Morgunblaðið - 19.02.2006, Page 7

Morgunblaðið - 19.02.2006, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2006 C 7 ANZA sérhæfir sig í rekstri tölvukerfa. Með því að fela ANZA tölvureksturinn geta fyrirtæki einbeitt sér að kjarnastarfsemi sinni og látið sérfræðinga ANZA um að hugsa um tölvukerfin. Rekstur ANZA er í samræmi við vottað öryggiskerfi sem byggist á staðlinum ISO 17799 um stjórnun upplýs- ingaöryggis. Hornsteinn ANZA er starfsfólk með framúrskarandi þekkingu og hæfni. Velgengni fyrirtækisins byggir á öflugri liðsheild. Ármúla 31 · 108 Reykjavík Sími 522 5000 · Fax 522 5099 · www.anza.is Upplífgandi upplýsingafræðingur ANZA óskar eftir að ráða öflugan upplýsingafræðing í fjölhæfan ráðgjafahóp fyrirtækisins. Starfssvið: • Þátttaka í margvíslegum verkefnum tengdum skjala- og upplýsingamálum • Vinna við gerð rekstrarhandbóka bæði innanhúss og fyrir viðskiptavini • Ráðgjafarverkefni í skjalastjórnun • Þátttaka í ráðgjafarverkefnum vegna upplýsingaöryggis • Þátttaka í fræðsluverkefnum fyrirtækisins Menntunar- og hæfniskröfur: • Bókasafns- og upplýsingafræði eða sambærileg menntun á háskólastigi • Reynsla af starfi innan upplýsingatæknifyrirtækis er mikill kostur • Starfreynsla í skjalastjórnun er æskileg • Góð íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg ásamt færni í notkun helstu skrifstofuforrita Við leitum að skipulagðri og agaðri manneskju sem finnst skemmtilegt að takast á við fjölbreytt og ögrandi verkefni, sýnir frumkvæði og á gott með að vinna bæði sjálfstætt og í hóp. Upplýsingar Vinsamlegast sendið umsóknir í tölvupósti, atvinna@anza.is, fyrir 26. febrúar merktar viðeigandi starfsheiti. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Guðríður Sigurðardóttir (gurry@anza.is), starfsmannastjóri ANZA, í síma 522 5000. VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveit- arfélagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500, eða skoðaðu heimasíðuna, www.hafnarfjordur.is. Hraunvallaskóli – leik- og grunnskóli Aðstoðarleikskólastjóri Aðstoðarleikskólastjóri óskast í nýjan leikskóla í Hafnar- firði sem tekur til starfa í ágúst 2006. Hraunvallaskóli er leik- og grunnskóli og tók grunnskólinn til starfa í bráðabirgðahúsnæði sl. haust. Í ágúst 2006 verð- ur leikskólinn opnaður í nýju húsnæði og grunnskólinn flytur þá jafnframt starfsemi sína þangað. Húsnæðið er hannað fyrir 4ra deilda leikskóla og 3ja hlið- stæðna grunnskóla og er þetta í fyrsta sinn sem slíkur skóli er hannaður og byggður fyrir bæði skólastigin hér á landi. Byggingin gefur mikla möguleika á fjölbreyttu skólastarfi sem krefst góðs samstarfs milli allra sem þar starfa m.t.t. faglegra og rekstrarlegra þátta. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við metnaðarfullt skólastarf í anda einstaklingsmiðaðs náms í nánu samstarfi við grunnskólann. Eftirfarandi kröfur eru gerðar til umsækjanda: • Leikskólakennaramenntun. • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- eða kennslufræði æskileg. • Reynsla af stjórnun æskileg. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Metnaður og áhugi fyrir nýjungum Umsækjandi þarf að geta komið að undirbúnings- og skipulagsvinnu fljótlega en ráðið verður í stöðuna frá og með 1. júlí eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið veita Sigrún Kristins- dóttir, leikskólastjóri, í síma 555 3021, alfaberg@hafnar- fjordur.is og Magnús Baldursson, fræðslustjóri, í síma 585 5800, magnusb@hafnarfjordur.is. Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi launa- nefndar sveitarfélaga og FL. Umsókn skal fylgja greinargott yfirlit um menntun og reynslu umsækjanda og hver þau verkefni sem hann hefur unnið við og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna stjórnunarstarfi. Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið. Umsókn skal skilað á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31, 220 Hafnarfjörður, eigi síðar en 27. febrúar. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar HÓTEL HÉRA‹ óskar eftir matrei›slumanni e›a -meistara til framtí›arstarfa. Starfsreynsla, fljónustulund og brennandi áhugi eru me›al fleirra kosta sem vi› leitum eftir. Hótel Héra› er n‡tt og vel búi› 60 herbergja hótel í mi›bæ Egilssta›a. Áhugasamir sendi umsókn til: Au›ar Önnu Ingólfsdóttur, hótelstjóra á netfangi› audur@icehotels.is MATREI‹SLUMA‹UR Umsóknarfrestur er til 27. febrúar nk. Sími: 471 1500 www.icehotels.is Símavarsla og almenn skrifstofustörf Starfskraftur óskast til símavörslu og almennra skrifstofustarfa. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Reyklaus vinnu- staður. Umsóknir sendist auglýsinga- deild Mbl eða í box@mbl.is merkt: „S — 18210“ fyrir 1. mars nk. Afleysingavélavörður óskast á togbát frá Grundafirði Upplýsingar í síma 852 2293 og 892 0806. Lögfræðingur óskast Lögmannsstofa óskar eftir lögfræðingi til starfa. Nánari upplýsingar veitir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir í síma 552 2420. Umsóknum skal skila á netfangið gjg@heimsnet.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.