Morgunblaðið - 14.02.2006, Side 39

Morgunblaðið - 14.02.2006, Side 39
M YKKUR HENTAR **** 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Sími 553 2075 • www.laugarasbio.is walk the line STÓRKOSTLEG VERÐLAUNAMYND UM ÆVI JOHNNY CASH. BESTA MYND ÁRSINS, BESTI LEIKARI OG LEIKKONA ÁRSINS V.J.V Topp5.is S.V. Mbl. M.M.J Kvikmyndir.com F U N Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára SVAKALEGUR SPENNUTRYLLIR ÞEGAR RÖÐIN KEMUR AÐ ÞÉR ÞÁ FLÝRÐU EKKI F U N Sýnd kl. 6 og 8 Sýnd kl. 10 B.i. 16Sýnd kl. 8 ÆVINTÝRIÐ ER RÉTT AÐ BYRJA! Sýnd kl. 6 Ísl. tal - B.i. 10 ára 6TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA VINSÆLASTA MYNDIN á Íslandi í dag! eee DÖJ – kvikmyndir.com Epískt meistarverk frá Ang Lee eeeee L.I.B. - Topp5.is Sími - 551 9000 MRS HENDERSSON kl. 5.45, 8 og 10.15 WALK THE LINE kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA MEMOIRS OF A GEISHA kl. 9 LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6 SÍÐUSTU SÝNINGAR B.I. 14 ÁRA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 39 Að gera góða auglýsingu betri Morgunblaðið býður hönnuðum upp á námskeið þar sem farið verður yfir helstu tæknilegu þætti þess hvernig hægt er að gera góða auglýsingu betri. Meðal þess sem farið verður yfir er: ● Að velja liti í Morgunblaðið, auk blaða sem eru prentuð á 60 gr pappír. ● Stillingu tölvuskjáa og gerð skjá- og prentprófíla. ● Að setja upp Photoshop forritið þannig að það henti vinnslu fyrir Morgunblaðið. ● Notkun prófíla. ● Helstu atriði í myndvinnslu og nýjungar í Photoshop. ● Gerð prófarka, þannig að þær endurspegli endanlega útkomu. ● Gerð pdf skráa. ● Sendingu auglýsinga til Morgunblaðsins. ● Margháttaðir möguleikar með tilkomu nýju prentvélarinnar. Um er að ræða fjögur hálfs dags námskeið, sem standa munu yfir frá kl. 13:15 til kl. 17:00, í Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1, og eru ókeypis. Þátttakendur geta valið milli fjögurra dagsetninga, 21., 23. og 28. febrúar eða 2. mars. Auk þess verður heimsókn kl. 14:00 í prentsmiðju blaðsins við Hádegismóa föstudaginn 24. febrúar fyrir þátttakendur í tveimur fyrstu námskeiðunum, en 3. mars fyrir þátttakendur í tveimur seinni námskeiðunum. Leiðbeinendur verða Ólafur Brynjólfsson og Snorri Guðjónsson. Heimsókn í prentsmiðju munu þau Helga F. Edwardsdóttir, Stefán Stefánsson og Sölvi Ólafsson sjá um. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til auglýsingadeildar Morgunblaðsins í netfang namskeid@mbl.is, þar sem fram kemur nafn, símanúmer, vinnustaður eða skóli og hvaða dagur hentar best. FYRIR HÖNNUÐI AUGLÝSINGA UNNUR Birna Vilhjálmsdóttir feg- urðardrottning er nýkomin frá Pól- landi þar sem hún var í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem ungfrú heimur en þar mun næsta keppni um fegurstu konu heims einmitt fara fram. Unnur Birna segir að heimsóknin hafi fengið gríðarlega athygli en til marks um það má nefna að um 200 blaðamenn voru þar samankomnir til að gera grein fyrir heimsókn Unnar Birnu og hófst undirbúningur heimsókn- arinnar þremur dögum áður í Lond- on. Unnur Birna mun sem áður halda