinn bóginn ágæt-
lega barnslegri martröð – hafi það
verið meiningin, sem ekki er víst.
Loks var frumfluttur konsert fyr-
ir óbó og kammersveit (fyrrnefnda
áhöfn en með klarínett, horn og bas-
saklarínett í blásaraliði auk pákna) í
einum þætti eftir John A. Speight er
hann nefndi Cantus [16’]. Latneska
orðið þýðir söngur, og mátti til sanns
vegar færa að óbóið fékk víða að
syngja fagurlega, þó einnig reyndi
talsvert á fjöltyngda hraðtækni er
Daði Kolbeinsson skilaði af óþving-
aðri fagmennsku. Unaðsseimur
óbósins hefur löngum þótt meðal
erkiíhljóða náttúrusælu, og kom því
ekki á óvart iðjagræn „pastoral“-
stemning upphafsins, þótt fljótlega
yrði brotin upp með háskafullu
óviðri er síðan rauf blíðari kafla
verksins með mismunandi löngum
millibilum.
Helzt sat eftir í minni kyrrlát
örkadenza Daða í síðari hluta (á und-
an aðalkadenzunni í bláenda), er
studd var ævintýralegu klingi úr
slagverki og píanói. Að öðru leyti fór
frekar lítið fyrir bráðsmitandi frjó-
leika í meðferð rytma, hljóma og lag-
ferlis, þó að verkið virtist almennt
hafa verið hið bezta flutt.
Banginn í tásum
TÓNLIST
Ýmir
Karólína Eiríksdóttir: 6 lög (1983). Atli
Heimir Sveinsson: Sjö smámunir (1960).
Leifur Þórarinsson: Strengjakvartett nr. 3
(1992). Þuríður Jónsdóttir: „Hræddur í
fótunum“ (frumfl.). John Speight: Cant-
us* (frumfl.). Daði Kolbeinsson óbó* og
Kammersveit Reykjavíkur. Stjórnandi:
Bernharður Wilkinsson. Sunnudaginn 12.
febrúar kl. 20.
Myrkir músíkdagar
Ríkarður Ö. Pálsson
ÁGÆTIS aðsókn var að gítartón-
leikum MM í Norræna húsinu á
laugardag um undornsleytið. Skv.
enskuritaðri tónleikaskrá kom ein-
leikarinn, hinn 48 ára Sergio Pucc-
ini, alla leið frá Argentínu, þar sem
hann mun vera deildarforseti tón-
listarháskólans í Rosario. Viðfangs-
efnin voru blanda af eldra og nýrra
efni og hófust með Le Tombeau de
Debussy frá 1920 eftir spænska tón-
skáldið Manuel de Falla; stutt verk
en fágað og spilað í samræmi við
það.
Annars urðu nokkur uppbrot á
dagskránni – tvö verk féllu niður en
önnur tvö komu í staðinn, auk þess
sem röðinni var breytt – að því er
gítaristinn kynnti sjálfur. Því miður
lágum rómi, sem ásamt spænskuleit-
um enskumálhreim gerði að verkum
að eftirfarandi er sett fram með fyr-
irvara um hugsanlega misheyrn. Þá
reyndist ekki unnt að ganga nánar
úr skugga um nafn og höfund 6. at-
riðis í tæka tíð áður en undirr. þurfti
að hendast á næstu tónleika dagsins,
og var það því bagalegra sem verkið
var eitt hið skemmtilegasta á pró-
gramminu.
Um fjölbreytniskort þurfti annars
ekki að kvarta, hvorki að stíl né til-
finningalegu inntaki. Elogio de la
Danza og Lento-Ostinato Kúbverj-
ans Leos Brouwers runnu ljúflega
niður, og þeirra á milli alkunn ný-
klassísk Prelúdía nr. 1 eftir Villa-
Lobos. Síðan frumflutti Puccini
h.u.b. 12 mín. langt þríþætt verk eft-
ir Karólínu Eiríksdóttur er hún
samdi í fyrra að beiðni hans og
nefndi Within the Circle I-II-III.
Ekkert var sagt frá neinu verki í
tónleikaskrá og því á huldu hvað
a.m.k. höfundur legði sjálfur í tit-
ilinn. Verkið virkaði í fyrstu tveim
þáttum frekar innhverft – einkum í
hæga milliþættinum, þó á móti vægi
festuaukandi þriggja tóna þrábas-
sastef (stundum tónbreytt) – en
skartaði síðan leiftrandi rapsód-
ískum tónarunum í lokaþættinum í
stuttum gusum, þó sjaldan yrði vart
við rytmískan púls. Puccini túlkaði
þessa afströktu medítasjón Karólínu
af músíkalskri vandvirkni, jafnvel
þótt vottaði aðeins fyrir stirðleika á
kröfuhörðustu sprettum lokaþátt-
arins.
Nokkuð svipsterkt þríþætt verk
eftir Bandaríkjamanninn Manly Ro-
mero, Self Portrait frá 2005 er hér
var frumflutt kom næst á eftir; ep-
ísódískt í I., stundum hvassara í II.
og púlsrytmískt snertlukennt í III.,
er hófst með fallegum flaututónum.