úti dagbók á Fólksvef mbl.is en fram undan eru mikil ferðalög og því viðbúið að hún hafi frá mörgu forvitnilegu að segja. Næst á dag- skrá Unnar Birnu eru tvær stuttar ferðir til London, heimsókn til Bandaríkjanna, nánar tiltekið Chi- cago og þá fer hún til Grikklands um miðjan mars. Í apríl leggur hún svo upp í stærðarinnar ferðalag um Asíu en frá öllu þessu verður nánar sagt á bloggsvæði Unnar Birnu auk þess sem hún hyggst reglulega birta myndir frá ferðalögum sínum. Nýjustu færslu Unnar Birnu má nú lesa á Fólksvef mbl.is. Fólk | Unnur Birna bloggar á ný á mbl.is Morgunblaðið/RAX Unnur Birna og Jón Agnar á markaðsdeild Morgunblaðsins handsala dagbókarsamninginn. Mikil ferðalög fram undan Söngkonan Björk Guðmunds-dóttir er nýlega komin heim til New York eftir að hafa heimsótt Banda Aceh, nyrstu borgina á Súm- ötru í Indónesíu, þar sem hún kynnti sér verkefni og uppbyggingarstarf Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna eftir flóðbylgjuna sem skall á strönd- um landanna við Indlandshaf fyrir rúmu ári. Björk var tvo daga í borg- inni, en leiðsögumaður hennar um borgina var kona sem missti bæði móður sína og bróður í hamförunum. Í samtali við breska blaðið The Guardian sagði Björk frá kynnum sínum af konunni. „Hún var mjög hress í upphafi, fór með okkur um allt, túlkaði fyrir okkur og hló mikið. Það var svo rétt áður en við fórum út á flugvöll að hún fór með okkur að því sem eftir var af hennar eigin húsi. Húsið hafði algjörlega horfið af yfirborði jarðar og það eina sem var eftir af því voru gólfflísarnar. Þarna fann konan gamlan kjól af móður sinni sem lá í rústunum, og brotnaði algjörlega niður. Það var mjög erfitt að horfa upp á það vegna þess að við vorum farin að þekkja hana nokkuð vel. Þetta var ansi mikið að meðtaka á einungis tveimur dögum,“ sagði Björk. Björk fór í heimsóknina í kjölfar þess að hún gaf út sérstakan geisla- disk með endurhljóðblöndunum af laginu Army of me í byrjun maí á síðasta ári, en allur ágóði af disk- inum rann til neyðaraðgerða UNI- CEF um allan heim.    Leikstjórinn og eiginmaður Mad-onnu, Guy Ritchie, blæs á sögusagnir þess efnis að illa gangi í hjónabandinu, en oðrómur var uppi um að Ritchie væri æfur vegna þess hve miklum tíma Madonna eyddi með upptökustjóranum Stuart Price. Orðróm- urinn fékk byr í seglin í síðustu viku þegar Ritc- hie fylgdi ekki eiginkonu sinni á Grammy-verð- launin þar sem Madonna kom fram með teikni- myndabandinu Gorillaz. Nú hef- ur Ritchie hins vegar útskýrt að ástæðan fyrir því hefði verið sú, að hann hefði þurft að passa tvö börn hjónanna, Rocco og Lourdes. „Ég varð að passa börnin. Hún [Madonna] var ekki að taka á móti verðlaunum en það var henni mik- ilvægt að vera viðstödd.“ Madonna hefur einnig látið orðróm um erfið- leikana sem vind um eyru þjóta og sagði meðal annars í viðtali á dög- unum að Ritchie hringdi í hana á fimm mínútna fresti þegar þau eru aðskilin. „Við erum mjög upptekin bæði tvö, en tvær vikur er það mesta sem við höfum verið í sitt hvoru lagi og það var fyrir fimm árum.“ Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.