Þá kom fyrrnefnt 6. atriði, er leiddi
úr fírugu upphafi í syngjandi tónalan
miðkafla og loks í 3⁄2 þjóðlegan
göngudans. Hverrar þjóðar greind-
ist sem sagt ekki úr kynningu, en
eftir smitandi túlkun Puccinis hefði
maður verið þess albúinn að rjúka í
næstu plötubúð, hefði aðeins verið
ljóst um hvaða verk var að ræða, og
eftir hvern.
Næst var frumflutt á Íslandi þrí-
þætt Gítarsónata eftir Spánverjann
José Buenagu (f. 1936) frá 1968; tok-
kötuleg i útþáttum en nk. epísódísk
kvöldlokka í II. Fínallinn („Bár-
baro“) var afar krefjandi og takt-
skiptin tíð, enda stóðst tiltæk fingra-
lipurð spilarans ekki öllu fullan
snúning. Loks voru leiknir tveir
þættir úr Sónötu Op. 47 eftir landa
gítaristans Alberto Ginastera (1916–
83) er jós úr þjóðlegri arfleifð gauc-
hoa og málaði fyrst kyrrláta næt-
urstemmningu á pömpunni en síðan
rytmískan kúrekadans, hvort
tveggja í prýðilegri útfærslu, þó að
hér sem fyrr væri allt spilað eftir
nótnablaði.
Með fágaðri yfirvegun
TÓNLIST
Norræna húsið
Verk eftir de Falla, Brouwer, Ponce, Ro-
mero, Buenagu, Cáceres og Ginastera.
Karólína Eiríksdóttir: Within the Circle I-
II-III (frumfl.). Sergio Puccini gítar. Laug-
ardaginn 11. janúar kl. 15.
Myrkir músíkdagar
Ríkarður Ö. Pálsson
„ÞAÐ kemur fyrir að ég sendi vinum
mínum litlar melódíur,“ segir Atli
Heimir Sveinsson, sem er höfundur
allra verkanna á næstu Háskóla-
tónleikum. Tónleikarnir verða að
vanda í Norræna húsinu á morgun,
og hefjast kl. 12.30.
Á tónleikunum syngur Bergþór
Pálsson lög eftir Atla við meðleik
tónskáldsins, en í einu þeirra leikur
Elísabet Waage með á hörpu.
„Þetta er því svolítill vinaspegill,“
segir Atli um lögin sín. „Þarna er lag
sem ég gerði fyrir frænku mína,
Jónínu Benediktsdóttur. Ljóðið er
Svolítil órækt, eftir Þuríði Guð-
mundsdóttur, sem yrkir svo fallega
texta. Þarna er líka Vögguvísa eftir
Steingrím Thorsteinsson, óskaplega
fallegt kvæði, og Haust eftir Krist-
ján Jónsson fjallaskáld. Við þessi
ljóð og fleiri hef ég gert lög sem hafa
farið til vina og kunningja. Ave
Maria er með hörpuleik, en það var
flutt við messu í Landakoti og gert
fyrir Gunnar Eyjólfsson sem er guð-
faðir minn í katólskunni. Það er því
líka vinaspegill,“ segir Atli.
Síðustu þrjú lögin á tónleikunum
eru minning um vin Atla Heimis,
Þorstein heitinn Gylfason, og öll
tengjast þau Þorsteini beint. „Ég
samdi lagið, Það kom söngfugl að
sunnan við kvæði sem hann þýddi.
Annað heitir, Af hreinu hjarta, og
það sendi ég honum einhvern tíma á
afmælisdag. Á því er svolítill óper-
ettustíll frá Búdapest. Það síðasta er
Tittlingsminning við ljóð Jóns Þor-
lákssonar á Bægisá, en það var sam-
ið að áeggjan Þorsteins,“ segir Atli
Heimir. „Það tókum við einhvern
tíma á þýðingakvöldi í Þjóðleik-
húskjallaranum og lagið er skop-
stæling á Bach og Händel við þenn-
an sérkennilega skemmtilega texta.“
Lögin er flest frá síðustu árum að
sögn Atla Heimis, fyrri hlutinn í al-
varlegum dúr, en endar í dálitlum
ærslum.
Atli Heimir hefur lengi samið
sönglög, en kveðst þó gera meira af
því í seinni tíð. Og lögin eru mismun-
andi. „Í fyrstu lögunum, sem eru al-
varlegri, er til dæmis algjört jafn-
ræði með rödd og píanói. Á sínum
tíma gerði ég lög í gömlum stíl – fyr-
ir Tónlistarskólann í Reykjavík,
Ljóðakorn fyrir Göggu Lund og
fleira. Þá komu Jónasarlögin, og
margt hef ég samið fyrir leikhúsið.
Ég hef líka farið í metnaðarfyllri
lagasmíðar.“
Það er skáldskapurinn sem kveik-
ir neista Atla Heimis til sönglaga-
smíði. „Ég hef alltaf lesið ljóð, og
fylgist með ljóðagerð. Ljóðið er ekki
ýkja mikill fjölmiðlamatur en margt
samt að gerast í okkar ljóðagerð.
Ljóð hafa aldrei orðið metsölu-
bækur, en eiga sennilega nokkuð
góðan hóp eins og nútímatónlistin.“
Tónlist | Sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson
Svolítill vinaspegill
Morgunblaðið/SverrirAtli Heimir Sveinsson og Bergþór Pálsson.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík